Morgunblaðið - 21.10.1988, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988
VEÐUR
Unnið að slökkvistarfi um borð í Pétri Jónssyni RE í gærmorgun. Morgunblaðið/Emiiía
Logar frá ljósavél í Pétri Jónssyni
ELDUR kom upp í Pétri Jóns-
syni RE í gsermorgun, þar sem
skipið lá í Reykjavíkurhöfn.
Nokkrar skemmdir urðu á skip-
inu.
Slökkviliðinu var tilkynnt að eld-
ur væri laus um borð um kl. 10.30.
Þegar það kom á staðinn reyndist
loga í gangi niðiir í vistarverur
aftan á. Reykkafarar voru sendir
inn og sáu þeir að eldurinn var
innan þilja. Veggir voru rifnir nið-
ur, svo og hluti lofts, til að komast
að eldinum og gekk þá greiðlega
að slökkva hann. Slökkvistarfí var
lokið um kl. 11.30.
Pétur Stefánsson, útgerðarmað-
ur skipsins, sagði að kviknað hefði
í út frá útblástursröri ljósavélar.
„Þetta hefði getað farið verr, en
eldurinn uppgötvaðist mjög
snemma," sagði hann. Pétur sagði
að þrátt fyrir skemmdir á skipinu
yrði óhappið ekki til að teíja það
að ráði frá veiðum.
/
/ .
/
/ .
/
/
? /
/ / /
//////
////////
///////// /
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
ÍDAGkl. 12.00:
VEÐURHORFUR í DAG, 21. OKTÓBER
YFIRLIT í GÆR: Um 1400 km suður ( hafi er 985 mb lægð, sem
þokast noröur og önnur álíka um 800 km suður af landinu, sem
hreyfist lítið. Yfir Grænlandi er 1028 mb vaxandi hæð. Afram verð-
ur hlýtt.
SPÁ: Svipað veður og í dag, austanstrekkingur við suðurströndina
en hægari austlæg átt annars staðar. Dálítil súld við suðaustur-
ströndina en annars þurrt að mestu. Hlýtt áfram.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Fremur hæg austan-
átt, dálftil súld eða rigning suðaustan- og austanlands en bjartviðri
í öðrum landshlutum. Hiti 7—9 stig.
TÁKN: y. Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- ■j 0 H'itastig: 10 gráður á Celsíus
A stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig. * Él
* V
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
A / / / Þokumóða
Hálfskýjað * / * 5 Súid
/ * / * Slydda oo Mistur
'»Skyiað / * / 4 Skafrenningur
l _j Alský>ad * * * * Snjókoma * * * . K Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UMHEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hfti 6 13 veður skýjað skýjað
Bergen 12 láttskýjað
Helsinki 7 heiðskírt
Kaupmannah. 10 skýjað
Narssarssuaq +2 skýjað
Nuuk 5 rignlng
Osló 9 skýjað
Stokkhólmur 9 skýjað
Þórshöfn vantar
Algarve 21 skýjað
Amsterdam 13 þokumóða
Barcelona 20 lóttskýjað
Chicago 2 skýjað
Fenayjar 21 þokumóða
Frankfurt 13 rigning
Qlasgow 11 rigning
Hamborg 10 mlstur
Las Palmas 24 lóttskýjað
London 15 mlstur
Los Angeles 18 alskýjað
Lúxemborg 10 rignlng
Madrfd 14 léttskýjað
Malaga 21 skýjað
Mallorca vantar
Montreal +2 skýjað
New York 6 heiðskfrt
Parls vantar
Róm vantar
San Diego 19 alskýjað
Wlnnlpeg +3 alskýjað
35. þing BSRB:
Nýr formaður
kjörinn í dag
Ályktað gegn aðild að EB í gær
KOSNINGAR formanns, varaformanna og stjómar BSRB eru einu
málin á dagskrá 35. þings samtakanna i dag. Þrjiú hafa gefið kost
á sér til embættis formanns, Gúðrún Árnadóttir, Ógmundur Jónas-
son og Örlygur Geirsson. í gær var búist við að kjósa þyrfti tvisv-
ar um formann, þar sem ekki var gert ráð fyrir að einn frambjóð-
enda næði meirihluta atkvæða í fyrstu atrennu. Meðal ályktana
sem samþykktar vom í gær, var tillaga Evrópubandalagsnefndar.
í tillögunni er aðild íslands að Evrópubandalaginu hafiiað.
„Mér finnst staðan núna af-
sjjymu óglögg," sagði Guðrún
Amadóttir í samtali við Morgun-
blaðið í gær. „Það er mikill tauga-
titringur núna í loftinu, æsingur
að færast í leikinn. Það verður að
hafa í huga, að þetta er í fyrsta
sinn í 28 ár sem við kjósum okkur
formann. En ég held nú að við sem
erum í framboði höldum alveg ró
okkar," sagði hún.
„Það er í rauninni útilokað að
átta sig á því hvernig landið ligg-
ur, en ég er bjartsýnn," var það
eina, sem Ögmundur Jónasson
vildi segja.
Örlygur Geirsson bjóst ekki við
að úrslit næðust í fyrstu atkvæða-
greiðslu. „Mér sýnist að minnsta
kosti vera all mikið jafnræði milli
manna og það er jlóst að all stór
hluti þingfulltrúa hefur ekki gert
upp hug sinn. Ég er hins vegar
bjartsýnn," sagði hann.
Alls vom 48 mál lögð fram til
afgreiðslu á þinginu. Meðal síðustu
mála, sem afgreiða átti í gær-
kvöldi, vom fjárhagsáætlun sam-
takanna og tillögur um lagabreyt-
ingar.
Töluverður rekstrarafgangur
hefur verið undanfarin ár hjá sam-
tökunum. Rúmar þijár milljónir
króna 1986, tæpar 11 milljónir í
fyrra og stefnir í um sjö milljóna
króna afgang á þessu ári. Þessar
tölur eiga við um aðalsjóð félags-
ins. Fyrir þinginu lágu tillögur
þess efnis, að rekstrarafgangi að-
alsjóðs BSRB verði varið til að
greiða rekstrarhalla orlofssjóðs,
vegna mikils kostnaðar við endur-
bætur og viðhald orlofshúsa. Gert
er ráð fyrir rúmum þremur milljón-
um króna í rekstrarafgang á
næsta ári, samkvæmt drögum að
fjárhagsáætlun.
Meðal þeirra mála sem sam-
þykkt vom í gær em tillögur Evr-
ópubandalagsnefndar. Þar er al-
farið hafnað aðild íslands að
bandalaginu, miðað við óbreytta
stefnu Evrópubandalagsins gagn-
vart íslendingum í fiskveiðimálum
og vegna hættu á hömlulausum
innflutningi fjármagns og vinnu-
afls. Þá var samþykkt tillaga
nefndar um málefni aldraðra. Þar
segir m.a.: „35. þing BSRB vekur
athygli stjórnmálamanna og ann-
arra aðila sem fjalla um málefni
aldraðra á því, að réttur fólks til
sjálfsákvörðunar um lífshætti sína
hverfur ekki við einhver ákveðin
aldursmörk og ber því að sýna
sjálfsvirðingu aldraðra borgara
fulla tillitsemi."
35. þingi BSRB lýkur í dag.
Eggja- og kjúkl-
ingabændur sækja
um verðhækkun
FÉLÖG eggja- og kjúklingabænda hafa sótt um verðhækkun á
afúrðum sínum til Verðlagsstofnunar. Aðalástæða hækkunarinnar
er veruleg hækkun á innfluttu fóðri. Kjúklingabændur sækja um
12% hækkun og eggjabændur óska eftir hækkun sem dugi fyrir
fóðurhækkuninni. Guðmundur Sigurðsson yfirviðskiptafræðingur
Verðlagsstofiiunar býst við að erindi alifúglabænda verði afgreitt
strax eftir helgi.
Einar Eiríksson formaður Fé-
lags eggjaframleiðenda segir að
algengasta varpfóður hafi hækkað
um 9.000 krónur tonnið undan-
fama mánuði, eða hátt í 50%, og
reiknað væri með sömu þróun
áfram. „Við höfum óskað eftir að
fá þessa hækkun uppboma í
eggjaverðinu," sagði Einar. Eggj-
akílóið er nú á tæpar 200 krónur
í heildsölu og er þá búið að draga
frá niðurgreiðslur sem em um 20
krónur. Miðað við þá fóðurhækkun
sem Einar nefndi þurfa eggin að
hækka um allt að 15%. I haust
dró Verðlagsráð til baka eggja-
hækkun sem eggjabændur höfðu
ákveðið og setti á hámarkssmá-
söluverð. Eggin hafa því ekki
hækkað frá því í vor og að sögn
Einars em bændur launalausir við
framleiðsluna eftir ákvörðun verð-
lagsyfirvalda í haust.
Bjami Ásgeir Jónsson varafor-
maður Félags kjúklingabænda
sagði að kjúklingafóðrið hefði
hækkað um 21% frá því í maí.
Aðrir kostnaðarliðir hefðu einnig
hækkað frá því verðið var síðast
ákveðið og því hefðu kjúklinga-
bændur farið fram á 12% verð-
hækkun. Verðlagsráð ákvað há-
marksverð á kjúklingum í heild-
sölu í haust, með svipuðum hætti
°g á eggjum, og bannaði verð-
hækkun sem bændur höfðu ákveð-
ið. Heildsöluverðið er nú 376 krón-
ur og hækkaði síðast 1. júní.
Yfirmaður
flotastjórnar
Nato heim-
sækir íslenska
ráðamenn
YFIRMAÐUR Atlantshafe-
fiota Bandaríkjanna og
flotastjómar Norður-Atl-
antshafsbandalagsins, Lee
Bagget aðmíráll, er væntan-
legur til landsins í næstu
viku, og mun hann þá meðal
annars eiga viðræður við
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra.
Lee Bagget kemur hingað
til lands fyrst og fremst í þeim
tilgangi að kveðja íslenska
ráðamenn, en hann lætur af
störfum fljótlega sem yfirmað-
ur Atlantshafsflota Banda-
ríkjanna og flotastjómar Nato.