Morgunblaðið - 21.10.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.10.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 17 Erjur í útilegu Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó Boðflennur - The Great Outdoors ★ ★ V2 , Leikstjóri Howard Deutch. Handrit og framleiðandi John Hughes. Aðalleikendur Dan Aykroyd, John Candy, Robert Prosky. Bandarisk. Universal 1988. Dolby John Candy sýnir það og sannar, rétt einu sinn, að hann er einn al- fyndnasti' gamanleikarinn vestan hafs í dag. Allavega er hann megin- stoð Boðflennanna. Candy og fjölskylda er tæpast búin að koma sér fyrir í afskekktum fjallakofa í langþráðu sumarfríi, þegar óvænta og illa séða gesti ber að garði. Er það mágur hans, Aykroyd, með konu og böm. Candy er meinleysisgrey sem getur tæpast snúið sér við án þess að lenda í vandræðum, seinheppinn, góðlegur meðaltekjumaður. Mágurinn Aykroyd er af a.llt öðru sauðahúsi. Eitur drjúgur verðbréfasali sem berst mikið á, lifir í lúxus og vellyst- ingum og hendir mikið gaman að soðningarlegu lífemi mágs síns. Satt að segja snýr hann hinu lang- þráða vikufríi Candyfjölskyldunnar upp í hálfgerða martröð uns allt fer í bál og brand. Unglingamyndasmiðurinn Hug- hes situr svo sannarlega ekki auð- um höndum og er nú farinn1 að teygja sig eftir eldri áhorfendum. Að þessu sinni semur hann þó að- eins handritið og framleiðir, en læt- ur lærisvein sinn, Deutch, um leik- stjómina. Þeir skiptu eins með sér verkum í hinni feykivinsælu Ferris Bueller’s Day Off, enda em gallar og kostir þessara mynda nánast þeir sömu. Báðar ná sér á slíkt flug á köflum að maður grætur af hlátri, en magalenda þess á milli í rauna- legu húmorsleysi. Ójöfnumar em illskiljanlega miklar, Boðflennumar komast þó betur af, ekki síst fyrir þátt Candys, ein- sog fyrr segir. Hann á bestu kafla myndarinnar, þar sem sjóskíðaat- riðið ber hæst. Aykroyd stendur honum nokkuð að baki í hlutverki uppans, enda fær hann mun þurr- ari texta að moða úr. Það má segja að önnur hlutverk séu til uppfylling- ar og helst að Prosky, sá útsmogni skapgerðarleikari, nái að gera sér einhvem mat úr sínu. Boðflennur nálgast það að vera fyrirtaksskemmtun, og er það lengst af. Það em einkum óþarfa vemmilegheit undir lokin - og makalaust ófyndin þvottabjamaat- riði - sem skemma fyrir. En Candy og mannætubjöminn sköllótti ættu að koma öllum í gott skap. Sjáið... ... ótrúlegt lífsstarf ...oq hevrið myndhöggvarann og forsetann spjalla! ...höqqmynd verða til í höndum listamannsins. 1989 Honda Civic 3ja dyra Honda Civic þekkist alls staðar, enda hvarvetna vak- ið mikla athyglí fyrir einstaka hönnun, sportlegt og nýstárlegt útlit. Hann er 2ja dyra og ótrúlega rúmgóður. Og nýja „Double wishbone" fjöðrunin, er eins og í öðrum Honda bílum, frábærlega góð. Kraftmikil 16 ventla vél og allur frá- gangur gerir þennan bíl einstakan í sínum flokki. Honda Civic 3ja dyra er mest keypti Honda bíllinn á íslandi. VERÐ FRÁ KR. 611.000,- “—ww*" miðað við gengi 6.10 1988. Uj HONDA HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 > c Formgaldur Svipmynd af Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara Frumsýning á Stöð 2 í kvöld kl. 20:30. * Mynd þessi er nánast verk eins manns, Porsteins Úlfars Björnssonar og hefur verið í smíðum í u.þ.b. 10 ár. Texta gerði Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Þáttur AUK hf. í verkinu er fjárhagslegur og „móralskur" stuðningur. Til hamingju með verkið Þorsteinn Ulfar Bjömsson! AIIKhf AUGLÝSINGASTOFA KRISTlNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.