Morgunblaðið - 21.10.1988, Page 19

Morgunblaðið - 21.10.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 19 Heimsbikarmótið í skák Fjórtánda umferð: Beljavskíj einn í efsta sæti Morgunblaðið/Bjami í sjö ár ræddust þeir ekki við en nú fer vel á með þeim. Eldri kynslóðinni hefur ekki gengið sem best á Heimsbikarmótinu að Tal undanskildum. Spasskíj og Kortsnoj sem hér sjást við upphaf skákar sinnar í gær þráléku og sömdu um jafntefli eftir 32 leiki. LÍNUR skýrðust nokkuð á toppn- um í 14. umferð Heimsbikar- mótsins í gærkvöld. Alexander Beljavskíj og Mfkhaíl Tal, tveir af þremur efstu mönnum mótsins tefldu saman. Beljavskíj vann örugglega og er því kominn einn í efsta sætið með 9 vinninga. Skemmtilegasta skák umferðar- innar var tvímælalaust viðureign Jans Timmans og heimsmeistar- ans Kasparovs. Kasparov heftir ekki gengið sem best í mótinu og var staðráðinn í að ná sér í „heilan punkt“. Það var Timman reyndar einnig ef marka má orð hans fyrir skákina. Kasparov tefldi eins og heimsmeistara sæmir með miklum eldglæring- um og peðsfórnum og rúllaði Timman upp. Þeta var langbesta skák Kasparovs í mótinu til þessa og líkur á því að hann sé kominn á bragðið þótt seint sé. Áhorfendur, sem voru vel á níunda hundrað, fylgdust spenntir með viðureign Jans Ehlvests, eins af efstu mönnum mótsins, og Jó- hanns Hjartarsonar. Jóhann kom Ehlvest á óvart í byijuninni. Ehlvest hitti þó á vænlegt framhald en jafn- tefli urðu úrslitin eftir að skipt hafði verið upp á drottningum. Margeir Pétursson sem ekki hefur unnið skák síðan hann lagði Portisch snemma móts vann góðan sigur á John Nunn, Þessi sigur kemur sér að sjálfsögðu vel fyrir Margeir en einnig fyrir Jóhann því Nunn hefur verið í toppbaráttunni. Sokolov er nú heldur farinn að lækka flugið eftir góða byijun. Hann hafði svart og koltapaði í 28 leikjum fyrir Sax. Upp kom Schev- eningen-afbrigði Sikileyjarvamar og Sax tefldi kristalstæra kóngs- sókn sem gekk fullkomlega upp. Júsúpov og Ribli, Spasskíj og Kortsnoj og Andersson og Speel- man gerðu allir tíðindalítil jafntefli. Svipað mætti segja um þá Nikolic og Portisch nema hvaið Nikolic reyndi fremur lítið til að vinna betri stöðu. Kannski sá hann aumur á Ungveijanum sem gengið hefur afleitlega. Þegar þijár umferðir eru eftir er Beljavskíj einn efstur sem fyrr segir. Hann á fremur þægilegt „pró- gramm" eftir sem eru Kortsnoj, Nunn og Spasskíj og hlýtur því að teljast mjög sigurstranglegur. Kortsnoj gæti þó tekið upp á hveiju sem er með hvítu mönnunum í dag. Kasparov og Ehlvest koma næst- ir í 2.-3. sæti. Þeir mætast einmitt á morgun í geysimikilvægri skák. Annars á Kasparov eftir að tefla við Sax og Nikolic, andstæðinga sem ekki ættu að vefjast fyrir hon- um. Tal sem lengi var efstur á mótinu hefur ekki unnið skák í seinni hluta mótsins, er kominn niður í 4. sætið og er nær óhætt að afskrifa hann úr baráttunni um efsta sætið. Jóhann Hjartarson er nú í 5.-9. sæti með 7V2 vinning, einum og hálfum vinningi fyrir neðan efsta mann. Hann á eftir að tefla við Nikolic, Júsúpov og Anderssón. Víst er að hinir tveir síðamefndu er fastir fyrir og verður erfitt fyrir Jóhann að leggja þá. Jóhann hefur þegar unnið sér inn fimm skákstig með góðri frammistöðu. Fleiri vinn- ingar en IV2 úr síðustu þremur umferðunum væru frábær árangur hjá Jóhanni. Margeir vann góðan sigur á Nunn Skák Bragi Kristjánsson og Karl Þorsteins Margeir Pétursson tefldi af hörku gegn John Nunn. Englendingurinn fómaði peði í byijun og fékk í stað- inn mjög gott spil. Drottningar hurfu af borðinu, en Nunn lék óná- kvæmt og Margeir gaf peðið til baka með betri stöðu. I lokin tók Nunn eitrað peð og tapaði manni. Hann gaf eftir 41. leik Margeirs. Margeir sýndi í þessari skák, að hann hefur ekki sætt sig við neðsta sætið baráttulaust. Nunn þykir afar erfiður viðureignar, og er þetta fyrsta tap hans í mótinu. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: John Nunn Kóngsindversk-vörn 1. d4 - RfB, 2. c4 - g€, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. Be2 - 0-0, 6. Bg5 - h6, 7. Be3 - c5!?, 8. e5 — dxe5, 9. dxe5 — Dxdl+, 10. Hxdl — Rg4, 11. Bxc5 — Rxe5, 12. Rd5 - Ra6, 13. Bxe7 - He8, 14. Ba3 - Be6, 15. Kfl - Had8, 16. b3 Nunn hefur komið mönnum sínum vel í spilið fyrir peðið, sem hann fómaði. Margeir á enn eftir að koma kóngi sínum á góðan reit, riddaranum á gl og hróknum á hl í spilið. 16. - Hd7? Best var 16. - Rc6!, td. 17. Rf3 - Hd7, 18. b4!? - Raxb4, 19. Bxb4 — Rxb4, 20. Rxb4 — Hxdl+, 21. Bxdl - Bxc4+, 22. Kgl - Bxa2 og hvítur á erfiða baráttu fyrir höndum til að ná jöfnu. Eftir 16. — Rc6 hefði Margeir orðið að reyna 17. h3 — Hed8, 18. g4 — Bxd5, 19. cxd5 - Hxd5, 20. Kg2 - Hxdl, 21. Hxdl - Hxdl, 22. Bxdl — Rab4 með jöfnu tafli. 17. f4! - Rc6, 18. Rf3 - Hed8, 19. Kf2 - Bxd5, 20. cxd5 - Hxd5, 21. Hxd5 - Hxd5, 22. Bxa6! - bxa6, 23. Hcl - Rd4, 24. Hc5 - Hd7 Ef til vill var betra fyrir Nunn að leika 24. — Hxc5 t.d., 25. Bxc5 - Rc6, 26. Ke3 - f5, 27. Kd3 - Kf7, 28. Kc4 - Ke6, 29. b4 - World Cup Chess Tournament, Reykjavík 1988 10.20.1988 2l-M Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 AIIs Röð 1 Alcxander Bcliavskv M '/2 '/2 1 1 0 ‘A '/2 'A 1 ‘A 'A '/2 1 I 9 1 2 Jan Timman ‘/2 a 'A 0 1 '/2 1 'A 'A 'A 0 1 0 'A 1 l'A 5-9 3 Gvula Sax '/2 ‘/2 1 '/2 '/2 Vi 'A 'A 0 'A 1 !ó 'A 'A VA 5-9 4 Jaan Ehlvest 0 1 0 c 1 Vi 'A 1 'A 'A 'A 'A 'A 1 1 8'/2 2-3 5 Prcdrau Nikolic Ö 0 '/2 0 h 1 'A 'A 'A 'A 'A 1 'A Vi ‘A 6'/2 12-13 6 Artur Júsúdov 1 '/2 ■/2 '/2 0 M 'A 'A 'A 'A 'A 'A ‘A 1 'A 7'/2 5-9 7 Ulf Andersson */2 0 Vl Vi 'Á 'A a 'A 1 0 'A 'A Vi 'A 1 7 10-11 8 Jonathan SDeelman '/2 'A '/2 0 Vi 'A 'A k 'A '/2 'A 0 1 '/2 ‘A 6'/2 12-13 9 Zollan Ribli ‘/2 Vi Vl Vi 'Á Vi 'A Vi 'A 'A 0 0 'A 'A 6 14-15 10 Laios Portisch 0 Vi 1 Vi Vi 'A 11 1 'A ‘A 0 0 0 'A 0 5'/2 16-17 11 Jóhann Hiartarson ‘/2 1 Vi '/2 'A ‘A 0 •gííý 0 0 Vi 1 'A 1 1 VA 5-9 12 Andrei Sokolov '/2 0 0 0 'A ‘A 'A 1 f 1 'A 'A '/2 'A 1 7 10-11 13 Garrv Kasoarov '/2 1 Vi 1 'A 'A 'A 1 0 il 'A 1 'A Vi 'A 8 'A 2-3 14 Mikhail Tal 0 ‘/2 Vi ‘A 1 1 1 'A ’A Vi á Vi 'A 'A 'A 8 4 15 Viklor Kortsnoi Vi 0 'A 'A 0 1 1 0 'A 0 'A 11 0 'A 1 6 14-15 16 John Nunn Vi '/2 '/2 'A '/2 '/2 '/2 1 *i 'A '/2 '/2 I V 0 VA 5-9 17 Boris SDasskv Ví '/2 0 '/2 0 '/2 '/2 Vl 'A 0 'A '/2 '/2 'A K S'A 16-17 18 Margeir Pctursson 0 0 '/2 0 ‘/2 'A 0 1 0 0 '/2 '/2 0 1 ili 4'A 18 Bf6, 30. a4 - g5, 31. g3 - gxf4, 32. gxf4 — Bd8 og svartur ætti að halda jafntefli. 25. Bcl - Kh7, 26. Hc4 - Rb5, 27. Re5 - Hd5, 28. Be3 - g5, 29. g3 - Bxe5? Betra var að leika 29. — gxf4, 30. gxf4 - Bxe5, 31. fxe5 - Kg6, 32. Hc5 - Hxc5, 33. Bxc5 - Kf5, 34. a4 — Rc7, 35. Bxa7 — Re6 og svartur á jafnteflisvon í endataflinu. 30. fxe5 - Hxe5, 31. Hc6 - a5, 32. a4 - Ra3, 33. Ke2 - He4, 34. Kd3 - Hb4, 35. Kc3 - He4, 36. Bcl - He2, 37. Bxa3 Peðsránið á e5 hefur orðið Nunn dýrt. Hann á enga möguleika í endataflinu með manni minna. 37. - Hxh2,38. Hc7 - Kg6, 39. Hxa7 - f5, 40. Bd6 - Hh3+, 41. Kc4 og Nunn varð að játa sig sigraðan í fyrsta skiptið í mótinu. 15. Umlerð Jonathan Speelman - Margeir Pélursson Zoltan Ribli - UlfAndersson Lajos Porlisch - ArturJúsúpov Jóhann Hjartarson - Predrag Nikolic Andrei Sokolov - Jaan Ehlvest Garry Kasparov - Gyula Sax Mikhail Tal - Jan Timman Viklor Kortsnoj - Alexander Beljavsky John Nunn - Boris Spassky Breytt framlög til einka- rekinna dagvistarstofiiana MEIRIHLUTI Sjálfstæðis- flokksins í Borgarstjóm sam- þykkti í gærkvöldi tillögu stjómar Dagvistar barna um breytt framlög til einkarekinna dagvistarstofiiana. Með tillög- unni er vægi leikskóla aukið en jafiiframt er dregið úr styrkjum til heilsdagsvistar. í ræðu Önnu K. Jónsdóttur, formanns stjómar Dagvistar bama í Reykjavík kom fram að við núverandi aðstæður væri rekstraraðilum mismunað, og að styrkur borgarinnar til einkarek- inna dagvistarstofnana fyrir hvert bam í heilsdagsvist væri fímm sinnum hærri en fyrir bam í leik- skóla. Breytingin fæli í sér að þessu misrétti væri eytt. Borgarfulltrúar minnihlutans lýstu sig andvíga tillögunni á þeim forsendum að aukin áhersla á leik- skóla væri tímaskekkja, og með breyttum framlögum væri verið að eyðileggja rekstrargrundvöll þeirra dagvistarstofnana, sem þegar era reknar af einkaaðilum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.