Morgunblaðið - 21.10.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988
21
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum:
Bush stendur betur í
auglýsingastríðinu
New York. Reuter.
GEORGE Bush, frambjóðandi
repúblikana til forsetaembættis
í Bandaríkjunum, er talinn
standa með pálmann í höndun-
um í auglýsingastríði sínu við
Michael Dukakis, frambjóðanda
Frakkland:
Klofhingiir
í Sósíalista-
flokknum
Parfs. Reuter.
RÍKISSTARFSMENN fóru í mót-
mælagöngu um götur Parísar i
gær en verkföll þeirra hafa nú
staðið yfir i eina viku. Aðalritari
franska Sósialistafiokksins, Pi-
erre Mauroy, lýsti yfir samstöðu
með verkfallsmönnum og sagði
að Michel Rocard forsætisráð-
herra yrði að bæta kjör ríkis-
starfsmanna.
Pierre Mauroy, sem er fyrrum
forsætisráðherra, gagnrýndi harð-
lega aðhaldsstefnu ríkisstjórnarinn-
ar. „Það gengur ekki að aðeins
kaupmáttur ríkisstarfsmanna
minnki,“ sagði hann. „Það er skylda
hverrar ríkisstjómar að vemda
hagsmuni starfsmanna sinna.“
Verðbólga í Frakklandi er um
3% á ári og krefjast ríkisstarfsmenn
10% launahækkunar til bæta upp
kaupmáttarrýmun, sem orðið hefur
undanfarin ár.
Michel Rocard hefur fram að
þessu neitað að verða við kröfum
ríkisstarfsmanna og segir þær koll-
varpa áformum ríkisstjómarinnar
um hjaðnandi verðbólgu. Ríkis-
stjómin, sem er í minnihluta á
þingi, þarf á stuðningi 27 þing-
manna Kommúnistaflokksins að
halda til að efnahagsáform hennar
renni ekki út í sandinn. Hins vegar
hefur ríkisstjómin búið sig undir
sviptingar á þingi með því að sam-
þykkja að grípa til neyðarráðstaf-
ana til að styðja efnahagsáform sín.
Pierre Beregovoy, fjármálaráð-
herra, lagði fram fjárlög ársins
1989 á þriðjudag og bað samtök
ríkisstarfsmanna að sýna biðlund
og gaf í skyn að það mætti endur-
skoða laun opinberra starfsmanna
næsta vor. Beregovoy sagði að það
þyrfti að ná tökum á verðbólgunni
svo minnka mætti atvinnuleysi í
landinu, en 12.6 milljónir manna
eru atvinnulausar í Frakklandi.
demókrata. í auglýsingum frá
kosningaskrifstofu Bush er
dregin upp mynd af Dukakis
sem mjög frjálslyndum manni,
sem ekki er umhugað um varnir
ríkisins, sem lítið hefur gert í
mengunarvarnarmálum og sem
klæjar í fingurna að láta glæpa-
menn lausa. Skipuleggjendur
kosningabaráttu Dukakis viður-
kenna að hann hafi verið of
svifáseinn að grípa til gagnsókn-
ar i auglýsingamennskunni.
Haft er eftir sérfræðingum í
auglýsingáiðnaðinum að í auglýs-
ingar Dukakis hafí vantað þunga-
miðju með þeim afleiðingum að
auglýsingar Bush hafa fremur
þjónað sem skilgreining á fram-
bjóðanda demókrata. Snjallar aug-
lýsingar frá Bush hafa snúið stöð-
unni við frá því flokksþing repú-
blikana hófst í ágúst. Þá hafði
Dukakis 17% forskot en nú er
Bush með allt að 17% forystu sam-
kvæmt skoðanakönnunum. Sú nýj-
asta sem Harris-stofnunin gerði
fyrir sjónvarpsstöðina ABC og
dagblaðið Washington Post og birt
var í gær sýnir að Bush hefur
tæplega 10% forskot.
í einni auglýsingunni frá Bush
er vikið að frjálslyndi ríkisstjórans
Dukakis í fangelsunarmálum. „Á
meðan fangamir voru í fríi frömdu
þeir nýja glæpi, rændu fólki,
nauðguðu og margir þeirra eru enn
að. Mike Dukakis vill gera það
sama í Bandaríkjunum öllum og
hann gerði í Masssachussetts.
Bandaríkin hafa ekki efni á siíkri
áhættu."
Roger Alias, fjölmiðlaráðunaut-
ur Bush, átti hugmyndina að aug-
lýsingu þar sem sjá má Dukakis
allhlægilegan með hjálm á höfði
um borð í skriðdreka til að sýnast
fyrir sjónvarpsáhorfendum. Aug-
lýsingin hitti í mark. Aðstoðar-
menn Dukakis brugðu á það ráð
að senda út auglýsingu sem sýnir
ráðgjafa Bush í reykfylitu herbergi
ræðandi um hvemig koma megi
höggi á Dukakis. Auglýsingin var
svo misheppnuð að áhorfendur
vissu ekki hvort hún var Dukakis
eða Bush í vil.
Nokkur hiti hljóp í kosningabar-
áttuna á miðvikudag þegar Dukak-
is sakaði Bush um verstu lygar.
Tilefnið var kosningabæklingur úr
herbúðum Bush sem bar titilinn:
„Hver einasti morðingi, nauðgari
og fíkniefnasali í Massachussetts
kýs Dukakis."
Leníngrad:
Gömlum þjóð-
fána fagnað
Þjóðemisvakningin, sem orðið
hefúr í ýmsum ríkjum Sovétríkj-
anna að undanfömu, virðist vera
að ná tökum á Rússum líka ef
marka má óvenjulega uppákomu
í Leningrad fyrir skömmu.
Hinn rauði fáni Sovétríkjanna
með hamri og sigð var þá tekinn
niður og annar dreginn að húni,
rauði, hvíti og blái fáninn, þjóðfáni
Rússa fyrir byltinguna. Hefíir hann
verið bannaður æ síðan. Er það
haft eftir vitnum, að um 15.000
manns hafí verið saman komnir
þegar þetta átti sér stað og fagnað
gamla fánanum með langvarandi
lófataki.
Atburðurinn átti sér stað á knatt-
spymuleikvangi í Leníngrad og er
sagt, að nærstaddir öryggislög-
reglumenn hafí engin afskipti haft
af honum. Stóð samkoman í fjórar
stundir með ræðuhöldum og þess á
milli voru gamlir þjóðsöngvar
sungnir.
] Electrolux
Eigum
Hæðir 1,55 m
oglf75m
útlitsgallaða kæli- og frystiskápa
með verulegum afslætti!
Vörumarkaðurinn
1 KRINGLUNNI SÍMI 685440