Morgunblaðið - 21.10.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.10.1988, Qupperneq 35
35' MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 Minning,: GuðleifSveinsdótt- ir - Eilert Helgason Guðleif Fædd 31. október 1900 Dáin 14. september 1988 Ellert Fæddur 21. ágúst 1908 Dáinn 12. október 1988 í gær var til moldar borinn EU- ert Helgason, sem fæddist hér í Reykjavík 21. ágúst 1908, sonur Helga Ámasonar, sem var safna- húsvörður við Safnahúsið í Reylqavík og Þuríðar Bjamadóttur, konu hans. Ellert var þriðji elsti í hópi fímm systkina, en elstur var Jóhannes kaupmaður á Njálsgöt- unni, sem látinn er fyrir allmörgum ámm. Kona hans, Eimý Guðlaúgs- dóttir, er einnig látin. Næstelst var Margrét, sem lést 2. apríl nú á þessu ári og er eftirlifandi maður hennar Hersveinn Þorsteinsson, fyrrv. skósmiður. Yngri vom Bjam- veig, eiginkona mín, sem lifír systk- ini sín, og Lovísa, en hún lést 22. ágúst 1985. Eftirlifandi maður hennar er Magnús Pálsson. Ellert ólst upp í systkinahópnum á heimili foreldra sinna í Safnahús- inu og var heimilið þekkt fyrir umhirðu og reglusemi í hvívetna. Ungur fór hann til sjós og fór víða um lönd og jók við sjóndeildarhring sinn og lífsreynslu. Það var svo hinn 4. október 1930 að hann gekk að eiga sinn góða lífsfömnaut, Guðleifí Sveinsdóttur. Hún fæddist hinn 31. október 1900 að Króki í Hróarsholti. Foreldrar hennar vom hjónin Sveinn Ámason og Bergljót Þórðardóttir, sem þá bjuggu að Króki. Þau hjónin áttu tvær dætur og var Guðleif hin yngri þeirra. Eldri var Bergþóra sem bjó síðar í Reykjavík. Hún lést árið 1966. Gauja, en svo var Guðleif alltaf kölluð meðal ættingja og vina, missti föður sinn úr spönsku veik- inni 25. janúar 1919. Eftir það áttu mæðgumar heima á Stokkseyri í eitt eða tvö ár, en fluttust síðan til Reykjavíkur. Gauja gekk í hús- stjómarskólann við Þingholtsstræti og lauk námi þar en skólinn þótti mjög góður og bjó hún að námi sínu þar alla tíð. Fyrstu búskaparár sín leigðu Gauja og Ellert húsnæði, fyrst á Nýlendugötunni og síðan á Njáls- götu 10. Þar urðu mín fyrstu kynni af þeim hjónum er ég flutti í her- bergi á sömu hæð og ungu hjónin, en húsið við Njálsgötu var eign for- eldra Ellerts sem síðar urðu tengda- foreldrar mínir. Á þessum tíma fæddust böm þeirra þtjú, Sveinn, Erlingur og Bergljót, en árið 1935 fluttust hjónin með ungu bömin sín inn í Sogamýri í lítið hús, sem hafði verið sumarbústaður. í þá daga var Sogamýrin langt fyrir utan bæjar- mörk Reykjavíkur. Þetta vom erfið- ir tímar, lítið um vinnu og kreppan i uppsiglingu. En dugnaður þeirra hjóna var mikill og Ellert vann alla þá vinnu sem unnt var að fá. Hann var verkstjóri hjá Olíuverslun ís- lands og síðar hjá Hitaveitu Reykjavíkur á fyrstu ámm hennar fyrir stríð, þar til framkvæmdir stöðvuðust vegna efnisskorts. Síðar eða í stríðslok var hann verkstjóri við Reykjavíkurflugvöll. Þau hjón vom afar samhent um að byggja sér og bömum sínum gott heimili og unnu þau bæði ótrúleg afrek af litlum efnum. Sumarbústaðurinn varð að stærra húsi með lqallara og viðbyggingu og vann Ellert sjálf- ur alla vinnu og Gauja lét ekki sitt eftir liggja en hún var sérstakiega myndarleg húsmóðir og mikil og góð móðir. Segja má að þau hafi lagt krafta sína í heimilið, húsið og garðinn sinn því svo var umgengnin um allt þetta að einstakt má teljast allt fram á þennan dag. Allt skínandi hreint innan húss og utan, allt í röð og reglu og hver hlutur á sínum stað. Hús þeirra er nú nr. 135 við Sogaveg og vom þau hjón búin að eiga heima við Sogaveginn lengst allra íbúa þar er þau féllu frá. Þau áttu miklu' bamaláni að fagna, en böm þeirra em: Sveinn, f. 14. apríl 1931, fuiltrúi í City Bank i New York. Hann stundaði fyrst viðskiptafræðinám í New York á ámnum 1953—’58, en fluttist síðan vestur 1959 og hefur búið þar síðan. Hann er kvæntur Önnu Magnúsdóttur sem starfar hjá Flug- leiðum í New York. Þeirra böm em Guðleif fædd 25. maí 1962, Frið- mey fædd 5. júní 1964 og Magnús fæddur 24. sept. 1966 og em tvö þeirra búsett í Bandaríkjunum en Friðmey starfar í Reylq'avík. Næstur er Erlingur fæddur 7. sept. 1933, kvæntur Þórhildi Guð- jónsdóttur og hafa þau verið búsett í Washington síðan 1956. Erlingur starfaði fyrstu 15 árin hjá rafveitu í Washington en rekur nú eigið verktakafyrirtæki, hefur hann m.a. starfað mikið fyrir íslensku sendi- ráðin í Washington og New York. Böm þeirra em fimm, Guðjón, f. 22. janúar 1954, kvæntur og á 2 dætur, Hulda f. 5. april 1955, gift og á 3 böm, Erlingur f. 1. október '1968, giftur, Jóhann f. 4. júlí 1960, giftur og yngstur er Leifur f. 30. desember 1962. Öll em þau búsett í Bandaríkjunum nema Erlingur, en hann býr í Reykjavík ásamt konu sinni. Yngst er Bergljót fædd 4. mars 1935 og starfar hún hjá Reykjavík- urhöfn. Böm hennar em Áuður f. 11. ágúst 1956, gift og á 3 böm, Aldís f. 12. aprfl 1958, gift og á 2 böm, og Ellen f. 3. júlí 1971 og á hún eitt bam. Ellert og Gauja heimsóttu syni sína og fjölskyldur þeirra tvisvar til Bandaríkjanna, í fyrra skiptið á heimssýninguna 1964, en það síðara á sextugsafmæli Ellerts. Rúmlega sextugur að aldri varð Ellert fyrir alvarlegu vinnuslysi og minnkaði starfsgeta hans svo mikið að hann gat ekki stundað vinnu utan heimilis að ráði eftir það. Gauja var ekki heil heilsu síðustu 10 árin og var hún heima svo til ailan þann tíma. Ellert vann þá heimilisstörfin og hjúkraði Gauju og allt var jafn skínandi hreint og það hafði alltaf verið. Gauja var svo síðast flutt á sjúkrahús 8. septem- ber sl. þar sem hún lést viku síðar. Þegar ég kveð nú mág minn og svilkonu koma í hug mér margar ánægjustundir og sú stðasta var 21. ágúst sí., er Ellert hélt upp á átt- ræðisafmæli sitt af mikilli rausn. Mesta gleði hans var að hafa öll bömin sín hjá sér og böm þeirra á þessari hátíðarstund. Ættingjar og vinir glöddust með Ellert þennan langþráða afmælisdag. Hjónaband Ellerts og Gauju varð langt og farsælt og hafði staðið í 58 ár, er þau féllu frá. Ellert gmn- aði að ekki yrði langt á milli þeirra. Hann veiktist skyndilega daginn sem Gauja var jörðuð og var fluttur á sjúkrahús sama dag. Þar lést hann þremur vikum slðar. Við hjónin vottum bömum þeirra, tengdabömum og bamabömum okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu þessara góðu hjóna. Vilhjálmur Björnsson Grein þessi átti að birtast fimmtudaginn 20. október og biðst Morgunblaðið afsökunar á að svo varð ekki. t Elskulegur eiginmaður, faðir og tengdafaðir, ÓLAFUR HAFSTEINN EINARSSON kennari, Reynimel 90, Reykjavik, lést sunnudaginn 16. október sl. Jarðarför auglýst síðar. Grðta Sigurborg Guðjónsdóttlr, Elfn G. Ólafadóttir, Matthías Haraldsson, Edda Sigrún Ólafsdóttlr, Helgi Sigurðsson, Katrfn M. Ólafsdóttir, Matthfas Matthfasson, Guðjón E. Ólafsson, Hildur Stefánsdóttir. t Dóttir mín, móðir, tengdamóðir og systir okkar, JAKOBÍNA JÓNSDÓTTIR WAAGE, Ljósheimum 10, Reykjavfk, andaðist í Landspítalanum þann 18. október. Útförin auglýst síðar. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Geir Waage, Dagný Emllsdóttir, Arnbjörg Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jónas Jónsson. t Eiginkona mína, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Stekkjargötu 3, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 22. október kl. 14.00. Eyþór Þóröarson. t Utför ÁRNA TÓMASSONAR, Barkarstöðum, fer fram fró Hlíðarendakirkju i Fljótshlið laugardaginn 22. október kl. 14.00. Ferð veröur fró Umferðarmiðstöð kl. 11.30 og til baka aö athöfn- inni lokinni. Fyrir hönd aöstandenda, Daöi Sigurðsson. + Eiginmaöur minn, faðir okkar, afi, tengdasonur og bróðir, GfSLI JÓSEPSSON, Hrannargötu 3, fsafirði, verður jarösunginn fró (safjarðarkapellu laugardaginn 22. október kl. 14.00. Þeim er vildu minnast hans er bent ó björgunarsveitir ísafjarðar og Hnffsdals og hjálparsveit skáta. Fyrir hönd okkar allra. Anna Ingimarsdóttir. + Eiginmaður minn og faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÁTVARÐUR JÖKULL JÚLfUSSON, Miðjanesi, Reykhólasveit, verður jarösunginn fró Reykhólakirkju laugardaginn 22. október kl. 14.00. Jarðsett verður að Stað. Þeim sem vildu minnast hins lótna er vinsamlegast bent ó Dvalar- heimilið Barmahlíð, Reykhólum. Rósa HJörleifsdóttir, Holga Játvarðardóttir, Halldóra Játvarðardóttir, Vilhjálmur Slgurðsson, Ámundi Játvarðsson, Lovísa Hallgrfmsdóttir, Jón Atli Játvarðsson, Dísa Sverrisdóttir, Þórunn Játvarðardóttir, Þórarinn Þorsteinsson, Marfa Játvarðardóttir, Hugo Rasmus, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar og sonar, MAGNÚSAR GUNNLAUGSSONAR, Granvin, Noregi. Anna S. Magnadóttir, Róbert Magnússon, Yngvar Magnússon, Elfsabet Magnúsdóttir, Selma og Gunnlaugur Magnússon, Bergen. t Þökkum innilega samúðarkveðjur og hlýhug við frófall óstkærs eiginmanns mins, fööur, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS GRÉTARS STEINSSONAR, Tunguvegi 98. Oddný Guðmundsdóttlr, Vilborg Pótursdóttir, Guðmundur Pótursson, Sigrfður Pótursdóttir, Hendrik Pótursson, Halldóra Pótursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Sigurður Haraldsson, Elsa Jónsdóttir, Helðar Vilhjálmsson, Salvör Hóðinsdóttir, Jóhann Helgason, + Þökkum auðsýnda virðingur og vinarhug viö andlót og útför eigin- konu minnar, móöur, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Öldugötu 14, Hafnarfirði. Sigurður Einarsson, Guðmundur T. Magnússon, Petrfna R. Ágústsdóttir, Margrót Siguröardóttlr, Hrafnhildur Sigurðardóttlr, Rafn Sigurðsson, Hrönn Sigurðardóttir, Slgmundur Elríksson, Stefán Sveinsson, Elður örn Hrafnson, barnabörn og bamabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.