Morgunblaðið - 21.10.1988, Page 36

Morgunblaðið - 21.10.1988, Page 36
- 36 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hver er ég? Ég birtist stundum í lífí fólks og kem þá oftast án þess að gera boð á undan mér. Það má segja að ég hafí gaman af því að koma á óvart. Ég kem eins og elding og þegar ég er farinn er allt breytt. Saga afkonu Ég get sagt ykkur sögu. Það var einu sinni kona sem bjó með manni sínum og syni, svona rétt eins og gengur. — Hún hafði verið mátulega ánægð í hjónabandi sínu, en hafði gert lítið fyrir sjálfa sig. Eða þangað til ég kom í heimsókn. Liföi fyriraöra Bemska konunnar hafði ver- ið erfíð og úr uppeldi kom hún hálf niðurbrotin. Það má þó ekki gera of mikið úr því. Það var allt í lagi með hana, annað en að hún hafði ekki of mikið sjálfstraust. Að- stæður í umverfi hennar höfðu einnig verið þess eðlis að hún hafði ekki átt kost á því að feta sjálfstæða braut eða rækta hæfíleika sína sér- staklega. Árin liðu Það má segja að saga þessar- ar konu hafí verið keimlfk sögu margra annarra kvenna og manna. Hún gifti sig, átti böm og árin liðu. Lífíð gekk sinn vanagang. Stundum var það skemmtilegt og stundum leiðinlegt, svona eins og gengur, eða þangað til ég kom í heimsókn. Skyndileg óánœgja Hún varð mín fyrst vör einn sunnudagsmorgun þegar hún stóð við eldhúsvaskinn. Hún fann fyrir skyndilegri óánægju. Þeirri hugsun laust allt í einu niður í höfði henn- ar. Hvað er ég eiginlega að gera? Hún leit á hanska- klæddar hendur sinar, á sápulöðrið, á uppþvottaburst- ann og óhréint leirtauið. Henni varð óglatt og það rann upp fyrir henni að hún hataði líf sitt, að henni leidd- ist alveg óskaplega. Uppreisn *> Koma mín var upphaf að uppreisn í lífi þessarar konu. Hún kastaði frá sér upp- þvottaburstanum. Hún fór að spyija sjálfa sig: Hvað vil ég gera með líf mitt? Og svarið var Eg vil gera eitthvað spennandi, ég vil lifa fyrir sjálfa mig. Já, þannig er ég. Eg hvet fólk til að lifa fyrir sjálft sig. Ég endurnýja Sumir segja að ég sé tillits- laus og eigingjam. Ég er það sjálfsagt. En tilgangur minn er göfugur. Ég opnaði augu konunnar og vakti hana af - svefhi. Hún stóð þama við vaskinn af gömlum vana og henni leiddist. Ég gaf henni sjálfstraust og orku til að bijóta sig út úr stöðnuðu mynstri. Þegar ég kom öðlaö- ist hún kjark til að gera það sem hana hafði alltaf langað til að gera en hafði aldrei gert. Ég geri fólk eigingjamt og gef því orku til að fara eigin leiðir. Á þann hátt end- umýjar það líf sitt. Þyrnirós vaknaði Þetta ár sem ég var í heim- sókn fannst konunni spenn- andi. Það var órólegt, en margt nýtt og skemmtilegt gerðist. Þannig vil ég hafa lífíð. Og þá er það spuming- in: Hver er ég? Rétt svör stflist á: Stjömuspekiþáttur, Morgunblaðið, Aðalstræti 6. Vinningshafí hlýtur vegleg verðlaun fyrir getspeki sína. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 GARPUR UÓSKA SMÁFÓLK (’pon't botmer me..s) VJ'M M0PIN6! (YOU SHOUIP G0\ OUTSIPE ANP 6ET ) \S0ME EXERCISE.. 7 | i,E i'm alreapv EXERCISIN6 í |‘m EXERCISING^ iJ l MVM0PIN6.. ) X * rT\ Ekki að trufla mig... ég Þú ættir að fara út og fá Ég er einmitt I æfingum. Ég er að æfa þunglyndið er í þunglyndi! þér smá æfíngu... mitt. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar útspil gegn slemmu er valið verða menn að gera upp við sig hvort þörf sé á snömm handtökum eða hvort best sé að hafa með löndum og láta sagn- hafa um að hreyfa viðkvæma liti. Þessi ákvörðun hlýtur að byggjast á sögnum. Spilarinn í vestur rataði ekki á rétta útspil- ið gegn slemmu Karls Sigur- hjartarsonar og Sævars Þor- bjömssonar í viðureign íslands og Zimbabe á Ólympíumótinu. Austur gefur AV á hættu. Norður Vestur ♦ K74 ▼ D9653 ♦ 763 ♦ Á5 ♦ G8 VÁK7 ♦ K5 ♦ KDG853 Austur ♦ D10832 ♦ 1085 ♦ 8 ♦ 10942 Suður ♦ Á95 ♦ G4 ♦ ÁDG10842 ♦ 7 Karl og Sævar sögðu þannig á spil NS: Vestur Norður Sœvar Austur Suður Karl — — Pass 1 tígull Pass 2 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tiglar Pass Pass 6 tíglar Pass Pass Útspil: tígulsjö. Kerfið er Standard og sagnir fylgja eðlilegri slóð alla leið. Vestur hafði því úr nægum upp- lýsingum að moða, svo trompút- spilið er næsta óskiljanlegt. Sagnir hrópa beinlinis á ágenga vöm. Það er ljóst að í blindum er ógnandi lauflitur, sem gefur sagnhafa alla þá slagi sem hann þarf ef hann fær tíma til að reka út ásinn. Vestur verð- ur því að ráðast á annan hálit- inn. Og þar sem líklegra er að makker eigi drottningu en kóng hlýtur að vera rökréttara að spila út spaða en hjarta. Valur Sigurðsson spilaði líka út spaða á hinu borðinu og hélt sagnhafa í 11 slögum. Að vfsu í fímm tíglum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opna bandaríska meistara- mótinu í ár kom þessi stað upp í skák hins lítt þekkta M. Giles, sem hafði hvítt og átti leik, og hins kunna stórmeistara Waílter Browne. 25. Rc7+! - Dxc7, 26. Dxf7+! og Browne gafst upp, því hann er mát í næsta leik. Sigurvegari á mótinu varð bandaríski stór- meistarinn Dmitri Gurevich, sem hlaut 10 v. af 12 mögulegum. Næstir komu landar hans Michael Ronde, Roman Dzindzindhashvili og Larry Christiansen ásamt kanadfska alþjóðameistaranum Nickoloff, sem kom mjög á óvart. Þessir fíórir hlutu 9*/2 v.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.