Morgunblaðið - 21.10.1988, Page 46
46
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988
HEIMSLEIKAR FATLAÐRA I SEOUL 1988
Haukur nældi í
bronsverðlaun
í200 m hlaupi
Tværíslenskarstúlkur, Lilja M. Snorradóttirog Sóley
Axelsdóttir, fengu bronsverðlaun í sundi
HAUKURGunnarsson bœtti
bronsverðlaunum í safn sitt á
heimsleikum fatlaðra í fyrri-
nótt, en hann varð þá í þriðja
sæti í úrslitum 200 metra
hlaupsins. Haukur kom í mark
á 26.27 sek., sem er nýtt ís-
landsmet, en gamla metið hans
var 27.02 sek. Ástralíumaður
varð sigurvegari á 26.00 sek.,
en í öðru sæti kom S-Kóreu-
maðurá 26.21 sek.
Stefán Jóhannsson, þjálfari
Hauks, sagði að Haukur hafi
verið eftir í startinu, en unnið jafnt
og þétt upp forskot fyrstu manna.
„Haukur sterkur og geysilega mik-
ill keppnismaður. En hann náði sér
ekki sem best upp, enda álagið ver-
ið mikið á honum. Haukur hefur
ekki fengið nema einn frídag síðan
við komum hingað til Seoul," sagði
Stefán.
Tvö bronsísundl
Tvær íslenskar stúlkur hlutu
einnig bronsverðlaun í fyrrinótt —
báðar í sundi. Lilja M. Snorradóttir
varð í þriðja sæti í sínum flokki í
100 m skriðsundi af ellefu keppend-
um. Sóley Axelsdóttir varð einnig
í þriðja sæti, af sex keppendum, í
100 m skriðsundi, en hún keppir í
Haukur Qunnarsson
HANDBOLTI / EVROPUKEPPNI
Valsmenn leika
í Færeyjum
Islandsmeistarar Vals í hand-
knattleik fóru í gær til Færeyj-
ar, þar sem þeir leika tvo leiki í
Evrópukeppni meistaraliða - gegn
■ Kyndli. Fyrri leikurinn verður í
kvöld og seinni leikurinn á morgun
í Þórshöfn.
Sigurður Sveinsson, vinstrihand-
arskyttan snjalla, leikur sinn fyrsta
leik með Val, en hann hefur leikið
með Lemgo í V-Þýskalandi undan-
farin ár. Það má fastlega reikna
með að Sigurður verði með vel
stillta fallbyssu í Færeyjum.
Þorbjöm Jensson leikur einnig
með Valsliðinu, en hann þjálfaði IF
Malmö í Svíþjóð í tvö ár. Þessir
tveir leikmenn koma til með að
styrkja meistaralið Vals geysilega
mikið í vetur, en fyrir í liðinu eru
leikmenn eins og Jón Kristjánsson,
Júlíus Jónasson, Geir Sveinsson,
Valdimar Grímsson, Jakob Sigurðs-
son, Einar Þorvarðarson.
Þjálfaranámskeið haustið 1988
Eftirtalin námskeið verða í Þjálf-
araskóla KSÍ í haust:
1. A stig 4.-6. nóv. í Reykjavflc.
2. Almennt stig 11 .-13. nóv. í Reykjavík.
3. B stig 25.-27. nóv. í Reykjavík.
Þátttaka tilkynnist skrifstofu KSÍ,
sfmi 84444, í síðasta lagi 4 dögum
fyrir hvert námskeið.
Knattspyrnusamband íslands.
öðrum flokki. Lilja er í flokki „amp-
úteraðra" — þeirra sem vantar fót
öðru megin neðan við hné. Hún
synti á tímanum 1:16.51 mín. í
úrslitasundinu. Sóley er í flokki la-
maðra upp að mitti. í úrslitasund-
inu, er hún tryggði sér bronsverð-
launin, synti hún á 1:51,39 mín.
■Geir Sverrisson varð fjórði af
tíu keppendum í 100 m skriðsundi
á 1:06,o2 mín.
■Ólafur Eiríksson varð fímmti
af sautján keppendum 100 m skrið-
sunds í sínum flokki á 1:08,08 mín.
iRut Sverrisdóttir varð í 9.
sæti í undanriðli í bringusund-
skeppninni og komst ekki í úrslitin.
Hún synti á 48,01 sek. Rut keppti
einnig í 100 m skriðsundi, synti á
1:44,4 sek. og komst ekki í úrslit.
■Kristín Rós Hákonardóttir
keppti í 100 m skriðsundi og varð
í 7. sæti af tólf keppendum á tíman-
um 1:44,13 mín. Kristín Rós var
færð upp um einn flokk, eins og í
gær vegna ónógrar þátttöku í henn-
ar flokki. Hún keppti því með þeim
sem eru minna fatlaðir og er árang-
ur hennar mjög góður, að sögn
Erlings Jóhannssonar, fararstjóra
íþróttamannanna.
■Gunnar V. Gunnarsson synti
50 m bringusund á 44.37 sek. og
100 m skriðsund á 1:11,84 sek.
Gunnar komst í úrslit í hvorugri
greininni.
■Halldór Guðbergsson keppti
einnig í tveimur greinum í gær, en
komst ekki í úrslit. Hnan synti 50
m bringusund á 41.91 sek. og 100
m skriðsund á 1:09,64 mín. Gunnar
og Halldór keppa báðir í flokki sjón-
skertra.
Sóley Axelsdóttlr tryggði sér bronsverðlaun i 100 m skriðsundi í sínum
flokki.
■ Jónas Óskarsson varð í 10.
sæti í undanrásum í 100 m skrið-
sundi á 1:04,44 mín. og komst ekki
í úrslit.
„Erflöurdagur"
„Þetta var einn af erfíðustu dög-
unum síðan við komum hingað.
Þetta hefur verið 15 tíma töm frá
því klukkan 6 í morgun og alveg
fram á kvöld. Krakkamir vom að
koma heim úr sundlauginni,“ sagði
Erlingur Jóhannsson í samtali við
Morgunblaðið um hádegisbil í gær,
en þá var kvöld í Seoul. „Þetta
hefur verið strembið alla dagana,
krakkamir keppa í fleiri en einni
grein á dag og talsverð bið er milli
greina. Þau em orðin nokkuð þreytt
núna og árangurinn er farinn að
bera þess merki,“ sagði Erlingur.
í dag heldur sundfólkið áfram
keppni og Haukur Gunnarsson hef-
ur keppni í 400 m hlaupi — hleypur
í undanriðli. Þá keppir Reynir
Kristófersson í kringlukasti, en
hann varð á dögunum sjöundi í
kúluvarpi - kastaði 7.50 m.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Man. United í mark-
varðavandræðum
Báðirmarkverðirfélagsins meiddir
MANCHESTER United er nú
í miklum markvarðavandræö-
um - bóöir markverðir liðsins
eru meiddir og verður fólagiö
að fó lónaðan markvörð fyrir
leik sinn gegn Wimbledon á
morgun.
Jim Leig'hton, markvörður liðs-
ins, meiddist á baki á æfingu
hjá skoska landsliðinu á þriðju-
daginn. Hann gat ekki leikið með
■IHmi Skotum gegn Jú-
FráBob góslövum á mið-
Hennessyí vikudaginn. Áður
Englandi hafði Gary Walsh,
varamarkvörður,
meiðst á ökkla. Alex Ferguson,
framkvæmdastjóri United treystir
ekki hinum 19 ára Jim O’Donn-
ell til að leika.
■Leeds varð að borga Billy
Bremner 4.1 millj. ísl. kr. í í
skaðabætur í gær, en Bremner
var rekinn frá féiaginu á dögun-
um. Howard Wilkinson, fram-
kvæmdastjóri Sheff. Wed., var
ráðinn í hans stað.
■Sheffield Wednesday er enn
framkvæmdastjóralaust, en félag-
ið leikur á morgun gegn Sout-
hampton á The Dell. Tveir kunnir
„stjórar" hafa neitað boði félags-
ins. Það eru þeir Ray Hartford,
Luton og Graham Turner, Wol-
ves. Lou Macari, framkvæmda-
stjóri Swindon, er nú sá maður
sem Sheffíeld Wed. hefur mestan
áhuga á að fá, eftir að hinir tveir
neituðu boði félagsins.
■Chelsea vill ekki selja Tony
Dorigo til Glasgow Rangers,
nema að fá Derek Ferguson í
staðinn frá Rangers.
■Lee Chapman, sem Notting-
ham Forest keypti frá franska
félaginu Niort á 3.2 millj. ísl.
króna, mun leika með félaginu
Sgn Millwal! á morgun.
Stuart McCall, miðvallarspilari
Everton, sem hefur verið meidd-
ur, er klár í slaginn gegn Aston
Villa.
fpRÚmR
FOLK
■ KJARTAN Másson hefur ver-
ið ráðinn þjálfari ÍK í 3. deildinni
í knattspymu.
■ ÍRLAND sigraði Túnis í vin-
áttulandsleik í knattspymu á mið-
vikudaginn, 4:0. Tony Cascarino
skoraði tvö mörk og þeir John
Aldridge og Kevin Sheedy sitt
markið hvor. Markið sem John
Aldridge skoraði var fyrsta mark
hans í landsleik, en hann hefur leik-
ið 20 leiki fyrir írland.
■ WAYNE Gretzky, ísknatt-
leiksleikarinn frægi, er kominn aft-
ur til Edmonton. Hann var seldur
frá Edmonton Oilers til Los Ange-
les Kings í sumar en hafði áður
leikið í tíu ár með Edmonton. Los
Angeles mætir Edmonton í dag
og er mikill áhugi fyrir leiknum.
Sem dæmi um það mættu rúmlega
200 blaðamenn á fund sem Wayne
Gretzky hélt í fyrradag.
■ BRÆÐURNIR Phil og Steve
Mahre, sem unnu gull- og silfur-
verðlaun í svigi á Ólympíuleikunum
í Sarajevo, hafa ákveðið að keppa
að nýju í svigi eftir flögurra ára
hlé. Þeir munu fara með hóp at-
vinnumanna um Bandaríkin og
Kanada.
■ STEFAN Edberg átti ekki í
miklum vændræðum með að kom-
ast í 2. umferð á tennismóti í
Tókýó. Hann sigraði Bandaríkja-
manninn Todd Nelson 6:2 og 6:2.
Leikurinn stóð aðeins í 62 mínútur.
■ TERRY Venables, fram-
kvæmdastjóri Tottenham, hefur
fengið hinn 21 árs Mohamed Ali
Amar lánaðan frá Barcelona í eitt
ár. Tottenham þurfti að borga
Barcelona 4.7 millj. ísl. kr. fyrir
að frá Ali Amar, sem er mjög svip-
aður knattspymumaður og Arg-
entínumaðurinn Ossie Ardiles,
sem lék með Tottenham.
■ FRANK Stapleton, fyrrum
leikmaður Arsenal og Manchester
United, sem lék með Ajax um tíma
sl. keppnistímabil, er nú kominn til
Frakklands. Stapleton tryggði liði
sínu, Le Havre, jafntefli, 1:1, gegn
Niort um sl. helgi.
■ ÍTALIR unnu sigur, 2:1, yfir
Norðmönnum í vináttulandsleik í
knattspymu, sem fór fram á mið-
vikudagskvöldið í Pescara. Gius-
eppe Giannini og Riccardo Ferri
skoruðu mörk ítala.