Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 H Islensk málstöð: Oríkisktó fir uppcldis- og wífcirfrícði Kitroö og tuna- rit Islenskrar málnefndar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Startsfólk íslenskrar málstöðvar. F.v. Þórir Óskarsson cand. mag., Jónína M. Guðnadóttir ritstjóri, Magnús Snædal rit- stjóri, Tryggvi Edwald og Baldur Jónsson. Unnið að eflingu íslenskrar tungu íslensk málstöð hef- ur aðsetur í Aragötu 9 í Reykjavík. Þar fer fram margs konar starfsemi varðandi íslenskt mál. Því hefur verið haidið firam að móðurmáli okkar hafí aldrei stafað meiri hætta af erlendum áhrifum en á síðustu árum. Það mun vera meginhlutverk ís- lenskrar málstöðvar að vinna að eflingu íslenskrar tungu og varðveislu hennar í ræðu og riti. Þetta er veigamikið hlutverk og áreiðanlega ómaksins vert að kynna sér hvaða starfsemi fer fram þarna. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við forstöðumann ís- lenskrar málstöðvar, Baldur Jónsson próf- essor, og var hann fyrst spurður hvernig rekstri stofinunarinnar væri háttað. að eru tveir aðiiar sem standa að íslenskri málstöð, þ.e. íslensk málnefnd og Háskóli íslands, sagði Baldur. Mál- stöðin er skrifstofa málnefndarinn- ar og miðstöð þeirrar starfsemi sem nefndin hefur með höndum. Mál- nefndin var stofnuð 1964 og hefur lengst af starfað samkvæmt reglum sem menntamálaráðherra setti henni. En þegar Ragnhildur Helga- dóttir gegndi því embætti beitti hún sér fyrir því að sett yrðu sérstök lög um Islenska málnefnd. Þau voru samþykkt á Alþingi vorið 1984 og fólu í sér stofnun íslenskrar mál- stöðvar. Þessi lög tóku gildi 1. jan- úar 1985. í aðalatriðum má segja að lögfestar hafi verið þær reglur sem málnefndin hafði starfað eftir, en ákvæði um málstöðina voru mik- ilsvert nýmæli í lögunum. Háskóli ■íslands sér málstöðinni fyrir hús- næði. Með tilkomu málstöðvarinnar hefur loks verið unnt að fást við ýmislegt af því sem hafði verið á hlutverkaskrá málnéfndarinnar frá upphafi, en hún gat ekki sinnt vegna aðstöðuleysis og fjárskorts. Upptalning hlutverka var eins kon- ar óskalisti. En auðvitað vantar mikið á að málstöðin hafi enn bol- magn til að gera allt sem gera þarf, enda er hún einungis á fjórða ári. — Hver hafa verið meginverk- efnin sem unnið hefur verið að hér í málstöðinni? Auk almennrar ráðgjafarþjón- ustu hefur mest áhersla verið lögð á nýyrðastarfsemina, sem svo er venjulega kölluð. Þar má nefna fjóra þætti: útgáfu sérhæfra orða- safna (íðorðasafna), samstarf við orðanefndir, samskipti við erlendar íðorðastofnanir og söfnun og skrán- ingu nýrra orða. Útgáfa íðorðasafha Síðan málstöðin tók til starfa höfum við gefið út tvö orðasöfn í ritröð íslenskrar málnefndar, Orða- skrá úr uppeldis- og sálarfræði, sem Orðanefnd Kennaraháskóla íslands tók saman, og 2. útgáfu Tölvuorða- safhs Orðanefndar Skýrslutæknifé- lags íslands. Þessar bækur komu báðar út haustið 1986. Úr því að ég minntist á ritröðina get ég bætt því við að fyrsta ritið í röðinni var 1. útgáfa Tölvuorða- safns 1983. Útgefandi var Hið íslenska bókmenntafélag. Nú er von á réttritunarorðabók handa grunn- skólum, sem málstöðin hefur tekið saman. Við erum að leggja síðustu hönd á það verk. Námsgagnastofn- un gefur bókina út í samvinnu við íslenska málnefnd. Þetta er auðvit- að ekki nýyrðasafn, en hluti af upplaginu kemur væntanlega út í ritröð málnefndarinnar í haust, og vonandi eiga eftir að birtast þar hvers kyns rit sem varða íslenska málrækt. Hér í málstöðinni er nú verið að vinna við tvö sérhæf orðasöfn eða íðorðasöfn, sem svo eru kölluð. Annað þeirra heitir íðorðasafn lækna og er bráðabirgðaútgáfa þess langt komin. Safnið er enn sem komið er eingöngu enskt-íslenskt og er gefið út í heftum. Að því stendur Orðanefnd lækna og Orða- bókarsjóður læknafélaganna. Rit- stjóri er Magoús Snædal cand. mag. Hann hefur vinnuaðstöðu hér og aðgang að tölvubúnaði stöðvar- innar til ársloka 1990. Gegn þessu greiddi Orðabókarsjóður læknafé- laganna hluta af kaupverði aðal- tölvunnar sem málstöðin á. Hitt verkið, sem ég nefndi, á að verða flugorðasafn. í fyrrahaust skipaði Matthías Á. Mathiesen, þá samgönguráðherra, sérstaka neftid til að undirbúa útgáfu orðasafns úr flugmáli undir forystu flugmála- stjóra. Nefndin réð sér síðan rit- stjóra, Jónínu M. Guðnadóttur cand. mag. Hún tók til starfa 1. mars sl. og hefur aðsetur í málstöðinni. Flugorðanefnd hefur einnig haldið flesta fundi sína þar. Raunar mætti nefna eitt íðorða- safnið enn, sem lengi hefur verið glímt við en siglir sífellt í strand. Það er hagfræðiorðasafn, sem byij- að var á endur fyrir löngu á vegum Islenskrar málnefndar og er orðið allmikið að vöxtum, en vinna við það hefur legið niðri síðustu misseri. Fyrir mörgum árum — og raunar áður en málstöðin var komin til sögunnar — komum við okkur upp sérstökum hugbúnaði til að tölvu- vinna orðasöfn af þessu tagi og höfum átt góða samvinnu við Reiknistofnun Háskólans í því sam- bandi. Orðin eru einfaldlega rituð inn í vélina með viðeigandi upplýs- ingum á kerfisbundinn hátt. Síðan er vélin látin búa til þær orðaskrár sem um er beðið, t.d. íslensk-enska og ensk-íslenska. Með þessu má bæði spara vinnu og tryggja ná- kvæmari vinnubrögð en í hand- unnum orðabókum. — Þú minntist á samstarf við orðanefndir. Hvemig er því háttað? Hér í málstöðinni eru skráðar yfir 20 orðanefndir á ýmsum sér- sviðum. Flestar eru þær á vegum félaga í einhveijum fræðigreinum. Þær eru misvirkar en margar hafa samband við okkur og sumar eru í náinni samvinnu, t.d. þær sem ég hef þegar nefnt. Mörgum þeirra leggjum við til málfræðilega ráðu- nauta og við reynum að vera þeim til aðstoðar á ýmsan hátt. Starfsemi orðanefnda má rekja allt aftur til ársins 1919 er fyrst var stofnuð slík nefnd á vegum Verkfræðingafélags íslands, en elsta nefndin, sem nú starfar, Orða- nefnd rafmagnsverkfræðinga, var sett á laggimar 1941. Þess má geta að íslensk mál- nefnd hefur öðru hveiju haldið fundi með fulltrúum orðanefnda, og þeir hafa reynst mjög áhrifaríkir. Þessi starfsemi hefur smitað út frá sér og komið af stað hreyfingu sem hefur farið um landið eins og eldur í sinu frá því að við hófum að sinna þessu árið 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.