Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 B 19 Slúðrað er um það að Bush hafi haft fjórar aukakonur en Dukakis á hinn bóginn enga? DUKAKIS OG BUSH NORDSJÖ málning oglökk íþúsundum lita, úti oginni. Selfoss Fossval Eyrarvegi 5 S: 99-1800/1015 Fer inn á lang flest heimili landsins! Konur - Amessýslu Námskeiðið Stofnun og rekstur fyrírtækja fyrír konur verð- ur haldið dagana 28.-29. október og 4.-5. nóvember í Gagn- fræðaskóla Selfoss. Þetta er 26 kennslustunda námskeið með vönduðum námsgögnum. Meðal efnis:Stofnandi og stjórnun, gerð stofnáætlana, markaðsmál, flármál, reikningsskil og eignarform fyrirtækja. Staðun Gagnfræðaskóli Selfoss. Fyni hluti: Föstudaginn 28. okt. kl. 18.00-22.30 og laugar- daginn 29. okt. kl. 9.00-17.00. Seinni hluti: Föstudaginn 4. nóv. og laugardaginn 5. nóv. á sama tíma. Þátttaka tilkynnist til: Iðntæknistofnunar íslands í síma (91)-687000 eða hjá Iðnráðgjafa Suðurlands í síma (98)-21088 fyrir 26. október. Þátttökugjald kr. 12.000,- nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS 4:0 fyrir Bush að er löngum vitað að margt er skrafað um forsetafram- bjóðendur í kosningabaráttu. Kostir og lestir eru dregnir fram eða fald- ir eftir atvikum. Utsendarar eru á hverju horni sem hafa lifibrauð sitt af því að finna mótheijanum allt til foráttu og eru ýmsar furðufrétt- ir skrifaðar. í þeim tilgangi að halla á annan og upphefja hinn. Vafalítið eru slíkar fréttir ekki allar jafn áreiðanlegar. Nýlega voru birtar í dagblaði sem kennir sig við vinstri væng stjórn- mála þar vestra fréttir þess efnis að forsetaframbjóðandinn, George Bush, hefði gert sé dælt við ýmsar konur aðrar en eiginkonuna síðustu 12 ár. Segir þar að Richard Ryan, spæjari, sem lengi hefur dundað sér við að telja hjákonur frambjóðend- anna hefði áður komist að því að Bush hefði lengi verið með eina konu aukreitis. Þar segir einnig að nú hafi spæjarinn óyggjandi sann- anir fyrir því að Bush hafi duflað við fleiri en tvær til viðbótar. Bush hefur hingað til verið kynntur sem gamaldags ijölskyldu- maður, en sú ímynd er nú sögð heyra sögunni til. Réttara væri að kalla manninn útsmoginn kvenna- flagara. Ástkonur hans eru sagðar hafa verið að minnsta kosti fjórar og er fullyrt að hann hafí byijað á þessum óskunda snemma á áttunda áratugnum. Sú fyrsta af fjórum sem Ryan galdraði fram er einkaritari Bush, Jennifer Fitzgerald, nú 56 ára að aldri. Starfar hún enn í þjónustu Bush. Það er sagt að hún hafi ver- ið haldin óguðlegri málgleði í gegn- um árin en sé nú, mjög skyndilega, hætt að masa um viðkvæm málefni og eyði ekki einu sinni orði á spur- ula blaðamenn. Samkvæmt heimild- um hefur eiginmaður Jennifer hins- vegar staðfest nýlega að á árum áður hafi hún stöðugt verið með nöldur og aðfinnslur í sinn garð vegna þess að hann stóðst engan veginn samanburð við Bush. Þrjár aðrar meintar vinkonur Bush segir Ryan spæjari að komi úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins. Er tala vinkvenna ávallt til þess að veikja stöðu forsetaframbjóð- enda, og mikilvægt er að hafa þær sem fæstar enda tölfræðilega minni líkur á upplýsingastreymi sem getur valdið töluverðum óþægindum. Umræða þessi virðist ekki hafa far- ið víða en þó má geta sér til um úr hvaða herbúðum hún er fengin. Óvíst er enn hvom frambjóðandann hún skaðar meira, ef tekið er tillit til áreiðanleika þessara frétta. En flekklaust mannorð er þó ávallt fyrsta og síðasta vígið. Og telja trúgjamir menn Dukakis standa sig bara vel að þessu leyti, með aðeins eiginkonu, á móti eiginkonu og fjór- um aukreitis hjá Bush. COSPER . - Heyrðu, þú ert ekki eins þung og maður gæti haldið. £ NYJAR INNRÉ1TINGAR NÝ LÍNA FRÁ HTH, ELDHÚSINNRÉTTINGAR MODEL 2800 EINNIG BAÐINNRÉTTINGAR SEM VIÐ EIGUM Á LAGER. Innréttíngahúsið HÁTEIGSVEGI 3, REYKJAVÍK, SÍMI 27344.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.