Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 27
gsfii jgaaQTSö .sg ajXQAQiMíítJfi .ain/ui8MU0flOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNÍÍUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Mefi Yoko. En hvernig ætlufiu kvikmynda- gerðarmennirnir að segja söguna? Solt svarar: „Það sem varðaði mestu var að fjalla um líf hans sem heimild um nk. Gandhi skemmt- anaiðnaðarins vegna þess að um það fjallar sagan um John. Hann var friðarsinni og hugsjónamaður sem dó vegna þess að hann treysti fólki. Við komum niður á einstaka aðferð til að segja þessa sögu og „Imagine" er óvenjuleg heimildar- mynd að því leyti að í henni er engin þriðju persónu frásögn. Flest af því sem talað er inná myndina er John sjálfur að segja frá. Hann segir sína eigin sögu með sínum eigin orðum en flest af því kemur frá viðtölum sem höfð voru við hann skömmu áður en hann lést." Að auki er talað við þær persón- ur sem mest áhrif höfðu á Lenn- on, Yoko Ono, synina Sean og Julian, fyrstu eiginkonu hans, Cynt- hiu Lennon, og konuna sem ól hann upp, Mimi frænku hans. „Meira en helmingur kvik- myndaefnis okkar hefur aldrei komið fyrir augu bandarískra áhorfenda áður," segir Solt. „Við höfðum aðstoðarmenn til að grafa upp myndir i Japan, Amsterdam, París, New York, og Washington- borg. „Ég leitaði að filmum í Bret- landi, Indlandi og á Filippseyjum. Alls hafði ég 24 aðstoðarmenn í efnisleitinni. Burðurinn í efninu var þó það sem Yoko lét okkur hafa." Það fyrsta sem kvikmyndagerð- armennirnir gerðu var að ná sam- komulagi við Ono um að hún skipti sér ekki á nokkurn hátt af því hvernig myndin yrði gerð. „Við sýndum henni myndina þegar hún var tilbúin," segir framleiðandinn Wolper, „og hún tautaði um ein- hver atriði en ég tautaði á móti og sagði, svona er lífið." Ono seg- ir: „Ég heid að það hafi verið nauð- synlegt að gera myndina á þennan hátt. Mér hafði auðvitað dottið í hug að gera hana sjálf... en þessi mynd krafðist þess að hún yrði gerð á hlutlausan hátt. Og það gæti ég ekki. ... Yfir það heila tek- ið þykir mér þetta fjandi gott verk sem gefur heiðarlega, yfirvegaða mynd af John. Þarna er allt að finna; reiði hans, sorg, áhuga, orku, drauma og mest af öllu, ást hans." Myndin er sýnd um svipað leyti og mjög umdeild bók Alberts Gold- mans, „The Lives of John Lenn- on“, kemur út í Bandaríkjunum en þar er að finna mjög neikvæða lýs- ingu á Lennon. „Það er algjör til- viljun að bók Goldmans skuli koma út á svipuðum tíma og þessi mynd," segir Wolper. „Hann hefur unnið að bókinni síðan 1981 og það er ekki möguleiki að Yoko hafi vitað hvenær hún ætti að koma út þegar hún hafði samband við mig vegna myndarinnar fyrir tveimur árum." „Og það sem meira er; okkar mynd hvítþvær alls ekki John," segir Solt. Uppgjöfin Sally Field, Michael Caine, Steve Guttenberg og Peter Boyle leika saman í gamanmyndinni „Surrender", sem sýnd verður í Regnboganum á næstunni. Myndin segir frá Stein (Caine) sem er vinsæll spennusagnahöf- undur en kvennamál hans hafa verið mjög erfið. Eftir snúin mála- ferli verður hann að greiða fyrr- verandi eiginkonu óg fyrrverandi hjákonu stórfé og hann hefur fengið sig fullsaddan af kvenfólki i bráð. En Daisy Morgan (Field) gæti verið rétta konan. Hann hitt- ir hana þegar ræningjar ráðast inní stórt samkvæmi og binda gestina nakta hvora við aðra. Daisy og Stein lenda saman. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Jerry Belson. Framleiðendur eru þeir Golan og Globus hjá Cannon ásamt Aaron Spelling og Alan Greisman. Caine og Field í gamanmyndinni„Surrender“, sem sýnd verfiur á næstunni í Regnbognum. Straumar Gamanmyndin „Vibes", sem sýnd verður bráðlega í Stjörnubíói, sr fyrsta myndin sem söngkonan Cyndi Lauper leikur í. Mótleikar- arnir eru ekki af verri endanum; Jeff Goldblum, Julian Sands (Her- bergi með útsýni) og Peter Falk. Lauper leikur miðil, Goldblum leikur mann sem þarf ekki nema sjá og handfjatla hluti til að geta séð hvaðan þeir koma og hvað komið hefur fyrir þá. Leiðir þeirra liggja saman til Ekvador þangað sem Peter Falk hefur fengið þau í leit að fjársjóðum horfinnar menn- ingar langt uppí fjöllum. Leikstjóri er Ken Kwapis en handritið skrifa Lowell Ganz og Babaloo Mandel sem áður gerðu handritið að „Splash". Cyndi Lauper, Peter Falk og Jeff Goldblum f gamanmyndinni„Vibes“, sem sýnd verfiur í Stjörnubfói fljótlega. ' - RAÐSTEFNA UM MEÐFERÐ ÁVANA- OG FÍKNIEFNANEYTENDA Haldin verður ráðstefna um meðferðarúrræði fyrir ávana- og fikniefnaneyt- endur. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 26. október næstkomandi f Borgartúni 5, 4. hæð og stendur frá kl. 13-17. Dagskrá: 1. Erindi: Hver er núverandi þörf fyrir meðferðarúrræði fyrir ávana- og flkniefnaneytendur? Frummælendur - Einar Gylfí Jónsson, forstöðumaó- ur Unglingaheimilis rikisins. - Sigurllna Davlðsdóttir, formaður JCrlsuvík- ursamtakanna. 2. Erindi: Ný viðhorf varðandi meðferðarúrræði fyrir ávana- og flkniefna- neytendur. Frummælendun - Hrafn Pálsson, deildarstjórí í heilbrígðis- og tryggingamálaráðuneyti. - Þórarínn Tyrfíngsson, formaður S.Á.Á. 3. Pallborðsumneður. Ráðstefnustjóri veröur Ólafur Ólafsson, landlæknir. Ráðstefnan eröllum opin. Þátttaka tilkynnist afgreiðslu félagsmálaráðuneyt- isins (síma 91-25000 fyrir kl. 17.00 þríðjudaginn 25. október næstkomandi. 20. október 1988, Samstarfsnefhd ráðuneyta um ávana- og fíkniefnamál. Kjölbindivélar - margar gerðir IVAR, Skipholti 21, s. 23188,27799. NÁMSKEIÐ í STJÖRNUSPEKI Byrjendanámskeið: 27. október-12. nóvember. Þrjú fimmtudagskvöld kl. 20-23 og þrjá laugar- daga kl. 11-14. Fjallað verður um stjörnumerki, plánetur, hús, afstöður, útreikning og túlkun stjörnukorta. Kort þátttakenda verða höfð til hliðsjónar. Efnið verður kynnt á léttan og lifandi hátt (Hrút- ur-Ljón), en byggir samt á traustum grunni raunverulegrar þekkingar (Naut-Steingeit). Það þýðir að námskeiðið verður skemmtilegt og fróðlegt. Námskeið í „astrodrama", eða leikrænni stjörnuspeki 24. nóvember - 10. desember, fimmtudaga og laugardaga. Á þessu námskeiði verða stjörnumerkin, plánet- ur og einstakar afstöður í kortum þátttakenda sett á svið. Á þann hátt verða tákn, merki og hugmyndir að lifandi veruleika. Við sjáum mótsagnir og baráttu merkjanna með eigin augum, ræðum saman og gefum hvort öðru góð ráð. Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. Skráning og nánari upplýsingar í síma 10377. I STJ0RNUSFEKI MtpSTÖOlN I LAUGAVEGI 66 SIMI 10377 |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.