Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 B 17 konar vandamál og heilsutjón en þeim gömlu. En félagslegu vanda- málin eru meiri þar sem sterku drykkirnir og hefðbundnu drykkju- siðirnir eru ráðandi. Reynt hefur verið að reikna út hvað áfengis- neysla kostar þjóðfélagið í formi t.d. vinnutaps og sjúkrarúma en slíkur útreikningur hefur ekki gengið sem skyldi. Til þess eru of margir óvissuþættir inni í mynd- inni. Hins vegar hafa menn reynt að snúa dæminu við og velt því fyrir sér hvaða þýðingu áfengissala hafi fyrir efnahag þjóðarinnar. Þess ber að geta að tekjur ríkissjóðs af áfengissölu hafa farið hlutfallslega minnkandi af því til hafa komið aðrir tekjumöguleikar í vaxandi mæli. Engu að síður eru tekjur af áfengissölu umtalsverðar. I þessu máli eru stjórnmálamenn í vanda því þama vegast ólíkir hagsmunir á. Annarsvegar þýðir það stundar- tekjutap að minnka áfengissölu, hins vegar þýðir það langtíma tjón á heilsu, framleiðslutap, félagsleg- an skaða- og fjölgun umferðarslysa að viðhalda áfengissölunni eða auka hana. Þama verður því að fara bil beggja, reyna að halda skaðseminni í lágmarki en koma þó til móts við alla þá sem vilja eiga þess kost að drekka áfengi. Eitt af því sem okkur finnst for- vitnilegt að kanna er hvort þær hugmyndir, sem menn gera sér fýr- irfram um bjórinn, verði í samræmi við reyndina. Nú þegar em mjög margir famir að setja sér fýrir sjón- ir hvemig þeir muni drekka bjór. Hinn andlegi undirbúningur undir bjórdrykkjuna er hafinn. Það setur þó miklar hömlur á bjórdrykkju að bjórinn verður seldur eingöngu í áfengissölum ríkisins. Dreifíkerfið skiptir miklu máli í sambandi við neysluvenjur. Hætt er við að menn láti hér ekki staðar numið heldur verði það næsti áfangi að reyna að fá bjórinn í matvörubúðir. Það urðu skil þegar áfengislöggjöfinni var breytt en næsta umræða spái ég að verði í sambandi við dreifinguna. Ég held að bjórmálinu sé alls ekki lokið,“ sagði Hildigunnur að lokum. Fræg er för Egils Skalla-Gríms- sonar þegar hann fór þriggja vetra til öldrykkju út á Álftanes þrátt fyrir bann föður síns sem sagði: „Ekki skaltu fara, þvi að þú kannt ekki fyrir þér að vera í fjölmenni, þar er drykkjur eru miklar, er þú þykir ekki góður viðskiptis, að þú sért ódrukkinn." Það fór sem Skalla-Grím gmnaði, Egill reyndist ódæll við öl, það sannaðist m.a. er hann sótti heim Ármóð skegg, þá orðinn fullorðinn maður. Ármóður gaf Agli og förunautum hans skyr og því næst öl, sem var hin sterk- asta mungát. Drakk Egill ósleiti- lega og drakk fyrir þá förunauta sína sem ófærir gerðust. En loks fór svo að jafnvel honum var nóg boðið. „Stóð hann þá upp og gekk um gólf þvert, þangað er Ármóður sat. Hann tók höndum í axlir honum og kneikti hann upp að stöfum. Síðan þeysti Egill upp úr sér spýu mikla og gaus í andlit Ármóði, í augun og nasimar og í munninn.“ Daginn eftir bætti Egill um betur og sneið af Ármóði skeggið við hökuna. „Síðan krækti hann fingr- inum í augað svo að úti lá á kinninni. Eftir það gekk Egill á brott og til förunauta sinna.“ í umræðunni um hvort leyfa ætti sölu áfengs bjórs á íslandi kom oft fram að menn óttuðust um ungl- ingana fyrir bjómum. Þá var stund- um vitnað í Egilssögu og satt best að segja þá vonar maður að afleið- ingar bjórdryklqunar verði ekki jafn svakalegar og lýst er þar. En allt um það er bjórsalan að verða að veruleika og fyrir tilstilli fyrir- hugaðrar áfengiskönnunar ætti að vera ljóst árið 1990 hvort þessi ótti manna um unglinga á við rök að styðjast. Ása Guðmundsdóttir sál- fræðingur annast könnun á áfengis- neysluvenjum unglinga í umræddri áfengiskönnun. Að sögn Ásu er bjór það áfengi sem unglingar í öðmm löndum byija oft að neyta, m.a. vegna þess hve aðgengilegur hann er víða. „Ég held að unglingar drekki það áfengi sem þeir eiga auðveldast með að nálgast. Ég held því að útbreiðsla bjórsins verði í nánu samhengi við það hversu að- gengilegur hann verður. Það er tal- ið að þeir unglingar sem komst í bjór byiji fyrr að neyta áfengis og drekki oftar en hinir. Menn hafaoft- „lægri þröskuld" í sambandi við bjór en gerist með aðra áfenga drykki. Það er forvitnilegt að fregna hver afstaða fólks er hér, hvort því þyki frekar í lagi að drekka bjór en annað áfengi. Hér er sjaldgæft að fólk sé með vín í vinnunni. í sumum stéttum erlendis þykir sjálf- sagt að menn drekki bjór við vinnu, verður það sama uppá teningnum hér?“ Ása gat þess að það virtist mjög háð tískusveiflum hvaða áfengi fólk drykki. Eitt af því sem kann að verða til þess að fólk drekki minni bjór er áhugi manna á heilsurækt. Bjór er heitaeiningaríkur og því varla eftirsóknarverður fyrir þá sem vilja vera grannir og stæltir. En að sögn Ásu setja menn sig þó í stell- ingar úti til þess að reyna að snúa þessari þróun við með því að fram- leiða svokallaðan léttbjór, sem er einna líkastur íslenska pilsnernum. Það má því að segja að Islendingar séu þarna á öndverðum meiði við erlendar tískusveiflur, má jafnvel segja að við séum aftarlega á mer- inni í þessum efnum. þegar útlend- ingar eru farnir að drekka léttbjór þá búast Islendingar til að drekka sterkan bjór. Bjór hefur verið karla- drykkur og erlendar konur hafa lítið gert af því að drekka bjór. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður hér á landi. Á seinni árum hefur umræða í fjölmiðlum mjög snúist um fíkniefni en minna um áfengi. Mörgum þyk- ir umfjöllunin um fíkniefni hafa fengið allt of mikið pláss því að fróðra manna sögn mun áfengi valda margfalt meiri þjóðfélagsleg- um skaða en fíknieftii. Áfengi er enda löglegur vímugjafi og þess vegna verður fordæmingin miklu meiri á hinum ólöglegu vímugjöf- um. Eldra fólk sem neytir áfengis er þannig oft í þeim sporum að fordæma ungt fólk án þess kannski að hafa beint efni á því. Þama má segja að sé kannski fremur um stigsmun en eðlismun að ræða. Fordæming virðist raunar sjaldnast vera af hinu góða í þessum efnum. Þeir sem sæti eiga í áfengisvamar- nefndum eru oftar en ekki bindind- ismenn af hugsjón, þó raunar fari víst slíkum bindindismönnum mjög fækkandi með árunum. Margir virð- ast gerast bindindismenn í dag ein- faldlega af því að það hentar þeirra lífsstíl betur. Þá langar til að fara vel með líkama sinn og áfengi er skaðlegt sé það dmkkið í einhveiju magni. Sagt er að hinir vel mein- andi hugsjónamenn láti stundum stjómast af óskhyggju fremur en að koma til móts við þá strauma sem til staðar em í þjóðfélaginu. Kannski kann það að vera ástæðan fyrir því að mönnum frnnst oft og tíðum lítið sjást til tillagna þeirra sem áfengisvamamenn láta frá sér fara, hver veit? Dómur sögunnar er sá dómur sem allir verða endanlega að lúta og þeir em fáir sem gæddir em þeirri spádómsgáfu að sjá fyrir hvemig sá dómur er í hveiju mál- efni fyrir sig og stundum hrósa menn sigri of snemma. í janúar árið 1914, á 30 ára afmæli Góð- templarareglunnar, hélt Indriði Ein- arsson skrifstofustjóri ræðu við gröf Bjöms Jónssonar ráðherra og lauk máli sínu á þessa leið: „Þegar við leggjum í dag sveig á leiði fyrrv. ráðherra Björns Jónssonar í nafni Good-Templar-Reglunnar, þá er það gert með þakklæti fyrir hina miklu baráttugleði hans, með þakk- læti fyrir sigurinn, sem unninn er, og með þakklæti fyrir það lán og lukku, sem sigurinn mun veita landinu á ókomnum tímum.“ Þegar fjallað er um þjóðfélags- mál eins og áfengisneyslu þá er kannski hollt að reyna að hafa yfir- sýn, minnast þess að enginn sigur er endanlegur og að sigur í dag er kannski ósigur á morgun. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir TENTE vagnhjól REV ns^ pjÓM USTA ptl<K'NG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670^^ • • í K r i n gIu n ni opið alla sunnudaga til kl 21.00. fí ÍSHOLUN ís- og ísréttir Jarlínn r • V e I T I N G A S r O F A • Hamborgararog pítur Frábærar pizzur R E T TIR Kaffi, kakó og heitarvöfflur Mexíkanskur matur og kjúklingar Indó-kínverskur matur m -alltsemþúvilt- Ath. Allir krakkarfá blöðrur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.