Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 2

Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 Brunad á Lalla á ball. Gamlar lödur eru vinsælar, enda rúma þær marga gesti og sérstaklega þá sem eru öðruvísi. Þetta er bara ég í sjoppunni stóðu þær tvær með þóttasvip eins og þýskar söngkonur og borðuðu pulsur. Klæðnaður þeirra var svo skemmtilega fjöl- breyttur og frumlegur að ég gat ekki orða bundist og spurði þær hvað það væri nú eiginlega sem væri í tísku hjá unglingum núna? Andlitin urðu vingjamleg þegar þær svöruðu: Bara allt. — En ég hélt að þið klæddust bara dýrum „merkjum", sagði ég og horfði á snjáðar gallabuxur, snýtuklút í hárinu og gamla vestið hans afa undir jakkanum. „Nei það er í tísku að vera öðni- vísi. Vera bara maður sjálfur. Ég meina, sagði önnur stúlkan og yppti öxlum, — þetta er bara ég! Hananú, hvað var nú á seyði? Átti nú að telja manni trú um að þessi fjárþurfa kynslóð sem leit ekki við öðru en því allra besta og dýrasta væri farin að láta sér nægja notuð vesti? Var lífsstíll unga fólksins eitt- hvað að breytast? Hvað voru þau nú að bauka? Kannski byijuð að safna hári aftur og lesa ljóð? Það var ekki um annað að ræða en að kanna þessi mál og spjallaði ég því við nemendur úr einum grunnskóla borgarinnar, flórum framhaldsskólum og fór svo til ísa- flarðar til að kanna hvort hljóðið væri hið sama í menntaskælingum þar vestra. Vera öðruvísi Krakkamir úr Hagaskóla, þau Sigþór, Einar, Haukur, Sigríður, Rut og Amþrúður í 9. bekk vom með klæðaburðinn á hreinu. Frískleg andlitin urðu einbeitt þegar þau sögðu: Vera öðruvísi, það er númer eitt. Og enn eru gallabuxumar vin- sæiasta flíkin, bæði nýjar og snjáð- ar. Svarti leðurjakkinn, sem á tíma- bili var orðinn hálfgerður einkennis- búningur, er á undanhaldi en ullar- jakkar að verða vinsælli. Rúskinn Skírnarveisla Lalla. Presturinn vatt sér upp á þak og jós vatni úr könnu, en veislugestir dönsuðu afrískan dans af innlifun kringum hinn skírða. bara allt eins,“ sögðu þau, og virt- ust ekki hafa þungar áhyggjur af tískunni. En þau áttu þó ýmislegt sameiginlegt með sunnlenskum jafnöldrum sínum, eins og stuttu pilsin, klútana og úrin. Menntamannaútlit Allir vora sammála um að skemmtilegra væri að punta sig þegar farið væri á „rail“, vera í pilsum og jakkafötum og hafa hár- ið í lagi. Gardínugreiðsla er algeng meðal pilta, en þá er hárið sítt að framan en stutt að aftan og gerir menn gáfulega svona eins og á „Unu- hússtímabilinu", og ekki þykir verra að skarta kringlóttum gleraugum með fínum stálumgjörðum. En stúlkumar era komnar með sítt hár og permanent og sagði Stefán í 5. bekk MR með gleðisvip, að nú væra stelpur orðnar stelpur aftur! En unglingar í Reykjavík vilja sem sagt vera öðravísi, og helst af öllu vera „týpur". Sækja svo hug- myndir til rótleysingja hippatímans og blanda honum við stíl gáfu- og menntamanna fyrri tíma. Hinn rok- dýri stíll uppa og athafnamanna virðist vera á undanhaidi og harmar það sjáifsagt enginn nema kaup- menn. En Kolbeinn í 4. bekk MR kom með ágæta athugasemd þegar hann sagði hugsi: „Það er bara spuming hvort þetta öðravísi verði ekki allt orðið eins á endanum." Virðuleiki og vandað málfar En það er ekki einungis útlitið sem minnir á fyrri tíma. Yngissvein- ar í MR era famir að gefa dömun- um blóm og bjóða þeim í bíó. „Þetta er bara hluti af virðuleik- anum,“ sögðu þeir vinimir Stefán og Kolbeinn virðulega. Einnig er það æskilegt að menn standi beinir í baki þegar heimsmál- in era rædd á göngunum, heilsi með handabandi og vandi mál sitt. Þeir sem nota röng föll og beyging- ar era umsvifalaust leiðréttir. Og nú tíðkast ekki lengur að fara í partý, heldur er farið í boð eða teiti. Töldu þeir vinir að hin vinsæla ræðukeppni hafí haft sín áhrif á málfarið, þótt þau könnuðust ekki við þessi áhrif í hinum skólunum þar sem ræðukeppnin er einnig mjög vinsæi. Viðurkenndu þó að minna væri um slangur. Og aurinn fá þau með því að vinna á sumrin, stundum myrkranna á milli, og kría svo út vinnu á vetuma með skólanum. Era síðan skömmuð af kennurum og foreldram, sem þó heimta að þau leggi hart að sér í námi svo þau verði nú öragglega læknar og lögfræðingar framtíðar- innar. En erfingjar okkar hafa löngum verið kænir að snúa sig út úr hlut- unum og þótt lítil von sé til að þau gefi gerviþarfímar sínar upp á bát- inn frekar en foreldramir, þá era blikur á lofti sem benda til þess að bros framleiðenda verði ekki eins bjart og áður. er eftirsótt svo og munstraðir trefl- ar, klútar og sjöl. Pilsin bæði stutt og síð og útvíðar Marlene Dietrich buxur þykja „töff“. Afar vinsælt er að fara á flóa- markað og ná sér í notuð föt fyrir spottprís, ein hafði orðið sér úti um vesti á 150 kall! Strigaskór og svartir og brúnir klumpuskór era brúklegir og belti með jámadrasli. Framleg úr með gamaldags skífu era bráðnauðsynleg, en best að setja svörtu tölvuúrin ofan í skúffu. Þá þykir það ekki verra að vera með stóra hringa á öllum fingram og nota gamlar rakkunartöskur undir námsbækur. Stelpumar sögðust þó enn kaupa sér vandaðar peysur því þær entust svo lengi, en stærsti gallinn við þær væri verðið. Meira um „týpur“ Námsmeyjamar Hólmfríður og íris í 5. bekk í Versló álitu tískuna hafa farið eitthvað niður á við. Menn væra draslulegri en áður, „merkjatískan" væri úr sögunni og meira um týpur nú en áður. Þær sögðu að jaftivel væri farið að sjást til fólks í gallabuxum á böllum. Og ekki nóg með það, MS-ingar upplýstu að þeir hefðu séð til ferða manna í íslenskum lopapeysum. Það vora þau Anna Margrét, Borghildur, Ingi Þór og Þiðrik í 1. og 2. bekk í MS, öll utan af landi sem tjáðu mér þetta og bættu við, að vottur af hippaklæðnaði væri farinn að sjást aftur. Anna Margrét sagðist „fíla það í botn“ að vera í bænum, en félög- um hennar fannst Reykjavík vera óttalegt snobbbæli og sögðust vita um krakka utan af landi sem ekki hefðu þorað til borgarinnar í nám, af ótta við að standast ekki þær kröfur sem gerðar væra til klæða- burðar. Klædd efltir veðri En Vestfirðingamir vora nú al- deilis ekki á sama máli. Sjálfstæðið skein úr fasi þeirra Vigdísar í 3. bekk og Dagnýjar og Kristjáns Ág. í 2. bekk í MI þegar þau sögðu að þeim væri nú sama hvemig þau klæddu sig fýrir sunnan. Þau sjálf klæddust nú helst eftir veðri og ekki var annað að sjá en að það væri rétt, því öll vora þau í góðum úlpum, gallabuxum og kuldaskóm í hinu kalda en fagra vestfirska veðri. „Annars er þetta __ER LÍFSSTÍLL UNGA FÓLKSINS AÐBREYTAST? i %

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.