Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
Rannsóknir
á tildrögum
sjálfsmorða
Hclsinki. Reuter.
Stjórnvöld í Finnlandi.og Ung-
verjalandi vonast til að frekari
rannsóknir og samvinna megi
verða til þess að tíðni sjálfsmorða
lækki í löndum þessum. Fyrir
skömmu hittust finnskir og ung-
verskir sérfræðingar i Helsinki
til að ræða þessi mál en tíðni
sjálfsmorða er hvergi hærri en
í Ungveijalandi og fer vaxandi
í Finnlandi.
Jarkho Eskola, formaður ráð-
stefnunnar, sagði að bæði ríkin
vildu efla samstarf á þessu sviði.
Tilganginn kvað hann vera þann
að rannsaka ástæður þess að tíðni
sjálfsmorða væri svo há sem raun
bæri vitni og leita leiða til að fækka
þeim. í máli hans kom fram að 60
hverra 100.000 Ungveija stytta sér
aldur og er sjálfsmorðstíðnin hvergi
hærri í heiminum. 40 til 45 hverra
100.000 Finna fremdu sjálfsmorð
en tíðni þeirra færi ört vaxandi.
Þannig hefðu 1.310 'Finnar stytt
sér aldur árið 1986 samanborið við
1.200 árið áður. Viðamiklar rann-
sóknir hefðu farið fram í Finnlandi
og hefðu þær m.a. leitt í ljós að
mjörg margir þeirra sem styttu sér
aldur væru miðaldra landsbyggðar-
menn, sem væru í hópi hinna tekju-
lægstu. Kvað hann rannsóknir í
Ungveijalandi hafa skilað keimlík-
um niðurstöðum. ,
/ KRAKKAR!
/KUNÍÐ
AO BURSTA
■TENNURNAR
Öll Lionsdagatöl ern merkt og
þeim fylgir jólasveinslímmiði og
tannkremstnpa.
Allur hagnadur rennnr óskiptnr
tillíknarmála.
^terkurog
k./ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Verð 150
leikföng, gjafavörur, sportfatnaður,
sælgæti, náttfatnaður, útiljósaseríur,
hannyrðavörur, snyrtivörur,
kuldaskór og margt fleira.
Opið:
Mánud.-fimmtud. frá kl. 10.00-18.00
Föstudaga frá kl. 09.00-19.00
Laugardaga frá kl. 11.00-16.00
Skipholti 33
Sími 680940.
Askriftarsíminn er 83033
/Æk, , ’/yJÍ' ■ ■ ■ - í íí \í\ix"^R
rm F j í
i
hafí gengist inn á þetta, enda haft
mörg önnur verkefni í undirbún-
ingi. Leikhúsráðið, sem Steindór
átti þá sæti í sem formaður, hafí
hins vegar ekki tekið í mál að gefa
eftir sýningarréttinn, enda hafí leik-
ritið reynst kassastykki, eins og
Sveinn hafi spáð.
„Hann hefur þann metnað sem
máli skiptir," segir Bríet. „Hann
hefur feykilega mikinn metnað fyr-
ir hönd íslenskrar menningar og
það er nákvæmlega sá kostur hans
sem ég gæti fyrirgefíð honum ýmis-
legt út á. Þetta er mjög einlægur
og í raun óeigingjam metnaður og
það er ómetanlegur kostur í starfí
eins og leikhússtjóra og vonandi
dagskrárstjóra líka,“ segir hún enn-
fremur.
Einlægur og tryggur vinur
„Það sem ég met mest í fari
Sveins er hversu vandaður maður
hann er. Hann er mjög tryggur vin-
ur og vinsæll í vinahópi, enda ve)
gefinn og skemmtilegur," segir
Olafur Gunnlaugsson. Sömu sögu
hefur Sigríður Hagalín, leikkona,
að segja; að Sveinn sé góður og
tryggur vinur og „mikill ákafamað-
ur í öllu sem hann gerir, lifandi og
skemmtilegur".
„Það er fyrst til að taka að mað-
urinn er bráðskarpur og sjófróður
um menn og málefni. Hann er afar
skemmtilegur að vera með, glaður
og tekur hvorki sjálfan sig né lífíð
of alvarlega," segir Ólafur Hös-
kuldsson, tannlæknir, sem þekkt
hefur Svein frá því hann kom suður
á Garð veturinn 1959-1960. „Hann
er sérstaklega umtalsgóður maður.
Mér er minnisstætt að við sátum
nokkrir saman á góðri stund og að
í tal barst maður sem ég vissi að
Sveinn hafði ekki góða reynslu af.
Sveinn hlustaði hljóður, en eftir
nokkra stund fór honnum að leiðast
umtalsefnið og vildi slíta talinu: „Nú
er nóg komið. Við getum verið sam-
mála um að maðurinn er ómerkileg-
ur.“ Þetta er það versta sem ég hef
heyrt hann segja um nokkurn
mann,“ segir Ólafur. Þess vegna
hafi bók Sveins um árin hjá Leik-
félagi Reykjavíkur, Níu ár í neðra,
komið sér á vissan hátt á óvart,
því þar fengju ýmsir sinn skammt
ómældan. „Eg skýri það þannig að
fyrstu viðbrögð persónuleikans
Sveins eru ævinlega jákvæð. Hins
vegar tíðkast nú til dags að gagn-
rýna og þegar hann hefur meiri
tíma þá gerir hann það eins og
aðrir. Þannig er tilkomið margt sem
er í bókinni, en þetta er ólíkt þeim
Sveini sem ég þekki. Það er afskap-
lega hlýr og raungóður maður, sem
tekur málstað þeirra sem minna
mega sín,“ segir Ólafur.
Guðrún segist skilja mjög vel að
fólki fínnist Sveinn koma fyrir sem
þurr menningarviti, þó hann sé alls
ekki þannig í raun og veru. „Sveinn
er margþættur og það er erfitt að
lýsa honum. Hann er skemmtileg-
astur í hópi af fólki sem hann þekk-
ir og treystir og þá hefur hann til
að bera þá barnslegu kosti sem
hrífa með sér,“ segir hún.
Bríet er á sama máli og segir
að hann sé mikill lífsnautnamaður,
sem láti helst ekki nokkum gleð-
skap fram hjá sér fara. Hún segir
að það sé ekki munur á Sveini sem
yfírmanni og vini. „Sambúð okkar,
ef svo má orða það, bæði á vett-
vangi vinnunnar og annars staðar,
hefur verið stormasöm í gegnum
tíðina. Einhvem tíma þegar við
vorum unglingar töluðum við ekki
saman í tvö ár eða hátt í það. Ég
er alveg búin að gleyma út af
hveiju þetta var að ég tali nú ekki
um hver átti sökina, hafí verið um
einhveija sök að ræða. Ég er að
vona að við séum orðin svo gömul
að við séum hætt að nenna að rífast.
Við höfum gert miklu minna af því
í seinni tíð.“