Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 Hver getur ímyndað sér þá Jón Signurðsson og Friðrik Sophusson í hástökkskeppni við ftmdarborð ríkisstjórnarinnar eða ráðherra lauma litlum bréftiótum sín á milli yfir fimdarborð ríkisstjórn- arinnar, með stríðnislegum at- hugasemdum? Frásaguir og fréttir af vett- vangi stjórnmálanna eru daglegt brauð í Qölmiðlum hér sem ann- ars staðar. Ymsum finnst nóg um slíkan fréttaflutning, en aðrir virðast aldrei fá nóg af honum. Iðulega komast Qölmiðlar yfír upplýsingar um það sem er á döfinni hjá stjórnvöldum, án þess að stjórnvöld æski þess beinlínis að upplýsingunum verði komið á framfæri við alþjóð. Þetta láta Qölmiðlar ekki hindra sig og birta oftast ótrauðir fréttirnar, við misjafiiar undirtektir. Frá- sagnir af mannlegum samskipt- um þeirra sem við stjórnvölinn sitja, eru á hinn bóginn fátíðari, en eins og við er að búast getur ýmislegt skondið gerst á bak við tjöldin hjá stjórnmálamönnum sem öðrum. Auðvitað eiga þeir til hnyttin tilsvör, lenda í óvænt- um uppákomum, bregða á leik eða lenda í hatrömmum átökum. Auðvitað eru ráðherrar mann- legir, þótt oft komi þeir fram sem stofiianaígildi og gangi fram af mönnum með stofhanamáli sínu og formfestu. Hér á eftir verður aðeins reynt að skyggnast á bak við tjöldin á stjórnarheimilum lið- inna ára til þess að renna stoðum undir kenninguna: „Ráðherrar eru líka menn.“ Ragnari og svaraði gamalkunnum rómi: „Þau voru byggð í fyrra." Gamalreyndir pólitíkusar telja margir hveijir að mikil breyting hafi orðið til hins verra, hvað varð- ar samstarf stjórnmálaflokka, þeg- ar þeir líta um öxl. Þessir menn telja að fyrir 25 til 30 árum hafi verið trúnaður á milli ólíkra stjórn- málaflokka, sem sé gkki fyrir hendi í dag. Einn þingmaður „Viðreisnar- áranna“ (1959-1971) rifjar upp hvernig hafi verið staðið að ákvörð- un Viðreisnarstjómarinnar um gengisfellingu árið 1961: „Þegar að gengið var fellt öðru sinni árið 1961 um þessi frægu 10% voru geysilega miklar deilur um það í báðum stjómarflokkunum. Þing- flokkar Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks funduðu stíft í tvo daga í þingflokksherbergjum sínum í Al- þingishúsinu og á þeim fundum var mikið rifist. Loks tókst með naum- indum að lemja þetta í gegn. Það sýnir tímana tvenna í þessu sam- hengi að þrátt fyrir tveggja daga hörkurifrildi í báðum þingflokks- herbergjunum, þá lak ekki eitt ein- asta orð út um hvað stóð fyrir dyr- um og gengisfellingin reið yfir eins og högg, sem enginn hafði hug- mynd um að væri yfírvofandi. Nú í dag og reyndar síðastliðinn áratug eða svo, gerist þetta ekki með þess- um hætti, því stjómmálamenn rífast opinberlega um nánast hvað sem er og allt lekur út. Ég held að hér sé um grundvallarmun að ræða, * sem skýri hvers vegna margt hefur farið úrskeiðis. Trúnaður og þag- mælska, bæði innbyrðis í flokkun- um og einnig á milli flokkanna vom áður fyrr í hávegum höfð, en slíkt er ekki til í dag.“ RAÐHERRAR ERH IJIiA mm A LETTU ^OTMIM AÐ TJALDABAIÍIISTJORAARRÁÐIAU íkisstjómarfundir eru mjög formfastir fundir, þar sem nánast aldrei er bmgðið út af venj- um og hefðum. Forsætisráðherra fer með fundarstjóm og alla jafna láta ráðherramir að stjórn hans. Það kemur sjálfsagt mörgum á óvart að ráðherramir em aldrei ávarpaðir með nöfnum á þessum fámennu fundum, heldur einungis með ráðherranafnbótinni. „Við- skiptaráðherra leggur til . . .,“ er það sem sagt er á fundi, en ekki „Jón Sigurðsson leggur til..,“. „Ríkisstjómarfundirem hundleiðin- leg fyrirbæri og ég get ekki fyrir nokkum mun rifjað upp nokkuð skemmtilegt sem hefur komið upp á, á þeim vettvangi," segir einn fyrrverandi ráðherrann, þess full- viss að mér verði ekkert ágengt. Annar sagði: „Nei, ríkisstjómar- fundir em ekki samkundur andríkis og húmors." Reyndar virðist það vera óvenju sjaldgæft að eitthvað það komi upp á, á vettvangi ríkis- stjómarinnar, sem mönnum er minnisstætt, sökum þess hve hnytt- ið eða skemrritilegt það er. Einn fyrmrn ráðherra úr ríkisstjóm dr. Gunnars heitins Thoroddsen sagði t.d. við mig: „Nei, ég man ekki eft- ir nokkm slíku, enda verður ekki sagt um okkur ráðherrana í þeirri ríkisstjóm að við höfum verið fyndnir menn eða'skjótir til með- hnyttin tilsvör." Eftir því sem næst verður komist mun formið á ríkisstjómarfundum hafa verið með svipuðum hætti í gegnum árin, og þótt nýr forsætis- ráðherra hafi tekið við stjómar- taumunurn með vissu millibili, hefur fundalialdið lítið breyst. Ráðherrar úr síðustu fimm ríkisstjórnum eða svo, segja að fundarstjórn þeirra Ólafs Jóhannessonar heitins, Gunn- ars Thoroddsen heitins, Geirs Hallgrímssonar, Steingríms Her- mannssonar og Þorsteins Pálssonar hafí verið með svipuðum hætti. í forsætisráðherratíð þeirra tveggja fyrstnefndu, hafí ekki verið venjan að vera með fyrirfram ákveðna dagskrá ríkisstjómarfunda, heldur hafí fundarefnið ráðist af því hvaða mál einstakir ráðherrar bám fram. Á þessu hafi orðið breyting þegar ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar var mynduð árið 1983. Síðan sé ávallt skipulögð fundadagskrá. Svo formfastir em ríkisstjómar- fundir að það er ráðhermm minnis- stætt þegar einungis örlítið hefur verið hvikað frá forminu. Til dæmis muna ráðherrar úr vinstri stjóm Ólafs Jóhannessonar (1978 til 1979) eftir fundi, þegar Tómas Ámason, sem þá var fjármálaráðherra bar upp erindi. Hann var að biðjast lausnar fyrir ritara sinn, sem hugð- ist breyta um starfsvettvang. Tóm- as stóð upp og sagðist þurfa að biðjast lausnar fyrir stúlkuna. Síðan bætti hann við: „Ég ber þetta mál upp með nokkmm trega.“ Þessi viðbót hans varð til þess að Ólafur Jóhannesson leit upp með spumar- svip, en aðrir þögðu, því með þess- um orðum hafði Tómas bmgðið út af venjunni. Ólafur er mörgum minnisstæður, fyrir skemmtileg tilsvör og sér- stakan persónuleika. Það var eitt sinn, þegar Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin var með erfitt mál til umfjöllunar. Geir taldi þá á ríkisstjómarfundi upp nokkuð marga menn sem hann hafði rætt við og lagði til að þeir yrðu kallaðir til samráðs. Ólafur Jóhannesson sagði þá: „Ég er nú búinn að hugsa þetta mál og mér finnst að þetta eigi að vera svona.“ Höfðu samráðherramir gaman af og töldu að þetta svar Ólafs sýndi hversu ólíkir hann og Geir vom. Öðra sinni var Alþýðubandalagið sem oftar með fyrirspumir út af framkvæmdum á vegum vamarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli. Þá spurði Ragnar Amalds Ólaf sem þá var forsætisráðherra: „Hvemig er það eiginlega með þessi sprengjuskýli Ólafur?" Og Ólafur snéri sér að Ráðherrar úr ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar segja þó að sam- starf Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks hafi verið með ágæt- um þau fjögur ár og fjóra daga sem stjómin sat. Verkstjórn Geirs hafi verið ákveðin en lipur og samstarf hið besta. Það eina sem þeir sjái nú, 10 áram síðar, sé að heldur hægt hafi oft verið farið I sakirnar, einkum hvað varðar ákvarðanir í efnahagsmálum. Ekki er samstarf- inu I ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar frá 1978 til 1979 borin sama sagan. Þá mynduðu Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag og Al- þýðuflokkur stjórn. Ráðherrar úr þeirri stjórn segja að samstarfið hafi ávallt gengið stirðlega og mik- ið verið um örðugleika, enda hafi sú stjóm aðeins setið í 13 mánuði. Það virðist óumdeilt, þegar rætt er við stjórnmálamenn liðinna ára, að Ólafur Thors er eftirminnileg- asti forsætisráðherrann í hugum eldri stjómmálamanna. Benda þeir á að persónutöfrar hans hafi verið leiftrandi og hann hafi bókstaflega hrifið samstarfsmenn sína með sér, hvort sem um flokksbræður var að ræða eða aðra. Samstarf hans og Bjama Benediktssonar hafi einnig verið mönnum mikill lærdómur, svo náið og trúnaðarfullt sem það hafi verið. Það hafi komið hvað best á daginn, eftir að Ólafs naut ekki lengur við, hversu mikið og vel Bjami hafi lært af forvera sínum. Einn viðmælandi minn segir um þetta samband þeirra Ólafs og Bjama: „Þeir unnu saman með ótrúlegum hætti. Þó að þeir væru gerólíkir, þá störfuðu þeir saman sem einn maður. Allt þetta vantar núna." Allt þetta vantar núna, sagði þessi gamalreyndi stjómmálafor- ingi. Hann rökstuddi það með því að bera saman stjórnarhætti Ólafs Thors og forsætisráðherra undan- farinna ríkisstjóma: „Ólafur stjórn- aði ekki landinu úr stjórnarráðinu, heldur heiman frá sér, í gegnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.