Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 11
MORGUNBLAÐŒ) MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
11 c
MATUR OG DRYKKUR /
má bcí'íti samkvœmiö?
Að hrísta fólk
(SAMAN)
Stundum er það kvæðum
bundið að hrista saman fólk
í samkvæmum, hvort sem til
standa fyrstu kynni þess eða end-
umýjuð, ég tala nú ekki um sætt-
ir. Nokkur heil-
ræði til handa
gestgjöfum:
Fyrsti klukk-
utíminn skiptir
sköpum um það
hvort um saman-
eða sundurhrist-
ing verður að
ræða; vandið því
val á tónlist, umræðefnum og
drykkjarföngum. Þið rífið t.d.
seint eða aldrei upp stemmningu
með því að spila Abba, Hooked
On Classics eða Rod Stewart
(forðist umfram allt lagði Sail-
ing). Sykurmolamir
em náttúralega
„in“, svo og Megas
(nema kannski
fyrsta platan, Gamli
sorrý Gráni, Jón Sig.
og félagar) og Elvis
gamli stendur alltaf
fyrir sínu. Forðist,
a.m.k. framan af
kvöldi, að tala um
eyðni, Jón Baldvin
og Btyndísi, verð á
nýslátruðu og sparnaðarráðstaf-
anir (sultarólar). Aftur á móti er
fasteignamarkaðurinn sívinsæll,
ævi og ástir Jóns Óttars, fallhlífa-
stökk og köfun, svo og skák (í
hófí þó) og íþróttaafrek fatlaðra,
eða einfaldlega „draumurinn sem
mig dreymdi í nótt".
Ef gestirnir þekkjast lítið inn-
byrðis eða eitthvert vesen hefur
verið í gangi eða er í uppsiglingu,
svo sem skattsvik eða framhjá-
hald, er við hæfí að bjóða upp á
hressilegan kokteil eða — það sem
er einfaldara fyrir gestgjafann
sem fær þá ekki harðsperrur af
hristingi — langan drykk, hæfí-
lega göróttan, eins og þennan og
hellið í hvert þeirra 4 cl af Bour-
bon viskýi, 2 cl Southem Com-
fort, 4 cl appelsínusafa, 4 cl af
ósykraðum ananassafa og 1 cl
sítrónusafa. Berið fram með
hræra í og appelsínusneið á barm-
inum.
Hafíð þið aftur á móti fyllstu
ástæðu til að ætla að gestimir séu
almennt nokkuð sáttir við sjálfa
sig og aðra viðstadda er hentugt
að bjóða uppá bollu í siðsamari
kantinum. Hér er uppskrift að
einni slfkri,
Rósavínsbollu með
ananas (3 1):
1 stór dós niður-
soðinn ananas, skor-
inn í litla bita, safí
úr 1 sítrónu, 3 flösk-
ur kælt rósavín, 1 1
kælt sódavatn. —
Hellið ananasbitum
^ og safa í stóra skál
ásamt sítrónusafa
og innihaldi einnar
rósavínsflösku. Látið standa í
ísskáp í a.m.k. klukkutíma. Hellið
því sem eftir er af rósavíninu og
sódavatninu út í rétt áður en boll-
an er borin fram.
Klassískt, taugastyrkjandi nasl
og bráðfallegt; háir, þunnir græn-
metisstrimlar; paprika, gulrætur,
gúrka, sellerí. Idýfa: 1 box sýrður
ijómi á móti 40 g af gráðaosti.
ettir Jóhönnu
Sveinsdóttur
LÖGFRÆDI/Er hcegt ab eignast eitthvaó med því að ganga
í hjónabandf _______
Mitterþitt
og.
fnp ilefni pistilsins að þessu sinni
I er frétt sem birtist í DV fyrir
riokkra. í fréttinni kom fram dálít-
ill misskilningur sem þörf er á að
leiðrétta. Þar sagði frá viðskiptum
konu nökkurrar
við „kerfið". For-
saga málsins er sú
að konan hafði
gengið í hjóna-
band. Maðurinn
átti þá íbúðar-
húsnæði fyrir. Með
því að konan taldi
sig hafa eignast
helming húsnæðisins við hjúskapar-
stofnunina dró hún þá ályktun að
henni bæri réttur til húsnæðisbóta
eins og öðram sem væra að eignast
sitt fyrsta
húsnæði.
Þegar hún
fór að bera
sig eftir bót-
unum hjá
þeim aðilum
sem um slík
mál fjalla
vora ýmsar
hindranir á veginum.
Fyrsta spumingin sem vaknar
er sú hvort konan á lagalegan rétt
á húsnæðisbótum við þessar kring-
umstæður. Ef þeirri spumingu er
svarað neitandi liggur næst fyrir
að spyija hvort reglumar ættu að
vera þannig að fólk fengi húsnæðis-
bætur þegar svona er ástatt. Hvor-
ugri spumingunni verður svarað
hér afdráttarlaust. Hins vegar sýn-
ist mér að forsendan sem konan
reisir rétt sinn á til bótanna sé röng.
Það er misskilningur að konan
eignist helming í fyrmefndu' hús-
næði, í þess orðs fyllstu merkingu,
við það eitt að giftast manninum.
Hið rétta er að við giftinguna hefur
konan öðlast hjúskaparrétt yfír öllu
því sem maðurinn átti við gifting-
una og því sem hann kann að eign-
ast síðar í hjúskapnum, þ.m.t. íbúð-
arhúsnæðinu, nema á annan veg
hafi verið ákveðið með kaupmála.
Maðurinn er eigandi eftir sem áð-
ur, en nú era þetta hjúskapareignir
hans. Þetta má lesa úr 17. gr. 1.
20/1923, um réttindi og skyldur
hjóna. En hvað merkir þá að konan
hafí eignast hjúskaparrétt yfír íbúð-
arhúsnæðinu? í fyrsta lagi felur
þetta í sér rétt til handa konunni
til að hafa afskipti af vissum ráð-
stöfunum varðandi eigninni ef §öl-
skyldan býr á henni. Þannig má
maðurinn
ekki selja
eignina, veð-
setja hana
eða leigja
öðram nema
með sam-
þykki kon-
unnar, sbr.
20. gr. 1.
20/1923. Getur það valdið ógildi
slíkra ráðstafana ef samþykkis er
ekki leitað. í öðra lagi felur þetta
í sér að hún á síðar tilkall til helm-
ings af andvirði hennar ef hjóna-
bandinu lýkur með skilnaði sbr. 2.
mgr. 18. gr. 1. 20/1923.
Hér kynni einhver að spyija hver
sé í raun munurinn á þessu og því
að segja einfaldlega að konan eigi
helminginn í húsnæðinu. Hér skal
nefnt tvennt sem varpar ljósi á
það. Hið fyrra kemur fram í 25.
gr. 1. 20/1923 þar sem segir að
hvort hjóna um sig beri ábyrgð á
skuldum sínum, bæði með hjúskap-
areign sinni og séreign. Þetta þýðir
m.ö.o. að unnt er að gera fjárnám
í öllu húsnæðinu fyrir skuldum
mannsins. Að sama skapi er það
ekki hægt vegna skulda konunnar,
einfaldlega vegna þess að hún á
það ekki. Hið síðara skal skýrt með
dæmi. Segjum að konan samþykkti
að eignin yrði seld. Þeir peningar
sem koma fyrir eignina era þá hjú-
skapareign mannsins á grandvelli
þeirrar reglu að þau verðmæti sem
koma í stað hjúskapareignar verði
hjúskapareign. Það merkir að hann
getur í raun ráðstafað þeim að vild
sinni án þess að konan fái nokkra
um það breytt. Að vísu er gert ráð
fyrir því í lögum að maki eigi að
fara svo með hjúskapareign sína
að hinu verði ekki til tjóns. Hins
vegar er ekki hægt að ógiida ráð-
stafanir mannsins á þessu fé hversu
óskynsamlegar sem þær kunna að
virðast.
Að framansögðu má vera ljóst
að svarið við spumingunni sem
varpað er fram í fyrirsögninni er
neikvætt. Hjónavígslan ein og sér
felur það ekki í sér að aðilar eign-
ist helming af eigum hvors annars.
eftir Davíð Þór
Björgvinsson
fjármál þín
sergrein okkar
HEFUR ÞÚ EFNIÁ ÞVÍ A& QEFA
HELMINGINN AE SPARIFE ÞINU?
Já
Óverðtryggt vaxtalaust sparifé í 12%
verðbólgu rýrnar um helming
á rúmlega 6 árum.
Nei
Verðtryggt sparifé með 12% vöxtum
tvöfaldast á rúmlega 6 árum!
GÓÐ FJÁRMÁLARÁÐGJÖF VEGUR ÞUNGT
Veldu þér einkaráðgjafa hjá Fjárfestingarfélaginu og ræddu við hann í fullum
trúnaði, - án allra skuldbindinga. Ráðgjafi Fjárfestingarfélagsins getur leiðbeint
þér og aðstoðað þig við að velja sparnaðarleið sem hentar þér
og fjárhag þínum.
HVAÐA SPARNAÐARLEIÐIR VELUR ÞÚ?
□
n.
FlÁRFESnNCARFÉLAGÐ
Hafnarstræti - Kringlunni-Akureyri
Skrifstofa Fjárfestingarfélagsins í Kringlunni er opin til kl. 18 alla virka daga, og kl. 10 til 14 á laugardögum.
1 Hafnarstræti 7 er opið kl. 9.15-16.00 alla virka daga.
Þú getur pantað einkatíma, ef þú kærir þig um, og komið þegar þér hentar best.
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN ísíma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa, Tekjubréfa og Skyndibréfa.
Aðilj að Verðbréfaþingi íslands.
Hluthafar: Verzlunarbankinn, Eimskip,
Tryggingarmiðstððin, Lífeyrissjóður
Verzlunarmanna auk rúmlega 400
fyrirtækja og einstaklinga.
Gengi:
11. nóv. 1988:
Kjarabréf 3,353 Tekjubréf 1,562 Markbréf 1,771 Fjölþjóðabréf 1,268 Skyndibréf 1,029