Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 12

Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 12
12 C n mmtx. *■ imrnnm m msm ____ MORGUNBLAÐE) MAIMIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 LÆKNISFRÆDI/M^<7^r — Ekkert málf Nýju töflurnar ár í maga eða skeifugöm (í einu nafni magasár) eru býsna algengur kvilli víðast hvar í ver- öldinni. Skiptar em skoðanir um _ hvort telja beri þetta fyrirbrigði einn sjúkdóm eða tvo en svo mikið er víst að skeifugamarsár hagar sér að ýmsu leyti frá- brugðið hinu sem er í magan- eftir Þórorin Guðnason um sjálfum. Enginn þekkir orsök eða uppmna þessara sára en eitt er þeim flestum sameiginlegt, að minnsta kosti skeifugamarsárun- um, að magasafi sjúklinganna er súrari en gengur og gerist. Þess vegna hefur meðferðin lengstum beinst að því að draga úr magas- úrnum með sýmbindandi lyfjum, t.d. alúmíníum-lút („magamjóik", „hvíta kvoðan“) og ráðleggja jafn- framt mataræði sem væri milt og lítið ertandi fyrir viðkvæma slímhúð. Þetta nægði stundum til að halda sjúkdómnum í skeijum, jafnvel lækna hann um skamma eða langa hríð. En sumum dugði lítið svona „kúr“; þeir vom eftir sem áður þjáðir af verkjum, svefn- litlir um nætur og með köflum illa færir um að sinna daglegum störfum. Þá var þrautalendingin að flýja á náðir skurðlæknanna og víst er um það að margir fengu varanlega bót eitir magaskurð. A fýrsta skeiði þeirra aðgerða var mjógimislykkja tengd við magann (sjá mynd) og fæðunni þannig hleypt framhjá neðsta hluta hans og skeifunni. Hvíld hins sjúka líffæris gaf í upphafi góða raun en þegar frá leið mynd- aðist oft sár á nýjum stað, í teng- ingunni, og þar með var sá draum- ur búinn. Þótti nú sýnt að með aðgerðum þyrfti að minnka sým- framleiðslu og fóm menn því að nema brott hálfan magann eða meira, en þá brá svo við að árang- ur varð miklu betri. Svo mikil skurðaðgerð hefur óhjákvæmilega hættur í för með sér og langvar- andi eftirköst slíkrar tmflunar á ásköpuðu meltingarstarfi gerðu mörgum manninum lífið leitt. Af þessum sökum varð næsta skref að snerta sem minnst eða jafnvel ekkert við maganum en skera í staðinn á „sýmtaugarnar", eins og það hefur verið nefnt, og lækka með því sýrustigið. Þannig var málum háttað þegar nýtt og merkilegt lyf kom á mark- aðinn fyrir röskum áratug. Það heitir símetidín (önnur nöfn á því em Tagamet og Acinil) og er skemmst frá að segja að tilkoma þess olli straumhvörfum í meðferð magasára. Flest gróa þau á 4-8 vikum ef töflumar em teknar reglulega, skurðaðgerðum vegna sára hefur fækkað að miklum mun og allur obbinn af magasárs- fólki tekur á heilum sér án þess að leggja á sig meinlæti í matar- æði eða gangast undir skurðað- gerð. Er þá ekki allt í himnalagi? Er ekki magasár einungis lítilfjörleg uppákoma sem hverfur fyrir nýju töflunum eins og dögg fyrir sólu? Ónei, ekki er nú því að heilsa. í fyrsta lagi græða þær ekki öll sár; í öðm lagi vilja sár koma aftur þegar lyfjum sleppir og þess vegna hallast æ fleiri að fram- haldsmeðferð, gefa þá minni skammta í langan tíma; í þriðja lagi þarf uppskurður enn sem fyrr að koma til ef sár blæða mikið og eins ef maginn „springur“, það er að segja þegar sár étur sig gegnum maga- eða skeifugamar- vegg og veldur lífhimnubólgu. Fyrir fimm ámm eða svo kom fram á sjónarsviðið lyf sem heitir ranitídín (Zantac, Asýran). Það er skylt símetidíni; þau em bæði það sem nefnt er H2-hemlar og hafa því svipaðar verkanir. Yngra lyfið hefur þó að margra mati nokkra kosti umfram hitt og eins og sakir standa mun það vera öllu meira notað. Nú er það gömul saga að ný læknislyf njóta oft mikillar hylli en þegar tíminn og reynslan kveða upp sína dóma breytast skoðanir manna og ljúfur verður leiður. Auka- verkanir sem lítið bar á í fyrstu koma stundum í ljós þegar stundir líða fram og lyfin sem einu sinni vom ný og góð hverfa í skugga annarra sem em nýrri og þykja betri. Og em það — sum. Ekki verður sagt um H2-hemla að telj- andi aukaverkanir hafi enn sem komið er gert vart við sig en því má ekki gleyma að „starfstími“ þeirra er aðeins nokkur ár. Dálí- tið er farið að nota súkralfat (An- tepsín) sem er annars konar lyf; minnkar ekki sýmna í maganum en brynjar slímhúðina gegn árás- um hennar, og fleiri meðul kynnu að vera á næsta leiti. Varla þarf að gera ráð fyrir að nýju töflurn- ar séu síðasta orðið í þessu máli. VÍSINDIÆ/ unnt ab stýra kjam- orkunni? Leysigeisli gæti reynst lykillinn Vísindamenn hefur lengi dreymt i eftir dr. Sverri Ólafsson um að ná stjórn á þeim ferlum sem stýra orkumyndun við kjarnas- amruna. Fyrsta vetnissprengjan var sprengd árið 1952, en hún er dæmi um „stjórn- lausan" kjarnas- ammna, sem gerist á meðan nægjanlegt elds- neyti, sem full- nægir réttum skilyrðum, er fyrir hendi. Það að hafa hemil á þeirri orku sem myndast við kjarn- asammna þarfnast lausnar ótrú- lega erfiðra vandamála, en það er trú margra að ávinningurinn af slíkri lausn yrði gífurlegur. A undanförnum ámm hafa ýms- ar aðferðir verið þróaðar við rann- sóknir og meðferð á kjarnasammna og þrátt fyrir margvíslegan árangur em langflestir sammála um að enn sé löng leið ófarin í lausn á viðkom- andi vandamálum. Sumir em jafn- vel þeirrar skoðunar að vandamál kjamasammna séu óleysanleg. Kjamasamruni getur einungis átt sér stað við gífurlega mikinn þrýsting og hátt hitastig. Að skapa þessar aðstæður og eins það að hafa stjóm á efninu við hitastig sem er að stærðargráðunni milljón gráð- ur á Celsíus em meginvandamál sammnaáætlunarinnar. Nýlega hafa vísindamenn við Rochester- háskólann í New York náð áhuga- verðum árangri í þessa átt, en að- ferð þeirra byggir á því að nota leysigeisla til þess að hita efnið og þétta það saman. Notkun leysigeisla í sammna- rannsóknum er ein af nokkmm aðferðum sem reyndar hafa verið á undanfömum ámm. I þessari aðferð er leysigeisla skotið á yfirborð gler- kúlu sem er 200-300 míkrómetrar NÝ ÞRÆÐING Instant Start■ mSSSSmLoading Systemummmmmmm ÞAÐ NÝJASTA FRÁ SAiNIYO ER VHR 4100, SEM ER ALGJOR NYUNG IVHS MYNDBONDUM Nýja þræðingin frá SAMYO gerir það að verkum að tækið vinnur mun hraðar en önnur tæki. T.d. tekur aðeins 1 sek- úndu að fá myndina á skjáinn, eftir að ýtt hefur verið á "spilun", sem áður tók 6 sekúndur. Og tækið þitt slitnar minna við notkun, athugaðu það. Tækið býður einnig upp á: * Fullkomna fjarstýringu * Stafrænan teljara sem telur klst./mín./sek. * Skyndiupptöku (QSR), óháða upptökuminni. * Nákvæma skoðun atriða með skrefspólun. * 39 rásir. * Sjálfvirkan stöðvaleitara. * Eins árs upptökuminni með átta skráningum. * Hraðspólun i báðar áttir, með mynd. * Endurtekningu á sama hlutinn (repeat), allt að fimm sinnum. * Sjálfvirka bakspólun. * Sjálfvirka gangsetningu við innsetningu spólu. * Hágæða mynd (High Quality). * Stafrænt stjórnborð lýsir öllum aðgerðum tækisins. * Scarttengi. FÁGAÐ ÚTLIT Stílhreinna og fyrirferðarminna tæki finnur þú varla. Tækið er 42 cm á breidd (passar í flesta hljómtækja- skápa), 7,9 cm á hæð og 31,7 cm á dýpt. SKREFI FRAMAR <2\ Gunnar Asgeirsson hf. Suðuríandsbraut 16 108 Reykjavík. Simi680780. í þvermál og hefur að geyma blöndu af ísótópunum tvívetni og þrívetni við 100 loftþyngda þrýsting. Leysi- geislinn hitar yfirborð kúlunnar upp í margar milljón gráður á Celsíus. Við þetta springur kúlan en ytra lag hennar þeytist út í allar áttir og þrýstir vetnisísótópunum inn á við, en við það eykst þéttni þeirra og hitastig. Vísindamönnum í New York tókst að framkalla vetnisþrýsting sem nam 40 grömmum á rúmsenti- metra, en það er 200 sinnum meira en þrýstingur fljótandi vetnis. Jafn- vel þó þetta sé ekki nema 20% af þeim þrýstingi sem er nauðsynlegur til þess að nægjanlegur kjarnasam- runi eigi sér stað er þetta engu að síður mesti þrýstingur sem hingað til hefur náðst með notkun leysi- geisla. Á síðastliðnu ári tókst vísindamönnum við Lawrence Live- more-rannsóknarstofuna í Banda- ríkjunum að ná sambærilegum þrýstingi, en einungis með því að nota langtum aflmeiri leysigeisla. Innsta lagið sem hefur að geyma tví- og þrívetni þjapp- ast inn á við, en við þaö eykst þrýstingur þess og hitastig. rYtra lag kúl- * unnarrifnaraf og þýturútí Leysigeisli. Leysigeisla er skotið á yfirborð glerkúlu og hitar það upp í margar milljón gráð- ur á Celsíus. Ysta lag kúlunnar þyrlast út í loftið og þóttir saman innsta laginu sem hefur að geyma vetniskjarna. Best samþjöppun næst er yfirborð kúlunnar hitnar sem jafnast, en til þess að það gerist er nauðsynlegt að þrýstingur ley- sigeislans dreifist sem jafnast um yfir- borð kúlunnar. Þessu takmarki er náð með flókinni uppsetningu 24 leysitækja og 15.000 Ijóstækniþáttum. Til þess að ná sem mestri vetnis- þéttni er nauðsynlegt að þrýstingur leysigeislans dreifist sem jafnast um yfirborð kúlunnar. Rochester- starfshópurinn notaði tækjabúnað sem samanstóð af 24 leysitækjum og 15.000 ljóstækniþáttum. Þrýst- ingurinn sem náðist var u.þ.b. 4 sinnum minni en líkanreikningar sögðu fyrir um og eins var orkan sem losnaði úr læðingi ekki nema einn þúsundasti af því sem við var búist. Vísindamennirnir telja trúlegt að þessar takmarkanir orsakist af ójöfnum í leysigeislasviðinu sem í uppsetningu þeirra var í mesta lagi 12% yfir alla kúluna. Þeir eru vongóðir um að betri árangur náist eftir að þeim hefur tekist að bæta ljóstæknileg atriði tilraunarinnar. Þeir eiga enn langa leið fyrir höndutn, því samkvæmt útreikningum er nauðsynlegt að minnka sveifluna í leysisviðinu nið- ur í eitt prósent til þess að ná vetnis- þéttni sem dugar til kjamasam- runa, en það jafngildir þúsundföld- um normalþrýstingi fljótandi vetnis. XJöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.