Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 15

Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 C 15 Landslag í felum Frá Reykjavík héldum við í rútu árla morguns síðla í ágústmánuði í slíkri rigningu að ferðalangarnir, sex Bandaríkjamenn, fjórir Þjóð- veijar og undirrituð sáu nákvæm- lega ekkert af íslenskri náttúru, alla leiðina austur að Kirkjubæjar- klaustri. Ekki dró rigningin og rok- ið kjarkinn úr Pamelu, sem sagði í huggunartón við Virginiu: „Það kemur enginn til íslands til þess að njóta veðurblíðunnar. Ef veðrið er gott, þá máttu prísa þig sæla, ef það er ekki gott, þá verður bara að hafa það.“ Það tók Pamelu ekki langan tíma að vinna hug og hjörtu samferða- manna sinna. Það var einna helst að það vefðist fyrir Þjóðveijunum hvað „þessi fína frú", fyrrum sendi- herrafrú Bandaríkjanna á íslandi væri að vilja í svona svaðilför. En þeim til afsökunar verður að segj- ast að þeir þekkja Pamelu ekki. Hún virtist ávallt jafn létt í lund, jákvæð og spennt fyrir því sem til stóð. Þar að auki gerði hún góðlát- legt grín að sjálfri sér sem öðrum. Hunkubakkar eru skammt frá Kirkjubæjarklaustri og þar var gist fyrstu nóttina í snotrum og snyrti- legum sumarhúsum. Hörður bóndi að Hunkubökkum tók á móti okkur ásamt aðalfararstjóra okkar, Jóni Þórðarsyni, bónda frá Eyvindar- múla í Fljótshlíð. Pamela hafði alla leiðina austur sýnt samferðamönn- um okkar fram á að þekkirig henn- ar á landi okkar og sögu var það víðtæk að ósjaldan á næstu vikunni áttu þeir eftir að koma til hennar með spumingar um fornsögumar, náttúmfyrirbæri og sögu. Það var einna helst að hún stæði á gati þegar hún var spurð um íslensk stjómmál, en þá yppti hún öxlum og sagði: „Það er ekki mín deild. Marshall sér um þá hlið.“ Síðan benti hún bara á mig og sagði: „Annars getur hún Agnes ömgg- lega sagt þér það.“ Ekki dró það úr virðingu sam- ferðamannanna og fróðleiksfysn, þegar þeir komust á snoðir um að Pamela er höfundur bókarinnar „Is- land 66 gráður norður" (Iceland 66 degrees North) og áður en yfir lauk höfðu allir ritað hjá sér titil bókar- innar og útsölustaði í Reykjavík, til þess að festa kaup á bókinni áður en þeir fæm af landi brott. Eg benti Pamelu á að hún gæti gert stórviðskipti með því að ferð- ast um landið og selja eigin bók, en einhverra hluta vegna hlaut þessi uppástunga ekki hljómgmnn hjá henni! Það var augljóst að Pamela naut sín vel í hlutverki fræðarans og að hún var stolt af þekkingu sinni og lái henni hver sem vill. Fyrsta dag- inn skmppum við inn að Klaustri, þar sem farið var í sund, en áður en það var gert, var staldrað við í nýju kapellunni. Pamela sagði sam- ferðamönnunum frá Skaftáreldum og Eldmessu séra Jóns af innlifun og næmleika og þegar samferða- menn hennar spurðu hvernig stæði á að hún vissi svo mikið um land okkar, sögu og menningu svaraði hún af stakri hógværð: „Það er nú lágmarkið að sendiherra og sendi- herrafrú Bandaríkjanna á íslandi kynni sér sögu þjóðar og lands, þegar þeim hefur hlotnast sá heiður að búa hér um skeið.“ Það er einmitt þetta viðhorf sem virðist einkenna afstöðu Pamelu til nýrra landvinninga. Hún er tilbúin að leggja á sig ómælda vinnu og erfíði, áður en hún fer að uppskera. Hvert tækifæri nýtt til íslandskynningar Við þessi orð Pamelu riijaðist upp fyrir mér ijöldi atburða á liðnu ári, þegar ég eyddi helgum mínum með þeim hjónum niðri á Rhode Island. Það má líklega fullyrða að íslend- ingar eigi vart betri málsvara íslenskrar menningar á erlendri grund, en þessi hjón. Hvert tæki- færi nýta þau og það til fullnustu til þess að segja frá fomsögum okkar, leikhúslífí, myndlist, ljóðlist og fleim og ávallt á þann hátt að ljóst er að ekki er um hroðvirknis- legan utanbókarlærdóm að ræða, heldur þekkingu og djúpa virðingu fyrir viðfangsefninu. Það liggur við að rósroðinn sem þau hjúpa frá- sagnir sínar með verði helst til mik- ill á köflum, þótt auðvitað hafi það glatt hjarta Landans í Vesturálfu. Pamela heldur því gjarnan á lofti, þegar hún talar um ísland, þar vestra, hversu glæpir séu fá- tíðir hér á landi. „Hugsið ykkur bara það,“ segir hún bæði í gríni og alvöru, „á íslandi hefur aðeins verið framið eitt vopnað rán. Og það var svo sem auðvitað, að sá sem ránið framdi, væri hálfur Banda- ríkjamaður!" Þau hafa mörgum skyldum að gegna í samkvæmislífinu í New- port, en Marshall stýrir hernaðar- legum rannsóknarverkefnum fyrir The Naval War College í Newport. Iðulega bjóða þau til sín fjölda fólks, ýmist til eftirmiðdagsdrykkju, kvöldverðar eða hádegisverðar. Eg var viðstödd nokkur boð þeirra og varð þá áþreifanlega vör við það hvers konar „sendiherra íslenskrar menningar“ við eigum í þeim hjón- um. Njálssaga, í fögru leðurbandi, liggur á viðhafnarstað í stássstofu þeirra hjóna á búgarði þeim sem þau hafa til umráða. Fögur málverk eftir Baltasar piýða veggi. Uppá- haldsskartgripur Pamelu er gjöf frá Jens Guðjónssyni, en það er íslenski hesturinn, úr gulli, sem hún hengir um hálsinn í fallega gullkeðju. Helsta tómstundaiðja Marshalls á liðnum áj-um hefur verið að þýða ljóð íslenskra ljóðskálda yfir á ensku. Fyrir nokkrum árum kom út þýðing hans á ljóðum þeirra Jóns úr Vör, Steins Steinarrs og Matthí- asar Johannessen. Á þessu ári kom út í London „The Naked Machine", þýðing hans á ljóðum Matthíasar Johannessen, og svo mætti lengi telja. í samkvæmum sem að ofan greinir er ísland ávallt á dagskrá á einn eða annan hátt. Það má eigin- lega segja að það sé alveg sama um hvaða heimshluta er verið að ræða. Alltaf grípa þau hjón til sam- anburðar við Frón, og samanburð- urinn er, að ég held, undantekning- arlaust okkur í hag. Það skemmtilega við þessa stöð- ugu landkynningarstarfsemi þeirra er að frásagnimar eru svo fróðlegar og um leið skemmtilegar að þeim tekst að vekja áhuga fólks á landi okkar, sem jafnvel hefur aldrei heyrt minnst á ísland, hvað þá að það hafi nokkurn tíma látið sig dreyma um að sækja landið heim. Bústaður þeirra hjóna er reyndar sögufrægur bær sem nefnist The Prescott Farm. Sögufrægð sína rek- ur hann til þeirrar staðreyndar að Prescott, hershöfðingi úr breska hemum, var handtekinn þar í Frels- isstríði Bandaríkjamanna. Það bros- lega við þessa handtöku er það að hershöfðinginn sálugi átti í litlu ástarævintýri við húsfreyjuna á bænum og var hann bókstaflega gripinn í rúminu. Nú, aftur til Islands og hestaferð- ar. Við lögðum snemma í hann morguninn eftir og héldum sem leið lá að hestagirðingunni, þar serri hveijum var úthlutað „sínum“ hesti. Ekki er því að neita að hálf vom ferðalangarnir . taugaveiklaðir, a.m.k. sumir, nú þegar sjö dagar á hestbaki voru að hefjast og engrar undankomu virtist auðið. Pamelu virtist þó alls ekki bmgðið og sat hún hin rólegasta á baki, eftir að undirbúningi lauk og brosti sælu- brosi því sem iðulega átti eftir að lýsa upp andlit hennar næstu sjö dagana. Óæðri endinn verður aðalumræðuefhið Fyrsti dagurinn var langur. Svo langur að sumum þótti nóg um. En eftir því sem við færðumst norð- ar, í átt að Hrossatungum, sunnan Laka gerðist útsýnið stórkostlegra og náttúmfegurðin margbreyti- legri. Pamela leit svo stolt yfir fjallahringinn og síðan á ferðafélag- ana að ætla mátti að hér væri um hennar eigið sköpunarverk að ræða og sagði: „Hvergi í heiminum sjáið þið svona náttúmfegurð nema á Islandi." I Hrossatungum er leitarmanna- kofi, þar sem gist var og vomm við komin á áfangastað um kl. 19.00 um kvöldið. Var það næsta skondin sjón að sjá göngulag ferðafélag- anna er af baki var stigið. Enda átti það eftir að koma á daginn að næstu dagana var ekki rætt um annað meir en liðan manna I óæðri endanum. Það var eiginlega um óopinbera samkeppni að ræða hver réði yfír verst útleikna botninum. Sennilega áttu vinkonur mínar tvær, þær Pamela og Virginia, fyrstu og önnur verðlaun skilin, þó að barlómur þeirra kæmist ekki í hálfkvisti við barlóm sumra ann- arra, eins og t.d. tískusýningardöm- unnar frá New York. Stúlkan sú er ættuð frá Mississippi, og senni- lega gerði hinn mjóróma Suð- urríkjahreimur það að verkum, að þrátt fyrir háværar kvartanir henn- ar, fór lítið fyrir samúð annarra í förinni. Það má reyndar teljast stór- merkilegt að fólk skyldi treysta sér í þessa ferð, með ekki meiri reynslu að baki. Nú kynna Ishestar þessa ferð sem sína erfiðustu ferð og ráð- leggja einungis reyndum reiðmönn- um þátttöku. Því má líklega segja að menn í þessari ferð hafi ýmist verið hugdjarfir eða fífldjarfír. Allt gekk þetta þó með ólíkindum vel, þó oft mæddi mikið á fararstjóran- um Jóni, þegar úr ólíkum áttum heyrðist kallað „Jón!“, jafnvel út af minnsta tilefni. Jón hafði sér til aðstoðar vaskan hóp íslendinga, sem allir stóðu sig eins og hetjur. Aðstoðarmaður hans í þessari för var Valdimar Jóhanns- son, sem Gugga, hinn röggsami rekstrarstjóri, gaf virðingartitilinn „kerlingasmalinn!“. Með Guggu var aftur feikna dugmikil stúlka er Dagný heitir, og var hún svo hest- vön að engu var líkara en hún hefði fæðst á hestbaki. Dagný er ekki nema 15 ára gömul, en var samt að ljúka sínu þriðja sumri með ís- hestum. Fagrifoss stendur fyllilega undir nafngiftinni. Um það voru alllr ferðalangarnir sammála. Pamela tók fljótt miklu ástfóstri við þær stöllur Guggu og Dagnýju' og festist í því hlutverki að aðstoða þær við að leiða rekstur stóðsins. Við höfðum á orði að það væru þijár valkyijur sem leiddu rekstur- inn. Alls voru 37 hestar í ferðinni, þannig að um 20 hestar voru rekn- ir í kjölfar ferðalanganna. Þær Gugga og Dagný áttu vart orð til þess að lýsa dugnaði Pamelu og hversu vel hún stóð sig í rekstrinum og eins og búast má við hjá metnað- arfullri konu færðist Pamela öll í aukana við lofið, þannig að Gugga og Dagný höfðu það í flimtingum að þær gætu bara tekið sér frí — Pamela gæti leitt reksturinn ein. í augum Pamelu var vart hægt að hugsa sér meira hrós, en það að hún gæti jafnvel verið íslensk. Því sagði hún með nokkru stolti, þegar henni barst þessi samlíking til eyma: „Ég get liklega með meiri rétti en flestir útlendingar sagt að það renni íslenskt blóð í æðum mér og ég sé því að vissu leyti íslensk. Ég fékk heilmikið íslenskt blóð gef- ið þegar ég lá á spítalanum og það sýnir sig kannski nú!“ Hrókur alls faguaðar Ég hafði sagt íslenskum sam- ferðamönnum okkar undir og ofan af kynnum mínum af Pamelu. Óendanlegu þreki sem þessi litla, að því er virðist veikbyggða kona býr yfír, stöðugri kímnigáfu og ljúfri lund. Auk þess hafði ég greint þeim frá því að hún væri allra manna skemmtilegust og kátust í góðu samkvæmi. Til að byija með tóku þau frásögnum minum með varúð, því Pamela og Virginia voru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.