Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
PAMELA
svo útkeyrðar fyrstu kvöldin, að
þær slógust ekki í sönghópinn á
næturstað. Litu ekki heldur við
söngvatninu, en ég hygg það hafi
verið þriðja kvöldið okkar, sem ís-
lendingamir komust að þeirri niður-
stöðu að ég hafði ekki ýkt á nokk-
um hátt í lýsingum mínum. Þann
dag höfðum við riðið langa leið —
frá Hunkubökkum, upp Holtsdal-
inn, þar sem allir féllu í stafi yfir
ógnarlegri fegurð dalsins, yfir heið-
ina og niður hjá Skaftárdal. Þar
var riðið yfír Skaftá, á brúnni.
Stefnan var sett á Lambaskarðs-
hóla og þangað náðum við um
kvöldverðarbil í roki og rigningu,
en enn var sælubrosið sem límt á
andlit Pamelu.
Meira að segja var Virginia farin
að brosa út að eyrum. Ástæður
þess að brosmildi stallnanna frá
Rhode Island hafði aukist til muna,
var sú að Jón fararstjóri hafði séð
aumur á þeim, er þær báru sig illa
út af særindum á ónefndum stöðum
og fómað þeim tveimur gæðinga
sinna, þeim Sörla og Hrólfí. Auðvit-
að átti Jón ekki eftir að ríða þessum
hestum sínum það sem eftir lifði
fararinnar, en hann fylgdist hins
vegar hinn ánægðasti með stöllun-
um, þar sem gæðingamir runnu
áfram með þær á töltinu og bar
harm sinn í hljóði, eins og hetju af
Njáluslóðum sæmir.
Njóla, dóttir Jóns fararstjóra, sá
okkur fyrir kosti alla ferðina, og
hafði ávallt reiðubúna heita máltíð
fyrir okkur þegar við komum á
áfangastað á kvöldin. Kosturinn var
rammíslenskur og svo vel matreidd-
ur, að bandaríski auðkýfíngurinn í
förinni vildi ólmur fá Njólu til New
York næsta sumar, til þess að mat-
reiða ofan í veislugesti sína. Við
höfðum það í flimtingum á kvöldin,
að við værum „eins og úlfar í af-
mælisveislu", þegar við réðumst á
matinn. Það er líklega fátt sem kitl-
ar matarlistina jafn mikið og dags-
reið.
í Lambaskarðshólum gengu fjór-
ir Bandaríkjamannanna og Þjóð-
veijamir fjórir snemma til hvílu,
sem áður, en íslendingamir komu
sér fyrir við langborð og kertaljós
og hófu skraf og söng. Vakti það
nokkra furðu okkar íslendinganna
að erlendu ferðamennimir skyldu
ekki vilja njóta góðs félagsskapar
og skemmtunar á kvöldin, því mik-
ið var eftir af íslensku þreki á
hveiju kvöldi. Jafnvel svo mikið,
að óhollt má teljast fyrir þjóðar-
rembuna. En viti menn, þegar hvað
minnst varði, slógust þær Pamela
og Virginia í hópinn. Er þær voru
inntar eftir þvi hveiju þessi heiður
sætti, hlógu þær dátt og sögðu: „If
you caní beat them, join them!“ (Ef
þú getur ekki unnið sigur á þeim,
skaltu ganga í lið með þeim!) Þar
að auki sendu þær Jóni ísmeygilegt
augnaráð, að ekki verði meira sagt,
og sögðu að þessar unaðslegu
undraskepnur hans, þeir Sörli og
Hrólfur hefðu um allt breytt þeirra
líðan. Hafí Jón ekki vitað það fram
til þessa að gæðingamir vom hon-
um glataðir um hríð, þá þurfti hann
ekki að velkjast í nokkrum vafa
eftir að þessum upplýsingum var
komið á framfæri á jafn hárfínan
hátt og raun bar vitni.
Er ekki að orðlengja það að þær
stöllur fóru á slikum kostum þetta
kvöld, með söngvum og skemmti-
sögum, að eftir þetta var það ekki
talin skemmtun á kvöldin að setjast
niður, spjalla, syngja og skála,
nema þær tvær væru með, og að
sjálfsögðu létu þær sig ekki vanta.
Pamela skilur glettilega mikið í
íslensku, en lítið getur hún talað
hana. Ef því var þannig varið að
einhver setning var sögð á íslensku,
sem hún ekki skildi, sendi hún mér
áminnandi augnaráð og sagði síðan:
„Viltu gjöra svo vel að halda þig
við enskuna." Vora þær svo strang-
ar á því að hver einasta setning
væri þýdd, að nánast var eins og
ég hefði sest á skólabekk á nýjan
leik.
Förin í Eldgjá og að Ófærufossi
í Ófæra nyrðri varð öllum ógleym-
anleg, en þangað fóram við frá
Lambaskarðshólum. Pamela hafði
aldrei komið í Eldgjá áður og hug-
leiðingar hennar um þennan stað
eftir að við sneram til baka vora á
þessa leið: „Vitið þið hvað yrði um
svona náttúraundur í Bandaríkjun-
um? Það fengi aldrei að vera svona
óspjallað því ferðamálafrömuðumir
okkar blessaðir myndu að sjálf-
sögðu helluleggja breiðgötu upp
gjána að fossinum, og þar væri
síðan komið upp sölutumi með
minjagripum hvers konar og veit-
ingaaðstöðu. Tugþúsundir manna
myndu síðan byrgja þér sýn, þannig
að þú mættir teljast góður ef þú
sæir aðeins glitta í fossinn.
Nei, það er eitthvað alveg ólýsan-
lega einstakt við að njóta íslenskrar
náttúra og skoða. Hér færðu að
njóta hennar í friði, ótraflaður af
tæknivæðingu og sölumennsku. Þar
að auki færðu að vera svo til einn
með henni, sem er jú hálfa ævintýr-
ið við að fara á ijöll og kynnast
sjálfum sér og náttúrunni."
Pamela bætir því við að það að
upplifa umhverfið og náttúrana af
hestbaki, sé nánast eins og að fá
fjöll, fossa, ár, jökla, gróður, ilm
og dýralíf beint í æð. „Mér fínnst
ég geta sett mig í spor hetja fom-
sagnanna með því að ríða svona
yfír fjöll og fimindi, dögum saman,
án þess nokkum tíma að sjá til
byggða,“ sagði Pamela.
Ævintýrið sem fór út um
þúfúr á Mælifellssandi
Eftir því sem á för okkar leið óx
ferðalöngum ásmegin, þannig að
þegar við fóram hálfsdagsferð,
þangað sem heitir Skælingar (af-
skaplega sérkennilegar hraun-
OPNUM 15. NOVEMBER
á Laugavegi 91
glæsilega verslun með gjafavörurog húsgögn
yý)///" (\\vÁ
homas
borðbúnaður og gjafavörur
borðbúnaður
Classic
Rose
ítalskt keramik
Postulínsdúkkur og skrautmunir
Silkiblóm og skreytingar
Nýborg;cg)
GJAFAVÖRUR, LAUGAVEGI 91, símar 18400 og 623868.
Kertaljós og Kaldaklof
Pamela og Virginia brýndu raustina oft á
kvöldin við góðar undirtektir. Stóðið er að
koma yfir Kaldaklofskvísl á efri myndinni,
vestan Mælifellssands.
myndanir) var hugrekkið orðið slíkt
að hávaðarok og lítill lofthiti vafð-
ist ekki fyrir mönnum. Sumir ætl-
uðu sér þó um of, því um stund
mátti ætla að veðurguðimir í mestu
vindhviðunum væra svo rausnarleg-
ir á súrefnisgjöf sinni, að við lá að
sumir fykju af baki, eða yrðu ringl-
aðir í kollinum af of mikilli súrefnis-
inntöku. Hún þýska vinkona okkar,
sjötug að aldri lá eins og skata í
lítilli laut við fyrstu áningu og
stundi þungan. Það varð úr að hún
treysti sér ekki til þess að ljúka
þessari ferð og Valdimar „kerlinga-
smali“ fylgdi henni áleiðis að
Lambaskarðshólum á ný.
Pamela á hinn bóginn lét rokið
ekki hafa hin minnstu áhrif á lund
sfna og ánægju. Við áninguna í
Skælingum tók hún upp lítinn silf-
ursleginn fleyg, klæddan leðri, af-
skaplega dömulegan, og bauð
ferðalöngum lítið staup af tequila,
til þess að ylja sér innvortis og losna
við mesta hrollinn. Það má segja
að það hafí alltaf verið viss glæsi-
bragur yfír öllum hennar gerðum
og vissulega var allur útbúnaður
hennar glæstur, enda hafði hún það
á orði áður en við lögðum í hann
frá Reykjavík að hún og Virginia
hefðu í sameiningu bjargað íslensku
efnahagslífí, með því að kaupa
megnið af útbúnaði sínum hér á
landi!
Daginn sem haldið skyldi vestur
Mælifellssand norðan Mýrdalsjök-
uls var eiginlega kollubijálað veður.
Þegar við komum að Hólmsá, vora
þar jeppar sem rétt vora komnir
austur sandinn og upplýstu far-
þegar þeirra okkur um að sand-
stormurinn væri slíkur að sandurinn
væri ófær með öllu. Jón fararstjóri
lagði á ráðin með hjálparhellum
sínum, en loks varð úr að hann
ákvað að reyna reið yfír sandinn.
„Ofurhugamir" farþegar hans tóku
þessari ákvörðun fagnandi, og töldu
að nú fyrst fengju þeir að sýna
hvað virkilega byggi í þeim hvað
varðar karlmennsku og hugdirfð.
Pamela var manna kátust og vildi
ólm leggja í hann. Allir vora í
regngöllum og svo vel vora hettum-
ar reimaðar fyrir andlitin, að ein-
ungis glytti í nef á stöku stað.
Það er ekki að orðlengja það að
þegar við voram komin talsverðan
spotta inn á sandinn, þá tók storm-
inn að lægja, og vestari hluta
Mælifellssands riðum við í ágætu
veðri, með stórkostlegri fjallasýn til
Tindafjallajökuls, Eyjafjallajökuls,
Mýrdalsjökuls að sjálfsögðu og
víðar. Hestunum var komið fyrir í
girðingu í Hvanngili, vestan Mæli-
fellssands, en við gistum í skála
Ferðafélagsins við Álftavatn. Þar
fóra ferðalangar að bera saman
bækur sínar. Pamela sagði: „Ég var
viðbúin voðaveðri og ógöngum hin-
um verstu. Þetta era eiginlega vöra-
svik — búið að lofa lífsháska, en
svo var þetta bara hin þægilegasta
og ánægjulegasta reið!“ Aðrir tóku
í sama streng, en var þó greinilega
létt.
Næstsíðasta daginn var riðið
áfram vestur að Einhymingi, þar
sem gist var og að rammíslenskum
sið var að sjálfsögðu haldið veglegt
lokahóf síðasta kvöldið, þar sem Jón
fararstjóri útskrifaði ferðalanga
með virðulegri diplómu, þar sem
þeir hafa það vottað og skjalfest
að þeir hafi lagt Fjallabaksleið syðri
að baki sér. Þetta er eitt þeirra
atriða sem Landanum fínnst hálf-
skondið, en eins furðulegt og það
kann að virðast, þá virðast sumir
erlendu ferðamannanna leggja mik-
ið upp úr slíku. Til dæmis var einn
ferðalangurinn að því kominn að
guggna á miðri leið, og láta sækja
sig inn á hálendið á jeppa, en þegar
Jón upplýsti hana um að enginn
fengi diplóma sem ekki lyki ferð-
inni, heyrðist ekki múkk frá henni
eftir það! Pamelu var mikið skemmt
við að fá skírteini sitt í hendur, en
vænst þótti henni um hrós Jóns og
annarra leiðsögumanna í ferðinni.
Það var auðséð af brosinu hennar
breiða, sem breikkaði enn undir lof-
gjörðinni.
Lokaáfanginn, frá Einhymingi
að Eyvindarmúla í Fljótshlíð (bæ
Jóns) var svo riðinn í stórkostlegu
veðri og enn á ný fengu ferðalang-
amir hrikalega fegurð íslenskrar
náttúra beint í æð, er þeir riðu nið-
ur með Markarfljóti og horfðu yfír
til Þórsmerkur, á Mýrdalsjökul og
víðar. Það lá við að það væri eins-
konar „kúltúrsjokk" að sjá fyrsta
bóndabæinn í Fljótshlíðinni, Fljóts-
dal, svo fullkomlega var það orðið
eðlilegt að vera fjarri mannabyggð-
um.
Það vora hreyknir ferðalangar
sem stigu af baki í Eyvindarmúla
og göngulag þeirra var allt annað
og íjaðurmagnaðra en það hafði
verið að kvöldi fyrstu tveggja dag-
anna. Þessari för var að vísu lokið,
en Pamela var ekki búin með þrek
sitt, því hún hafði gengið svo frá
hnútum, að við þijár yfirgáfum
rútuna við Lögberg, á leið í bæinn,
þar sem einn vinur Pamelu, Friðrik
Brekkan, beið okkar og keyrði okk-
ur rakleiðis í afmælishóf í Lækjar-
botnum. Pamelu óx það ekki í aug-
um að mæta í reiðgallanum, skítug
upp fyrir haus, eftir viku fjarveru
frá nútímaþægindum, eins og heitu
vatni og sápu. Virtist enda skemmta
sér hið besta innan um glæsilega
búna veislugestina. Pamela sannaði
það í þessari ferð sinni að hún er
sú hin sama, hvort sem hún er í
gervi íslensks víkings eða
bandarísks glæsikvendis. Bæði
gervin fara henni jafnvel.