Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
C 19
sæmdur flugkrossinum og kapt-
einstign. Lífslíkur flugmanna á
vesturvígstöðvunum voru þrjár vik-
ur og hann gat því talizt heppinn,
en hann var uppgefinn eftir margar
og hættulegar árásarferðir á degi
hverjum, þjáðist af magasári og
kom engu niður, nema sódavatni
og blöndu af mjólk og koníaki.
Hann hafði skotið niður 12 þýzkar
flugvélar samkvæmt opinberum
skýrslum, en hafði líklega grandað
fleirum, því að hann tilkynnti ekki
alla hugsanlega sigra sína vegna
meðfæddrar hlédrægni, aðeins þá
sem hann var viss um.
Þegar brezka flugsveitin flaug
yflr veg milli Sailly-le-Sec og ann-
ars þorps, Le Hamel, sá Brown flug-
vélar Richthofens ráðast á tvær
svifaseinar, ástralskar RE-8-könn-
unarflugvélar, sem reyndu árang-
urslaust að hrista þær af sér. Helm-
ingur flugsveitarinnar réðst á þýzk-
ar flugvélar, sem nálguðust skot-
graflr Breta, en átta Camel-flugvél-
ar undir forystu Browns flýttu sér
að koma könnunarvélunum til
hjálpar. Við tók bardagi í 3.000-
7.000 feta hæð.
Síðasta bráðin
Þýzku flugvélamar voru fleiri en
þær brezku og einn brezku flug-
mannanna, Wilfred „Wop“ May
lautinant, var ungur og óreyndur.
Honum hafði verið skipað að taka
ekki þátt í loftbardögum fyrr en
hann hefði öðlazt meiri reynslu,
fylgjast með úr hæfllegri fjarlægð
og ráðast á aðeins eina, vamarlausa
þýzka vél eða enga. May og Brown
vom skólabræður frá Edmonton í
Alberta, Kanada, og Brown hafði
lagt ríkt á við hann: „Ef þér tekst
að hæfa óvinaflugvél skaltu snúa
heim strax. Þú verður ekki heppinn
í annað sinn.“
Flugmenn Browns vom sigursæl-
ir. Eftir nokkurra mínútna„hunda-
slag“ höfðu þeir grandað fjómm
þýzkum flugvélum og gert könnun-
arvélunum kleift að komast undan.
Eina þeirra hafði nýliðinn frá Ed-
monton skotið niður og hann forð-
aði sér sem skjótast.
Þá sá Brown sér til skelfíngar
að blóðrauð þríþekja steypti sér nið-
ur að May til að komast í færi við
hann. Ekki fór á milli mála að hér
var Rauði baróninn á ferð, en hann
virtist gæddur sérstökum hæflleik-
um til að hafa upp á óreyndustu
flugmönnum óvinanna. Byijendur
munu hafa flogið 69 þeirra 80 flug-
véla, sem hann hafði skotið niður.
May var of reynslulítill til að
geta leikið á v. Richthofen. Spand-
au-vélbyssur Rauða barónsins
hæfðu Camel-flugvél hans af 25
metra færi og göt komu á væng-
ina. May særðist ekki alvarlega, en
hann var í úlfakreppu.
Brown steypti sér eldsnöggt nið-
ur og flaug rétt á eftir þríþekju
Richthofens, ofan við hana og til
hægri. Rauði baróninn uggði ekki
að sér. Brown vissi að hann mátti
ekki hika og skaut af báðum Vick-
ers-vélbyssum sínum, þótt hann
gæti ekki haldið uppi langri og sam-
felldri skothríð. Um leið og hann
ýtti á gikkinn sneri Rauði baróninn
sér við í sæti sínu — annaðhvort
ósjálfrátt eða til að aðgæta hvort
nokkur veitti honum eftirför. „Ég
sá glampann í augum hans bak við
stór hlífðargleraugu," sagði Brown
seinna. „Síðan hneig hann niður í
sætið."
Stórskotaárás
Þegar Brown neyddist til að
hætta skothríðinni mynduðu kúlna-
för samfellda rák eftir öllum búk
Fokker-flugvélarinnar. Vélin riðaði,
en rétti sig við og hélt áfram á
eftir May. Brown missti sjónar af
báðum flugvélunum, sem voru
komnar í litla hæð, en var viss um
að hann hefði hæft Rauða baróninn
og ráðið honum bana.
Rauða þríþekjan flaug yflr loft-
vamabyssur tveggja Astralíu-
manna, Popkins liðþjálfa og R.F.
Westons skyttu. Þeir skutu án af-
láts og töldu sig sjá stykki úr flug-
vélinni falla til jarðar, en reýndu
ekki að fá staðfest að þeir hefðu
skotið hana niður.
Þegar flugvél Richthofens flaug
í um 150 feta hæð fram hjá einu
skotvígi 53. stórskotasveitarinnar
skutu tveir aðrir Ástralíumenn á
hana úr Lewis-vélbyssum. Yfírmað-
ur sveitarinnar, L. Beavis majór,
sagði að Fokker-þríþekjan hefði
tekið krappa beygju og velzt í loft-
inu unz hún hefði skollið á akri í
400 metra Ijarlægð. Þríþekjan
fleytti kerlingar eftir akrinum og
staðnæmdist hjá skotgröf ástr-
alskra hermanna í
útjaðri Sailly-le-
Sec. Þá var a.m.k.
ein mínúta síðan
Brown hætti að
elta hana, líklega
í innan við 3,2 km
fjarlægð.
Manfred von
Richthofen sat
teinréttur í sæti
sínu og var látinn
þegar að var kom-
ið. Lík hans var
flutt til Bertrang-
les-flugvallar og
hann var jarðaður
með viðhöfn dag-
inn eftir. Degi
síðar var myndum
af flakinu og út-
förinni varpað úr
flugvél yfir
Cappy-flugvöll.
Wop May slapp
með kúlu í öðrum
handlegg og
Brown fékk opin-
berlega staðfest
að hann hefði
skotið Rauða bar-
óninn niður.
Skömmu síðar var hann fluttur í
sjúkrahús vegna magasárs og send-
ur til Englands, þar sem hann var
leystur frá þjónustu. Yfirmenn ástr-
ölsku hermannanna í Frakklandi
þökkuðu hins vegar 53. stórskota-
liðssveitinni fyrir að hafa orðið
Richthofen að bana. Deilan um
hver banað þýzka flugkappanum
var hafin.
Þjóðverjar neituðu að trúa því
að Rittmeister von Richthofen (höf-
uðsmaður) hefði verið skotinn nið-
ur. Þeir héldu því fram að hann
hefði nauðlent bak við brezku
víglínuna og verið skotinn í stjóm-
klefanum. Þýzkt blað endurtók
þessa staðhæfingu fyrir skömmu —
70 árum síðar.
Ósamliljóða skýrslur
Yflrmaður 4. brezka hersins, Sir
Henry Rawlinson hershöfðingi, stóð
frammi fyrir því síðdegis sama dag
og Rauði baróninn var skotinn nið-
ur að upp var komin hörð deila um
hver hefði orðið honum að bana.
Fram komu þijár ósamhljóða full-
yrðingar: frá 209. flugsveit RAF
Ásamt föður sínum í sjúkrahúsl f Courtrai (júlf
1917):
ekki ósigrandi.
Uppþvottavél
með þremur
þvottaqrindum.
rúmar meira,
betri meðferð,
enn betri þvottur,
10 gerðir til afgreiðslu
Míele
Glæsileg ný vetrarlína frá GANT
Full búö af fallegum og vönduðum fatnaði
SENDUM í
PÓSTKRÖFU
SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505 »14303
-sú mest selda ÍSTÉKK, Lágmúla 5. S. 84525.