Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 CHEVROLET BLAZER1988,4,3i Bifreiðin er með lúxusinnréttingu og öllum hugsanlegum bún- aði. Tvílitur, einn glæsilegasti jeppi landsins. Ekinn 5 þús. mílur. Upplýsingar í síma 22975 og á bílasölunni BRAUT í síma 681510 og 681502. HFÍ HAGRÆÐINGARFÉLAG ÍSLANDS ISLANDS RATIONALISERINGS FORENING Boðað er til félagsfundar miðvikudaginn 16. nóvemb- er nk. kl. 16.00-18.00 á Holiday Inn við Sigtún. Málefni fundarins er kynning á þeim árangri sem náðst hefur í hagræðingu hjá íslenska járnblendifélaginu á Grundartanga. Erindi flytur Jón Hálfdánarson forstöðumaður rannsókna. Á fundinum verður m.a. fjallað um: - Hagræðingarstefna og árangur hagræðingaraðgerða. - Nýting fjármagns, innkaupa- og birgðastefnu. - Framleiðni, breytingar á undanförnum árum. - Sjálfvirmi og stýritækni. - Gæði. - Nýtingu undirverktaka við viðhald. Kröfur til undirverktaka. Stærð, tækni og gæði. Að lokinni framsögu verða almennar umræður um fram- angreind atriði og gefst fundarmönnum kostur á að fræðast um það nýjasta á þessu sviði, hér á landi og víðar. Félagsmenn og aðrir áhugaaðilar eru hvattir til að mæta stundvíslega, fundurinn hefst kl. 16.00. Stjórnin Á söluskrá hjá okkur eru eftirtaldar notaðar TRAKTORSGRÖFUR CAT 428, árg. ’87 JCB 3DX4, árg. ’87 JCB 3DX4, árg. ’82 CASE 580F, árg. ’82 CASE 580G, árg. ’85 GASE 580G, árg. ’86 CASE 580G, árg. ’87 CASE 680, árg. ’79 ALLAR UPPLÝSINGAR HJÁ SÖLUMANNI Flaklð: „ás ásanna“ var látinn þegar að var komið. MYND 04 (KNIGHTS of the AIR, bls. 139). Brown: eignaður sigurinn. (sveit Browns), 53. stórskotasveit- inni (sem tilheyrði ástralska stór- skotaliðinu og 4. hemum) og 3. flugsveit RAF. Að kvöldi næsta dags, 22. apríl 1918, lágu fyrir þrjár ósamhljóða skýrslur um krufningar á líkinu. Læknamir virtust sammála um það eitt að ein kúla hefði orðið von Richthofen að aldurtila. Kúlan fannst aldrei og ekki virtist hægt að sanna hvort Rauði baróninn hefði fallið fyrir kúlu frá Brown, öðrum flugmönnum eða skyttum á jörðu niðri. Líkið var fyrst krufíð síðla kvölds 21. apríl 1918. Krufningunni stjóm- aði Norman Graham höfuðsmaður, kanadískur meinafræðingur og læknir flugdeildarinnar, sem 209. flugsveitin tilheyrði. Honum til að- stoðar var G.E. Downs lautinant, sem var einnig tengdur RAF. Graham og Downs sögðu að banakúlan hefði ekki hæft hrygginn og að sá sem hefði skotið henni hefði verið hægra megin og lítið eitt fyrir aftan flugvél Richthofens. Þeir lögðu á það áherzlu að sárin gætu ekki hafa stafað af skothríð frá jörðu. „Kúlan hlýtur að hafa komið úr byssu, sem var í um það bil sömu hæð og þýzka flugvélin," sögðu Graham og Downs. Seinna sagði Graham: „Hafi Richthofen fallið fyrir vélbyssuskothríð frá jörðu hlýtur hann að hafa flogið á h'/olfi þegar það gerðist og stefnt í áttina að þýzku víglínunni." Þeir sem hefðu skotið á hann eftir að Brown hæfði hann hefðu „eytt dýrmætum skotfærum til einskis". Skotliðum þakkað Önnur krufning fór fram 22. apríl undir eftirliti G.W. Barbers ofursta, yfirmanns læknaþjónustu ástralska landhersins og flughers- ins. Ástralskur herlæknir, C.L. Chapman majór, fylgdist með krufningunni, en henni stjórnuðu Thomas Sinclair ofursti og John Alexander Nixon ofursti, yfirlækn- ar 4. brezka hersins. í skýrslu Sinclairs og Nixons sagði að kúlan hefði strokizt við hrygginn — rekizt skáhallt á hann og kastazt áfram. Þeir sögðu að sá sem hefði skotið kúlunni hefði verið hægra megin og lítið eitt fyr- ir framan Richthofen. Þeir tóku enga afstöðu til þess hver hleypt hefði af skotinu. Þó virtist mega ráða að Richthofen hefði verið skot- inn til bana frá jörðu. Barber ofursti og Chapman maj- ór gerðu sjálfstæða athugun og höfnuðu staðhæfíngu RAF um að útilokað væri að kúlunni hefði verið skotið frá jörðu. Barber sagði að sárið „virtist stafa frá kúlu, sem Hvíld f rð loftbardögum var skotið frá jörðu, þegar flugvélin hallaði í beygju". Rawlinson hershöfðingi var í engum vafa. „Vinsamlegast færið 53. stórskotasveit 5. herfylkisins þakkir mínar og heillaóskir fyrir að hafa skotið niður hinn fræga þýzka flugmann, von Richthofen," sagði hann í skeyti. Nýjar fiillyrðingar Árið 1929 hélt brezkur hermað- ur, Alfred George Franklyn, því fram að hann hefði skotið Richt- hofen niður. Franklyn hafði stjóm- að brezkum skyttum við Sailly-le- Sec. Þtjátíu árum síðar, 1959, full- yrti Robert Buie úr 53. stórskota- sveitinni að hann hefði orðið Richt- hofen að bana. Buie hafði verið nokkmm hundmð metmm fyrir framan menn Franklyns. C. E.W. Bean, einn af höfundum opinbers rits um Ástralíu og heims- styijöldina 1914-1918, tók undir þá staðhæfingu áströlsku vélbyssu- skyttunnar Popkins liðþjálfa að hann væri banamaður Richthofens. Þó hafði Bean aflað sér ítarlegra upplýsinga frá Graham herlækni. D. A. Russell, brezkur útgefandi og áhugamaður um sögu flugsins, gerði grein fyrir ítarlegri athugun sinni á málinu 1959. Hann sagði að ef Brown hefði hæft Richthofen hefði hann áreiðanlega misst með- vitund og brotlent örfáum sekúnd- um síðar. Hins vegar hefði þríþekja Rauða barónsins flogið áfram í a.m.k. eina mínútu.^Þvi getur ekki verið að Brown hafí hleypt af kúl- unni banvænu," sagði Russell. „Á efri ámm hélt Brown því heldur aldrei afdráttarlaust fram að hann hefði skotið von Richthofen niður.“ Russell dró þá ályktun af skýrsl- um herlæknanna að kúlan hefði hæft Rauða baróninn framan á bijóstkassann. „Hvemig gat kúla Browns valdið slíku sári, ef von Richthofen sneri aldrei beint fram- an að Brown?“ spurði hann. „Engar sannanir“ Um fullyrðingar skotliðanna á jörðu niðri sagði Russell: „Enginn einn maður gat sannað að hann hefði skotið von Richthofen niður." Hann taldi þó kenningu Bretans Franklyns líklegri en staðhæfíngu Ástralíumannsins Buie, því að Franklyn hefði getað hæft v. Rich- thofen frá þeim stað, sem hann var á, en Buie varla frá þeim stað, sem r \ hann var á. Russell hafnaði jafn- framt þeirri fullyrðingu félaga Bui- es, „Snowie" Evans, að hann hefði hæft Rauða baróninn með annarri Lewis-vélbyssu. Buie og Evans vom norðvestan við flugleið v. Richthofens, sagði Rússell. Richthofen flaug í norður og var fyrir austan Buie og Evans. „Hvemig gat annar hvor þeirra skotið von Richthofen með kúlu, sem hæfði hann hægra megin (austan megin) og fór út vinstra megin (vestanmegin)?" spurði Russell. Franklyn var fyrir austan Buie og Evans. Russell taldi að Richt- hofen hefði flogið fyrir vestan Franklyn a.m.k. 800 metra vega- lengd, en ekki síðustu hundmð metrana. „Franklyn hafði því all- gott færi á að skjóta kúlunni, sem hæfði von Richthofen hægra megin og fór út vinstra megin, meira að segja af stuttu færi,“ sagði Russell í tímaritsgrein. Þótt Russell viðurkenndi að aldr- ei yrði hægt að sanna eða afsanna hvort Franklyn hefði hleypt af banaskotinu sagði hann: „Roy Brown flugkapteinn getur ekki hafa skotið kúlunni, sem varð von Richt- hofen að bana. Jafnóhugsandi er að Buie, Evans eða einhver annar, sem skaut frá jörðu fyrir sunnan, suðvestan og norðvestan von Richt- hofen, hafi skotið kúlunni, því að ekki getur verið að Richthofen hafi nokkum tímann setið þannig að hún hafí getað farið inn í líkama hans hægra megin og út vinstra megin.“ Dularfullt bréf - Russell sagðist hafa rætt við barónessu Kunigunde von Richt- hofen í Wiesbaden 1958. Hún sagði honum að margir félagar Manfreds og nokkrir brezkir flugforingjar hefðu heimsótt hana eftir 1918. „Hún kvað það hafa verið samdóma álit þeirra að sonur hennar hefði fallið fyrir skothríð frá jörðu," sagði Russell og var greinilega á sama máli. Hvorki Russell né aðrir minntust á þann möguleika að Rauði barón- inn hefði fallið fyrir kúlu úr könnun- arflugvél, eins og nýfundið bréf um dauða flugkaþpans virðist gefa til kynna. Bréfið er frá Nixon her- lækni, sem kmfði lík Rauða baróns- ins ásamt Sinclair ofursta á flug- vellinum í Bertangles. Nixon virðist hafa skrifað bréfíð á heimili sínu 1934 og fombókasali í Penzance í Comwall á Englandi, Peter Dal- wood, fann það innan í ljóðabók í vor. Sérfræðingur í sögu flugsins í sama bæ, Hugh Scanlan, er í engum vafa um að það sé ósvikið. Að sögn Nixons tilkynnti flug- maður einnar könnunarflugvélar stórskotaliðsins að hann hefði flogið fram úr „Þjóðveija í eldrauðri flug- vél, sem virtist ekki gera sér grein fyrir að aðrar flugvélar væm í grenndinni". Til þess var ekki ætlazt að könnunarflugmenn skytu nema í sjálfsvöm, en Nixon taldi allt benda til þess að umræddur flugmaður hefði ráðizt til atlögu í trássi við reglur, skotið inn í stjóm- klefa Fokker-flugvélarinnar, hæft Richthofen í hjartað og orðið honum að bana. Nánari rannsókn á bréfínu sem skaut upp mun væntanlega leiða í ljós hvort það hafi skotið fyrri kenningar niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.