Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
Veruleg andstaða
við sýningar á
Síðustu freistingu
Krists í
Laugarásbíói
eftir Arnald Indriðason
Jesús hefúr samfarir við
fyrri konu sína, Maríu
Magdalenu, og drýgir síðar
hór. Júdas er hetjan,
sterkastur og bestur
lærisveinanna. Páll er
hræsnari og lygari. Jesús er
svo tvístígandi að jafnvel
þegar krossfestingin
nálgast veit hann ekki enn
hvort hann á að predika ást
eða drepa Rómveija.
atriðin úr umdeildustu bíómynd
síðustu áratuga, Síðustu freistingu
krists („The Last Temptation of
Christ"), sem bandaríski leikstjór-
inn Martin Scorsese hefur gert eft-
ir samnefndri bók gríska rithöfund-
* arins Nikos Kazantzakis, frá 1955.
Aðeins eitt kvikmyndahús í París
vildi sýna myndina. Hún var alfarið
bönnuð í ísrael. í Bandaríkjunum
reis kröftug mótmælaalda hægri
sinnaðra kristinna manna gegn
myndinni áður en hún var frumsýnd
með bókstafstrúarmenn og sjón-
varpstrúboða á borð við Jerry Fal-
well í fararbroddi og margar kvik-
myndahúsakeðjur neituðu að sýna
hana. Myndin verður sýnd í Laugar-
ásbíói í næstu viku og bíóstjórinn,
Grétar Hjartarson, hefur ekki farið
varhluta af andstöðu við myndina
hér heimafyrir, en hún verður bönn-
uð bömum innan 16 ára.
„Það hafa ýmsir aðilar haft sam-
, band við mig og beðið mig um að
sýna ekki myndina," sagði Grétar
í stuttu símtali. „En allir eiga það
sameiginlegt að hafa ekki séð hana.
Ég hef svarað öllum eins: Ég hef
haft umboð fyrir Universal-myndir
í 30 ár og fengi bágt fyrir hjá þeim
ef ég tæki hana ekki til sýninga
auk þess sem einhver annar mundi
örugglega sýna hana ef ég gerði
það ekki.“
Mótmælendurnir vestra og víðar
höfðu heldur ekki séð myndina þeg-
ar deilumar risu hvað hæst. ítalski
leikstjórinn Franco Zeffirelli sagði
hana „skaða ímynd Krists“ og Fal-
well hvatti fólk til að skipta ekki
við MCA-fyrirtækið, eiganda Uni-
versal. Hann sagði ekkert gefa
„Universal rétt til að semja óhróður
um og draga dár að mikilvægustu
persónu mannkynssögunnar". Mán-
uði áður en myndin var frumsýnd
í Bandaríkjunum höfðu andstæð-
ingar hennar sagt hana vera guð-
last, haldið métmælafundi og reynt
að fá hana eyðilagða eða ýtt til
hliðar.
Af hveiju? „Síðasta freistingin"
er ein örfárra trúarmynda sem
Hollywood hefur viljað leggja pen-
inga í á undanfömum áratug. Það
er hægt að hugsa sér fjölda rusþ
mynda sem sannkristnirgætu freft-
ar æst sig yfir en í staðinn er ráð-
ist á þá einu bíómynd sem mögu-
lega getur opnað hjörtu áhorfenda
fyrir kenningum Jesú, segir í viku-
ritinu Newsweek. Því er þó ekki
að neita að lýsingin sem gefin er á
guðssyninúrff' er talsvert djörf og
Á KROSSINUM
Satan freistar Jesú með lífl hins
venjulega manns.
í UMDEILDRIMYND
ár að klára hana! Ég tók hana oft
upp og lagði hana oft frá mér, las
hana aftur og lét hið fallega tungu-
mál hennar fanga mig,“ segir leik-
stjórinn þegar hann rekur tilurð
myndarinnar. „Ég las megnið af
bókinni eftir „Taxi Driver" (1976)
og lauk svo við hana þegar ég heim-
sótti Taviani-bræður þar sem þeir
voru að kvikmynda Engin í október
1978. Og þar rann það upp fyrir
mér að sagan væri fyrir mig. Ég
hafði oft velt því fyrir mér að gera
heimildamynd um guj)spjöllin — en
Pasolini gerði það. Paul (Schrader)
gerði fyrstu tvö uppköstin að hand-
ritinu og Paramount sá um fjár-
stuðninginn."
Síðan líður og bíður til 1983 þeg-
ar Paramount ætlaði að setja mynd-
ina í framleiðslu. Kostnaðaráætlun-
in er komin upp í 12 milljónir svo
13 og loks 16 og „við ætlum að
taka myndina í Israel í eins og
hálfs dags flugferð frá Hollywood
ef eitthvað fer úrskeiðis og þeir eru
ekkert sérstaklega hrifnir af leik-
aravalinu — þeir geta samþykkt
Aidan Quinn í hlutverk Jesú en
þeir voru ekki í rónni með aðra.
Þá bytjuðu mótmælin og ein kvik-
myndahúsakeðjan tilkynnti að hún
mundi neita að sýna myndina. Ef
þú ert með mynd sem orðin er býsna
dýr og þú ert ekki viss um að gefí
af sér pening og þú getur ekki sýnt
hana í mörgum bíóhúsum og trúar-
hópar eru með mótmæli . . .
Svo þeir hættu við. Menningar-
málaráðherra Frakklands, Jack
Lang, reyndi að Qármagna myndina
með opinberu fé en andstaðan við
það var mikil. Umboðsmaðurinn
minn hélt verkefninu stöðugt að
kvikmyndaverunum, hann hélt hug-
myndinni á lífi og hélt von minni á
lífi í þijú ár.“ Og árið 1987 náði
Scorsese samningum við Universal.
Myndin var gerð fyrir litlar sex og
hálfa milljón dollara (einn þriðji af
því sem Stallone fékk fyrir Rambó
III) og sagt hefur verið að ef eng-
inn hefði sagt neitt hefði myndin
fengið takmarkaða deifingu sem
listaverk og líklega farið hljóðlega
framhjá fólki. En eins og oft vill
verða sáu mótmælin um að vekja
á henni verðskuldaða athygli.
„Síðasta freistingin“ er löng
mynd, tveir tímar og 40 mínútur,
og mjög alvarlegt, einkar persónu-
legt og fallegt, sannarlega óvenju-
legt og í lokin afar áhrifamikið
kvikmyndaverk. Hún getur aðeins
verið til góðs og ef eitthvað þá er
hún kærkomin þeim sem vilja og
þora að velta fyrir sér spuming—
unni„Hver var Jesú?“ á fordóma-
lausan, einlægan hátt. Eða eins og
Grétar Hjartarson segir: „Hún hef-
ur ekki önnur áhrif en þau að mað-
ur hugsar meira um Krist og kristna
trú á eftir.“
Þá er það fullkomnað, gæti Scor-
sese sagt.
Heimildir: Film Comment, Newsweek,
The New York Times, Time.
þar liggur hundurinn grafinn. Hin
dramatíska spenna liggur í tvö-
feldni Krists — hann er bæði maður
og Guð — og þeirri innri baráttu
sem skapast af því. Eins og Willem
Dafoe leikur hann í myndinni er
Jesús fullur efasemda og veikur
fyrir hverskonar mannlegum freist-
ingum — stolti, reiði, losta, völdum.
Kannski ekkert óvenjulegt við það,
í kristinni guðfræði er litið á Jesúm
sem bæði mann og Guð. En eins
og Kazantzakis skapaði hann og
Scorsese framfylgir í myndinni er
Jesú í upphafí veikgeðja samverka-
maður Rómveija sem smíðar fyrir
þá krossa er uppreisnarmenn gyð-
inga eru negldir á. Seinna verður
hann leiðtogi lítils hóps manna en
er tvígstígandi og óviss um boðskap
sinn og hlutverk. „Ég er lygari, ég
er hræsnari. Ég óttast allt . . .
Lúsifer er inní mér.“ Hann fær sinn
besta vin, Júdas, til að svíkja sig
svo vilji Guðs nái fram að ganga
og á krossmum kemur til hans eng-
ill sem býður honum síðustu freist-
inguna: afneitaðu krossfestingunni
í skiptum fyrir venjulegt líf, fjöl-
skyldu og heimili og dauða í elli. Í
löngu draumaatriði, sem er síðasti
og umdeildasti hluti myndarinnar,
stígur Jesús af krossinum, kvænist
Maríu Magdalenu (Barbara Hersh-
ey), kemur upp fjölskyldu og verður
gamall. í þessum lokakafla er hann
sýndur í samförum með Maríu
Magdalenu en eftir að hún deyr
kvænist hann Maríu systur Lazar-
usar og drýgir hór með Mörtu syst-
ur hennar. A dánarbeðinu vitja hans
lærisveinarnir og í ljós kemur að
engillinn er Satan sjálfur. Jesú
bægir frá sér hinni síðustu freist-
ingu en kýs að mæta örlögum sínum
á Golgata og bæta fyrir syndir
mannanna með dauða sínum.
„Hann er Guð,“ segir leikstjórinn
Martin Scorsese um Jesúm. „Hann
lifír ekki í blekkingu. Ég held að
Kazantzakis hafi séð það. Ég held
að myndin segi það og ég veit að
ég trúi því.“ Scorsese er rómversk
kaþólskur, var altarisdrengur og
vildi einu sinni verða prestur og
fyrir hann er myndin enginn leikur
heldur mjög alvarlegt og persónu-
legt kvikmyndaverk. Leikkonan
Barbara Hershey gaf honum bók
Kazantzakis árið 1972 og frá þeirri
stundu að hann las hana hefur hann
haft bíómyndina í huga. Jesús Kaz-
antzakis, segir hann, er bæði mann-
legur og guðlegur í takt við kristin-
fræðina en það sem kveikti áhuga
Scorsese á sögu Grikkjans var að
„hinn mannlegi þáttur í Jesú átti í
erfiðleikum með að sætta sig við
hinn guðlega þátt.“
Las Scorsese söguna strax og sá
um leið að hann yrði að gera mynd
eftir henni? „Nei! Það tók mig sex
Hershey í hlutverki Maríu
Magdalenu og Scorsese, en
Hershey gaf leikstjóranum
bók Kazantzakis fyrir 16
árum.