Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 25

Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 C 25 SVIÐIN JÖRÐ: Bændumir brenna skópginn - og ógna heimsbyggðinni. Brennuvargarnir í Brasilíu: Sjálfri tilveru okkarerógnað Jose Samey, forseti Brazilíu, skýrði í síðasta mánuði frá nýjum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í umhverfísverndarmálum. Varða þær aðallega regnskógana á Amazon-svæðinu en vísindamenn víða um heim eru nú að komast á þá skoðun, að þeir séu ein mikilvæg- asta undirstaða andrúmsloftsins og alls loftslagskerfís jarðarinnar. * Aundanförnum árum hefur gríðarmiklum skógarflæmum verið eytt til að auðvelda þar naut- griparækt og annan landbúnað og einnig vegna ásóknar manna í harð- viðinn, einkum mahóní. Af þeim sökum hefur yfirlýsingu Brazilíu- stjórnar verið vel tekið en margir vísindamenn óttast, að fyrirhugaðar ráðstafanir séu bæði ófullnægjandi og of seint á ferðinni. Brazilískir vísindamenn hafa áætlað, að á síðasta ári hafi skógur á nærri 200.000 ferkm verið brenndur til grunna en þetta svæði svarar nokkum veginn til alls Vest- ur-Þýskalands og er tæplega tvö- falt flatarmál íslands. A um 40% þessa lands var ósnertur fmmskóg- ur. Þá bendir flest til, að á þessu ári hafi eldurinn verið látinn eyða ennþá stærra svæði. Ef þessu held- ur áfram verður Amazon-skógur- inn, mesti frumskógur, sem enn finnst á jörðinni, með öllu horfinn um aldamótin. Talið er, að á Amazon-svæðinu megi finna tíunda hluta allra plöntu-, skordýra- og dýrategunda á jörðinni. Sumar þeirra hafa ekki enn verið rannsakaðar til hlítar og aðrar em jafnvel ófundnar. Skógar- eyðingin hefur hins vegar það í för með sér, að einhveijar tegundanna verða aldauða áður en þær komast á skrá. Þetta er þó ekki eina áhyggjuefn- ið. Eldurinn og reykurinn frá frá honum eiga sök á tíunda hluta koltvísýringsmengunarinnar í and- rúmsloftinu en hún er aftur talin valda hærra hitastigi um allan heim vegna svokallaðra „gróðurhúsa- áhrifa". Aðrar lofttegundir, aðal- lega metan og köfnunarefnissýrl- ingur, stíga hátt upp í himinhvolfið og berast síðan í átt til suður- heimskautsins. Er það hald margra, að til þessa megi meðal annars rekja eyðingu ósonlagsins, sem verndar allt líf á jörðinni. Jose Lutzenberger, einn kunnasti vísihda- og vistfræðingur í Brazilíu, var ekki myrkur í máli í viðtali, sem átt var við hann nýlega: „Ef við eyðum Amazon-skógunum, höfum við eyðilagt andrúmsloftið á jörð- innj.“ Á síðasta áratug áttu ýmsar al- þjóðlegar fjármálastofnanir, til dæmis Alþjóðabankinn, sinn þátt í að hrinda eyðingunni af stað. Það vom þær, sem fjármögnuðu þær áætlanir Brazilíustjórnar að ryðja Amazon-skógana og breyta þeim í mesta nautgriparæktarland í heimi. Jafnvel á þeim tíma töldu margir sérfræðingar þessa áætlun vera hættulega og út í hött en herstjórn- in, sem þá var við völd í Brazilíu, og Alþjóðabankinn skelltu skolla- eyrum við öllum varnaðarorðum. Afleiðingin er einmitt sú, sem vistfræðingarnir höfðu spáð: Vist- fræðilegt stórslys, sem haft getur alvarleg áhrif um allan heim. í Norður-Ameríku og í Evrópu hefur áhugi manna á aukinni um- hverfisvemd stóraukist á síðari ámm og vegna þess hefur Alþjóða- bankinn mikið dregið úr stuðningi sínum við áætlanir brazilísku stjórnarinnar. Á nýafstöðnum fundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Vestur-Berlín kom það berlega í ljós, að bankinn vill nú koma í veg fyrir frekari eyðingu Amazon-skóganna og mun trúlega setja það sem skilyrði fyrir lán- veitingum til Brazilíu. . medölhi FLORIDAFERÐ I SKAMMDEGINU 0112 Flug til Orlando 0112, þar sem tekið er á móti hópnum og ekið á Hótel Floridian þar sem dvalið verður í 3 nætur. 0212 Akstur til Disney-World og aðgangur að þessum einstaka skemmtigarði. Um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður. A 0 | A Akstur að Sea World þar sem gefst tæki- U J 1 d! færi til að njóta fjölda skemmtiatriða. Um kvöldið er akstur að Church Street Station og kvöldinu eitt í anda villta vestursins. Mt A Akstur til St. Petersburg Beach þar s,em gist verður á Beachcombers í 7 nætur. Akstur til Orlando og flug heim. ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS KR. 1112 39.920 EINSTAKT TÆKIFÆRI SEM EKKI BÝÐST AFTUR RAM5 HAMRABORG1-3,200 KOPAVOGUR Travel sími 641522 Fujcle,d,r frá kl. 1 3-1 ~7 í dag / GJAFA VÖR UDEILD HEIMILISHÚSGAGNADEILD HABITAT ,sunnudag, Við kynnum stórkostlegt vöruval þar sem saman fer - góð hönnun - mikil gæði - „hagstætt verð“ Kaffi á könnunni KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. Laugavegi 13 - Sími 625870

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.