Morgunblaðið - 13.11.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 13.11.1988, Síða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 T cArur eftir Elínu Pálmadóttur Að vera eða gera í pólitík Sumir stjórnmálamenn vilja vera, aðrir gera, er haft eftir þeim margreynda stjórnmála- manni, sem kallaður er faðir Evrópu. Slíkt kemur kannski best í ljós í pólitísku starfi — þ.e. úr nálægð. í bláma fjarlægð- arinnar eru þeir fyrrnefndu þó engu ábúðarminni. Yfir þetta eru til orð í erlendum málum, „show-man-ship“ á ensku, að ^ kunna til sýniverka, og mörg orð af þvi ieidd. Líklega stafar það af því hve íslendingar kunnu lengi lítt til verka í „sjóbisness“ að orðs er á íslensku vant. Til að komast hjá löngum útskýr- ingum í hvert sinn — sem minnkað dálkarými Gáranna leyfir illa — verður af illri nauð- syn — og upp á æru og trú aldr- ei aftur — notast við islenska orðskrípið „sjófólk" um þess- háttar þjálfað fagfólk. Fyrir nokkrum árum kom til þings Hjördís Hjörleifsdóttir af fjörðum vestur. Hún steig i pontu og lýsti furðu sinni á vinnubrögðum á þessum nýja vinnustað, sem kom henni fyrir sjónir sem „leikhúsið við Aust- urvöll“. Af einhverjum ástæðum varð heitið fleygt. Vísast var Hjördís ekki nægilega lengi á þingi til að koma auga á þá þing- menn sem gera mikið. Enda varaþingmaður, og þeir sitja að- eins í tvær vikur á þingfundum fjóra daga í viku. Á skyldleikatengsl leikhú- sanna var aftur minnt við þing- setningu á þessu hausti, þegar aldursforseti þingsins las upp bréf frá þingkonu um að hún gæti ekki tekið sáeti á vinnustað sínum, Alþingi, „sakir mikilla anna“ við aðra leiksýningu, í Þjóðleikhúsinu, eins og alþjóð vissi af blaðafréttum. Kannski ekkert nýtt að ráða sig til ann- arrar vinnu yfir þingtímann, þótt ekki hafi því verið sjón- varpað svona framan í almenn- ing í landinu. Að ráðnir þing- menn telja sig ekki endilega eiga að vera á þingstað yfir þing- tímann kom raunar fram þegar nýr þingforseti, Guðrún Helga- dóttir, lét snarlega taka saman skýrslu þar sem fram kemur að þingmenn og varaþingmenn hafa verið eins og jó-jó út og inn af síðasta Alþingi. 56 sinnum komu 42 varaþingmenn inn í hálfan mánuð á 215 daga þingtímabili. Allt upp í fjórðung- ur þings í einu nýtt fólk og óvant löggjafarstarfi. Hafa varla náð að gera meira en flytja svokall- aðar „jómfrúrræður", sem ekki er svo hægt að fylgja eftir í nefndum og atkvæðagreiðslum, en ganga þó fyrir öðrum ræðum um málefni í vinnslu! Kannski 42 jómfrúrræður? Og hún Guðrún ætlar ekki að stjórna svona þingi í vet- ur! Það gleður kvenhjartað að það skuli vera kona, sem tekur svo rösklega á því að halda skráðu heimilisfólki á þingi að verki. Telur ekki nægja að einhver sitji í þingsætinu og standi í pontu, að ræða eitthvað allt annað en er á dagskrá. Raunar líka að það skuli vera eini kvenráðherrann í stjórn- inni, Jóhanna Sigurðardóttir, sem aldrei kallaði inn vara- mann vegna fjarvista, þótt ráð- herrar hafi manna mest löglegar ástæður til fjarveru. Sá lúmski grunur hafði um skeið ónáðað, að konur væru, i ákafa sínum að koma sér á framfæri, farnar að leggja meira kapp á að vera í sviðsljósinu en gera gagn. Ýmis teikn á lofti. Illt í efni ef hinar dýrmætu forsendur, margnefndur „reynsluheimur kvenna“, skyldi nú helst lýsa sér í því sem kallað er „sjó“, sýni- mennska. Að vísu hafa dans- og sýningarstörf löngum verið kvennastörf, en varla skilar sá arfur sér svo sterkt í reynslu- heiminum, eða hvað? Dálæti á uppákomum og sjói allskonar virtist þó óneitanlega orðið nokkuð áberandi i pólitísku starfi sérkvennahópa. Svo og áherslan á orðstir sem sérfyrir- brigði í útlöndum. Kemur svo ekki í ljós að þessi skrifari er ekki einn um svo skammarlegan grun. í aðalræðu á þingi Kvennalistans sl. helgi segir Kristin Ástgeirsdóttir, að vegna fjölda boðsferða til út- landa, þátttöku í kvennaráð- stefnunni í Osló og viðtala við erlend blöð hafi kvennalista- konur ekki haft tíma til að búa sig undir fyrirsjáanlega stjórn- arkreppu og stjórnarmyndun á haustmánuðum. Og þingkonan Kristín Halldórsdóttir telur það sannferðuga mynd. Á þessum fundi kemur svo fram sem markvisst mótuð pólitísk stefna að sem allra flestar konur kom- ist inn á þing í hálfan mánuð til að æfa sig. Forgangsverkefnið að vera skammtímaþingmaður. Skyldi ekki seta á þingflokks- fundum í svo sem eins og eitt kjörtímabil veita varaþingmaði haldbetri innsýn i mál og vinnu- brögð þingsins en ein tveggja vikna viðdvöl í þingsölum? Þjálf- un í fundarsköpum og ræðu- mennsku má svo fá í náms- flokkum, tómstundaskólum og í félagsstarfi með tilheyrandi áheyrendum. Mætti kannski gera eins og Sameinuðu þjóðirnar, sem láta alla utanríkisráðherra aðildar- landanna koma fyrst til alls- herjarþingsins og halda í bunu ræðurnar sinar fyrir tómum sal, - enda vel flestar ætlaðar til heimabrúks. Tekur fyrstu vik- una af þinghaldinu. Að henni lokinni koma svo sendinefnd- irnar og taka til starfa við heimsmálin. Kannski lausn að taka fyrstu tíu dagana í október undir æfinganámskeið fyrir varaþingmenn í þinghúsinu!. MYNDAMÓT HF BIFREIÐAUTBOÐ nk. þridjudag. SALA VARNARLIÐSEIGNA. BELDRAY STRAUBQRÐIN ERU LÉTT OG MEÐFÆRILEG Qg stmdmt krðjw' um góðu uðstúðu fyrir þig @g stmujémið Pmnig eiga gáð stmuimrð uð wm iC Viterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamióill! Bangkok og Pattaya. Söguleg ferð fyrir hagstætt verð. Hér kynnist þú austrænni menningu og lífsstíl, býrð á 1. flokks hótelum og nýtur lífsins á sólarströnd Pattaya. íslenskur fararstjóri. Brottfarir: 17. nóvember, 20. janú- ar, 16. febrúar, 16. febrúar og 24. mars. Hafðu samband strax í dag. Við veitum góða þjónustu - alla leið. FERÐASKRIFSTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.