Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 30

Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 30
30 C MORGUNBLAÐE) MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 LEIKLISTÆr Shakespearebylgja á Islandif VUhjáhnur aldrei rinsæUi Allir sem komnir eru örlítið til vits og ára hafa komið sér upp ákveðinni hugmynd um verk Vilhjálms Shakespeares. Leiðinlegur - skemmtilegur, fyrir mig - ekki fyrir mig, menningarlegur - uppskrúfaður, einfaldur - flókinn og svo framvegis og svo framvegis. Og oftast eru þessar hugmyndir byggðar á skoðun annarra, því fæstir hafa gefið verkum Shakespeares tækifæri og kynnt sér þau af eigin raun. Nú gefst einstætt tækifæri til þess þrisvar á ári, næstu 12 árin eða svo. Hvernig má það vera? Jú, þriðja Shakespeareleikrit ársins, Ríkharður II, verður á dagskrá Ríkissjónvarpsins þann 28. þessa mánaðar. Þá eru eftir til sýninga aðeins / 34 leikrit úr þessari upptöku- röð sem breska ríkissjónvarpið BBC lét gera á árunum 1978- 1985. íslenska sjónvarpið ætlar sér að sýna þijú leikrit á ári svo þessi pakki end- ist til aldamóta. ,A nýársdag var boðið upp á Rómeó og Júlíu, um páskana var það Sem yður þókn- ast og núna Ríkharður II. I jan- úar heldur króníkan um feðgana Hinrik IV og son hans Hal (Hin- rik V) áfram, en Ríkharður II markar upphafið á þessari 4ra alda gömlu „miniseríu". Það má alveg hrósa Ríkissjón- varpinu fyrir að hafa keypt þessar upptökur til sýninga því þetta er efni sem flokkast tæpast sem skemmti- og afþreyingarefni hreinræktað. Með öðrum orðum þettaer „menningarefni" sem í hugum margra er orð með nei- kvætt yfirbragð og margir taka sér jaftivel í munn sem hreint eftir Hávor Siguriónsson Hamlet á móðurmállnu f tvennum skllnlngi. Derek Jacobi fór með hlutverkið fyrir BBC og Þröstur Leó Gunnarsson gerir Hamlet skil þessa dagana í Iðnó. skammaryrði og er þeim nægilegt tilefni til að skipta yfir á aðra stöð. En Ríkissjónvarpið er ekki eitt um það í vetur að sýna okkur verk Shakespeares, því sé litið til leikhúsanna kemur í ljós að í vet- ur eru þrjú verk þess gamla á fjöl- unum, Hamlet í Iðnó og Ofviðrið eftir áramótin í Þjóðleikhúsinu. Og í Firðinum æfir leikfélag Hafn- arfjarðar Allt í misgripum. Þá er skemmst að minnast sýningar Nemendaleikhússins á Þrettánda- kvöldi og þar á undan sýningu LR á Draumi á Jónsmessunótt. Ekki löngu þar áður var Ríkharð- ur III á ijölum Þjóðleikhússins. Sé þetta allt lagt saman má sem best spyija hvort ekki ríki Sha- kespeare-æði á íslandi því efast má um að nokkur annar höfund- ur, innlendur eða erlendur, lifandi eða dauður - Pinter sjálfur með- talinn - hafi fengið jaftimörg verk eftir sig flutt á sama tímabili eða öðru jafnlöngu. Hvorki meira né minna en sex verk eftir Vilhjálm Shakespeare bjóðast íslenskum sjónvarps- og leikhúsáhorfendum frá og með 28. nóvember og til vors. Þetta getur ekki flokkast undir neitt annað en hreina bijál- un. Aðeins tvær uppfærslur á verkum Harolds Pinter í fyrravet- ur fengu fjölmiðla til að kalla fyr- irbærið „æði“. Samt verður ekki séð að fólk almennt sé með Sha- kespeare á heilanum. Hvað veld- ur? Því má svo loks við bæta að allar upptökur BBC á leikritum Shakespeares eru til sölu á mynd- böndum hjá Ríkissjónvarpinu. Þessar útgáfur eru sérstaklega ætlaðar sem kennslu- og fræðslu- efni. Hér er kjörið tækifæri fyrir framhaldsskóla og bókasöfn - og alla aðra sem málið varðar - að kaupa þetta efni til kennslu og útlána. Slíkt myndi hugsanlega gera skólafólk og almenning handgengnara verkum Shakespe- ares og er það ekki nema sjálf- sagt, því hér stefnir í linnulaust „Shakespeare-æði“ allt til alda- móta. m „AÐSYNASIGOGSJAAÐRA" I myrkri og misjöfnum veðrum vetrarmánaðanna er góður Ijósabúnaður mikilvægt öryggistæki. Fullkominn Ijósabúnaður tryggir ökumanni gott útsýni og eykurþanng öryggi hans og annarra vegfarenda. Mörgum bileigendum þykir einnig til bóta að Ijóskerin prýði útlit bilsins. RING aukaljóskerin skila þessu tvlþætta hlutverki vel. Þau eru með sterkum halogen perum sem lýsa betur en hefðbundnar glóþráðaperur. RING aukaljóskerin fást i mörgum stærðum og gerðum, bæði með guiu og hvítu gleri og leiðbeiningar á ísiensku tryggja auðvelda ásetningu. Þeir bílaeigendur, sem kjósa öryggi samfara góðu útliti, ættu að koma viö á næstu bensínstöð Skeljungs og kynna sér nánar kosti RING aukaljóskeranna. SÍGILD TÖNLIST/Cxcislamynd- diskar þad sem koma skalf Sjón er sögu ríkori Ný tækni, sem sameinar myndbönd og geisladiska hefúr nú séð dagsins ljós. Polygram-samsteypan svonefhda, sem samanstendur af stórfyrirtækjunum Deutsche Grammaphone, Philips og Decca, hefúr undanfarin tvö ár boðað tilkomu þessarar tækni, sem erlendis er kölluð CD Video, eða geislamynddiskar og nú hafa komið á markað fyrstu kynningardiskarnir, þar á meðal hátt á annan tug verka úr sígildri tónlist, óperum og ballettum. Of snemmt er þó að segja fyrir um hvort þessi nýja tækni eigi eftir að taka við af þeim hefðbundnu hljómflutningstækjum sem fyrir eru, en óneitanlega hlýtur það að vera mikil kostur að geta séð flutning verkanna og notið um leið hinna fúllkomnu hljómgæða, sem geisladiskar bjóða uppá. Af þeim kynningareintökum með sígildri tónlist sem út eru komin eru tveir ballettar: Svana- vatnið eftir Tsjajkovskij með Ru- dolph Nureyef og Margot Fonteyn í aðalhlutverkum ásamt hallett- flokki Vínarópe- runnar og Gisella eftir Adolf Adam í flutningi Americ- an Ballet Theatre með Carla Fracci og Erik Bruhn í aðalhlutverkum. Báðar þessar upptökur eru frá frá sjöunda áratugnum. Sex óperur eru komnar út á geislamynddiskum. Otello eftir Verdi, upptaka frá árinu 1974, und- ir stjóm Herberts von Karajan, með Jon Vicers í titilhlutverki og Mirellu Freni í aðalkvenhlut- verki. Karajan kemur éinnig við sögu í La Bohéme eftir Puccini, sem hljóðritað var á Scala árið 1967 með Freni í einu af aðalhlutverkunum. í Cavalleria Rusticana eftir Mascagni og I Pagliacci eftir Leoncavallo er Placido Dom- ingo með aðalhlutverk ásamt fleiri stórsöngvurum, og eru báðar Scala-uppfærslur frá árinu 1982. Aðra ópemr sem fá má á geisla- mynddiskum em Elektra eftir Strauss frá árinu 1982 undir stjórn Karls Böhm og Tosca eftir Puccini frá árinu 1976 undir stjóm Bmno Bartoletti með Domingo í einu af aðalhlutverkunum. Loks má nefna útgáfu á nokkmm þekktum verkum sígildrar tónlistar, svo sem píanókonserta eftir Chopin, Grieg og Saint-Saéns í flutningi Arthurs Rubinstein með Andre Pre- vin og Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Önnur sinfónía Mahlers er ennfrem- ur komin á geislamynddisk, með Sheilu Armstrong, Dame Janet Baker, Lundúnarsinfóníunni og kór undir stjórn Leonard Bemsteins. Auk þess má nefna píanókonserta númer 19 og 23 eftir Moz- art, Brandenburgarkonserta Bachs og Ungverskan dans númer 1 eftir Brahms í flutn- ingi valinkunnra listamanna. Til að nýta sér hina nýju tækni þurfa menn að verða sér úti um sérstakt viðtæki, sem tengt er við sjónvarpið, en hvað hljóðið varðar má

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.