Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 32
32 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
Jörð í Húnavatnssýslu
Til sölu Efra Vatnshorn, Vestur-Húna-
vatnssýslu, fæst með lítilli útborgun eða
í skiptum fyrir eign á Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar gefur Magnús Leopoldsson,
Fasteignamiðstöðinni, sími 622030.
UNIX NOTENDUR
Lítið notuð HP 9000 - 330 til sölu.
Upplýsingarveittar í síma 13637.
Góð j ólagj öf
Fallegt hvítt damasksett, einnig úrval af sængurverasettum
í bamastærðum (3 stærðir). Stöku hvítu koddaverin komin.
Póstsendum:
Fídó/Smáskór
Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstig 1,
sími26010-21780.
Fósturheimili
Fósturheimili óskast fyrir tíu ára heimilislausan dreng. Æski-
legt er að heimilið sé í Reykjavík eða nágrenni, en það er
ekki skilyrði.
Fósturheimilið þarf að hafa reynslu af börnum og vera barn-
laust.
Nánari upplýsingar gefur Áslaug Ólafsdóttir, félagsráðgjafi,
Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í síma 91-685911
kl. 9-12 alla virka daga.
Getraunir
Týrarar á meginlandinu
Félagsnúmer okkar er 901.
Styðjið okkur í starfi.
Knattspyrnufélagið Týr
$6
HÁSKÓLI ÍSLANDS
ENDURMENNTUNARNEFND
FISKVEIÐISTJÓRNUN 0G FISKHAGFRÆÐI
Þátttakendur:
Námskeiðið er einkum ætlað starfsmönnum hins opinbera og
hagsmunasamtaka sem fást við málefni sjávarútvegs eða hafa
á þeim áhuga. Stefnt verður að því að fólk sem ekki hefur
undirstöðumenntun í hagfræði eða viöskiptafræði geti haft gagn
af námskeiðinu, en slík undirstöðumenntun mun þó auðvelda
þátttakendum að fylgjast með námskeiðinu.
Efni:
- Hve mikið á að veiða úr fiskistofnunum á hverjum tíma og
hvemig ræðst þetta af hagrænum þáttum eins og vöxtum, afla-
kostnaði og áhrifum stofnstærðar á hann?
- Hvert er hlutverk hins opinbera í að ná besta veiðimagni á
hverjum tíma?
- Hvaða aðferðum má beita til að ná sem hagkvæmustum fisk-
veiðum?
Fjallað verður um hömlur á stærð og notkun skipa og veiðar-
færa, veiðileyfi, aflakvóta og skattlagningu veiða og/eða lan-
daðs afla.
- Samanburður á stjómunaraðferðum í ýmsum löndum.
Leiðbeinendur:
Rögnvaldur Hannesson,
prófessor Norges Handels-
höjskole Bergen og Ragnar
Ámason dósent H.í.
-Tími og verð:
21.-23. nóvember kl. 13.00-18.00.
Þátttökugjald: 8.500,-
Skráning fer fram á aðalskrifstofu H.í, sími 694306.
Rögnvaidur
BÓKMENNTIR/Avrí vegna heillar smásagan rithöf-
unda — og lesendur?
Usthins
meitlaÖa
Smásögur eru bókmenntir sem
flestum okkar fínnst þægi-
legt að lesa. Kannski vegna þess
að ( amstri daganna eigum við
ekki langar stundir til að loka
okkur af og
safna saman ót-
eljandi þráðum
flókinna skáld-
sagna. Kannski
vegna þess að í
smásögum er
söguefnið sam-
þjappað; það er
ekki pláss fyrir
málalengingar og allt sem skrifað
er á milli línanna getum við brot-
ið heilann um við hversdagsle-
gustu störf. Við þurfum ekki að
flýta okkur að sinna skylduverk-
unum til að lesa framhaldið, held-
ur semjum það sjálf, fyrir okkur,
líka það sem er ósagt í texta
smásagnanna.
En smásagan er ekki afþrey-
ingarbókmenntir, nema hún sé
skrifuð sem slík. Smásagan lýtur
sínum eigin lögmálum, rétt eins
og önnur bókmenntaverk; hún er
að ýmsu leyti líkari leikriti og ljóði
heldur en skáldsögu. Hún þarf
ekki að hafa upphaf, endi og
miðju. Hún birtir enga þróun, en
Agnar Þórðarson NjörAur P.Njarðvík
- smásagan er náskyld - þýðir ekki að láta móðan
leikritinu. . mása.
séu af „sitt hvoru tagi;“ allt sögur
úr nútímanum. Um það hvað heill-
ar hann við smásagnaformið segir
Agnar: „Það er knappt í formi og
laust við allar málalengingar og
það má segja að smásögur séu
náskyldar leikritinu."
Njörður P. Njarðvík segir um
sínar smásögur: „Bókin er eigin-
lega mitt á milli smásagna og
skáldsögu. Þetta eru fjórtán atvik
úr lífí drengs; flórtán sögur sem
hver og ein getur staðið sjálf-
stætt, um leið og allar sögumar
flalla um sama drenginn. En hver
saga lýtur lögmálum smásögunn-
ar.“ Spumingunni um hvað heilli
hann við smásagnaformið svarar
Njörðun „Það er krafa hins hnit-
miðaða forms. Það þýðir ekkert
að láta móðan mása. Orðaval
verður að vera hnitmiðað og er
því meira .( ætt við ljóð. Maður
verður að draga upp andrúmsloftt
sögunnar á annan hátt heldur en
í skáldsögu, þar sem höfundur
hefur langan og mikinn texta til
slíks."
er frekar mynd í nútíð af ein-
hveiju afhjúpandi atviki. Eins og
leikritið em persónur afhjúpaðar
í smásögunni, fremur en þróaðar.
Smásagan birtir engar lausnir og
skilur mikið eftir hjá lesandanum..
A jólabókamarkaðinum að
þessu sinni er mér kunnugt um
ijögur smásagnasöfn: „Sáð í
sandinn," eftir Agnar Þórðarson,
„Maðurinn er myndavél,“ eftir
Guðberg Bergsson, „Bréfbáta-
rigningin,“ eftir Gyrði Elíasson
og „I flæðarmálinu," eftir Njörð
P. Njarðvík.
Segja má að Guðbergur sé í
sínu safni að fjalla um sambands-
leysið milli langana mannsins og
umhverfisins. Hann hefur gefið
út nokkur smásagnasöfn áður og
er því á heimaslóðum. Hinir þrír,
Agnar, Gyrðir og Njörður eru að
senda frá sér sín fyrstu smá-
sagnasöfn.
Agnar Þórðarson, er betur
þekktur sem leikritahöfundur og
aðspurður um efni smásagna-
safnsins segir hann að sögumar
D/EGURTÓNLIST//í,r/V/ slá í gegn í ár?
Barátta Valgdrs
ogBjartmars
Likt og með bækur eru jólin aðal sölutimi hljómplatna, hvort sem
menn vilja sætta sig við þá staðreynd eða ekki. Það þýðir það að
flaggskip íslenskra hljómplötuútgefenda gefa út plötur helst fyrir
jólin og bítast svo um það að komast í pakkann.
Valgelr
Guðjónsson - tll
alls líklegur.
BJartmar
Guólaugsson -
sigurvegarlnn?
spá: 7—8.000 eintök. Ótalin er plata
sem gæti átt eftir að gera harða
atlögu að toppsætinu, en það er
plata Eiríks Haukssonar. Þegar
þetta er skrifað er þó óljóst með
útgáfu þeirrar plötu, því gerð henn-
ar hefur tafist svo að eins gæti
farið að ekki næðist að koma henni
út fyrir jól. Þegar i fjórða sætið er
komið verður erfiðara að spá um
söluna, en kandídatar í það eru
Eyjólfur Kristjánsson, Bítlavinafé-
lagið, Síðan skein sól og Geiri Sæm
og Hunangstunglið, spá: 3—4.000
eintök.
Ekki má síðan skilja þennan pist-
il sem gæðamat á nefndum eða
ónefndum plötum, enda er það yfir-
leitt þannig að bestu plötumar að
mati þess sem þetta skrifar seljast
minnst, en það er annað mál.
Asíðasta ári seldust tvær plötur
í stærra upplagi en áðúr voru
dæmi um, Dögun Bubba Morthens
seldist í rúmlega 18.000 eintökum
og í fylgd með fullorðnum Bjart-
mars Guðlaugs-
sonar seldist í um
14.000 eintökum.
Líklega hefur það
ekki komið á óvart
að Bubbi skyldi
vera með sölu-
eftir Árna hæstu Plötu árs'
Matthíasson lns' a-m-k- sá mið-
að við þarsíðustu
plötu hans, Frelsi til sölu, sem seld-
ist í um 15.000 eintökum, en
Bjartmar kom á óvart.
Ekki er hægt að gera því skóna
að annað eins seljist af plötum og
á síðasta ári þó ógjömingur sé að
segja fyrir um það með einhverri
vissu, enda eru ekki öll kurl komin
til grafar með plötuútgáfu ársins.
Hér verður reynt að spá í það hvaða
plötur seljist mest fyrir þessi jól,
en varast ber að taka of mikið
mark á vangaveltum sem þessum,
enda hef ég heyrt mismikið af þess-
um plötum, af sumum eitt eða tvö
lög, en aðrar allar og allt þar á
milli. Sú plata sem höfundur þessa
pistils spáir mestri sölu, um
8—10.000 eintökum, er plata
Bjarmars Guðlaugssonar, sem ætti
að hafa forskot á aðra þá sem senda
frá sér plötur fyrir jólin, a.m.k. sé
miðað við sölu síðasta árs. Hvort
þetta gengur eftir fer vitanlega eft-
ir því hvort á plötunni sé eitthvert
lag sem náð gæti umtalsverðum
vinsældum. Plata Valgeirs er óræð-
ari stærð, því þó Valgeir hafi samið
mörg lög sem náð hafa óhemju vin-
sældum með Stuðmönnum, hefur
honum ekki tekist að hasla sér völl
á eigin spýtur. Það er þó ljóst að
hann hefur ekki minni burði en
Bjartmar til að ná toppsætinu, það
veltur líklegast á einu lagi eða svo,
spá: 7—9.000 eintök. Plötu Bubba
og Megasar er spáð þriðja sætinu,
enda er á þeirri plötu a.m.k. eitt lag
sem líklegt er til verulegra vin-
sælda, þó tónlistin sé kannski full
jassblendin fyrir almennan markað,