Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 33
33 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
KVIKMYNDIR/Vilja íslenskir bíógest-
ir eitthvab annab en amertska fjölda-
framleibslu?
Mánudags-
markaðunnn
stækkar
Frá þvi að mánudagsmyndir Háskólabíós lögðust af, hefur
kvikmyndahúsið Regnboginn verið helsta athvarf áhugamanna um
myndir utan hinnar engilsaxnesku Qöldaframleiðslu, stundum
kallaðar „listrænar" myndir, Þessi hópur fólks var til skamms tima
harla fámennur en nú segist Jón Ragnarsson eigandi Regnbogans
vera farinn að sjá árangur erfiðis síns. „Þessar myndir voru og eru
ekki taldar arðbærar en ég byijaði að sýna þær til að breikka
áhorfendahópinn, skapa nýjan markað. Áhorfendum Qölgar, það er
engin spurning að slikar myndir eru nú á uppleið. Ég hef aldrei
verið með eins margar og góðar myndir og geri mér góðar vonir
um veturinn."
Jón er nýkominn heim frá kvik-
myndamarkaði sem haldinn var
í Mflanó. Þar festi hann kaup á sex
„betri“ myndum til sýninga í vetur;
óperu Puccinis, La Boheme,
sænsk-júgóslav-
nesku myndinni
Manifesto í leik-
stjóm Dusans
Makavejevs,
rússnesku mynd-
inni Iðrun eftir
Tenguiz Aboulad-
ze , þýsk-banda-
rísku gaman-
myndinni Bagdad Café, Jean de
Floretter, margfaldri verðlauna-
mynd franska leikstjórans Claude
Berri og framhald hennar, Manon
des Sources. Auk þeirra á hann
m.a. í pokahominu frönsku mynd-
imar; L’été en pente douce eftir
Gérard Krawczyk og mynd Mireille
Darc; La Barbare, mynd Hollend-
ingsins Dick Maas; Amsterdamned,
sænsku fjölskyldumyndina Elsku
Míó minn, svissnesku myndina Une
flamme dans mon coeur eftir Alain
Tanner og frönsku gamanmyndina
Les ripoux eftir Claudie Zidi.
Myndimar verða um 15-20%
þess, sem sýnt er í Regnboganum.
eftir Urói
Gunnarsdóttur
SkrautfjaArir Regnbogans
Bagdad Café og Jean de Florette eru
meðal þess besta sem Regnboginn
býður upp á í vetur.
Af „betri" myndunum hafa dan-
skar myndir verið hvað vinsælast-
ar. Er þar skemmst að minnast
Flamberede hjerter, sem var sýnd
fyrr á árinu. Þá nefndi Jón samísku
myndina Leiðsögumanninn og
sænsku gamanmyndina Sólarlanda-
ferðina. Töluvert hefur éinnig verið
sýnt af myndum frá Frakklandi og
Þýskalandi.
Jón segir sífellt yngra fólk sækja
myndimar en hingað til hafi sá
hópur verið í eldri kantinum. Sjálfur
segist Jón horfa á allar myndir sem
hann sýni en þessar með sérstakri
ánægju.
Þó myndimar séu ódýrari í innkaup-
um, eru þær hlutfallslega mun dýr-
ari, vegna áhorfendafæðar. Það
hefur einnig tekið .langan tíma að
sannfæra þá sem selja mjmdimar
um hversu lítill hérlendi markaður-
inn sé. Þessvegna em myndirnar
stundum seinna á ferðinni hér.“
Jón stefnir að því að frumsýna
minnst eina þeirra á mánuði. Hann
segir þær yfirleitt ganga verr en
aðrar myndir, þó ein og ein mynd
gangi svo mánuðum skipti í minni
sölum hússins. „Það hefur verið
erfitt að fá fólk á betri myndimar
og erfiðleikum háð að kaupa þær.
Jólakjólarnir komnir
stærðir 80-140. Drengja- ogtelpnafót stærðir 80-104.
Verslunin Snotra
Álfheimum4.
SVISSNESKU
GÆÐAÞVOTTAVÉLINA
OKKAR KÖLLUM VIÐ
BÁRU
i
STÁLBELGUR
ÖFLUG OG STILLANLEG VINDING
16 ÞVÖTTAKERFI
SÉR HITASTILLING
EINFÖLD í NOTKUN
TÖLVUPRÓFUÐ FYRIR AFHENDINGU
(Computer approved)
STERK - SVISSNESK - ÓDÝR
VEGNA HAGST/EÐRAINNKAUPA ER VERÐIÐ AÐEINS
38.211.
stgr.
SAMAVERÐ UM
ALLT LAND
(Sendum ón; cxikakostrxidar)
Vörumarkaöurinn
KRINGLUNNIS. 685440
Rifjum upp minningar úr ferðunum
Tökum myndaalbúmin með.
MALLORKAFARAR1988
Hittumst hress og kát í félagsmiðstöðinni
Bólstaðarhlíð 43 laugardaginn 19. nóv. kl. 16.
Kaffiveitingai
skemmtiatriði á staðiíum.
(ttiowm
FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMAR 28388 - 28580