Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 1
DRAUMAR/is
DÆGURLAGA
FJARBONDANS
6
wm
SUNNUDAGUR
SUNNUDAGUR
11. DESEMBER 1988
BLAÐ
eftir Hjélmar Jónsson
í SÚMAR voru tíu ár liðin
frá því Rainbow Warrior,
þáverandi skip
grænfriðunga, kom
hingað til lands I fyrsta
skipti til þess að berjast
gegn hvalveiðum
íslendinga. Það var ekki
laust við að einhverjir
brostu í kampinn yfir
þessum
draumóramönnum, þegar
þeir hurfu héðan af landi
brott eftir litia
frægðarför. Vera þeirra
hér á miðunum þá hafði
nánast engin áhrif á
veiðarnar. Síðan hefur
samtökunum vaxiðfiskur
um hrygg og fáum er í dag
hlátur í hug. Barátta
þeirra gegn
vísindaveiðunum erfarin
að bera sjáanlegan
árangur og ýmsir telja
grænfriðunga færa um að
ógna alvarlega
viðskiptahagsmunum
okkar. Ennfremur er bent
á að sú hætta sé fyrir
hendi að við fáum á okkur
slæmt orð í
náttúruverndarmálum.
Með því að hvika ekki frá
markaðri stefnu í
vísindaveiðunum séum
við að fórna minni
hagsmunum fyrir meiri.
Aðrir segja að útilokað
sé að láta undan
hótunum. Það sé
fullvalda þjóð ekki
samboðið, né sé hægt að
sjá fyrir endann á þeirri
þróun sem af því kunni
að leiða. Forsenda þess
að við byggjum þetta land
sé sú að við ráðum sjálfir
hvernig við rannsökum
og nýtum auðlindir okkar.
.
ftSSS'?
Morgunblaðið/Rax
Síríus, skip grænfriðunga, úti fyrir Laugarnesi sumarið 1985. Innfellt, grindhvalaveiðar í Færeyjum.
1 \
1 g I '
| 1 k
Meðal margra baráttumála er friðun Antartíku og stöðvun losunar eiturefna í hafíð.