Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 D 3 merkjanleg. Því til sönnunar bendir hann á að útflutningur Norðmanna á físki til Bandaríkjanna hafij)refald- ast á árabilinu 1980-86. Islenskir viðmælendur Morgunblaðsins tóku í sama streng margir hverjir. Náttúru- vernd þessara samtaka væri orðin að atvinnuvegi, sem fjöldi fólks hefði framfæri sitt af. Aðspurður kvaðst Leeburn vera afskaplega ósáttur við ásakanir af þessu tagi. Þær ættu alls ekki við rök að styðjast. Þeir sem störfuðu fyrir samtökjn, nú um 400, gerðu það af hugsjónaástæðum og bæru miklu minna úr býtum, en ef þeir störfuðu annars staðar. Samtökin líktust ef til vill stórfyrirtæki að því leyti að þau störfuðu með árangri og það væri varla hægt að áfellast þau fyrir það. Þetta væri afskaplega óréttmæt ásökun ekki síst með tilliti til þess að íjöldi félaga Greenpeace hætti lífi sínu í starfí fyrir samtökin. Tapað stríð? Leeburn sagði að Greenpeace væri alfarið andvígt hvalveiðum í atvinnu- skyni og það sama gilti um veiðar á öðrum sjávarspendýrum vegna þess að þær hafi alltaf stofnað viðkom- andi dýrategundum í útrýmingar- hættu. Grænfriðungar hafa ekki beitt sér gegn hvalveiðum frum- byggja, en Leeburn sagði að það þyrfti ekki að merkja að þeir legðu blessun sína yfir þær. Vísindaleg rök sem sýna ótvírætt að óhætt sé að nýta hvalastofna án þess að stofna þeim í hættu munu því líklega ekki breyta neinu um af- stöðu þeirra gegn hvalveiðum. Tvo þriðju hluta atkvæða á fundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins þarf til þess að ákveða veiðikvóta og það er ólíklegt að það verði niðurstaðan af fundi ráðsins vorið 1990. Þórður Asgeirsson, fyrrum skrif- stofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins og formaður Alþjóðahvalveiðiráðsins 1978-81, stóð framarlega í eijunum við grænfriðunga á síðasta áratug. Hann segist álíta að barátta okkar fyrir hvalveiðum sé tapað stríð. Á þeim áratug sem hann hafi sótt fundi ráðsins hafi það sveiflast frá því að vera huggulegur klúbbur hvalveiði- þjóða, sem gerði ekkert í verndunar- málum þrátt fyrir ofveiði, yfir í hinar öfgarnar. Ekkert nema algjört hval- veiðibann kom til greina með tilkomu þjóða í ráðið sem áttu engra hags- muna að gæta né höfðu nokkra þekk- ingu á hvölum og hvalveiðum fram að færa. Kanadamenn, sem voru hættir hvalveiðum, hafi séð hvert stefndi og sagt sig úr samtökunum og það hefðum við einnig átt að gera. Bannið hafi verið algjör óþarfi því í raun hafi verið búið að friða þær tegundir sem voru í hættu, eink- um hvalategundir í suðurhöfum. Sama viðhorf kemur fram hjá bresk- um vísindamanni í tímaritinu New Scientist nú í haust. Vísindin höfð að yfírskyni En starfsemi samtaka grænfrið- unga snýst ekki nema að litlu leyti um hvaíveiðar. Þetta eru náttúru- verndarsamtök, sem láta sig varða lífkeðjuna og vistkerfið í heild. Gísli Már Gíslason er prófessor.í vatna- líffræði við Háskóla íslands og á einnig sæti í Náttúruverndarráði. Hann ségir að grænfriðungar hafi unnið geysilega gott starf í mengun- armálum í Evrópu og einnig megi nefna baráttu þeirra gegn kjarnorku- tilraunum. T.a.m. séu þeir með rann- sóknarskip á Rín, sem hafi iðulega gert aðvart um losun eiturefna í ána. Málstaður olckar hvað vísinda- veiðarnar snertir sé ekki góður, enda séu grænfriðungar ekki einir um að skora á okkur að hætta þeim, þó þeir standi þar fremstir í flokki. Með veiðunum höfum við lagt þeim vopn upp í hendurnar, þar sem auðvelt sé að sýna fram á að veiðarnar séu í atvinnuskyni undir yfirskini vísinda, enda hafi verið viðurkennt að til þeirra hafi verið stofnað til að fjár- magna rannsóknirnar. Veiðarnar séu ekki stundaðar til sýnatöku, þar sem einungis fullvaxin dýr innan ákveð- innar fjarlægðar frá hvalstöðinni séu veidd. Auðvelt hefði verið að fjár- magna rannsóknirnar með öðrum hætti, til dæmis með skattlagningu á veiðarnar síðustu árin fyrir bann. Gísli segir að virt náttúruverndar- samtök á borð við Alþjóðanáttúru- verndarráðið (IUCN) og World Wild- lile Fund hal'i skorað á okkur að IÐUNNARBÓK E R GÓÐ BÓK GARÐAR SVERRISSON BÝR ÍSLEHGUR BÝR í SLEMNGUR HÉR? Sagan af kaupmannssyninum úr Reykjavík sem fullur bjartsýni heldur út í heim til að afla sér menutunar en er svikinn í hendur Gestapo og sendur í útrýmingar- búðir nasista í Þýskalandi. Býr íslendingur hér? er óvenju áhrifamikil frásögn af þeim umskiptum seni verða í lífi ungs Reykvíkings, Leifs Muller, sem elst upp í vernduðu umhverfi heima á Stýrimannastíg 15 en lendir síðan í einhverri mestu þolraun sem íslend- ingur liefur lifað. Eftir fjörutíu ára þögn segir hann áhrifamikla sögu sína af lireinskilni og einlægni, sátt- ur við sjálfan sig og án þess að draga nokkuð undan. Brugðið er upp ógleymanlegum myndum af Englend- ingunum í hegningardeildinni, ívani litla og Óskari Vilhjálmssyni, gamla manninum sem gat ekki geugið í takt og ungu drengjunum sem féllu í valinn, einir og yfirgefnir — sviptir trú á miskunn Guðs og manna. Garðar Sverrisson hefur ritað þessa áhrifamiklu ör- lagasögu og skapað eftirminnilega og niagnaða frá- sögn sem á engan sinn líka meðal íslenskra ævisagna og snertir djúpt alla sem hana lesa — snertir þá og minnir á ábyrgðina sein fylgir því að vera maður. IÐUNN Brœðraborgarstíg 16 ■ sími 28555 mmi'Hytfynynm i , —--——- -f—r-M-*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.