Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 4
4 D
hætta veiðunum, en stjómvöld skellt
við skollaeyrum. Það sé ekki annað
en fyrirsláttur að hvalveiðar okkar
séu nauðsynlegar vegna jafnvægis-
ins í hafinu, því þær hvalategundir
sem lifi fyrst og fremst á fiski hafi
aldrei verið veiddar hér svo nokkru
nemi, þ.e.a.s. ýmsar smáhvalateg-
undir og höfrungar. Saga hvalveiða
sé ljót saga ofnýtingar og arðráns
og það sé út af fyrir sig heppni að
engri hvalategund skuli hafa verið
útrýmt. Viðkoma hvala sé það lítil
að stofnamir séu mjög lengi að ná
sér séu þeir ofveiddir. Sem dæmi um
það sýni rannsóknir að hnúfubak sé
að íjölga hér við land nú, en hann
hafí ekki verið veiddur að ráði síðan
árið 1915. Nú sé aðeins einn nýtan-
legur stofn hér svo öruggt sé og það
sé hrefnustofninn, en úr honum ætti
að mega veiða 700-800 hrefnur ár-
lega.
Náttúruvemdarráð varar
við vísindaveiðunum
Náttúruvemdarráð hefur ítrekað
ályktað vegna vísindaveiðanna. í
ályktun frá sumrinu 1987 segir að °
vísindaveiðamar séu því aðeins rétt-
lætanlegar að þær séu langt innan
þeirra marka sem stofnarnir þola;
og þá einungis ef með þeim fást;
upplýsingar sem ekki er hægt að
afla með öðrum hætti. Einna helst
þurfi gögn um ferðir og hegðun
hvalastofnanna og þau gögn fáist
aðeins að litlu leyti með veiðum.
Síðan segir: „íslendingar byggja
lífsafkomu sína á auðlindum sjávar
og eiga allra þjóða mest undir skyn-
samlegri nýtingu hafsvæðanna
umhverfis landið. Að því verður að
hyggja að afstaða okkar til hval-
veiða rýri ekki traust okkar sem
þjóðar með ábyrga afstöðu til nátt-
úruverndar og nýtingar auðlinda
sem við verðum í flestöllum tilvikum
að deila með öðrum þjóðum."
Það er rétt að láta Leif Bleidel
hafa síðasta orðið um grænfrið-
unga, því eflaust tjá þessi orð við-
horf margra íslendinga til þeirra.
„Sjálfur er ég líka jákvæður gagn-
vart mörgum aðgerðum þeirra.
Enda þótt ég hafi öðlast nokkra
innsýn í vafasamar báráttuaðferðir
Greenpeace gegn seia- og kengúru-
drápi og sé þvf nokkuð á varðbergi
þá er það samt sem áður í grund-
vallaratriðum gott að reynt sé að
hindra risastór iðnfyrirtæki í að
menga höfín. Það er hins vegar
erfítt fyrir margt fólk að skilja
hvemig sá hugsjónaeldur sem birt-
ist í mörgum djarflegum aðgerðum
og tvímælalaust er mikilvægur
hvati fyrir margt Greenpeace-fólk,
getur logað samhliða þeim blaut-
legu lygimálum sem samtökin nota
í dýravernd arbaráttu n n i. “
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
BANDARÍKIIM
Herða á aðgeriMn
gegi I slendingum
Frá mótmælum
grænfriðunga gegn
sovéska hvalveiðiskipinu
Vostok 1976.
eftir Ola Björn Kórason
UM 900 þúsund félagar eru í
Greenpeace-samtökunum í
Bandaríkjunum og hefúr fjöldi
félagsmanna aukist jafnt og þétt
á undanförnum árum, að sögn
talsmanns Greenpeace. Samtökin
ætla að herða á baráttunni gegn
íslendingum og verður sérstak-
lega ráðið fólk í janúar næstkom-
andi til að vinna að því að skólar
og aðrar opinberar stofnanir
kaupi ekki íslenskan fisk.
Greenpeace-samtökin voru stofn-
uð árið 1971, til að skipuleggja
baráttu gegn kjamorkuvopnatil-
raunum Bandaríkjanna undan
ströndum Alaska. Ari síðar sneru
samtökin sér einnig að hvalavernd-
un en vemdun sjávarspendýra og
barátta gegn losun geislavirks úr-
gangs í hafíð, hafa verið megin-
verkefni Greenpeace. Greenpeace
er með um 180 launaða starfsmenn
í Bandaríkjunum og skrifstofur í
27 borgum.
Samkvæmt upplýsingum Cam-
ball Plowden, hjá Greenpeace,
starfa samtökin í 22 löndum og eru
félagsmenn nær 3 milljónum.
Helsta tekjulind samtakanna er fé-
lagsgjöld og styrkir frá einstakling-
um. I Bandaríkjunum er háegt að
gerast áskrifandi að tímariti Green-
peace fyrir 15 dollara á ári, en full-
gildir félagar geta hins vegar valið
milli þess að greiða 30, 50 eða 150
dollara á ári. Ef reiknað er með að
allir greiði lágmarksupphæð, hefur
Greenpeace um 27 milljónir dollara
(um 1.240 milljónir íslenskra króna)
í tekjur af félagsgjöldum á hverju
ári í Bandaríkjunum.
Plowden segir að íslendingar og
Greenpeace eigi samleið á mörgum
sviðum þó leiðir skilji þegar kemur
aið hvalveiðum. Hann behdir á
mengun sjávar meðal annars, losun
geislavirks úrgangs. Aðspurður
sagðist Plowden ekki geta fallist á
rök um að hvalveiðar gætu verið
nauðsynlegar til að halda jafnvægi
í lífríki sjávarins. Hann sagði að
ekki væri hægt að saka hvali eða
önnur sjávarspendýr um að éta upp
allan fisk, ástæða þess að físki-
stofnar kunni að vera minni nú en
áður væri fyrst og fremst léleg
stjórnun og ofveiði. Plowden hélt
því fram að nauðsynlegt væri að
stjórna fiskveiðum þannig að ekki
væri gengið á stofnstærð þeirra og
að nægilegt æti væri fyrir sjávar-
spendýr.
Greenpeace hefur á undanförn-
um misserum beitt sér fyrir því að
skólar og opinberar stofnanir hætti
kaupum á íslenskum fiskafurðum
og hvatt almenning til þess að snið-
ganga þær. Enn sem komið er hef-
ur aðeins borgarstjórn Boston í
Massachusetts samþykkt tillögu
þar sem skólar og innkaupastofnan-
ir borgarinnar eru hvött til þess að
kaupa ekki íslenskan fisk, og hefur
það gengið eftir. Um 51 skóla-
umdæmi í Massachusetts og 19
umdæmi í Connecticut hafa hætt
kaupum á fiskafurðum frá íslandi.
í janúar á næsta ári verður ráðið
fólk sérstafclega til þess að fá skóla
og stofnanir í öðrum ríkjum, einkum
í norðvestur- og austurríkjunum, til
að hætta að kaupa íslenskan fisk.
Plowden sagði að Greenpeace
gripi ekki til aðgerða af þessu tæi
ef talið væri að þær skiluðu ekki
einhveijum árangri og að aðrar leið-
ir hefðu reynst árangurslausar.
Þegar hann var spurður um höfr-
ungaveiðar Bandaríkjanna og
hvemig Greenpeace berðist gegn
þeim, sagði Plowden að samtökin
hefðu reynt að koma í veg fyrir
höfrungadráp sem væri mun minna
nú en á síðasta áratug þegar um
400 þúsund höfrungar voru veiddir.
Höfrungar eru ekki veiddir sérstak-
lega heldur festast þeir í netum
túnfiskveiðimanna og liðlega 20
þúsund dýr eru veidd á hveiju ári.
Greenpeace hefur reynt að hafa
áhrif á lög og reglur sem vemda
höfrunga og Plowden sagði þeim
hafa orðið nokkuð ágengt í þeirri
baráttu, þó fullnaðarsigur hefði
ekki náðst. Túnfískiðnaðurinn virð-
ist hafa áhrif á bandaríska þinginu
sem hefur barist gegn takmörkun-
um á höfrungaveiði. Plowden sagði
að Greenpeace hefði aldrei beitt sér
fyrir því að bvetja almenning eða
opinberar stofnanir til að sneiða hjá
vömm bandarískra fyrirtækja sem
með einum eða öðrum hætti stofna
lífríki sjávarins í hættu. Það hefði
verið talið að það þjónaði ekki nein-
um tilgangi og skilaði ekki árangri.
EVROPA
hx sætta rig ettf vU orðta tóm
eftir Önnu Bjarnadóttur
Sjálfboðaliðar grænfriðunga
setja upp upplýsingaborð í mið-
bæjum fjölda evrópskra borga um
flestar helgar. Þeir reyna að
vekja athygli almennings á bar-
áttumálum sínum gegn sela-,
skjaldböku- og hvalaveiðum og
hvers kyns umhverfismengun.
Þeir taka stundum sérstök mál
fyrir í einn dag, eins og Vestur-
Þjóðveijar gerðu nýlega gegn
hvalveiðistefnu íslendinga, og
leggja þá aðaláherslu á það í
kynningu sinni.
Sjálfboðaliðarnir eru yfirleitt ungt
fólk, margir eru enn í námi. Þeir
vilja leggja sitt af mörkum tii að
bjarga umhverfinu. Þeir vonast til
að fá einhveiju áorkað með því að
vekja athygli fólks á hættunni sem
uimhverfinu stafar af-ofveiði, -kjaré-
orkutilraunum, geislavirkum og ei-
truðum úrgangi og loftmengun. Þeir
vilja bjarga Norðursjónum, Miðjarð-
arhafínu og Antarktíku. Þeir eru
yfirleitt friðsamir og abbast ekki upp
á fólk að fyrra bragði. En ef einhver
sýnir áhuga þá stendur ekki á svör-
um og þeir veita upplýsingar sem
þeir telja réttar. Andstæðingar
þeirra telja þá ýkja eða fara með
fleipur og mörgum finnst þeir helst
til ofstækisfullir. En það kemst ekki
hreyfíng á hlutina nema djúpt sé
tekið í árinni.
Barátta grænfriðunga hófst með
mótmælum gegn kjarnorkutilraun-
um Bandaríkjamanna, árið 1971.
Hreyfingin skaut rótum í Evrópu
1977. Þá keyptu stofnendur skrif-
stofunnar í Bretlandi skipið „Rain-
bow Warrior" fyrir peningagjöf frá
„World Wildelife Foundation" í Hol-
landi og Sviss. Franska leyniþjónust-
an sökkti skipinu fyrir nokkrum
löfn á Nýja Sjálandi en bað
orkutilraunum Frakka við Mururoa-
kóraleyjarnar. Nú eiga alþjóðasam-
tök grænfriðunga fímm skip, 50
gúmmíbáta, 2 þyrlur, loftblöðru, 2
litlar flugvélar og rútu.
Umhverfíssinnar í Hollandi opn-
uðu skrifstofu Grænfriðunga í Amst-
erdam 1972. Hreyfing þeirra er fjöl-
mennust í Evrópu miðað við fólks-
Qölda. Þar greiða 310.000 manns
félagsgjöld á ári. Bresku samtökin
hafa 180.000 félagsmenn. Grænfrið-
ungar í Vestur-Þýskalandi hófu
starfsemi 1980 og hafa 370.000 fé-
lagsmenn. Danskir grænfriðungar
hófu starfsemi sama ár og hafa
53.000 félagsmenn. Samtökin voru
stofnuð í Belgíu 1983 og hafa 30.000
félagsmenn, í Sviss 1984 og hafa
24.000 félagsmenn, í Austurríki
1985 og hafa 25.000 félagsmenn,
Ítalíu 1986 og hafa 9.000. Irar tóku
sig til og opnuðu skrifstofu í byijun
þessa árs og hafa 1.000 félagsmenn.
Skrifstofur eru einnig reknar á
)áni. og í Noregi. Sví
menn samtakanna. Þau hafa legi
niðri í Frakklandi í nokkur ár.
Skrifstofurnar hafa allt frá tvein
ur upp í fimmtiu starfsmenn. Þe
sjá um rekstur samtakanna, upplý
ingaþjónustu, gera rannsókni
skrifa skýrslur og koma baráttumá
um sínum á framfæri við stjóri
málamenn og fjölmiðla. Alþjóð;
nefnd samtakanna, sem fulltrúi fí
hveiju landi á sæti í, mótar stefnur
og tekur ákvarðanir um aðgerði
Þær eru friðsamlegar en með þei
reyna Grænfriðungar að koma í ve
fyrir að hlutir sem þeir berjast gej
geti átt sér stað, eins og til dæm
hvalveiðar, sala hvalkjöts c
íslenskra sjávarafurða, kjarnorki
framieiðsla og mengun hafsins. Þa
vekja einnig athygli á málstað sar
takanna. Starfsmennirnir eru jal
misjafnir og þeir eru margir. Sum
virðast vei heima í þeim málum se
þeir fjalla um og er annt um i
breyta þeim til bátnaðar en að
' 'ist starfí msM
og tremst til
í bæklingum grænfriðunga kemur
fram að barátta þeirra hefur borið
árangur á ýmsum sviðum: Frakkar
eru hættir kjarnorkutilraunum í
Kyrrahafinu; hvalveiðar í viðskipta-
skyni eru nú bannaðar; seladráp
hefur dregist saman um 90%;'kjam-
orkuúrgangi er ekki lengur sökkt í
Atlantshafið; og bann við að eituref-
naúrgangi sé sökkt í Norðursjóinn
er til umræðu í Evrópubandalaginu.
Samtökin hreykja sér af því að vera
óháð stjórnmálaflokkum og þakka
sér síaukna meðvitund almennings
um umhverfismál.
Könnun, sem samtökin í Sviss
gerðu í upphafi þessa árs meðal fé-
lagsmanna, leiddi í ljós að meirihluti
þeirra hefur lokið verslunarskóla-
eða stúdentsprófi. Karlmenn eru í
meirihluta. Flestir félagsmanna eru
á aldrinum 30-40 ára þótt samtökin
höfði til fólks á öllum aldri og yfír
helmingur félagsmanna er ógiftur.
Það þykir benda til að grænfriðung-
ar kjósi óvígða .sambúð fram yfir
hjónaband. Þeir endurnýta gler,
pappír og álumbúðir, spara orku og
ferðast helst með almenningssam-
göngutækjum. Aðeins 10% félags-
manna eru meðlimir í stjórnmála-
flokki en meirihluti styður stefnu
jafnaðarmanna og græningja. Þeir'
styðja grænfrjðungasamtökin af því
að þau sætta sig ekki við orðin tóm
heldur aðhafast eitthvað og eru án-
ægðir með róttækar aðgerðir og
,*4t£/ö¥«^IPÍ8!í§!ína-. Fæstir taka þó
virka þátttöku í starfsemi þeirra.