Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 6
6 D_____________________
eftir Ásdísi Haraldsdóttur
myndir Árni Sæberg
ÞAÐ VAR gaman að
fylgjast með þegar
maður með sex hunda
nálgaðist stóran
kindahóp úti á túni.
Maðurinn skipaði
einum hundanna að
fara fyrir hópinn. Hann
þaut af stað eins og
elding. Hinir stóðu
kyrrir, lögðust niður
eða gengu á eftir
húsbóndanum og
fylgdust spenndir með.
Maðurinn gekk rólega
á eftir og skipaði
hundunum fyrir með
nafni — einum eða
tveimur í einu — og
þeir leystu mismunandi
verkeftii eftir því hvort
maðurinn hóaði, kallaði
eða benti.
Einsog
smiður þarf lianiar
þarf fjárbóndi
arna var á ferðinni Gunn-
ar Einarsson á Daðastöð-
um í Presthólahreppi,
fjárbóndi, hundaræktar-
maður og fyrrum heimshornaflakk-
ari, með nokkra af fjárhundum
sínum sem allir eru af Border Coll-
ie-fjárhundakyni. Við skruppum
norður til að spjalla við hann um
hundarækt hans, en hann hefur
ræktað þetta kyn í 12 ár. Auk þess
hafði hann frá ýmsu öðru að segja,
enda unnið á fjárbúum í Ástralíu
og Nýja Sjálandi þar sem hann
kynntist einmitt þessum hundum.
Svo flakkaði hann dálítið um heim-
inn áður en hann hélt til Alaska til
að kynna sér sauðnautarækt.
Gunnar sagði að ástæðan fyrir
því að hann ákvað að fara til Ástr-
alíu hafi aðallega verið sú að hann
hafði heyrt svo mikið talað um bú-
skapinn þar og langaði að kynnast
honum af eigin raun.
Ekki litið á hundlausan
mann sem smala
„Ég vann á búi þar sem voru
tuttugu þúsund fjár. Á þessum
árum voru erfiðir tímar í búskap
og mannahald því í lágmarki. Við
vorum því í mesta lagi sjö sem
unnum á þessum stað,“ sagði hann.
„Þarna er ekki litið á hundlausan
mann sem smala svo fyrsta skrefið
var auðvitað að fá sér hund. En
það var ekki fyrr en ég kom til
Nýja Sjálands að ég kynntist veru-
lega góðum hundum."
Á Nýja Sjálandi vann Gunnar á
búi sem ríkið átti. Ríkið tekur land-
svæði til ræktunar og selur síðan
einstaklingum á góðum kjörum.
Auk þess að rækta landið er það
allt girt í hólf, fjárstofn ræktaður
upp og hús byggð svo þeir sem
kaupa þurfa bara að flytja inn og
hefja búskap.
„Þetta var álíka stórt bú og ég
hafði unnið á í Ástralíu og til gam-
ans má geta þess að þar voru sam-
tals 52 hundar í eigu smalanna.
Hver maður átti fimm til tíu hunda.
Allir voru með Border Collie en
höfðu líka hunda af öðrum kynjum
með. Ég var með sjö hunda, þijá
Border Collie, einn geltandi nýsjá-
lenskan, einn skeggjaðan Collie og
tvo blendinga. Border Collie-hund-
arnir gelta ekki, en þegar unnið er
með svona stóran hóp er nauðsyn-
legt að hafa geltandi hunda með.
„Við höfðum nóg að gera og
smöluðum yfirleitt á hveijum degi.
Kindurnar voru fluttar á milli hólfa
og svo þurfti að marka lömb og
rýja. Við fórum á hestum það sem
þeir komust, en þarna voru hestar
af ýmsum kynjum, meðal annars
tveir frekar smáir hestar sem kunnu
að tölta. Reiðhesturinn minn var
arabísk meri sem var bæði viljug
og skemmtileg. Hún dansaði af fjöri
en var frekar höst á brokkinu."
Gunnar var tvö ár í Ástralíu og
eitt á Nýja Sjálandi. Honum líkaði
betur á Nýja Sjálandi og segir að
hann hefði líklega sest þar að ef
hann hefði fengið innflytjendaleyfi.
En þegar dvölin var á enda seldi
hann hundana og lagði af stað heim
á leið í gegnum Asíu og Evrópu.
„Raunverulega hófst ferðalagið
nokkru áður því ég ferðaðist fyrst
á puttanum um Ástralíu. Þar lagði
ég að baki samtals 16.000 kíló-
metra,“ sagði Gunnar.
„Mér líkaði vel að ferðast þar.
Þar er alltaf gott veður og það er
nánast sama hvar þú kemur að
kvöldi, þú rúllar bara út svefnpok-
anum og ferð að sofa. Ég ferðaðist
líka um Nýja Sjáland, en þá var
ég kominn með bíl til að komast á
allar Ijárhundakeppnirnar.
í Asíu dvaldist ég lengst í Ind-
landi og varð mjög hrifínn af
landinu. Smám saman minnkaði
farangurinn og að lokum var ég
bara með nærri tóman bakpoka.
Ég lærði að þegar maður ferðast
innan um fólk sem á ekki neitt er
best að eiga ekkert sjálfur.
Ég ferðaðist oftast einn og fór á
puttanum, með lestum eða rútum.
Þeir sem ekki voru sendir af stað á eftir rollunum biðu rólegir hjá
þeim Gunnari og Elísabetu en fylgdust þó með.
Hnota, tíkin hennar Elísabetar, er brún og hvít á lit. Þótt hreinrækt-
aðir hundar af Border Collie-kyni séu yfirleitt svartir og hvítir kem-
ur alltaf einn og einn með brúnan lit.
Stundum svaf ég á brautarstöðvum
og borðaði sama mat og innfæddir.“
— Var þetta ekki lærdómsríkt
ferðalag?
„Jú, en eftir allt þetta ferðalag
fannst mér ég verða alveg ónæm-
ur. Það lá við að það væri sama
hvað ég sá það varð engin hrifning.
Þegar frá leið breyttist þetta aftur.“
Eftir ferðalagið var stefnan tekin
á Alaska þar sein Gunnar kynnti
sér sauðnautarækt. Ég spurði hann
hvort hann hafi haft ræktun á ís-
landi í huga.
„Það er mjög vel hægt að rækta
sauðnaut hér og best gæti ég trúað
að það kæmi vel út fjárhagslega.
Kjötið er ekki ósvipað nautakjöti,