Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
Hundarnir komnir af stað
og engin undankomuleið
fyrir rollurnar.
Hjónin á Daðastöðum, Gunnar
Einarsson og Guðrún Sigríður
Kristjánsdóttir, ásamt
börnunum, Elísabetu og Reyni,
sem svaf rólegur í vagninum.
Lengst til hægri er Asgeir bróðir
Guðrúnar. Synimir, Ólafúr og
Kristján, vom í skólanum.
en þau eru þó aðallega ræktuð
vegna þelsins, sem er mjög fínt og
verðmætt. Sauðnautin bjarga sér
sjálf og að því leyti held ég að
væri varasamt að leyfa innflutning
á þeim. Ég er hræddur um að þau
gætu gengið of nærri landinu.“
Yfir þrjátíu hundar
á bænum
En ekkert varð úr sauðnauta-
ræktinni hjá Gunnari. Hann og
kona hans, Guðrún Sigríður Krist-
jánsdóttir, keyptu Daðastaði 1982
og búa þar ásamt fjórum börnum,
þeim Ólafí Daníel, Kristjáni Inga,
Elísabetu og Reyni. Ásgeir bróðir
Guðrúnar hefur verið hjá þeim síðan
í vor, en fer í skóla um áramót.
Þau eru með 600 fjár á veturna,
25 kálfa, nokkra hesta, heimagæsir
og síðast en ekki síst ijölmarga
hunda. Þegar við komum til þeirra
voru yfir þrjátíu hundar á bænum.
Fimmtán fullorðnir og átján hvolpar
á ýmsum aldri.
Hundaræktin hófst með því að
Búnaðarfélag íslands flutti inn íjóra
hunda fyrir Gunnar frá Skotlandi
fyrir 12 árum, en hann greiddi
kostnaðinn. „Þessir elstu eru komn-
ir á ellistyrk og ekki lengur notaðir
til undaneldis," segir hann.
„Ég er með marga hunda til að
reyna að halda kyninu hreinu.
Svona hundar hafa oft verið fluttir
inn, en því miður hafa menn oft
misst kynið niður vegna blöndunar.
Það er nauðsynlegt að fá nýtt blóð
inn í ræktunina, en því miður er
engin sóttvarnaraðstaða til sem
myndi gera þetta allt miklu auð-
veldara. Mér finnst að það ætti að
reyna að koma upp svona aðstöðu
og síðan yrðu hundainnflytjendur
látnir greiða þann kostnað sem
væri því samfara að hafa hunda
þarna. Það er auðvitað dýrt, en
þeir sem hafa áhuga á að rækta
góða hunda myndu örugglega
borga það sem upp yrði sett. Þetta
er eina leiðin.“
Skömmu eftir að viðtalið fór fram
tilkynnti landbúnaðarráðuneytið að
fyrirhugað sé að setja upp einangr-
unarstöð í Hrísey.
„Hingað til hef ég ekki ræktað
hunda í stórum stíl og aldrei fengið
nein ósköp af hvolpum. En af því
að það er dýrt að hafa svona marga
hunda hef ég selt upp í kostnað."
„Við höfum svona haft upp í fóðr-
ið,“ bætti Guðrún við.
Guðrún segir að fyrst núna hafi
þau fengið töluvert af hvolpum.
„Hugsjónin hjá Gunnari var að
koma á þeirri fjárhundamenningu
sem hann hafði kynnst úti. Hann
vildi láta fólk hafa hvolpa sem hafði
áhuga á að gera eitthvað úr þeim.“
„Þessir hundar hafa reynst mér
vel og þó nokkrir hafa fengið hunda
hjá mér sem hefur gengið ágætlega
með,“ segir Gunnar. „En það hafa
líka farið frá mér hundar sem ekk-
ert hefur orðið úr. Oft er það vegna
þess að það hefur ekki verið farið
rétt með þá. Það er ekki erfitt að
temja svona hund og engin ástæða
að ætla að menn geti ekki náð góð-
um árangri þegar þeir eignast hund
í fyrsta sinn. En það þarf aðeins
að hafa fyrir að temja þá og oft
vilja menn ekki þurfa að hafa fyrir
því.
Hundarnir eru náttúrulega mis-
góðir og hafa misjafna eiginleika,
en langflestir þeirra ættu að geta
orðið mjög gagnlegir."
Vill koma á
fjárhundakeppni
Áhugi Gunnars beinist að því að
fá ungt fólk til að fá sér hunda af
þessu kyni og temja þá að því marki
að þeir geti tekið þátt í fjárhunda-
keppni. Þetta er sérstök keppni sem
lengi hefur verið við lýði í Skot-
landi og hefur breiðst út víða um
heim, meðal annars til Svíþjóðar
og Noregs. í keppninni er hundur-
inn látinn sækja kindur, reka þær
frá sér og hafa þær í þríhyrning
fyrir framan sig. Hann er látinn
skilja vissan fjölda frá hópnum og
D 7
Gunnar kominn út á tún með
hundana og þeir bíða spenntir
eftir fyrirmælum húsbóndans.
reka þær inn í litla rétt. Hundurinn
þarf að vera undir mjög góðri stjóm
og kröfurnar eru miklar.
„Mér hefur enn ekki tekist að
glæða áhugann hjá nógu mörgum
svo hægt sé að keppa í þessu hér.
Ég held að það yrði íjárbændum
mikil hvatning til að fá sér góðan
smalahund. Eg er samt bjartsýnn
og ekki enn búinn að gefa þetta
upp á bátinn.
Ég lít svo á að hundar af þessu
kyni eigi allir að geta smalað sam-
kvæmt þessu og sé ekki búið að
kenna þeim það er ekki búið að
kenna þeim nóg. Þeir geta samt sem
áður verið gagnlegir.
Hundurinn er eins og verkfæri.
Það þykir sjálfsagt að smiður noti
hamar jafnvel þótt vafalaust sé
hægt að byggja góð hús með því
að reka nagia með steini. Eins eru
líka til margir góðir fjárbændur
þótt þeir hafi ekki hund, en engu
að síður er hundurinn tæki sem
sjálfsagt er að nota. Mismunur á
nýsjálenskum smala og íslenskum
er sá að sá nýsjálenski gengur en
hundarnir hans hlaupa. Sá íslenski
er aftur á móti allur á iði, eins og
hundurinn á að vera. Á Nýja Sjá-
landi þætti það gott sýningaratriði
ef menn vildu hlaupa á eftir rollun-
um sjálfir eins og gert er hér.“
Hann segist vera tilbúinn að
keppa við hlaupandi smala næsta
haust. Þá færi hann í gegnum
ákveðnar æfingar með fjárhund.
Síðan kæmu fótfráir menn og gerðu
sömu æfingarnar. Hann langar að
sjá hvort þeim tekst betur að smala.
„Ef svona hundur er þokkalega
þjálfaður nýtist hann alltaf þegar
menn eru með fé og einnig kýr
meðal annars vegna þess að hann
geltir ekki. Hundar eru mjög nauð-
synlegir nú á tímum, sérstaklega
eftir að fólki hefur fækkað í sveitun-
um. Það væri ekki óeðlilegt að á
búi með 400 til 500 fjár væru þrír
hundar. Ef ég væri í þeirri aðstöðu
myndi ég velja mér tvo Border
Collie og einn af nýsjálensku kyni
eins og ég kynntist úti, en þeir
gelta. Þeir eru stórir og geysilega
skemmtilegir og myndu nýtast vel
hér.“
Langar að gera myndband
um þjálfun Qárhunda
En Border Collie-hundarnir hafa
mikinn áhuga á að vinna. Gunnar
segir að eðli þeirra sé að fara fyrir
kindur en í raun sé hægt að stað-
setja þá hvar sem er í kringum fjár-
hópinn. Með tímanum er þeim síðan
kennt að reka.
Skotar fara ekki með þessa
hunda í smalamennsku fyrr en þeir
eru orðnir tveggja ára. Þangað til
eru þeir þjálfaðir heima við, en þeir
gleyma ekki því sem búið er að
kenna þeim.
„Það er ágætt að byija snemma
að kenna hvolpunum undirstöðuat-
riðin, en það þýðir ekkert að fara
að kenna þeim að smala fyrr en
þeir eru orðnir sex til sjö mánaða
gamlir. Ef farið er með lítinn hvolp
í stóran fjárhóp er bara hægt að
fá hann til að reka vegna þess að
hann hefur ekki kjark eða flýti til
að komast fyrir hópinn. Hann þarf
að vera orðinn fljótari en kindurnar
þegar farið er að kenna honum."
Gunnar er með marga hunda og
það hefur komið fyrir að þeir hafi
verið orðnir margra ára gamlir þeg-
ar hann hefur byrjað að nota þá.
I Þrátt fyrir það geta þeir orðið mjög