Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 10
ío d MORGUNBLAÐIÐ MANNUFSSTRAUMAR :ir.nm t SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 VIRSLUNIN HÆTTIR Niöursett verö Hverfisgötu 105, s. 91-23444. RAFVERKTAKAR RAFVIRKJAR Er ekki kominn tlmi til að kynnast RAFLAGNAEFNINU Sterkt, ódýrt og fjölbreytt úrval Kynntuþér Vatnagörðum 10 SÍMAR 685855/685854 „Sjarmerandi“ satínnáttföt, jakki, buxur og sloppur. rallegir litir, mildireðalíf- legir að vild. Sérstaklega vandað satín, mjúkt og létt. Offi AOOLySINOWJONUSTAN / SIA Gjöjin liemiar Pósthússtræti 13, sími 22477, í hjarta Reykjavíkur á homi Pósthússtrætis og Kirkjustrætis. tiÆKNISTRÆÐl/Refsingfyrir magafylli? Gallsteinar Lifrin er stærsti kirtill líkamans og ætlunarverk hennar er margþætt. Eitt af skyldustörfunum er að búa til gall sem rennur svo niður í skeifugömina eftir leiðslu sem heitir gall- gangur. Á einum stað liggur pípa út úr ganginum og opnast í poka eða blöðru. í henni safnast fyrir birgðir af galli þegar lítið er um að vera í melting- arfæmnum, með öðmm orðum þeg- ar langt er liðið frá máltíð. Eftir næsta snæðing, ekki síst ef feitur matur hefur verið á borðum, þykist meltingin þurfa á meira gallrennsli að halda en þessu jafna og stöð- uga. Þá dregur blaðran sig saman og skvettir viðbót í lækinn, tæmir sig jafnvel þegar mikið liggur við. — Nútíðarfólk sem kunnugt er á höfuðborgarsvæðinu sér auðvitað hliðstæðu í hitaveitugeymum á Öskjuhlíð. En smáagnir á floti í stöðupolli vilja stundum falla til botns. Ef margar agnir slá sér saman mynd- ast sandkom sem síðan dregur að sér æ fieiri agnir uns úr verður stór og myndarlegur steinn — í þessu tilfelli gallsteinn. Sumir gallsteinar em friðsamir og stofna ekki til vandræða. Þeir kallast „þöglir" steinar og meðan þeir bera það nafn með rentu er öllum sama um þá. En allt í einu geta þessir meinleysingjar látið hressilega til sín taka. Ef við hugs- um okkur gallblöðmna sem flösku og pípuna frá henni út í gallgang- innsem stút mundi þrengsti hluti blöðmnnar svara til axla á flösk- unni. Þegar steinn álpast út í axlirn- ar eða jafnvel stútinn — við getum gert okkur í hugarlund að hann sé orðinn leiður á fangavistinni og ætli að laumast burt — þá festist hann þar og stöðvar rennslið úr blöðmnni. En blaðran vill ekki svíkjast um og skipar því vöðvum sínum að dragast saman og þrýsta vökvanum út þrátt fyrir stífluna, og helst stíflunni líka. Þessa sam- drætti skynjar sjúklingurinn sem þrautir undir hægra síðubarði og er þeim einatt gefið nafnið gall- kveisa eða gallsteinakast. Eftir nokkrar klukkustundir gefast vöðv- amir upp, em orðnir þreyttir eða nenna þessu ekki lengur fyrst hvorki gengur né rekur. Þá slaknar tak blöðmnnar á steininum, hann losnar og veltur til baka. Gallstein- akastinu er lokið og enginn veit hvenær það næsta kemur. Kannski aldr- ei. En gallverkir era óútreiknanlegir eins og veðrið í umhleypin- gatíð. Fyrir kemur að steinninn losnar alls ekki úr prísundinni og þá detta verkirnir ekki niður en halda áfram svo sólarhringum skiptir. Sjúkdómurinn tekur á sig aðra mynd, ef til vill kemur sótthiti til sögunnar, breytingar á blóði gefa til kynna bólgu og ef sjúklingnum elnar sótt- in með áframhaldandi verkjum, eymslum á gallblöðmstað, háum og jafnvel hækkandi hita dag frá degi er voði á ferðum. Blaðran getur sprangið ogþá blossar upplífhimnu- bólga rétt eins og þegar sár étur sig gegnum magavegginn eða gat dettur á bólginn botnlanga. Gjarnan em steinar í blöðmnni fleiri en einn, stundum hnullungar, stundum sandur. Einungis sand- korn geta sloppið út um flöskuháls- inn því að þröngt er hliðið og mjór vegurinn, eins og frægt er um aðra leið. En þau korn sem komast í gegn eiga um tvennt að velja, ann- aðhvort berast með straumnum alla leið út í þarm eða setjast að í gall- ganginum, stækka þar og eflast til illra verka. Nálega tíundi hver gall- steinasjúklingur er með einn eða fleiri steina í ganginum og geta af því hlotist margvísleg einkenni: Verkir; hiti, ef sýking er með í spil- inu; og síðast en ekki síst gula sem stafar af því að gangurinn stíflast og litarefni gallsins fer út í blóðið. Víða um heim em gallsteinar tíðir gestir, einkum þar sem nóg er að bíta og brenna, en fátíðir á svæðum þar sem skortur er landlægur. Það segir þó ekki alla söguna um orsak- ir sjúkdómsins. Indíánar í Norður- Ameríku em eitthvert mesta gall- steinafólk í víðri veröld og lifa þó fæstir í vellystingum. Og gallsteinar em kvenhollur kvilli. Af hveijum fjórum sjúklingum em þrír konur og verður víst ekki hjá því komist að telja meðgöngu og barneignir til áhættu- þátta, en þeir vaða nú sem kunnugt er uppi þegar rætt er eða rit- að um heilsu og van- heilsu. Löngum hefur mannkindin mátt bera sínar sjúkdómsbyrðar í þögn og þolinmæði. Gallsteinar vom þar engin undan- tekning. En heimur batnandi fer. Magaverkir og innanmein hafa nú fengið ákveðnari nöfn eins og gall- steinar, magasár, botnlangabólga, garnaflækja og fleiri og fleiri. Jafn- framt því sem sjúkdómsgreiningu hefur fleygt fram á undangengnum áratugum hafa lækningamöguleik- ar orðið fjölbreyttari og árang- ursríkari. Sagan um greiningu og meðferð gallsteina er ein af spennu- sögum læknavísindanna en verður ekki sögð hér fyrr en í næsta pistli. eftir Þórarin Guönason Lifur HAGFRÆÐI/G^///fjölmiblar stuólab ab því ab efnahagsvandamálin væru einu fœrri? Gegn blaðri Segja má að linnulaus umræða um efnahagsmál hafi staðið í landinu í hartnær tvo áratugi. Stjómmálabaráttan á íslandi snýst að stærstum hluta um efnahags- mál. Fréttaval fjöl- miðla ber með sér að efnahagsmálin em yfirleitt ofar- lega á baugi í þjóð- félagsumræðunni. Venjulega þarf stórtíðindi eins og landhelgisdeilur eða jarðelda til að efnahagsmál víki sem aðalfréttaefni fjölmiðla. En það er tómahljóð í þessari umræðu, sem einkennist af yfirlýs- ingaflóði, órökstuddum staðhæfing- um og jafnvel vanþekkingu á stund- um. Hver hefur ekki heyrt staðhæf- ingar um efnahagsmál sem hefjast á „Það sagði mér maður ...“, eða „Maður heyrir talað um að ...“, eða „Ég hef fyrir satt að ...“ og svo kemur fullyrðingin. Þetta er ætlast til að tekið sé gott og gilt. Nýlegt dæmi er um kunningja stjómmála- mannsins sem hafði reiknað út (með ótilgreindum hætti) að hann hefði greitt 480% vexti af einhverju láni. Eða voru það 580%? Sögu- sagnir af þessú tagi hafa vitaskuld takmarkað upplýsingagildi og em ótækar sem framlag til opinberrar umræðu, þó þær gætu átt heima í skrafi undir borðum í framsóknar- vist. Ómarkviss umræða af þessu tagi, sem fjölmiðlar, ekki síst hinir áhrifamiklu ljósvakamiðlar, hafa á stundum látið sér nægja að miðla án greiningar, hefur nánast drepið þjóðfélagsumræð- una í dróma. Meðan ekki verður hér breyting á er engrar vitrænnar niður- stöðu að vænta, engra nýjunga, engra umbóta. Einskis nema þræ- tunnar sem fæðir ekkert af sér nema leiða og doða. Ljósvakamiðlar mega ekki falla í þá gryfju að afsaka yfirborðskennda umfjöllun með tímaskorti. Hlutverk þeirra er víðtækara en aðeins að miðla efni. Þeir þurfa einnig að greina staðreyndir frá staðleysum og prófa sannleiksgildi fullyrðinga. Hvorki stjómmála- mönnum né hagspekingum má líðast að skýla sér bak við leyndar- hjúp hugtaka með óræðum merk- ingum. Ljósvakamiðlar hljóta að leggja aukinn metnað í að efla eig- in þekkingu á efnahagsmálum. Að öðmm kosti eiga þeir á hættu að vera í þeirri aðstöðu að þurfa að taka hvert orð viðmælenda sinna sem góða og gilda vöm. Jafnvel þótt framlag viðmælandans sé slíkt að í raun sé ausið úr vatnslausum bmnni. Þeir sem dvalist hafa um lengri eða skemmri tíma meðal nágranna- þjóða vita að málflutningur eins og stundum tíðkast á íslandi væri víðast hvar ekki tekinn alvarlega. í þessum löndum yrðu þeir, sem flyttu mál sitt með óvönduðum hætti, vart mosavaxnir í áhrifastöð- um. Fjölmiðlar ganga rækilega eft- ir sannleiksgildi staðhæfinga. Ann- aðhvort finnur viðkomandi orðum sínum stað eða verður ber að orð- skröki. Eða blaðri. í því íjölmiðlaum- hverfi sem íslend- ingar búa við fljúga yfirlýsingarnar til og frá: Hræðilegur blóðvöllur. Á barmi hengiflugsins. Að- eins örfáir dagar til stefnu. Stóra stopp- ið framundan. Þjóð- argjaldþrot. Það er á engan hátt lítið gert úr þeim vanda sem steðjar að þjóðinni þó sagt sé að með yfirlýsingum af þessu tagi sé farið út yfír öll skynsamleg mörk. Blaður af þessu tagi af hálfu áhrifamanna getur valdið óþárfa ugg og efa- semdum meðal erlendra lánar- drottna og leitt til þess að íslending- ar sæti lakari kjörum á erlendum lánum. Blaðrið verður þá ekki að- eins slævandi plága hér heima fýrir heldur hreinn kostnaðarauki fyrir þjóðarbúið. Beínharðir peningar í erlendum gjaldeyri. Pjölmiðlar gætu með gagnrýnni umfjöllun slegið á blaðrið og þannig fækkað efnahagsvandamálum þjóð- arinnar um eitt. eftir Ólaf isleifson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.