Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 14
14 D
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
Þegar rithöfiindurinn
John Buchan vann að
fyrstu og frægustu bók
sinni, Þrjátíu ogníu
þrep, kveðst hann hafa-
„búið til ungan Suður-
Afríkumann, Richard
Hannay að nafhi, sem
hafði til að bera ýmsa
svipaða eiginleika og
vinir mínir. Síðan lék
ég mér að því að velta
fyrir mér hvernig hann
mundi bregðast við
ýmsu því sem fyrir
hann kynni að koma“.
Hannay þessi er sögu-
hetjan í brezkum
myndaflokki í sjón-
varpinu og forfaðir Ja-
mes Bonds.
Sonur höfundarins, Williara
Buchan, sagði seinna að að-
alfyrirmyndin að Richard
Hannay hefði verið William Ed-
mund Ironside, sem varð æðsti yfir-
maður brezka hersins í upphafi
síðari heimsstyrjaldarinnar og féll
í ónáð, en fékk marskálksnafnbót
og aðalstign í sárabætur.
John Buchan kynntist Ironside í
Suður-Afríku 1901, í lok Búastríðs-
ins. Þá hjálpuðu hann og fleiri ung-
ir hæfileikamenn brezka stjórnar-
fulltrúanum, Milner lávarði, að reisa
landið við eftir átökin. Sagt var að
þeir væru nemendur í „leikskóla"
Milners, eins mesta heimsveldis-
sinna Breta.
Ótrúleg ævintýri
Ironside varð frægur fyrir að
njósna um nýlenduher Þjóðverja í
Suðvestur-Afríku (sem nú heitir
Namibía) með því að dulbúa sig sem
Búa og stjórna uxalestum þeirra.
Edmund
Ironside
(1916):
Ævintýralegur
ferill.
Jól nálægt Windhoek 1905: Uppreisnir blökkumanna spilltu gleðinni.
'S
frá reyndi móðir hans stundum að
drýgja rýrar tekjur með því að leigja
hús sitt í Fife í Skotlandi og bregða
sér með fjölskylduna til megin-
landsins, þar sem ódýrara var að
búa. Sonur hennar varð fljótlega
fleygur og fær í frönsku, þýzku,
hollenzku og flæmsku. Alla ævi
„safnaði" hann tungumálum á sama
hátt og vinir hans söfnuðu verð-
launagripum.
Hann var fæddur 1880 og braut-
skráðist frá herskóla í Woolwich
19 ára gamall. Hann særðist tvisv-
ar í Búastríðinu og hlaut lof fyrir
hreystilega framgöngu, en varði
frítíma sínum til að læra mál Búa,
afríkönsku, sem er skyld hollenzku.
Þegar stríðinu lauk skorti hann fé
til að lifa eins og liðsforingja þá
var siður og hann fékk þá flugu í
höfuðið að hætta í hernum og ger-
ast lögreglumaður í Rhódesíu. En
þá bauð yfirmaður hersins í Höfða-
nýlendunni honum það starf að
fylgjast með tengslum Búa, sem
höfðu neitað að samþykkja vopna-
hléð í Vereenigeng, við þýzku ný-
lenduherrana í Suðvestur-Afríku.
Um 600 Búar höfðu flúið yfir
Óraníufljót til Þýzku Suðvestur-
Afríku og neyddu einangraða
bændur til að láta af hendi korn
og naugripi. Þessir útlagar óttuðust
að þeir yrðu lögsóttir, ef þeir gæf-
ust upp. Ironside átti að fá þá til
að snúa heim og lifa friðsamlegu
lífi. Hann varð að þykjast vera
Búi, þótt siðir þeirra og menning
væru honum framandi. Auk þess
sem hann var auðþekkjanlegur
vegna þess hve hár hann var vexti
þekktu margir Búar hann í sjón,
því að hann hafði verið í fylgdarliði
Búahershöfðingjans J.C. Smuts í
Vereenigeng.
Hann tók það ráð að bregða sér
í hlutverk farandsala og fékk sér
flutningsvagn, fjóra múlasna og tvo
reiðhesta. Hann kallaði sig Piet van
der Westhuizen, sagðist vera Búi
frá Transvaal og kvaðst hafa stund-
að nám í þijú til fjögur ár í Hol-
landi, því að verið gat að hann
RICHARD
Búar með flutningavagna sitja að snæðingi: Lestarstjóri Þjóðveija var
brezkur liðsforingi í dulargervi.
Maðurinn sem var
Ironside marskálkur: Fyrirmyndin að forföður James Bonds
Hann var sæmdur heiðursmerki
þýzka hersins fyrir velunnin störf.
Ævintýri hans virtust ótrúleg. Það
þótti með ólíkindum að brezkur liðs-
foringi hefði getað
fylgt þýzka ný-
lenduhernum
hvert sem hann fór
í gervi Búa og
blekkt þýzka yfir-
menn og suður-
afríska vini sína,
sem hann hafði barizt gegn einu
ári áður.
Hann var með. hávaxnari mönn-
um og átti því erfitt með að dylj-
ast, en hann var inikill málamaður
— talaði 14-15 tungumál reiprenn-
andi. Af öðru því sem þeir og Ric-
hard Hannay áttu sameiginlegt má
nefna að þeir voru báðir Skotar,
lentu í ævintýrum í Suður-Afríku,
áttu auðvelt með að bregða sér í
dulargervi, nutu þess að lenda í
hættum og óþægindum og voru
góðir hermenn. Báðir voru þeir
gæddir miklum sálarstyrk og
líkamsþrótti.
Buchan var kappsfullur Skoti
eins og Hannay og Ironside, en
þegar hann fékk
skeifugamarsár
skömmu eftir að
fyrri heimsstyij-
öldin brauzt út
1914 virtist loku
fyrir það skotið að
hann gæti ratað í
svipuð ævintýri og þeir. Hann sett-
ist því niður og ritaði Þijátíu og
níu þrep, þar sem Richard Hannay
var söguhetjan. Alfred Hitchcock
gerði fræga kvikmynd eftir þeirri
bók.
Síðan kom Hannay við sögu í
Greenmantle (1916), Mr. Standfast
(1919), The Three Hostages (1924)
og The Island of Sheep (1936).
Þessar bækur hafa verið gefnar út
aftur og aftur. Buchan fékkst auk
þess við leyniþjónustustörf í stríðinu
1914-1918 og lenti því í ýmsu sjálf-
■■ ERLEND H
hrincsiA
" ■ 11 ■ '■ 1 r ■
eftir Gudm. Halldórsson
John Buchan (um aldamótin): í
læri hjá heimsveldispostula ásamt
Ironside.
ur, samdi sögu þess og fleiri sagn-
fræðirit, sat á þingi um skeið og
varð Tweedsmuir barón og land-
stjóri Kanada þegar ný heimsstyij-
öld færðist nær.
Leitin að útlögnnum
Edmund Ironside, fyrirmynd
Buchans að Hannay, virðist hafa
fengið þann hæfileika í vöggugjöf
að þurfa lítið fyrir því að hafa að
læra erlend tungumál. Uppeldið
hafði líka sitt að segja. Hann var
sonur herlæknis og þegar hann féll