Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 18
18 D
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
I ókeypis nœturbíói
mannshugarins
,Draumar ganga eftir daglátum“, var sagt í eina
tíð. Aðrir sögðu að suma dreymdi fyrir daglátum.
Ósagt skal látið hvor fullyrðingin sé rétthærri en
hitt er þó víst að menn hafa lengi velt vöngum
yfir draumum, tilgangi þeirra sem og ástæðum
er liggja að baki því að okkur dreymir. Hvað eru
draumar? Eru draumar nauðsynlegir eða er heil-
inn bara að drepa tímann á meðan við sofum?
Hvað er REMsvefn og hvernig tengist hann
draumum? Hvað gerist ef draumarnir taka völd-
in og koma og fara þegar þeim sjálfum sýnist,
hvort sem maður er vakandi eða sofandi?
T
eftir Jóhonnes Kóra Kristinsson
il að fá svör við
þessum spum-
ingum og fræð-
ast nánar um
sjúkdóminn
drómasýki, var
rætt við Helga Kristbjamarson,
lækni á Geðdeild Landspítalans.
Hann hefur m.a. sinnt þessum
sjúklingum og stendur nú fyrir
könnun sem á að varpa frekara ljósi
á algengi sjúkdómsins hér á landi.
Draumar eru
„lúxusfyrirbæri“ í o
náttúrunni.
„Öll dýr með heitt blóð sofa,“
sagði Helgi. „Jafnframt má slá því
föstu að öll spendýr og fugla
dreymi. Magn drauma fer eftir því
hver staða dýrsins er í náttúrunni.
Til dæmis dreymir grasbíta minna
en rándýrin. Draumamagn fyllir um
2-25% af heildarsvefntíma.“
Helgi sagði ástæðuna fyrir skipt-
ingunni milli grasbíta og rándýra
vera þá að í draumsvefni, svokölluð-
um REMsvefni (REM er skamm-
stöfun fyrir Rapid Eye Movements,
sem útleggst sem „hraðar augn-
hreyfingar") væru vöðvar líkamans
sem lamaðir nema augnvöðvarnir,
því væri varasamt fyrir grasbíta að
eyða of löngum tíma nætur í draum-
svefn því að þá væri auðveldara að
ráðast á þá og drepa. Rándýrin
þyrftu hins vegar ekki að hafa
áhyggjur af því, ljónin gætu sofið
og látið sig dreyma um bráðina að
vild.
„Því má segja að draumarnir séu
eins konar „lúxusfyrirbæri“ í náttú-
runni sem aðeins sum dýr geta leyft
sér.“
Vakandi
Aðspurður um draumfarir mann-
fólksins sagði Helgi það svolítið
merkilegt að börn dreymdi mjög
mikinn hluta svefntímans. Bam á
fyrsta ári dreymdi t.d. helming þess
tíma sem það svæfi. Böm væru
líklega ömggust í náttúrunni og
gætu því leyft sér slíkan munað.
Síðar á æviskeiðinu dreymdi mann
ekki nema um 20-25% nætur.
— Hverjar em ástæðurnar fyrir
því að okkur dreymir?
„Kenningamar um það em
margar og mismunandi og fara eft-
ir því frá hvaða sjónarhóli er litið.
Þekktasta kenningin er komin frá
Sigmund Freud, um að draumar séu
upplifun á duldum óskum sem mað-
ur getur ekki uppfýllt í vöku, gjarn-
an vegna siðferðislegra ástæðna.
Einnig hafa menn leitt að því getum
að hugurinn væri prófa hvernig
Helgi Kristbjarnarson,
læknir segir frá rann-
sóknum á draumum og
drómasýki eii áætla má
að 50 til 250 Islendingar
þjáist af þeim sjúkdómi
hann brygðist við ef hann stæði
frammi fyrir aðstæðum sem hann
á alla jafna ekki að venjast, t.a.m.
að einhver nákominn veiktist eða
félli frá.“
„Síðan Freud lagði fram kenn-
ingar sínar hafa margar tilgátur
litið dagsins ljós innan lífeðlisfræð-
innar,“ sagði Helgi.
„Þar eru menn að velta fyrir sér
hvort draumar geti haft einhveiju
hlutverki að gegna við skipulagn-
ingu og „festingu" minnis."
Helgi sagði að margt benti í þá
átt.
„Draumar festast jafnan ekki í
langtímaminni okkar, nema við rifj-
um þá upp. Því er það oftast ekki
nema fólk sem hefur mikinn áhuga
á draumum sem man drauma, því
það gefur auga leið að fólk sem
hefur engan áhuga á draumum rifj-
ar sjaldnast upp drauma sína nema
þeir hafi sérstaklega mikla þýðingu
fyrir það.
Eina af þekktustu kenningum í
þessa veru settu líffræðingarnir
Francis Crick og Graeme Mitchin-
son fram fyrir fáeinum árum. Hún
gengur út á að draumum sé stjóm-
að á tilviljunarkenndan hátt og með
því að setja upplýsingar inn á
gagnabankann, þar sem mikið væri
af upplýsingum fyrir, eyði maður
öðrum tiltölulega tilviljunarkennd-
um eða ómerkilegum upplýsingum.
Þetta væri m.ö.o. aðferð til að Iáta
það standa eftir sem skipti máli.
Það er hægt að sýna fram á þetta
í stærfræðilíkönum af minni og
minniskerfum. Minniskerfi heilans
em dreifð um stórt svæði í heilanum
samtímis, ólíkt tölvuminni þar sem
ákveðnar upplýsingar em á sérstök-
um stað.
Þegar draumamir eyða ómark-
ýissum upplýsingum, þá eyða þeir
um leið „fantasíum", eða draumór-
um. Crick og Mitchinson skilgreina
draumóra sem gagnslausar hugsan-
ir. Því má hugsa sér að dýr sem
dreymir lítið, t.d. grasbítamir, séu
mjög úr tengslum við vemleikann.
Rándýr em hins vegar með alla
Fyrsta einkenni drómasýki er venjulega ofsyjja
aö degi til. Það sem einkennir þessi syfjuköst er
aö þau gerast á ólíklegustu tímum, eins og t.d.
hjá þessari konu sem hefur sofnaö á meöan hún
var aÖ tala í símann. Þessir lúrar standa stutt,
oftast ekki nema nokkrar mínútur.
Svefnlömun er eitt af einkennum drómasýki, en
hún lýsir sér þannig að fólk lamast algjörlega í
svefnrofunum en hefur þó fulla meövitund.
Svefnlömun fylgja ósjaldan skynvillur og finnst þá
einstaklingnum oft sem aÖ einhver vera sé í
herberginu. Viökomandi losnar þegar i stað úr
þessu ástandi ef komiö er viö hann eÖa talaÖ til
hans.
fætur á jörðinni og markvissari í
gerðum sínum.
í framhaldi af þessu hafa Crick
og Mitchinson bent á að í raun
ætti fólk ekki að reyna að muna
drauma sína, því þá væri það að
halda í hluti sem heilinn vildi losa
sig við. Ef manninum væri ætlað
að rriuna drauma myndu þeir senni-
lega festast sjálfkrafa í langtíma-
minninu, en ekki gleymast."
Draumsvefn og ókeypis bíó
— Hvað er REMsvefn og hver
em tengsl hans við drauma?
„REMsvefn gengur eins og áður
sagði einnig undir nafninu draum-
svefn. Þegar tekið er heilarit af
sofandi einstaklingi koma upp ein-
kennandi heilabylgjur á u.þ.b. 90
mínútna fresti sem líkjast bylgjum
er koma fram hjá vakandi einstakl-
ingi. Þá er sagt að viðkomandi sé
í REMsvefni, því samfara þessu
hreyfast augun ótt og títt undir
augnlokunum (sbr. hraðar augn-
hreyfingar). Eins og áður hefur
verið greint frá er viðkomandi líkt
og lamaður, engin boð berast frá
heilaberki til beinagrindarvöðva.
Draumsvefn stendur oftast yfir í
2-60 mínútur. Þegar fólk er vakið
upp úr þessum svefni hefur það
oftast verið að dreyma og rannsókn-
ir sýna að um 80% þeirra sem eru
vaktir upp úr draumsvefni geta
sagt frá því sem þá dreymdi.
Það hefur verið sýnt fram á að
heilinn haldi mjög í draumsvefninn.
Gerðar hafa verið tilraunir erlendis
á sjálfboðaliðum þar sem þeir hafa
verið vaktir um leið og heilalínuri-
tið sýnir þess merki að þeir séu að
komast í draumsvefn. Eftir því sem
næturnar verða fleiri líður hins veg-
ar æ styttri tími milli draumsvefns-
tímabila og loks fer það svo að við-
komandi sofnar draumsvefni í
sífellu. Af þessu má draga þá álykt-
un að heilanum sé það eðlilegt að
fá sinn skammt af draumsvefni á
hverri nóttu. Hins vegar draga
mörg lyf úr draumsvefni og það
virðist ekki gera fólki neitt illt.
Þunglyndislyf eru t.d. meðal
þeirra.“ En ætli mann dreymi
ekki nema í draumsvefni?
Helgi sagði að þau fyrirbæri sem
fólk kallaði drauma, þ.e. þar sem
hægt væri að lýsa söguþræði, fyrir-
bærum og staðháttum, ættu sér
stað í draumsvefni. Hins vegar
væru til draumafyrirbæri sem ættu
sér stað í þungum svefni. Þeir
draumar væru allt annars eðlis, eins
1. stigs svefh
og draumsvefn
2. stigs svefn
Djúpur svefn
r
Klst. 1
Dæmigert svefnmynslur 20-30 ára einstaklings. REMsvefns— eða
draumsvefnslímabil eru lituö svörl.
Heilalínurit tekiö af sofandi manni. Af slíku riti er unnt aö greina merki um ýmsa svefn-
sjúkdóma, þar á meöal drómasýki.