Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
D 19
Þórarinn Eldjárn kallar draumana „ókeypis bíó" og er það vel til
fundiö. Það eru aÖallega tveir taugakjarnar sem sjá um
„bíósýningarnar", annar (merktur GTF, Gigantocellular Tegmental
Field) sendir látlaust myndir inn í sjónbrautina en hinn (merktur
NC, Nucleus Ceruleus) stöövar sýningarnar þegar viö á, þ.e. í
djúpsvefni og vöku.
Sjónbrautin liggur síðan til sjónbarkar (SB) sem er í hnakkablaöi
heilans.
konar tilfinningar sem væru á
sveimi í huganum. Það gæti verið
gleðitilfinning eða óhugnaður.
„Þegar börn vakna upp af værum
blundi, mjög hrædd og gráta óskap-
lega, þá er það venjulega svokallað-
ar andfælur. Börnin
hafa þá upplifað eins
konar óhugnað í djúpa
svefninum og geta
ekki útskýrt hvers
vegna þau vöknuðu."
—Hvað gerist í hei-
lanum þegar mann
dreymir?
„Það eru tveir
kjamar í miðheila sem
hafa með draumsvefn
að gera. Annar hefur
það verkefni að búa
til drauma, en hinn
hefur því hlutverki að
gegna að halda aftur
af fyrri kjarnanum.
Þegar „draumakjarn-
inn“ verður virkur,
sendir hann boð inn í
sjóntaugina og aftur
í sjónbörk heilans. Við
sjáum því það sem
Þórarinn Eldjárn kall-
ar „ókeypis bíó“. Þeg-
ar þetta gerist verður
alger slökun í líka-
manum. Þetta hefur
eflaust þann tilgang
að hvíla líkamann, en
jafnframt hlýtur heil-
inn að vera að hindra
líkamann í að lifa upp
drauma sína. Það eru
í raun einungis önd-
unarvöðvar, ósjálfr-
áða taugakerfið og
augnvöðvarnir sem
eru virkir meðan á
þessu svefnstigi
stendur."
Drómasýki
—En hvað ef þessi
stjórnun á
draumsvefni bilar?
„Þá kemur upp
ástand sem við köllum
drómasýki, en
sjúkdómurinn kallast
narcolepsia á erlendri
tungu. Þá ryðjast
draumar inn í
vökuástandið."
—Hver er tíðni þessa sjúkdóms
og hvað hafa margir íslendingar
greinst með einkenni drómasýki?
„Talið er að tíðni sjúkdómsins sé
u.þ.b. 2-10 af hverjum 10.000
einstaklingum. Þetta þýðir að hér
á landi ættu að vera um 50-250
með sjúkdóminn sem er svipuð tíðni
og við mænusigg (MS). Hér á landi
hafa 30—40 greinst með
sjúkdóminn.“
Orsakir drómasýki
Aðspurður um orsakir
sjúkdómsins kvað Helgi það ekki
hafa tekist að sýna fram á beinar
skemmdir i heila þessa fólks.
„Við vitum hins vegar að allir
sem hafa þennan sjúkdóm eru af
ákveðnum veíjaflokki sem nefnist
HLA DR2. Vefjaflokkakerfið er
ónæmiskerfi líkamans er komið frá.
Annað hvort er genið fýrir
sjúkdómnum staðsett þar, eða þá,
sem er ekki síður líklegt, að
sjúkdómurinn sé tilkominn vegna
veirusýkingar og eingöngu fólk með
þessa tegund af
ónæmiskerfi geti
sýkst af veirunni.
Þessi breyting hlýtur
að vera ákaflega lítil,
vegna þess að þetta
fólk er að öllu öðru
leyti eðlilegt."
—Kemur fólk þá til
ykkar á Geðdeildinni
þegar einkenna
verður vart?
„Það er alla vega.
Þeir koma til okkar,
svo er líka algengt að
aðrir læknar vísi þeim
til okkar. Ég vil
gjarnan láta það
koma fram að telji
einhver sig hafa þessi
einkenni eða þekkir til
fólks sem hefur þau
skal sá hinn sami ekki
hika við að hafa
samband við okkur.
Einkenni
drómasýki koma
venjulega upp úr
tvítugsaldri.
Venjulega greinist
sjúkdómurinn ekki
fyrr en eftir 5-10 ár,
sjúkdómseinkennin
virðast versna jafnt
og þétt þangað til
ákveðnu marki er náð,
venjulega um fertugt.
Eftir það er eins og
hann standi í stað.“
En að lokum,
hvemig skyldi
greiningu og meðferð
við sjúkdómnum vera
háttað? Helgi sagði
að til þess að fá fram
ömgga greiningu
þyrfti jafnan að taka
svefnheilarit. Það
væri ekki aðeins
nauðsynlegt til að
greina sjálfan
sjúkdóminn heldur
einnig til að sjá hvort
um einhverja
hliðarsjúkdóma sé að ræða í
svefninum sem gætu haft áhrif á
meðferð. Önnur greiningaraðferð
byggði á vefjaflokkun, þar sem
tekið væri blóðsýni úr sjúklingnum.
Ef viðkomandi væri ekki í
fyrrgreindum vefjaflokki mætti
útiloka drómasýki.
Helgi kvað meðferð á
sjúkdómnum mikið byggjast á
einkennum og sögu sjúklingsins.
Sumir sjúklingar hefðu svefnlömun,
aðrir syíjuköst og væm lyfin við
þessu tvennu ólík. Hins vegar benti
Helgi á að lyfjameðferð væri ekki
æskilegasta meðferðin við
drómasýki og nauðsynlegt væri að
takmarka lyfjanotkun við þá sém
væm illa haldnir af sjúkdómnum.
Ástæður fyrir því væm einkum þær
V6S, 5IR, I UNPER5TANP...
VOU'RE 60INÓ TO TEST
ME F0R NARCOIEPSV
BECAU5E I FALL ASLEEP
IN SCH00L ALL THE TIME
Já, hcrra, cg skil... Þú icllar
að prófa hvorl ég cr haldin
svcfnsjki af því að ég sofna
allLaf i línuim.
Ég hefl verið að lcsa ura
svcfnsýki i þcssura baíklingi.
Nei, hcrra... ég kláraði
hann ckki...
tg sofnaðl úl frá honura.
að sjúklingar mynduðu gjarnan þol
gegn lyfjunum.
Helgi skipti einkennum
drómasýkinnar niður í sex
meginflokka.
I 1. Ofsyfja að deginum.
„Þetta er venjulega fyrsta ein-
kennið um drómasýki. Fólki fmnst
það vera syfjað og orka lítið og
getur þetta síðar þróast út í það
að fólk á erfitt með að halda sér
vakandi. Heildarsvefntími á sólar-
hring er venjulega eðlilegur, en það
er þessi stöðuga syfja og þörf fýrir
að sofna við ólíklegustu aðstæður,
sem er óvenjuleg. Þetta fólk sofnar
e.t.v. í miðju samtali, á fundum, við
matarborðið eða á meðan það bíður
eftir grænu ljósi við gatnamót. Oft-
ast varir þessi svefn mjög stutt,
yfirleitt ekki nema nokkrar mínút-
ur.“
■ 2. Skyndilömun.
„Oft er talað um að fólk lamist
af geðshræringu eða lyppist niður
úr hlátri. Þetta gerist bókstaflega
hjá þeim sem eru drómasjúkir.
Þetta stendur í sambandi við það
að einstaklingurinn fer niður að
draumsvefnstigi og lamast þá vöð-
varnir af fyrrgreindum ástæðum.
Skyndilömunin getur komið vegna
tilfinningaálags, streitu eða þreytu.
Algengasta ástæðan er tilfinninga-
sveiflur sem tengjast hlátri eða
reiði, t.d. við að segja brandara eða
við mikla geðshræringu. Það er
mjög heftandi fýrir drómasjúka að
geta aldrei komist í tilfinningalegt
uppnám án þess að eiga á hættu
að lamast skyndilega.
Margir sjúklingar með drómasýki
geta ekki stundað keppnisíþróttir
vegna þess að þeir eiga á hættu
að missa vöðvakraft þegar mest á
reynir.
Oftast getur sjúklingur gert sér
grein fyrir yfirvofandi kasti og því
er óalgengt að drómasjúkir meiði
sig þegar þeir detta.“
■ 3. Svefnlömun.
„Svefnlömun er algjör lömun sem
verður í svefnrofunum. Þetta getur
komið fyrir bæði þegar fólk er að
sofna og þegar það er að vakna.
Fólk getur ekki tjáð sig á nokkum
hátt og verður stundum ofsahrætt
þar sem það er gjörsamlega hjálpar-
vana.“
I 4. Skynvillur í svefnrof-
um.
„Þetta gerist næstum alltaf í
byijun svefntímabils og getur kom-
ið upp hvenær sem er sólarhrings-
ins. Viðkomandi finnst hann oft
vera lamaður og fær síðan á tilfinn-
inguna að einhver ógnandi vera sé
í herberginu hjá honum. Þetta get-
ur verið skrímsli, dýr eða mann-
eskja. Oft heyrir hann í fótataki eða
brothljóð, eins og sé verið að bijót-
ast inn. Oftast eiga þessar skyn-
villur við nánasta umhverfi.
Svefnlömun og svefnrofaskyn-
villur koma einstaka sinnum fyrir
hjá 15—50% af heilbrigðu fólki. Þá
eru skynvillurnar jafnan vægari.“
■ 5. Óvær svefn.
„Óvær svefn er algengur hjá
drómasjúkum og tengist oft svoköll-
uðum kæfisvefni, en það eru slæm-
ar hrotur sem valda af og til öndun-
arstöðvun. Þetta veldur því að við-
komandi nær ekki að sofna djúpt.
20% drómasjúkra karla hafa ein-
kenni um kæfisvefn. Hjá konum
fara þessi einkenni hins vegar ekki
saman.“
■ 6. Ósjálfrátt atferli.
„Þetta lýsir sér í því að viðkom-
andi gerir einhvern hlut þveröfugt
við það sem hann ætlaði að gera.
Dæmi má taka um mann sem ekur
til einhvers staðar sem hann ætlaði
sér alls ekki að fara til. Dæmi eru
um að fólk aki heim frá vinnu og
vaknar allt í einu upp í allt öðrum
bæjarhluta en þeim sem það býr í.
Reglan er sú að þetta fólk man
ekki hvað hefur komið fyrir þegar
kastinu lýkur. Þetta getur valdið
ómældum áhyggjum og ráðleysi."
Okkar landsþekkta víkingaskip er hlaðið
gómsætum réttum þannig að allir finna
eitthvað ijúffengt við sitt hæfi fyrir jólin.
Þegar þú borðar af víkingaskipinu,
þá stjórnar ÞÚ þjónustuhraðanum.
Jólahlaðborðið samanstendur af eftirtöldum réttum:
Hreindýrapaté, graflambi, síldarsalati, kryddsíld eða
marineraðri síld, blönduðu sjávarréttapatéi, sjávar-
réttum í hlaupi eða súrsætum rækjum, marineruð-
um hörpudisk, ostafylltum silungsflökum, reyksoðn-
um laxi, gröfnum silungi, reyktum laxi, hrein-
dýrabuffi, heitu og köldu hangikjöti, jafningi og
hvítum kartöflum, heitu grænmeti, heitum sjávar-
rétt í hvítvínssósu, eplaköku, hrísgrjónabúðing,
laufabrauði, piparkökum, ostabakka, úrvali af með-
læti, brauði, smjöri, ostum, kexi, ávöxtum o.fl.,o.fl.
Og auk þess bjóðum við gómsæta grísasteik af
silfurvagni með rauðvínssósu alla daga.
Verð pr. mann aðeins kr. 995.-
Barnahlaöborðið, þar sem börnin velja sér
að vild á sunnudögum:
Heitir kjúklingar, coctailpylsur, franskar, lambakjöt,
meiriháttar ís frá kokknum.
Öll börnin fá óvæntan glaðning frá starfsfólkinu.
Verð fyrir börn að 12 ára aldri kr. 500.-
Frítt fyriryngstu börnin.
Á kvöldin býður Blómasalurinn uppá fjölda sérstæðra
sérrétta sem allirsannirsælkerarættu að bragða.
Borðapantanir í síma 2 23 22.
Vid hótelið, sem er í
alfaraleið, er ávallt
fjöldi bílastseAa.
P.S. Og auAvitaA
kynnast útlendingar
íslenskum mat best
af Víkingaskipinu.
,, Heimur útaf fyrir sig “
v
FÚVGLEIÐA jfflÞ HO.TEL