Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 20
20 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 Ámi Óskar í dálkunum um dæg- urtónllst hér f sunnudagsblaðinu hafa bæðl Sveinn Guðjónsson og Árni Matthfasson fjallað um stöðu dægurla- gatextans um þess- armundir. Blaðlðfór þess ð lelt vlð Árna Óskarsson bók- menntafrœðlng að hann rýndi nokkuð f sögu dægurlaga- textans og tækl dæml um þróunlna frð bókmennta- fræðilegu sjónar- horni. AF RETTUNUM eftir Árna Óskarsson Það er eiginlega fráleitt að íjalla um dægurlagatexta eina og sér. Þeir eru oftast nær samdir í kringum ákveðna hrynjandi, takt og hljóma sem eiga stóran þátt í þeirri merkingu sem þeir öðlast hið innra með okkur. Berstrípaður textinn á blaði er einkennilega ófullburða; ef við þekkjum lagið og útsetninguna fer það strax að hljóma með inni í höfuðskeljunum. Dæg- urlagatextinn hittir ekki lesandann fyrir einan á ann- arlegri strönd, það er alltaf einhver skarkali á bak við. Orðin í textanum fá alltaf aukamerkingu frá tón- listinni. Sumir eru líka þeirrar skoðun- ar að ekki eigi að heyrast meira í söngröddinni en hverju öðru hljóðfæri í hljóm- sveitinni. Einhveiju sinni fyrr á árum var Mick Jagger spurður að því af hveiju hann muldraði text- ana þegar hann tæki upp plötur. Hann svaraði: „Það er þegar kemur að vondu línunum. Ég á við, ég held ekki að textarnir séu svo mikil- vægir. Einhvern tíma á yngri árum las ég grein eftir Fats Domino sem hafði mikil áhrif á mig. Hann sagði: „Maður á aldrei að syngja textann mjög greinilega." Og oft er það þannig að ekki heyrist nema hrafl úr textanum, en nóg til þess að skapa ákveðin hughrif og leysa ímyndunarafl hlustandans úr læð- ingi. Frægustu textahöfundar rokks- ins gera gjarnan lítið úr kveðskap sínum. „Þetta er rusl,“ sagði Jagg- er um texta Rolling Stones og Bob Dylan kallaði sjálfan sig í mestu hógværð „bara mann söngva og dansa“ þegar menn reyndu hvað ákafast að búa til úr honum spá- mann. Það er viss tilhneiging til að forðast að taka rokktexta of alvarlega, eða öllu heldur að kippa þeim út úr sínu eðlilega samhengi. ( Rokktextinn á sér rætur í gamla svarta blússöngnum, kveðskap sem fjallar um frumhvatir mannsins (einkum hinar kynferðislegu), oft á safaríku dulmáli. Með rokkinu verð- ur tónlistin ennþá ágengari og meira æsandi og ýmsar nýjungar koma fram í textunum. Chuck Berry fjallaði um ástina í daglegu umhverfi stórborgarinnar og beitti venjulegu talmáli á alveg nýjan hátt. í kvikmynd sem gerð var um 70 ára afmælistónleika hans fyrir eð ) S.h. draumur reynsluheimur hermanna og hippakynslóðar. Chuck Berry — . fjallar aðeins um | bíla, skóla og ástina Megas —nýogtær angui-værð. SAÁC/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.