Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 D 23 Trygginga- félögin forðast „alnæmis- löndin" Svo getur farið, að fólk, sem býr í Afríku í einhvern tíma eða fer þangað oft í viðskiptaerindum, komist brátt að raun um, að tryggingarfélögin vilji ekki selja þeim líftryggingu. Það er óttinn við alnæmið, sem veldur því. Sum helstu tryggingarfélögin í Bretlandi hafa einnig í huga að neita þeim um viðskipti, sem búa á ákveðnum stöðum í Bandaríkjun- um, og líftryggingarumsóknir þeirra, sem ferðast reglulega til svokallaðra áhættusvæða, verða teknar til gaumgæfilegrar athugun- ar. Geoff Coley, aðstoðarforstjóri Mercantile & General, stærsta end- urtryggingarfélagsins í Bretlandi, spáir því, að innan 15 ára verði líftryggingarstarfsemi liðin undir lok í Afríku en talið er, að allt að 15% fullorðins fólks þar séu smituð. Hill Samuel Life og Crusader Life, sem voru til skamms tíma meðal þeirra fáu, bresku tryggingarfé- laga, sem tryggðu útlendinga í Afríku, hafa nú hætt viðskiptum við þá, sem búa í Vestur-, Mið- og Austur-Afríku. Sun Alliance vísar jafnvel burt fólki, sem ætlar aðeins að vera í skamman tíma í Afríku eða á ákveðnum stöðum í Banda- ríkjunum, og athugar vel umsóknir þeirra, sem fara oft til þessara heimshluta. Þessi afstaða endurtryggingarfé- laganna, sem baktryggja venjuleg tryggingarfélög, skiptir miklu máli því að þau eru einfaldlega að leggja tryggingarfélögunum lífsreglurnar. Peter Brading, einn af forstjórum Sun Life, bendir á, að sjúkrahús og aðrar heilsugæslustöðvar í sum- um Afríkulandanna séu sjálfar helsta uppspretta smitunarinnar og Coley bætir því við, að enginn viti í raun hve slæmt ástandið er. „Yfir- lýsingar stjómvalda í þessum ríkjum stangast nefnilega verulega á við þær upplýsingar, sem koma frá læknum og öðru hjúkrunar- fólki.“ -TERESA HUNTER UR ELDINUM TIL ÍSLANDS EINAR SANDEN Endurminningar Eðvalds Hinrikssonar skráðar af Einari Sanden. Óvenjuleg og ótrúleg bók um ævi Eðvalds Hinrikssonar, föður þeirra Atla og Jóhannesar. Eðvald er Eistlendingur og sem foringi í verndarlögreglu föðurlands síns lenti hann á stríðsárunum í úti- stöðum, bæði við Rússa og Þjóðverja. Það kom í hans hlut að yfirheyra skæðan Rússneskan njósnara. Vegna mikilvægrar vitneskju sem Eðvald komst þá yfir var hann hundeltur af Rússum. Flótta hans lauk á íslandi en þar með var ekki öll sagan sögð. Hér var hann ofsóttur í blöðum. Úr eldinum til íslands er viðburðaríkari en margar spennusógur. AVISAGA EÐVALDS HINRIKSSONAR eymondssoi OG FIÐ R tisaeðlur, fljúgandi skriðdýr og aðrar furðuskepnur — undraheimur sem eitt sinn var. Þessi fyrirbæri vekja ótal margar spurningar. Hvers vegna urðu risaeðlurnar aldauða? Hver er uppruni mannsins? Vísinda- menn hafa skyggnst með spæjara- augum aftur í gráa forneskju og svara spurningum. Fjarlæg fortíð verður lífi gædd á litríkum myndum, kortum og línuritum. Þetta er saga hnattarins okkar milljónir alda. ISLÍSSKA AUCL ÝSINCASTOFAN HF RUiiMluVji IÐUNN Brœðrabjorgarstíg 16 ■ sími 28555

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.