Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 26

Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 26
26 D MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 SKY-CHANNEL RYÐUR SÉR TIL RÚMS Sendingar nást í rúmlega 500 íbúðum Samgönguráðuneyti hefur aðeins veitt sex leyfl í rúmlega 500 íbúðum, langflestum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, er nú hægt að ná sendingum Sky-Channel-stöðvarinnar. Meirihluti íbúð- anna tengist stöðinni gegnum kapalkerfí í blokkum. Að sögn Vals Kristóferssonar hjá Verkbæ, sem er annar umboðsaðila Sky- Channel, ijölgar áskrifendum jafnt og þétt. Auk Verkbæjar er Kapai- tækni á Seltjarnarnesi með umboð. Valur segir áhorfendur hafa látið vel af dagskrá stöðvarinnar. Ekkert áskriftargjald er en til að ná sendingum stöðvarinnar þarf móttökudisk, sem kostar um 120.000-130.000 kr. U mboðsaðilar veita sín leyfi en samgönguráðuneytið verður að gefa út leyfi fyrir diskum. Að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur, deildar- stjóra í samgönguráðuneytinu, hafa aðeins verið gefin út sex leyfi en Qöldi umsókna liggur fyrir. Lang- stærstur hluti þeirra, sem nái send- ingum Sky-Channel, hafi ekki leyfi . til þess. Dagskrá Sky-Channel er mis- löng; hefst á bilinu kl. 5.30-12 á morgnana og stendur til rúmlega 2 á nætumar. Þá taka við tvær næt- urrásir með uppfyllingarefni, önnur með sígildri tónlist og hin með leik- inni tónlist og kyrrmyndum. Aðal- uppistaða dagskrárinnar er popp- tónlist, íþróttir og alls kyns mynda- flokkar. Um áramót verða gerðar miklar breytingar á dagskránni. Rásunum verður fjölgað í fjórar auk næturrásanna. Þá verður boðið upp á kvikmyndarás, fréttarás, íþróttar- ás og svo Sky-Channel-rás með svipuðu sniði og verið hefur. Rásirn- ar munu senda út um 18 tíma á sólarhring hver. Dæmi úr dagskrá er frá síðustu heigi. Dagskrá laugardags hófst kl. 7 með bamaþætti; teiknimyndum og fleiru. Þá tóku við lög af vin- sældalistum, þáttur um popptónlist og svo kanadískur poppþáttur. Að loknum þessum þremur þáttum um popptónlist var þáttur um nýja tón- list og tísku. Knattspyrnumót í Ástralíu, þáttur um bílasport og breski vinsælöalistinn tóku svo við. Er leið að kvöldmatartíma var boð- ið upp á ævintýraþátt og framhalds- þátt úr villta vestrinu. Að þeim loknum var þáttur um fjöl- bragðaglímu, sakamálaþáttur, íþróttir, spennumynd og poppþátt- ur. Á miðnætti tók við framhalds- myndaflokkur, þar á eftir heimilda- mynd og svo leiklistarþáttur. Er klukkan átti eftir fimmtán mínútur í þrjú lauk dagskránni og við tóku næturrásirnar tvær. Þá voru sendar út tveggja mínútna fréttir og veður- fregnir ijórum sinnum á sólarhring. Virka daga eru fréttatímarnir sjö talsins. Ólafur Guðmundsson íbúi í fjöl- býlishúsinu í Æsufelli 4 er einn þeirra er ná sendingum Sky- Channel. Á húsfundi fyrir rúmu ári var samþykkt að auka fjölbreytni sjónvarpsefnis með því að kaupa móttökudisk. Kostnaður var liðlega 1.000 krónur á íbúð. Ólafur segir dagskrána mjög fjölbreytta en hún höfði þó ekkert sérstaklega til sín. Aftur á móti viti hann af mörgu eldra fólki sem hafi gaman af því að horfa á gamlar bíómyndir og fleira sem boðið er uppá. „Ég horfi aðallega á Stöð 2, þó það komi fyr- ir að ég skipti yfir á Sky-Channel. Tilkoma móttökudisksins hefur ekki orðið til þess að ég horfi meira á sjónvarp, ég skipti frekar á milli stöðva. Það er hreinlega ekki hægt að sitja yfir sjónvarpi allan sólar- hringinn.“ ÍSLENSKAR FRÉTTASTEFNUR 3 Fréttatímar eiga ekki að vera niðurdrepandi - segir Sigurveig Jónsdóttir, aðstoðarfréttastjóri Stöðvar 2 Fréttastofa Stöðvar 2 hefur dafnað vel á þeim rúmum tveimur árum sem hún hefur starf- að. Gróskan í starfi hefur verið meiri en nokkurn dreymdi um. Deilur leiðandi manna, hurðaskellir og uppsagnir sem aðrir fjölmiðlar hafa gert sér mat úr nýverið, eru óhjákvæmilegir vaxtarverkir stofnunar sem á hefur að skipa einörðum og þijóskum fréttamönn- um. Tvö ár er ekki langur tími í samanburði við þær tvær aldir sem menn á Vesturlöndum hafa burð- ast við að skrifa og segja fréttir. Að líkindum eru þessi tvö ár þó heil eilífð í huga fréttamanna á Stöð 2 þegar þeir hugsa um hversu mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því þeir í upphafí ræddu sín í milli um það hvernig þeirra fréttir ættu að vera. Spjall við Sigurveigu Jónsdóttur, aðstoðarfréttastjóra Stöðvar 2, bar þess merki að fréttastefnur hefðu einhverntíma verið þar á dagskrá. Stöð 2 vill hafa öðruvísi fréttir, — það er nokkuð ljóst, en hvemig öðruvísi er óljósara. Að sögn Sigurveigar leitast fréttamaður Stöðvar 2 við að greina landslýð frá öllu því sem máli skiptir að þeirra mati. Þeir vilja frekar ræða við almúgamann- inn en sérfræðinginn eða stjórann, svo framarlega sem það rýrir ekki upplýsingagildi fréttarinnar. Þeir reyna einnig að „sýna“ fréttirnar, — nýta myndmálið og þeir reyna að takmarka sig við 2 mínútur. Fréttatímarnir eiga einnig að hafa eitthvert skemmtigildi. „Ahorfend- ur eiga ekki að standa upp eftir fréttir og hafa það á tilfinningunni að veröldin sé að líða undir iok,“ segir Sigurveig. „Fréttatíminn á ekki að vera of þungur, ekki of alvarlegur og ekki of niðurdrep- andi. Það verður að vera eitthvað jákvætt," sagði hún ennfremur. í þessum hugmyndum leynist sú afstaða að fréttir skuli vera eins og hvert annað sjónvarpsefni sem eigi að líta svona eða hinsegin út og eigi að hafa tiltekin áhrif á áhorfendur. Með öðrum orðum, sjónvarpsfréttaþáttur er ekki að- eins yfirlit yfir helstu atburði líðandi stundar og í hann veljast atriði ekki einungis með hliðsjón af mikilvægi atburðanna heldur einnig miðlunarmöguleikum. Þetta er að sjálfsögðu engin ný speki, — sjónvarp er sjónvarp og þegar bet- ur er að gáð þá liggur þarna að baki fleyg tilvitnun úr frumspeki fjölmiðlunar sem útleggst á þá leið Morgunblaðið/Sverrir Sigurveig Jónsdóttir: „Við viljum vera öðruvísi." Við samanburð á aðalfréttatímum Sjónvarps, Útvarps og Stöðvar 2 dagana 14.—19. nóvember kom m.a. I ljós að: I Fréttamat fréttastofanna er ólíkt ■ Heildarsvipur aðalfréttaþátta er óljós I Fréttagildi íslenskra fréttamynda er rýrt ■ Fréttaval Stöðvar 2 er frábrugðið fréttavali Útvarps og Sjónvarps ■ Fréttameðferð Stöðvar 2 er leikrænni en hjá Sjón- varpinu að miðillinn sé boð- skapurinn. Það sem er athyglisvert í þessu sambandi er að á Stöð 2 virð- ast menn sáttir við þetta eðli miðilsins og vilja færa sér það í nyt. Einhugur í þessum efnum er að líkindum vandfundinn á öðrum stórum fréttastofum hér á landi. Þó svo stöðvarmenn vanti ekki viljann þá láta verkin á sér standa eða eins og Sigurveig komst að orði þá er oft erfitt að framfylgja fréttastefnunni. Sú meginregla er t.d. við lýði að enda hvem frétta- þátt á stuttri og myndrænni frétt til þess að gefa þættinum nota- legri áferð. Hins vegar reynist það metnaðarfullum fréttahaukum stöðvarinnar oft erfitt að fórna einhverri „mikilvægri" frétt fýrir grínið þegar ljóst er að út úr ætlar að flæða og því gerist það yfirleitt ekki. Margvísleg önnur fram- kvæmdaatriði koma einnig oft í BflKSVID eftir Asgeir Friðgeirsson veg fyrir að frétta- t.ími verði eins og best væri á kosið. Sem dæmi má nefna að þó Stöð 2 vilji leggja áherslu á myndrænu hliðina þá var frétta- gildi innlendra mynda stöðvarinnar mjög rýrt þá viku sem athugunin fór fram. Sigurveig sagði að í umræddri viku hefðu verið margar harðar fréttir sem erfitt hefði ver- ið að fjalla um á myndrænan hátt, — þ.e. .að erfitt hefði verið að sýna á skjánum Hafskipsmálið, vanda fiskvinnslunnar eða þjóðargjald- þrot Steingríms svo dæmi séu tek- in. Annað sem hún nefndi var að fréttamennirnir eyddu bróðurpart- inum af vinnudeginum í fréttaleit og því gæfist þeim minni tími til úrvinnslu en æskilegt væri. „En svona er þetta nú á fámennri fréttastofu," sagði Sigurveig Jóns- dóttir og yfir andlit hennar færðist umburðarlynt bros. Um sjálfstæðar holugerðir og annað þrugl Blaðamaður sem þurfti fyrir skemmstu að koma því á framfæri við lesendur sína að tiltekin ráðstefna yrði haldin um aðra helgi frá birtingu fréttarinnar réði ekki við það. Islenskan hans var ekki beysnari en þetta. Væntan- lega hefur hann klórað sér í hausn- um og jafnvel vaðið um gólf í tals- verðu uppnámi. Eitthvað varð þetta að heita. Og hver var útkoman? Jú, _hann kom sér aftur að skrifborðinu og mataði okkur lesendur sína á eftirfarandi fróðleik: „Athyglisverð ráðstefna i viðskiptalífinu verður haldin um þar næstu helgi." Annar garpur sem er lausamaður á öðru blaði og brá sér í ökuferð utanbæjar færði okkur að svo búnu meðal annars þau merku tíðindi um daginn í helvítamikilli grein að um hríð .hefði hann ekki getað ekið „eftir hiutfallslega sléttum hjólför- um“ og að seinna hefði „fjöldi sjálf- stæðra holugerða“ orðið á vegi hans. En þetta kom samt ekki að sök, fullvissaði hann okkur um. Bíllinn hans var nefnilega búinn þeim kostum sem gerðu hann „létt- ari í öllu viðmóti til.ökumanns". Já, og vel á minnst: „Á Hellisheiði var vonum framar nógur snjór.“ Loks er þess að geta (og verður látið duga að sinni) að í frásögn af tjóni í fiskeldisstöð á dögunum rakti blaðamaðurinn ástæðuna til „mikillar flóðhæðar sjávar" eins og hann orðaði það svo fagmannlega. Öllum getur orðið á, satt er það, og vissulega eru dæmin hér á und- an ali hrikaleg en það gerist samt bölvanlega auðvelt hér heima að komast upp með það að vera skussi í blaðamannastétt. Þetta er orðin þvílíkur aragrúi af öllum stærðum og gerðum af fólki. Meðlimir Blaða- mannafélagsins telja nú víst hálft górða hundrað en voru ekki mikið fleiri en tuttugu talsins þegar undir- ritaður gekk í slaginn. Þá glotti hálf þjóðin þegar ágætum félaga okkar varð það á í fljótfæmi að láta kennaragarminn sem pompaði niður um ísinn á Tjörninni „halda sér í vökina". Nú flissa menn ekki einu sinni hvað þá þeir súpi hveljur þegar fréttahaukur (nema fálki sé rétta orðið) ber fyrir okkur eftirfar- andi óskapnað: „Erlendur sagði að þegar kom í ljós að Hjörtur vildi ekki beygja sig fyrir þeim, heldur stóð á sínum rétti, þá var hann neyddur til að segja upp.“ Stundum læðist raunar að manni sá grunur að sullukollarnir séu naumast með réttu ráði. Ég hef í huga hörmungar á borð við það þegar blásaklaus stúlka er gerð að athlægi með því að láta hana „ryðja sér til rúms“ í starfi, sem átti víst að skilja þannig að hún hefði skar- að framúr; ennfremur á ég í fórum mínum úrklippu þar sem ráða má af samhenginu að þar sem snilling- urinn skrifar um aðra stúlku að „stígurinn" hjá henni hafl „tekið stefnu ofar“ þá þykist hann vera að upplýsa okkur um að umrædd stúlka hafí sett markið hærra. Stéttin á auðvitað margt ágætra penna og henni leggjast til allrar guoslukku árlega til nýliðar sem er það metnaðarmál að skrifa að minnsta kosti þokkalega og helst vel þegar tími leyfir. En ég vík samt ekki frá því að skussarnir eigi of auðvelt uppdráttar. Eflaust þætti ekki nema gustuk að rétta þeim járnsmíðanema pok- ann sinn sem aldrei lyfti svo sleggju að hann missti hana ekki samstund- is oná tærnar á sér. Þá yrði sá kokkur aldrei farsæll í starfi sem sífellt sullaði blásýru út í súpuna. Langlundargeð er svo sem ágætt út af fyrir sig eins og sagt er og fyrirgefningin er eflaust Drottni þóknanleg. En óttalega er samt grunnt á morðingjanum í manni þegar maður opnar í mesta mein- leysi blað og rambar á vísdóm á borð við þann sem mér áskotnaðist ekki alls fyrir löngu í smáfrétt úr spítalalífinu. Nefnilega: „Auk þess ræður próf- ið eitt út af fyrir sig ekki því hvort viðkomandi telst vera veikur, heldur hvort hann er veikur.“ Gfsli J. Ástþórsson t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.