Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 27

Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 27
U dX L • ........ ö>;áuiwú?MAJKMWUCRn:'aioAjaMUDflóM' ' MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 D 27 FÓLK í fjölmiðlum ■ Jólin eru nú á tímum hvorki hátíð barna né verslana heldur sjónvarpsstöðva. Is- lensku stöðvarnar vanda sér- staklega til hátíðardag-skrár og er íslenskt efni í hávegum haft. Sá galli er á gjöf Njarðar að vandaðasta efni stöðvanna tveggja er yfirleitt sýnt á sama tíma. Fyrsti þáttur Nonna og Manna, Ágústs Guðmundsson- ar, hefst að kvöldi jóladags í Sjónvarpinu fímmtán mínútum á undan leikinni heimildar- mynd Stöðvar 2 og Vöku/Helgafells um Halldór Laxnes. Einnig verður nútima útfærsla á Djáknanum á Myrká sýnd annan í jólum í Sjónvarp- inu þegar Ólafúr Jóhann Ólafs- son verður í slagtogi við Stöðv- arstjóra. Að kvöldi nýársdags verður seinni hluti heimildar- myndarinnar um Laxnes síðan sýndur á sama tíma og íslenska leikritið Pappírs Pési og ný heimildarmynd um Jökulheima verður á dagskrá Sjónvarps. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum var þessum þáttum ekki viljandi stillt upp gegn hver öðrum heldur réð þarna tilvilj- un ein. ■ Félagar í Blaðamannafé- lagi íslands eru nú orðnir yfir 400, en það var blaðamaður og ritsljóri Eystra Horns í Horna- firði, séra Baldur Kristjánsson, sem fékk það félaganúmer í skírteini sitt. GífúrlegQölg- un hefúr orðið á félagaskrá BÍ, og á einu ári fjölgaði þeim um 50 manns. Skýr- ingin á þessari Qölgun er einkum sú, að í fyrsta lagi hafa fréttamenn og annað Qölmiðlafólk á nýju miðlunum, útvarpsstöðvum og Stöð 2, gerst félagar í BI, og í öðru lagi hafa blaðamenn og frétta- menn, ekki síst út á landi sem vinna meira og minna við fréttaöflun og greinaskrif, gerst félagar. Sú ákvörðun stjórnvalda að binda lánsrétt úr húsnæðissjóðum ríkisins við félaga í lífeyrissjóðum sem kaupa skuldabréf af Húsnæðis- stofnun, hefúr einnig stuðlað að þessari fjölgun. ■ Kvikmyndagerðarmaður- inn Helgi Felixson hjá Plús- Film er þessa dagana að ljúka við heimildarmynd um „sænsku mafíuna" sem hann vinnur fyr- ir Sjónvarpið. Myndin byggist aðallega á viðtölum auk leik- inna atriða. Hún fjallar um þann hóp íslendinga sem fór í nám til Svíþjóðar upp úr 1968 og sneri heim með nýjar skoð- anir, sem mörgum þóttoi æði byltingarkenndar. Voru náms- mennirnir gjarna nefndir „sænska mafían“. Gert er ráð fyrir að þátturinn verði tilbúinn til sýninga um áramót en óvíst er hvenær hann verður sýndur. Helgi hefúr unnið nokkra þætti fyrir sjónvarp, m.a. um Halld- óru Briem. Þá vinnur hann nú að þætti um þorskastríðin. Borga aðeins fyrir það sem hotfi er á IBandaríkjunum gerir sérstök þjónusta sjónvarpsáhorfendum kleift að borga aðeins fyrir það efni, sem þeir vilja horfa á. Á síðustu 12 mánuðum hefur heimilum, sem notfæra sér þessa þjónustu (en hún kallast pay-per- view television), fjölgað úr fimm milljónum í 10 milljónir og því er spáð að 40 milljónir heimila muni nota hana 1996. Áhorfendur fá dagskrárkynningu í hvetjum mánuði og geta valið úr kvikmyndir, þætti í beinni útsend- ingú og íþróttaefni, sem þeir kæra sig um að horfa á. Síðan fá þeir senda reikninga fyrir hvern þann þátt sem þeir horfa á. Þessi þjónusta nemur aðeins tæp- um tveimur af hundraði kapalsjón- varps-markaðarins, sem er metinn á 13 milljarða dollara á ári. Hún getur hins vegar orðið ábatasöm fyrir eigendur kapalsjónvarps, kvik- myndaver, forsvarsmenn íþrótta- móta og fleiri aðila, sem skipta megninu af tekjunum á milli sín. Heimspressan heim, samdægurs Islenskum lesendum alþjóðaútgáfú Firmncial Times er nú boðið upp á það nýmæli, að fá blaðið heim samdægurs. Það er Boðfélagið sem býður þessa þjónustu og auglýsti það nýverið eftir blaðberum. Alls verða þeir um 40-50 og hafa nokkrir þegar hafið störf. Einar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Boðfélagsins, segir áskrifendurna rúmlega 200, flesta í Reykjavík. Mesta þörfin sé á blaðberum í úthverfin, t.d. Breið- holt. Einar segir félagið heldur óska eftir fullorðnum í blaðburðinn þó börnin muni einnig bera út. Ágæt- lega hafi gengið að ráða blaðbera, þó enn sé hörgull á þeim í úthverf- in. Blaðburðinum á að vera lokið fyrir kl 19. Boðfólagið hefur um nokkurt skeið flutt inn alþjóðaútgáfur nokk- urra stórblaða með svokallaðri hraðþjónustu; m.a USA Today, Wall Street Journal og nokkur spænsk og ítölsk blöð. Þau hefur verið hægt að fá samdægurs í bóka- búðum. „Þegar við hófum að flytja blöðin inn, voru uppi efasemdir um að það myndi ganga. í byrjun gekk blaðburðarþjónustan ekki sem skyldi en hún er nú óðum að færast í eðlilegt horf,“ sagði Einar. HDTV- sjónvarp veldur byltingu JAPANAR eru að taka í notk- un svokallað háskerpusjón- varp (HDTV), sem mun stór- auka myndgæði og valda þar með byltingu í sjónvarpsmálum að sögn brezka blaðsins The Observer. Með tilkomu þessarar tækni eiga myndir á skjánum að verða eins skýrar og á 35 millimetra litskyggnu. Auk þess mun hljóð- kerfið byggja á stafrænni tækni og hljóðið verður eins greinilegt og á geisladiski. Japanska ríkisútvarpið, NHK, hefur unnið að þessum endur- bótum í 18 ár og tilraunasend- ingar eiga að hefjast í apríl nk., 20 mánuðum fyrr en upphaflega var ráðgert. Sérstökum há- skerpusjónvarpstækjum, sem hvert um sig mun kosta hvorki meira né minna en 310.000 pund (rúmar 26 millj. ísl. kr.), verður komið fyrir í félagsmið- stöðvum víðs vegar í Japan. Með ijöldaframleiðslu vonast Japánar hins vegar til að geta selt háskerputæki á 500.000 jen (2.270 pund) um miðjan næsta áratug. Ef skipt verður um hér um bil 150 milljónir sjónvarps- tækja, sem eru í notkun í Evr- ópu, 70 milljónir í Japan og 200 milljónir í Bandaríkjunum er talið að markaðurinn fyrir há- skerputæki kunni að verða 15,5 milljarða punda virði eftir 12 ár. Tækni, sem verður til á öðrum sviðum rafeindatækni og fjar- skipta vegna tilkomu háskerpu- sjónvarpsins, verður jafnmikil- væg og jafnvel mikilvægari. Áhrifa háskerpusjónvarpsins mun m.a. gæta í tölvubúnaði, filmugerð, prentiðn, auglýsing- um, hernaði og lséknisfræði. ítalir yfirtaka Super Channel Italskt fjölmiðlafyrirtæki, Video- music, hefur keypt 55% hluta- bréfa í Super Channel, brezku gervihnattarsjónvarpi, sem hefur sjónvarpað til Evrópu síðan í janúar 1987. Videomusic flytur rokktón- list og rekstur fyrirtækisins hefur gengið illa. Super Channel, sem átti að bjóða áhorfendum í Evrópu bezta brezka sjónvarpsefnið, sem völ væri á, hefur einnig átt í erfið- leikum. Tap fyrirtækisins nam 60 milljónum punda fyrstu 20 mánuð- ina sem það starfaði. Eru íslensku glans- tímaritin konublöð Eða eru íslenskir karlmenn bara mjúkir? Hefðbundin skilgreining á konublöðum er að þau séu skrifuð af konum fyrir konur. Viðfangsefni erlendra konublaða eru ákaflega misjöfn. Iðulega eru þau almenns eðlis en markast oft að öðru leyti af stéttarlegri stöðu þeirra kvenna sem þau reyna að höfða til. Þau íslensku tímarit sem fallið gætu undir þessa skilgrein- ingu eru tímaritin Heimsmynd, Mannlíf og Nýtt líf, auk Vikunnar sem er annar kapítuli vegna útg- áfutíðni. Þessi þrjú tímarit eiga margt annað sameiginlegt. Þau eru íslensku glanstímaritin auk þess sem þau eru í hópi fimm vin- sælustu tímarita hér á landi, ef Sjónvarpsvísir Stöðvar 2 er und- anskilinn, samkvæmt nýlegi-i les- endakönnun ofan úr Háskóla sem Verslunarráðið lét ■■■■■■■■■■^^^M gera. Einnig eru ______________i ± ili il m l _ ritstjórar þeirra BAKSVIÐ allra konur, sömu-____________________________ leiðis ritstjómar- MrÁsgeirFribgeimon fulltrúar. Um J & & níutíu prósent auglýsinga í hveiju þeirra eiga að selja snyrti- og hreinlætisvömr, klæðnað og mat- og heimilisvömr, samkvæmt laus- legri athugun á nóvember-tölu- blöðum. Við þetta má síðan bæta að umtalsverður meirihluti les- enda þessara tímarita em konur en það á reyndar einnig við um mörg önnur tímarit, eins og t.d. Hús og híbýli og Þjóðlíf. Konur ástunda lestur þessara tímarita einnig mun betur ef marka má áðurnefnda lesendakönnun. Þær konur sem lesa þau gera það oft- ar og reglulegar en þeir karlar sem játa að hafa einhverntíma gluggað í þau. Staðreyndir af þessu tagi em athyglisverðar en þær má túlka á margan hátt. Rétt eins og sú nið- úrstaða, sem fram kemur í könn- un Verslunarráðs, að heimilis stærð lesenda Samúels er að jafn- aði meiri en lesenda annarra tíma- rita þarf ekki að merkja að Samú- el sé fjölskyldutímarit þá þýðir samtíningurinn um glanstímaritin ekki endilega að þau séu kon- utímarit. Hins vegar má tala um slagsíðu. Nýtt líf virðist næst því að vera konutímarit. Hreinlætis- og snyrtivömauglýsingar eru allt að 80% allra auglýsinga og tveir þriðju hlutar lesenda em konur. Ritstjórnarstefnan virðist einnig vera í humátt á eftir kenjum kvenna. Hins vegar liggja ekki fyrir greiningar á innihaldi Nýs lífs frekar en annarra tímarita hér á landi. 42—43% lesenda Heims- ■■■■■■i myndar og Mannlífs em karl- ar sem þýðir að án þeirra þrifust þau tæpast. Ritstjórar þeirra segja að það sé ekkert frekar reynt að höfða til kvenna en karla. Að líkindum er það rétt. Trúlega er markhópur þessara tímarita óskilgreindur. Ritstjórnarstefnan mótast af ungri hefð eða formúlu sem þekk- ist varla í öðmm löndum en geng- ur upp hjá bókmenntaþjóðinni. Víst er að svipur er með þessum tímaritum og erlendum tímaritum hvað varðar efnisval og efnistök. Þau hafa mjúka áferð, ef svo má segja, sem löngum hefur einkennt konublöð. Það má því segja að þau séu einskonar kvennatímarit sem lesin em af körlum. Þar með er enn frekari stoðum rennt undir þá kenningu að karlmenn á þessu ískalda landi hafi mýkra hugarþel en sjentilmenn, monsjörar og senj- orar sunnar í Evrópu. UUFFENGA Bergstaðastræti 37. í hádeginu á sunnudögum Vegna íjölda áskorana höfum við nú ákveðið að endur taka lambakjötskynninguna næstu sunnudaga. 11. desember: Heilsteiktur lambahryggur m/lyngsósu Bananaískrem m/vanillusósu 18. desember: Fylltar lambasneiðar m/kryddjurtasósu Ávaxtarjómarönd m/karamellusósu Verð kr. 895.- fyrir fullorðna og kr. 400.- fyrir börn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.