Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 28
28 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 Smám saman hættiégað hvæsa - og byijaði að skilja texti og myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir HVERJU ER maður nær eftir vikudvöl í landi eins og írak. Sem hefur verið í heiftúðugri styrjöld vió nágrannann íran-landið í upp undir áratug. Hversu margir féllu veit sennilega enginn, að minnsta kosti hef ég aldrei séð neinar pottþéttar tölur um það. En nokkur hundruð þúsund er ekki ofmælt og sjálfsagt annar eins fjöldi sem hefur snúið heim örkumla. Nú er vopnahlé og menn eru að basla við að gera friðarsamning undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Samt eru öryggisleysið og kvíðinn ekki langt undan. Og þó svo að friðurinn komi — það er engu líkara en fólk viti ekki hvernig það á að bregðast við friðnum — stríðið hefur svo lengi verið hversdagslegt líf fólksins. Það tekur óratíma að fá vegabréfsáritun til að komast til íraks, eins og ég hef minnst á í fyrri greinum. í því ráðuneyti sem á að sjá um erlenda blaðamenn ríkir upplausn og skipulagsleysi eins og annars staðar. Otti við útlendinga, einkum að þeir séu njósnarar, er landlægur. Ferðafrelsi þeirra er mjög takmarkað og yfirleitt stendur fæst af því sem lofað er í upphafí ferðar. í þessari lokagrein um dagana mína í Bagdad er stiklað á nokkrum punktum um dvölina þar og vitnað í samtal mitt við upplýsingamálaráðherra landsins. Hver er hannr þessi maður, Saddam Hussein, forseti; slátrari, rotta eða dýrlingur. Kannski allt. Eg hafði loksins komist í gegnum vegabréfaskoðun g um það leyti sem vélin frá Amman lenti voru tvær aðrar að renna upp að flugstöð Saddams svo að það mynd- uðust langar biðraðir við vegabréfa- eftirlitið. Mennimir þar máttu al- deilis halda á spöðunum. En menn- imir í vegabréfaeftirlitinu höfðu allir sem einn ákveðið að fara í kaffi. Þar var hvergi hræða og bið- raðimar lengdust. Vegabréfamenn- irnir í Bagdad hafa langan kaffi- tíma, þeir létu ekki sjá sig fyrr en klukkutíma síðar og fóru sér engu óðslega. Ég var á mínum stað í röðinni og vonaði bara að móttöku- maðurinn frá upplýsingaráðuneyt- inu gæfist ekki upp á biðinni. Hugs- áði með mér að mikið væri ég stál- Born brosa alls staðar eins. heppin að ráðuneytið hefði kunn- gert að þeir myndu senda eftir mér, annars hefði ég orðið enji fýld- ari. Þeir mega eiga það írakar, að tillitssemi við kvenfólk virðist þeim í blóð borin. Eftir að mennirnir komu til að skoða passa og áritanir í búrunum sínum var hrópað til mín og örfárra annarra kvenna: Við áttum að koma fremst í röðina. Það hýmaði náttúrlega yfir mér og spumingar voru ekkert ágengari en ég gat búist við, þeim fannst verra, að ég vissi ekki á hvaða hót- eli ég yrði, ráðuneytið hafði lofað pöntun á því. Það var tekið gott og gilt. Eg skimaði eftirvæntingarfull í kringum mig, þegar vegabréfaskoð- un lauk, en ráðuneytismaðurinn var hvergi sjáanlegur. Eftir að hafa náð í dótið mitt og komist léttilega í gegnum tollskoðun vænti ég þess Vangaveltureftir vikudvöl ílrak auðvitað að sjá einhvem undur- gjörvulegan arabískan ráðuneytis- mann með nafnið mitt á spjaldi. En hann sást hvergi. Ég beið um stund, það var orðið of áliðið til að hringja á skrifstofur. Ég beið aðra stund, en ákvað að þetta myndi leysast í fyrramálið og væri einhver smámisskilningur, skipti ferða- tjekka og ræddi við bankamanninn um hótelmál. Hann var hinn þekki- legasti, ráðlagði mér að prófa hótel Babylon Oberoi; þar gæti ég sem blaðamaður áreiðanlega feng(ð af- slátt. Hann sagði að fjöldi erlendra gesta væri í borginni vegna þess að yfir stæði stór alþjóðleg vömsýn- ing og árlegri listahátíð væri að ljúka. Því gæti verið erfitt að fá pláss. Það vissi ég raunar fyrir, en hafði ekki haft neinar áhyggjur af málinu eftir að ráðuneytið bauðst til að útvega mér hótelherbergi. En nú varð allt nokkm flóknara. Ég fékk samt loforð fyrir fyrstu nótt- inni og svo myndu línur skýrast eftir að ráðuneytið hefði gert hreint fyrir sínum dyrum. Þessi ágæti maður sagði mér að ég ætti að borga 10 dinara fyrir leigubíl þang- að. Bílstjóri, sem vatt sér að mér og bauð fram þjónustu sína, sagðist taka 20 dinara, það væri algert lágmark. Ég fussaði og sagðist borga 10 (það eru um 1.400 krón- ur) og ekki eyri meira. Við þrefuð- um um stund, hann sló af niður í 15, ég lét mig ekki að heldur. Loks yppti hann öxlum mæðulega, það skildi ég vel, því að aldrei er eins gott að plata ferðamann eins og þegar hann kemur á framandi stað, ég tala nú ekki um þegar maður er mæddur og þreyttur af því að það hefur ekki staðist sem manni var lofað. Þegar út úr flugstöðvar- byggingunni kom voru þar fyrir fleiri leigubílstjórar. Þeir voru eitt- hvað stúrnir af því að þeir höfðu enga farþega hreppt. Þeir kölluðu til bílstjórans míns og spurðu hann hver þessi farþegi hans væri. Elsku bílstjórinn hafði annaðhvort ekki hugmynd um að ég skildi fáein orð í arabísku — eða honum var alveg sama. Hann hreytti út úr sér að þetta væri einn rússneski nirfillinn enn. Raunar er athyglisvert að Rússar eru mjög óvinsælir í landinu, hvað sem líður hvers konar stuðningi við Iraka sem er þó meiri bak við tjöld- in en haft er í hámæli. Bandaríkja- menn eru ekki í miklum metum heldur og eins og víðar í þessum heimshluta eru Bretar efstir á vin- sældalistanum. Það var á leiðinni inn í borgina sem ég fór að skynja nálægð Sadd- ams forseta. Myndirnar af honum eru alls staðar gríðarstórar og um sumar hafði verið gerð umgerð, svo að minnti helst sums staðar á alt- ari og Ijósaperur og kastarar skinu mjúklega á leiðtogaandlitið. Meðan ég var í Amman í Jórd- aníu hafði mér verið boðið heim til fjölskyldu frá írak. Þau voru and- stæðingar stjórnarinnar, eða kannski öllu nær að segja stjórnar- farsins, og höfðu flúið eins og marg- ir aðrir sem töldu sér ekki vært í írak. Einn sona þeirra komst ekki með og fjölskyldan hefur eytt ógrynni ij'ár í að reyna að hafa upp á honum, en án árangurs. Ég varð að lofa því hátíðlega að nefna ekki nöfn þeirra við neinn í írak — að vísu veit ég svosem ekki hver það hefði átt að vera- og þau staðhæfðu að það gæti kostað þau lífið. Ég hélt í fyrstu að þetta væri einhver óþarfa viðkvæmni, en síðar komst ég að raun um að dauðasveitir Saddams Husseins láta sér ekki nægja að handsama fólk í írak, sem er að steyta sig, heldur eru þær sendar landa á milli til að þagga niður í andstæðingum sem hefur tekist að flýja úr landi. Margir i arabaheiminum tala um Saddam Hussein sem „slátrarann frá Bagdad“ eða „rottuna í írak“ og hafa á honum megnustu andúð. Það blandast fáum hugur um, að það er ekki alveg nóg að hafa mynd- ir af sér út um alla borg og vera hælt í blöðunum og sjónvarpi; hann kallar fram mjög hatramma andúð vegna harðneskju sinnar, hvað sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.