Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 D 29 Trjágöng í stærsta skrúðgarði Bagdad. úr henni. Ingo Gunther, þýskur blaðamaður sem ég hef áður minnst á, hafði komið til íraks að fylgjast með listahátíð sem er árlegur við- burður í landinu og var aldrei lögð af, þótt stríðið geisaði. Hann hafði fengið áritunina framlengda og sagði að eftir vikudvöl hefði hann fýst að reyna að komast til Basra, en til þess þyrfti alls konar uppá- skriftir og leyfi. Eftir alls kyns vafstur fékk hann að fara í einn dag til Basra og kom kvöldið áður en ég fór. Hann sagði að það hefði komið sér skemmtilega á óvart, hvað íbúar Basra virtust ósnortnir eftir hörmungar og raunir stríðsár- anna, þeir væru glaðsinna og ekki hefði hann fundið þá taugaspennu og þungu undiröldu sem setur svip- mót sitt á daglegt líf í Bagdad. Uppbygging borgarinnar er hafin ■áMííjT- fcfc'ásp-'S I ■ V,á| íi f,. mk % m Frá Bagdad. af krafti og hann sagði að mest hefði hann þó orðið hissa á því, að hún var fjarri því að vera jafn illa útleikin og hefði mátt ætla eftir lýsingum. Þegar stríðið braust út voru um fimmtíu þúsund íranir búsettir í írak. Ekki tókst að fá upplýst hvort þeir hefðu verið sendir til Irans, fangelsaðir eða yfirleitt hvað hefði orðið um þá. Ráðamenn sögðu að margir þessara írana hefðu, af nokkuð skiljanlegum ástæðum að mínum dómi, snúist á laun gegn írökum og gert þeim ýmsa skráveif- una, uns gripið var í taumana og kné látið fylgja kviði. Það fékkst ekki útskýrt nánar hvað í því fólst. Upplýsingaráðherrann endurtók hvað eftir annað yfírlýsingar um hugrekki hermannanna. En hann sagði að þær afieiðingar kynnu að verða aivarlegastar að stríð deyfði miskunnsemi, drægi úr manngildi. Ef svo langt sé gengið að hermenn geti ekki skilið milli óvinahermanna og óbreyttra borgara þá sé ástæða til að skelfast. Ráðherrann sagði að lögreglu- þjónar vissu ekki alltaf hvað væri bannað og hvað ekki. Hann sagði að það skýrði að sumu leyti hversu útlendingar kvarti undan hömlum á öllu og því færi betur á að hafa aðstoð stjórnarstofnana. Hann sagði að írakar settu í reynd ekki nema tvö skilyrði fyrir því að friðar- samningar næðust. Flóinn yrði hættulaus öllum farkostum og Shatt el Arab yrði hreinsað. Eins og nú háttaði málum væri vopnahlé á láði og í lofti, en sama gilti ekki um sjóinn. Sem betur fer hefði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, Peres de Cuellar, leitast við að fá írani til að fallast á þetta og öll ríki heims styddu íraka að eiga fijálsan aðgang að sjó. Þegar við töluðum saman stóð þing PLO yfír í Algeirsborg. Að- spurður um viðbrögð Iraka vegna væntanlegrar viðurkenningar PLO á ísrael var greinilegt, að opinbera stefnan var að vera jákvæður. „Það sem PLO viðurkennir föliumst við á. Þeir eru eini löglegi fulltrúi Pal- estínumanna og æ fleiri gera sér grein fyrir réttmæti þess að Pal- estínumenn eignist sitt land. Það verður að vera þeirra mat hvað er hyggiiegast. Við munum virða þær niðurstöður sem PLO kemst að.“ Og kannski viðurkenna ísrael líka? Það var farið undan í flæmingi og bent á að alls konar mál yrðu að skýrast fyrst. Eitt skref í einu. Á hinn bóginn væri svo ekki síður aðkailandi að halda ráðstefnu um framtíð Líbanons. og það ætti að vera í verkahring Arababandalags- ins. Eina alvariega hindrunin í veg- inum þar væri þverlyndi og grimmd sýrlensku stjórnarinnar. Því væri það á ábyrgð risaveldanna að beita Israela og Sýrlendinga þrýstingi varðandi Líbanon. Það væri öllum hugsandi mönnum ljóst að framtíð ætti Líbanon sér enga ef áhrifaaðil- ar skærust ekki í leikinn og það fyrr en síðar. Það er óhjákvæmilegt annað en finna, að hvað sem ytra ástandi líður, argaþrasi við löggur og her- menn fyrstu dagana, skriffinnsku og þunglama, kvíða fólksins vegna framtíðar, hreif Bagdad mig. Ég hefði viljað fara til Basra og út um landið. Þess var ekki kostur í þetta skiptið. En ég var hætt að dæsa og hvæsa vegna þeirra skorða sem manni voru settar. Smám saman á þessum dögum fannst mér ég vera farin að skilja að margar af þessum varúðarráðstöfunum, sem virtust svo fáránlegar, voru rökréttar í sjálfu sér. Og ég get tekið undir með ráðherranum. Vonandi að menn hafi ekki varpað miskunnsemi fyrir róða og óskándi að manngildi og siðgæðisvitund komist til heilsu. Eftir þessi löngu, vondu ár. Horft af brúnni — að vísu úr leigubíl. öllum brosum hans út á við líður. Nú les ég í fréttum að Hussein hafí ákveðið að leyfa fjölflokkakerfi og innleiða lýðræði í landinu. Auð- vitað getur maður ekki ætlað hon- um að segja alltaf ósatt. En á hinn bóginn staðhæfði Latif Nasif Al- Jasim, upplýsingaráðherra, og Salah Al-Muktar, aðstoðarmaður hans, að þar væri fijálst þing, lýð- ræðislegar kosningar á fjögurra ára fresti og hver sem þess óskaði gæti boðið sig fram. Ótal flokkar væru starfandi, enda ætti svo að vera. Saddam Hussein væri mikið í mun að efla lýðræðiskennd þjóðar- innar nú þegar stríðinu er vor.andi lokið. Ráðherrann sagði að andúð Khomeinis, , erkiklerks í íran, á fijálslyndi íraka, einkum í trúmál- um, liefði leitt til þéss að íranir hefðu ráðist á írak. Hussein teldi það grundvallarmannréttindi, að hver maður fengi að vera í friði með trú sína. „Maðurinn á að eiga um það við guð sinn“ sjagði Al- Jasim, hvítur í framan af einlægni. „Það er ekki í verkahring stjórn- valda að blanda sér í það. Þessi víðsvni forsetans er undirrótin að hatri Khomeinis á honum. Þess vegna kallar Khomeini hann trúar- villing og hótaði að linna ekki lát- um, fyrr en Bagdad væri fallin og forsetanum hefði verið komið frá, svo að unnt yrði að setja á laggirn- ar islamskt ríki hér. Og raunar átti ekki að láta þar við sitja.“ Ég ræskti mig kurteislega, sem ég hlustaði á ráðherrann. Að vísu var mér kunnugt um að eitt þeirra skeija sem friðarviðræður íraka og írana steyta á í Genf er að íranir hafa krafist þess að írakar viður- kenni að hafa ráðist inn í íran, en þeir fyrrnefndu fást ekki til þess. Ég hikstaði þessu út úr mér, en hann bandaði frá sér, stórhneyksl- aður. „Þú getur ekki lagt þig niður við að trúa áróðri Khomeinis.“ Þar méð var málið útrætt af hans hálfu. Það er ekkert kort til af höfuð- borg íraks, það er eitt enn sem hvergi hefur mátt sjást undanfarin ár vegna stríðsins. Uppiýsingaráðu- neytið hafði ekki neina bæklinga hvað þá bækur um landið og ekk- ert slíkt var að fá í búðum. Hins vegar átti maður kost á að fá mörg eintök af hvatninga- og baráttu- ræðum forsetans. Og hvað sem um þann mann má segja er eitt aug- ljóst; hann hefur verið óspar að hvetja þegna sína til dáða og stappa í þá stálinu, enda var um langa hríð ekki vanþörf á, þegar sókn Irana var hvað þyngst. Ég hef getið þess áður að það er miklum annmörkum háð að kom- ast ieiðar sinnar í höfuðborginni, hvað þá að fá leyfi til að fara út Staðgneitt kr. . 500 án geislaspilana. Skápun kn. 3. 420. - ERT l=»LJ l\/! Staögneitt k.n. 500 meö geislaspilara. Meira að segja fjsn- stýringin en á nétttni toylgjLjlenigd. U C±l 1_/\T Ö I\11_ IS TI r\l Rönning hneimiljsöæki í Kringlunni t)jc5öa nuú Hitachi samstæÖun'á óvenjulega góöu venði miöaö \/iÖ gæöi. Sam- suæðunnan enu 3 x 50 W. meö og ári geisla- spjilsn. tvöfölcdui kasettutæki, tón- jsfo- ana og fjsnsttýningu ásamt tveimun QO W. hátölunum. MittacHii hefun þetta slltt, og msina fcil! Pein Hjá Mitachii hafa fynin langa longu komist aÖ þ)\/í aö samstæÖ- hljómflutningstæki enu fonsendan fynin Hineirn- um og tænum tónum sf hljómplötum, kasett- um og diskum. P=>ess vegna bens Hitachi samsttæöun sf öönum. hú þanft ekki r~iems önstutta stund til þess aö sannfænast. Mlustaðu bana! heimilistæki KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVlK/SlMI (91)685868

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.