Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 34
34 D MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 DfASSÆr hægt ab taka upp góda djassplötu á 5 tímumf Tilþrífhjá Thoroddsen Þ AÐ ER komin út ný skífa með Birni Thoroddsen, þeim góðkunna djassgítarleikara. Hann er sosum ekki neinn nýgræðingur: hefúr sent frá sér þijár breiðskífúr áður og að auki tvær með Gömmunum. Skífa skrifa ég: Quintet (Taktur) kemur ekki út í plasti heldur sem geisladiskur og snælda. Tímanna tákn, en þó held ég menn séu full- fljótir að telja breiðskífúna af. Diskurinn var tekinn upp í Kaup- mannahöfn þann 9. ágúst sl. í Sun- hljóðverinu og tók þtjá tíma að gera allt klárt en fimm tíma að taka tón- listina upp. Þannig eiga djassmenn að vinna enda félagar Bjöms á þessari skífu engir aukvisar: fjórir úr hópi fremstu djassleikara Dana. I saxó- fóna blæs Uffe Markussen, sem hér var í vor að leika með Stórsveit Ríkisútvarpsins, píanóið slær Ben Besiakow sem mikið hefur leikið með Jens Winther. Jens Melgaard er á bassa og jafnvígur á rafbassann og .,kontrann. Trommuleikarinn er svo Aleks Riel, einn helsti trommumeist- ari Evrópu. Hann var lengi í slagtogi við Niels-Henning og Kenny Drew og með Niels kom hann til íslands 1977. Á síðari árum hefur hann leik- ið í allskonar rafdjasssveitum og hér rekur hann allt áfram af þeim krafti sem áður er óheyrður á íslenskri hljómplötu, ekki dregur Melgaard neitt úr kraftinum og reka þeir ein- leikarann áfram miskunnarlaust. Gítarleikur Björns hefur mér alltaf þótt mun betri en tónsmíðar hans — og svo er einnig hér. Blúsar og lat- neskur ryþmi svífa yfir rafskautun- Björn Thoroddsen um og Fuglinn gengur aftur — hann mátti finna á fyrstu Gamma- skífunni. Hér er miklu meira bit í hljóðfæraleiknum og gos í sólóum Uffe og Bens — það er þeirra stíll. Bjöm og félagar léku í Mont- martre kvöld upptökudagsins, en fátt eitt af þessum diski. „Efnið var of nýtt fyrir hljóðfæraleikarana til að leika á klúbbkvöldi." Svo kom Bjöm heim með afrakstur dagsins og Kjartan Valdimarsson bætti hljóð- g'ervlum við á nokkrum stöðum og Gunnar Smári hljóðblandaði. Fínn spuni á þessum diski enda fímm- menningamir fantahljóðfæraleikar- ar. John Tchicai sótti okkur heim í síðustu viku og lék með íslendingum. í Heita pottinum í Duus-húsi voru Szymon Kuran fiðlari, Tómas R. Ein- arsson bassaleikari og Pétur Grétars- son trommari með John. John fór á kostum að vanda og ryþminn stóð sig með ágætum. Ópusamir sem lagt var útaf voru eftir John og Tómas og hafði verið rennt yfir þá örlítið áður. Semsagt djammsessjón. Það sem var kannski eftirtektarverðast við hlut íslendinganna var það að fyrir svosem fimm ámm hefði svona sessjón verið illframkvæmanleg. Ekki að við höfum átt lakari hljóð- færaleikara þá heldur hitt að hin nýja tónhugsun er spratt af fijálsa djassinum var þeim framandi. Tómas og Pétur kunna á henni góð skil, aftur á móti fannst mér fiðlarinn pólski nokkuð á annarri bylgjulengd en John, þó dansar hans féllu hlust- endum greinilega vel í geð. eftir Vernharð Linnet ÖRYGGIOG VELLÍÐAN Kaldursnjórinn var versti óvinurinn þar tilMax framleiddi Pólarsnjósleðagall- ann, flíkinasem verþiggegn verstu veðrum. - Sterkt stroffið hindrar að snjór komist að ökklum og úlnliðum. - Rúmgóðir vasar undir kort, áttavita og fleira. - Gott snið sem hvergi þrengir að. Pólar sleðagallinn er hannaður til að standast mestu frosthörkur íslands. FATAUNAN MAVH SÉRVERSLUN MED VÖNDUD HLlFDARFÖT ■ F MAX-húsinu SKEIFUm 15. SÍMl 685222. 4- Blind Lemon Jefferson söng um svarta snákinn. BLÚS/ Til sorgar, gleöi eba gráma hversdagsins, \ tónlist sem gott væri að dansa við og sem vekti kátínu og gleði. Á það ber einnig að líta að blakkir Bandaríkja- menn voru ólíkt ftjáls- lyndari í kynferðismál- um en hvítir og op- inskáar klámvísur vöktu kátínu þegar menn voru að reyna að drekkja áhyggjunum í hálf eitruðu bruggi og blautleg minni eru legíó í blúsnum, s.s. að kreista safa úr sítrón- um, matreiða standandi upp við vegg og viðlíka. Enginn vafi er á því að nær allir blússöngv- arar á árunum fyrir stríð hafa haft á dag- skránni lög með tvíræðum textum, þó ekki hafi þeir allir viljað taka þannig lög upp. Bo Carter er gott dæmi um blússöngvara sem setti það ekki fyrir sig nautnar? Blautlegur blús Iviðtali sem birtist í Morgunblaðinu í sumar sagðist Bruce Bastin, sem rekur útgáfufyrirtækið Interstate, hafa rekið sig á að sá blús sem hvítir blúsáhugamenn hefðu helst áhuga á væri alla jafna ekki sá blús sem mestum vin- sældum hefði náð meðal blakkra áheyrenda. Hvítir safnara væru helst að leita eftir tónlist sem höfðaði til hjartans, en svartir blúsáheyrendur áranna 1920 til 1940 voru að leita að tónlist sem létti eftir Árna Matthíasson að taka upp blautlegan blús og eftir hann liggja ótal blúsar sem hafa titla á við Let Me Roll Your Lemon, Pussy Cat Blues, Your Biscuits are Big Enough For Me og Please Warm My Weiner. Bo Carter þurfti þó ekki á tvíræðum textum að halda til að fólk tæki eftir honum, því hann var framúrskarandi gítarleikari og fiðlu- leikari. Sennilega hefur enginn fyrirstríðs- blússöngvari náð öðrum eins vin- sældum og Blind Lemon Jefferson. Blind Lemon átti mikið fé í banka og hafði á sínum snærum einkabíl- stjóra þegar best lét. Lemon var þekktastur fyrir lagasmíðar sínar SÍGILD TÓNLIST/Enginn hörgull á jólafóstutónleikum ? Blásarar lokka * Iskammdegisdrunganum getur oft verið æði erfitt að finna kraft og innblástur en góðir tónleikar geta gert kraftaverk og endurnýjað líf og sál. Það sem af er vetri hefur verið óvenju mikið um tónleika, jafn- vel margir sama dag og á sama tíma, svo menn hafa átt í mestu vandræðum með eftir Jóhönnu að velja og hafna. Þórhallsdóttur I dag eru a.m.k. tvennir tónleikar; Kór Langholtskirkju flytur mótett- ur og messu í e-moll eftir Bruckner ásamt blásarasveit í Langholts- kirkju kl._17.00 og í Listasafni Sig- uijóns Ólafssonar leikur Uwe Eschner á gítar kl. 20.30 í kvöld. Á Háskólatónleikum á miðvikudag kl. 12.30 leika þeir Einar Jóhannes- son klarínettuleikari og David Knowles píanóleikari verk eftir Hurlstone og Mendelssohn og sama dag kl. 21.00 er náttsöngur í Hallgrímskirkju með Dómkórnum undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar svo eitthvað sé upp talið af því sem stendur til boða framan af vikunni. Á þriðjudagskvöld eru í Krists- kirkju tónleikar sem bera yfirskrift- ina Kvöldlokkur á jólaföstu. Það er Blásarakvintett Reykjavíkur ásamt félögum sem leika. Kvöldlokkar hafa verið árviss atburður á jóla- föstu í átta ár, allt frá stofnun kvint- ettsins og hafa tónleikarnir verið haldnir í hinum ýmsu kirkjum höf- uðborgarinnar. Blásarakvintettinn skipa þeir Bernharður Wilkinsson flautuleikari, Daði Kolbeinsson óbó- leikari, Einar Jóhannesson klarín- ettuleikari, Hafsteinn Guðmunds- son fagottleikari og Josep Ognibene hornleikari. „Kvintettinn hefur bor- ið gæfu til að spila saman í óbreyttri mynd allt frá því að samstarf hófst,“ sagði Hafsteinn Guðmunds- son fagottleikari er ég innti hann eftir starfsemi kvintettsins og bætti því við að þeir spiluðu saman af hreinni áhugamennsku og fengju enga styrki til starfseminnar. Enn- fremur sagði Hafsteinn að Blásara- kvintettinn hefði komið fram við margvísleg tækifæri, spilað fyrir Kammermúsíkklúbbinn, Kammer- sveit Reykjavíkur, á Háskólatón- leikum, auk þess sem þeir hafa haldið tónleika erlendis, — í Svíþjóð voru þeir í janúar í fyrra og í Eng- landi í maí og svo hlotnaðist þeim sú upphefð að vera í fylgdarliði forseta íslands á ferð hennar um Þýskaland í júlí og spiluðu þá við margvísleg tækifæri í tengslum við ferðina eins og góðum hirðkvintett sæmir. Á Kvöldlokkum á jólaföstu á þriðjudagskvöld hefur Blásara- kvintettinn fengið til liðs við sig Sigurð I. Snorrason klarínettuleik- ara, Kjartan Cskarsson, Jón Aðal- stein Þorgeirsson og Óskar Ingólfs- son sem leika á basset-horn, Peter Tompkins óbóleikara, Þorkel Jóels- son og Svanhvíti Friðriksdóttur hornleikara og Rúnar Vilbergsson fagottleikara. Á efnisskránni eru serenata (sem þýðir reyndar kvöld- lokkar) nr. 11 og tvö adagio eftir Mozart, divertimento nr. 3 eftir Fiala (sem er samtímamaður Moz- arts) og sextett eftir Beethoven. Ég ætla ekki að missa af Kvöld- lokkum í Kristskirkju á þriðjudags- kvöldið kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.