Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 D 43 Olga Ragnarsdóttir og Kristján Valdimarsson Helgi Bogason Jón Arnarson Ef það vantar peninga í kassann er sjálfsagt að seija annað skatt- þrep og láta hátekjumennina borga, sagði Jón Arnarson, það er mun réttlátara en að hækka skatta yfir heilu línuna. - Telur þú að skattar séu of háir hér á landi? Nei, ég álít að þeir séu hæfilega háir og sjálfur myndi ég ekki telja eftir mér að greiða hærri skatt- prósentu af því sem ég hef fram yfirt.d. 80 þúsund krónur. Ég er ekki viss um að nýtt skatt- þrep væri lausnin, það er kannski réttlátast að dreifa byrðinni jafnt á alla og hækka skattprósentuna, sagði Helgi Bogason. - Telur þú að skattarnir séu of háir? Ég hef satt að segja litla reynslu haft af sköttum. Ég hef verið í námi undanfarin ár og hef ekki neina skatta þurft að borga, sagði Helgi. Rolluafgreiðslan Þar sem við ræddum við Helga í anddyri pósthússins við Pósthús- stræti var athygli okkar vakin á athyglisverðu vegspjaldi. Þar virtist mega lesa að Rolluafgreiðslan væri að Armúla 52 þó eitt „a“ vantaði reyndar í orðið sem gat verið sparn- aðarráðstöfun. Það var ekki seinna vænna en þeir kæmu upp rolluaf- greiðlslu eins mikið og hleðst upp af kindakjöti í landinu, sagði ein- hver. Var Sauðfjárverndin þarna að verki? I fyrstu virtist þetta óskilj- anlegt rétt eins og þegar talað er um hundruðustu og elleftu meðferð á skepnum í Ljósi heimsins eftir Halldór Laxnes. En allt á sína skýr- ingu. Einhver prakkari hafði víxlað stöfum í töflunni og mátti lesa þar ýmisar skrýtnar tilkynningar þó þetta með rolluafgreiðsluna væri besta málið. Húsnæðisvandi MR f- Til Velvakanda. Menntaskólinn í Reykjavík þarf viðbótarhúsnæði og það sem fyrst. í næsta nágrenni við skólann er hús við Þingholtsstræti sem gæti komið að miklum notum. Svæðið milli þessa húss og Casa Nova mætti auðveldlega refta yfir °g yrði það drjúg viðbót við hús- næði Menntaskólans á tveimur eða þremur hæðum. Þar sem nú er mikið rætt um offramboð á skrifstofuhúsnæði get- ur heildverslunin velið úr hentugu húsnæði. Væri ekki ráð að ræða við rétta aðila um lausn á húsnæðis- þörf skólans? Skúli Ólafsson spurt og svarað B.Þ., KÓPAVOGI nT 1. Það er orðið n\jög I erfitt að fá öl á glerfl- öskum. Ætla ölgerðimar í landinu að hætta með glerflö- skumar og koma með dósir í staðinn? 2. Er það ekki rétt hjá mér að öl geymist ver á dós- um en í glerflöskum? 3. Verður bjórinn aðeins seldur i dósum? Láms Berg, framkvæmdastjóri hjá ölgerðinni Egill Skallagríms- son hf. SVAR 1. Ölgerðin Egill Skal- lagrímsson framleiðir enn- þá appelsín, malt, pilser og sótavatn á glerflöskum og er ætlunin að halda því áfram. Margar verslanir hafa hins vegar aðeins öl á dósum til sölu þar sem auðveldara er að fást við sölu á þeim. 2. Glerílát eru bestu umbúðimar fyrir öl en öl sem þolir illa birtu geymist hins vegar betur í dósum. Síðasti söludagur er stimplaður botn allra dósa sem fara frá fyrirtækinu og er hann langt innan þeirra marka að nokkur hætta sé á skemmdum. Yfirleytt er öl geymt mjög stutt í verslunum hér á landi og kemur þetta því alls ekki að sök. 3. í reglugerð um bjórsölu hér á landi segir að allt áfengt öl skuli vera á dósum. Pólar bjórinn sem við framleiðum verður því seldur á dósum. Aðeins má framleiða bjór í glerílátum fyrir veitingahús ’sam- kvæmt þessari reglugerð. B.S., REYKJAVÍK, nT Hver kostar starfsemi I Mjólkurdagsnefndar? Oddur Helgason hjá Mjólkursam- sölunni, SVAR Mjólkurdagsnefnd starfar á vegum mjólkursamlaganna í landinu og henni er ætlað að miðla þekkinu og fræðslu og auglýsa mjólk, ijóma og skyr. Mjólk- urdags- nefnd ' er ekki opin- ber nefnd og hún er ólaunuð. i S.S., REYKJVÍK, nT 1. Hvort er réttara að I ségja kl. 24.30 eða 00.30? 2. Klukkan hvað verða vetrarsól- hvörf í ár? Þorsteinn Sæmundsson, stjam- fræðingur; SVAR 1. Eðlilegra er að segja i< 00.30 en 24.30 er einni rétt. Þegar tímasetningar eins o 24.30 eru notaðar eru tíminn reiki aður frá deginum áður og er þetta t.d. víða gert í Almanaki Háskóla Islands. 2. Klukkan 15.28 hinn 21. desem- ber. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1988Los AngelesTimes Syndicate Við höfum stundum taiað um að við gætum alveg verið án bílsins ...? HÖGNI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.