Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 44

Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 44
44 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 . : L -4 :■ ÍSLANDS/EVINTYRI HIMMLERS „Hvað vilja i_josmynu/ öteian jonsson þeir fynr snuð sinn?“ Úlfar Þórðarson læknir t.v. og Logi Einarsson hæstaréttardómari í Berlín, þar sem þeir kepptu í sundknattleik á Ólympíuleikunum 1936. Ulfar hóf stuttu síðar framhaldsnám í augnlækningum í Berlín og uppgötvaði þá, að menn á ólíklegustu stöðum höfðu tekið að sér að styrkja hann til náms. Úrnýrri bók Þórs Whiteheads í ÍSLANDSÆVINTÝRI Himmlers eftir Þór Whitehead kemur mjög við sögu ævintýramaðurinn Paul Burkert, sem gerðist erindreki Himmlers á íslandi og hafðist hér margt furðulegt að á árunum 1935—37. Á Olympíuleikunum í Berlín 1936 var Heinrich Himmler, yfirmaður SS og þýsku lögreglunnar, einn aðalgestgjafi íslenska Ólympíuflokksins og gerði hann SS-foringjann Burkert að leiðsögumanni íslendinganna. Var þetta einn liður í margvíslegum tilraunum þessa viðsjála nasistaforingja til að stofiia til tengsla við íslendinga, þ. á m. Hermann Jónasson forsætisráðherra, og ná ítökum á íslandi, svo sem lýst er í bók Þórs. I garðveislu fyrir íslensku Ólympíufarana í Berlín gaf Burkert sig á tal við Ulfar Þórðarson, sem þá hafði nýlokið læknisfræðiprófi. Kom það fram í samtali Burkerts við Ulfar, að íslenskir Iæknar fengju ekki aðgang að þýskum háskólasjúkrahúsum til framhaldsnáms, þótt þeir fegnir vildu nema þar án tillits til afstöðu þeirra til nasisma, sem Úlfar sjálfúr aðhylltist aldrei. Meðan á samtali þeirra stóð, ritaði Burkert ýmislegt eftir Úlfari um þetta mál í vasabók sína, en til að ryðja burt tálmum, sem stóðu í vegi fyrir framhaldsnámi íslenskra lækna í Þýskalandi (þ.e. inngöngutakmörkunum þýskra sjúkrahúsa og gjaldeyrisskorti íslenskra lækna), taldi Úlfar ekki duga minna til en tvöfalt kraftaverk. „Sie werden von -*mir hören“, þér heyrið frá _ mér, sagði svartliðinn við Úlfar um leið og hann kvaddi hann í garðveislunni. Framhaldið er að nokkru rakið í bókarkaflanum, sem hér fer á eftir og einkum er byggður á frásögn hins góðkunna augnlæknis. Ulfar Þórðar- son, læknir- inn ungi, var snúinn heim úr Ólympíu- förinni. Er hann hafði dvalist í Reykjavík í þtjá daga, hringdi Nlels Dungal háskólarektor í hann og sagði honum óvænt tíðindi. Bréí hefði borist frá Paul Burkert: Sex læknum stæði til boða framhalds- nám í Þýskalan'di, og: sjálfur gæti Úlfar hafið nám í augnlækningum á sjúkrahúsi Berlínarháskólans, sem var ein fremsta stofnun í heimi í þeirri grein. Úlfar vissi ekki hvað- an á sig stóð veðrið. Svartliðinn, sem hann hafði hitt í Berlín, hafði horfið úr huga hans jafnskjótt og þeir kvöddust, og leiðir þeirra ekki legið saman aftur. Hann hafði með öllu gleymt nafni Burkerts, hafði tæpast tekið eftir því, og taldi sam- tal þeirra sem hvert annað veislu- hjal. Hann minntist þess nú að hafa sagt Burkert, að hugúr feinrr stæði til augnlækninga og sjúkrahúsið í Berlín væri því óskastaður sinn. Nú hafði tvöfalt kraftaverk gerst! Launað starf í þessu víðfræga sjúkrahúsi beið hans frá og með 1. október 1936, og fimm öðrum mönnum var heitið ámóta kjör- um.... Svartliðinn hafði sagt, að hann ætlaði að láta frá sér heyra. Það hafði hann svo sannarlega stað- ið við. Úlfar hugsaði sig ekki tvisvar um, áður en hann tók boðinu frá Berlín. Með honum sigldi utan ann- ar nýútskrifaður læknir, Bjarni Jónsson, sem Níels Dungal hafði gefið kost á að nema skurðlækning- ar í kunnu háskólasjúkrahúsi í Hamborg. í Berlín áttu þeir félagar stefnu- mót við velgjörðarmann sinn, Burk- ert, á kvisti hans í Linkstrasse. Hann rabbaði við þá, sýndi þeim myndir og bækur. Úlfari er það einnig minnisstætt frá þessari heimsókn, að trékössum var staflað með veggjum á skrifstofunni. Hafði hann einhverja hugmynd um, að þar væru geymd steina- eða jarð- Eftir Ólympíuleikana í Berlín dvöldust íslensku keppendurnir og forystumenn íþróttahreyfingarinnar um hríð í Þýskalandi sem gestir Himmlers, sem einnig sá hluta Ólympíuflokksins fyrir fari í liðsflutningabílum SS til Hamborgar, en þaðan var siglt til íslands. Hér eru Islendingarnir komnir til Hamborgar og einn bílstjórinn klæddur í fullan skrúða SS-manna heldur á íslenska fánanum. efnasýni, sem Safn norðurheim- skautsfræða [stofnun, sem Burkert setti upp í Berlín í tengslum við Himmler] hefði dregið að sér til rannsókna.... Burkert hafði orð á því við Úlf- ar, að hann vildi gjaman sýna hon- um, hvert hann ætti að sækja mán- aðarlaun sín, og kynna hann fyrir manninum, sem þau greiddi. Mæltu þeir sér því aftur mót og Burkert leiddi Úlfar um götur í miðborg- inni, sem hann þekkti ekki. Þar blasti senn við höll mikil og fögur, þar sem vopnaðir svartliðar stóðu á verði. Burkert gekk rakleitt til Ljósmynd/Stefán Jónsson íslenski Ólympíuflokkurinn, sem Heinrich Himmler baráhöndum sér 1936. SS-foringinn í miðið er Paul Burkert, erindreki Himmlers á íslandi, sem veitti íslensku Ólympíu- förunum leiðsögn í Þýskalandi og stofnaði þá til stuttra en minnis- stæðra kynna við Úlfar Þórðarson lækni. Fyrir framan Burkert t.v. er Benedikt G. Waage, for- seti íþróttasambands ís- lands, en t.h. Lutz Koch, þýskur íþróttablaðamað- ur og fulltrúi íslendinga gagnvart Ólympíunefnd- inni í Berlín. Dr. Björn Björnsson fararstjóri stendur við hlið Kochs. 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.