Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 46
-46 D MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 ÆSKUMYNDIN. . . ERAFMESSÍÖNU TÓMASDO TTUR Ófeimin viðað vem öðmvísi » Messíana Tómasdóttir er Qölhæfur listamaður. Var hún fjölhæfúr krakki? Messíana Tómasdóttir er fædd 25. september 1940. Hún er dóttir Tómasar Albertssonar prent- ara sem einnig þekktur fyrir _af- skipti sín að tónlistarmálum og Ásu Sigríðar Stefánsdóttur húsfreyju. Messíana er yngst 9 systkina. Elst er Ólína Þórey, síðan Albert Eyþór, Bryndís, Amdís Lára, Ómar sem er látinn, Þorbjörg, Stefán og Tóm- as._ Á æskuárum Messíönu átti fjöl- skylda hennar heima í húsinu Tóm- asarhaga við Laugarásveg í austur- bænum. Húsið stendur enn vestan við Áskirkju. Kunnugum ber samán um að snemma hafi borið á sköpunarþrá Messíönu. Elsti vitnisburður er frá Bryndísi eldri systur hennar. Hún minnist litlu systur, tveggja þriggja ára, í rúmi foreldra sinna. Sú stutta hafði sett hnykil á herðatré og var þar komin brúða. Heimildir benda þó ekki til þess að Messíana hafi ''ekki verið sérstök brúðugæla en þess má geta að síðar hefur hún töluvert starfað við leikbrúðugerð. Laugarnesskólinn hafði veg og vanda af barnaskólamenntun Mess- íönu. Aðalkennari var Magnús Sig- urðsson, teiknikennarinn var Þórir Sigursson núverandi námstjóri í mynd- og handmennt, Margrét Jak- obsdóttir Líndal var handavinnu- kennari. Messíönu gekk vel í skóla. Messíana Tómasdóttir Teiknikennari hennar segir: „Hún var mjög góður teiknari en þess fyrir utan kom það snemma í ljós að hún var skapandi og hafði listræna hæfileika. Bæði hugmynd- arík og vandvirk.“ Helga Ármannsdóttir myndlist- arkona þekkti Messínönu vel á æskuárunum; var vinkona hennar og bekkjarfélagi öll barnaskólaár— in.„Okkur varð starsýnt hvor á aðra. Ég var með sterk gleraugu og hún hafði þann kæk að blika augunum nánast ofan í munn.“ Messíana hefur nú lagt af þennan vana. „Messíana var alltaf listfeng. Við höfðum leiksýningar inn í Lau- gamesskóla og í kjallara í nágrenn- inu. Bjuggum til leikritin, búning- anna og allt saman.“ Messíana hafði smekk fyrir hinu draumkennda, sér í lagi ævintýrum og kom það snemma fram í teikn- ingum hennar. „Hún var mjög hug- myndarík, fjölhæf og alveg ófeimin við að gera hlutina öðruvísi en aðr- ir. Það var t.d. eins og að koma í allt annan heim að koma í herberg- ið hennar; það var málað í öllum mögulegum litum.“ Á bernskuárunum var Messíana nokkuð myrkfælin. Einn heimildar- maður skriftaði fyrir Morgunblað- inu að auðvelt hefði verið að hræða hana. Strax sem krakki saumaði Mess- íana fötin á sjálfa sig. Fram til 11-12 ára aldurs naut hún þó að- stoðar Bryndísar systur sinnar. Messíana hafði lag á því að vera á undan sinni samtíð í klæðaburði; eftir 2-3 ár urðu flíkurnar hennar hæstmóðins. í dag hannar hún bæði leikmyndir og búninga. Bryndís systir hennar segir Mess- íönu hafa verið bráðþroska; spurt fullorðinslegra spurninga; verið fljótt að skilja. — Helsti ljóðurinn á ráði Messíönu var að tiltektir lágu ekki beinlínis fyrir henni. Bryndís kannaðist við að hafa flutt tól og tæki yngri systur í eina hrúgu í þvottaherbergið. Messíana mun hafa haft meiri reiðu á hlutunum þar eftir. Einn heimildarmaður var inntur eftir því hvort Messíana hefði haft „listrænt temperament"? „Hún var tilfinningarík og skapmikil en það var fljótt að ijúka úr henni. Já, al- veg tvímælalaust. Hún gat brotið hluti ef hún reiddist. — En hún gæti þess að bijóta bara það sem hún átti sjálf.“ ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNUSSON Tískaog skólastúlkur Tískan tekur sífelldum breytingum þótt þess séu einnig dæmi að hún endurtaki sig. Ekki treystum við okkur til að segja fyrir um hvort svona kjólar komist aftur í tísku, en myndimar tók Ólafur á tískusýningu árið 1953. Slíkar sýningar voru þá sjaldgæfari en nú er og þóttu reynd- ar talsverður viðburður. Við látum einnig fylgja með mynd af skólastúlkum, en myndin var tekin á hafnarbakkanum • í Reykjavík nokkm síðar en tískusýningin, líklega árið 1955. Stúlkurnar eru að fara í ferð með Gull- fossi og lögregluþjónarn- ir til hægri eru Lárus Salómonsson og Sigurbjörn Eiríks- son sem síðar var kenndur við veit- ingastaðinn Glaumbæ. Tískusýning árið 1953. STARFIÐ RAGNAR BJÖRNSSON DYNUFRAMLEIÐANDI bókinA plataná NATTBORÐINU FÓNINUM MYNDIN fTÆKINU Morgunblaöið/RAX Rag’nar Bjömsson Allt auðvelt sem maðurkann Haft hefur verið á orði að menn eyði þriðjungi ævinnar í svefn. Líkamlegur aðbúnaður við þá at- höfn eða kannski öllu heldur at- hafnaleysi skiptir töluverðu máli; það er ekki sama á hveiju er Iegið. Ragnar Bjömsson lauk námi í bólstmn 1942 en hugur hans stóð til þess að létta Islendingum svefn- inn. En eftir heimstyijöldina tóku hafta- og skömmtunartímar við og dýnuleysið hélt ekki vöku fyrir ráða- mönnum. Það var því ekki fyrr en 1951 að Ragnar gat hafist handa við dýnugerðina. Ragnar framleiðir „springdýnur" þ.e.a.s. fjaðurdýnur bólstraðar báð- um megin. „Þetta em ekki mikil vísindi fyrir þann sem kann það. Það er allt auðvelt sem maður kann en að dýnugerð verður að standa á faglegan og réttan hátt.“ Tæpast er hægt að slá tölu á þá Islendinga sem hafa siglt um drau- malandið á dýnum frá Ragnari en hann sjálfur taldi sig hafa ástæðu til að ætla að lífsferill u.þ.b. helm- ings landsmanna hefði hafist, ofan á dýnunum frá sér. ÞETTA SÖGÐU ÞAD ÞÁ... Sigurður Líndal lögfræð- ingur í samtali við Morgunblað- ið 11. janúar 1964. Verður að fjarlægja gömul hús „Auðvitað verður að fjarlægja gömul hús hingað og þangað um miðbæinn, en það er alrangt að alltaf sé verið að hrúga nýjum byggingum þangað, án þess að um leið séu fjarlægð þau hús, sem þar eiga ekkert erindi. Mer sýnist verzlunarhverfin vera að færast burt úr miðbænum, jafn- vel í hliðargötur frá t.d. Banka- stræti og Laugavegi. Þessi miðbær „City“, verður vafalaust í framtíðinni byggður húsum sem tilheyra stjórn lands og borgar.“ * Eg er að lesa bók á ensku eftir amerískan höfund, Harry Rob- inson. Bókin heitir Kardinálirw og lýsir gangi eins af kirkjunnar þjón- um upp metorðastigann. Núna er hann orðinn sóknarprestur." Plata á fóninum? Bíddu, „The dream of the blue turtels“ með Sting. Mér finnst hann ágætur. Það eru börn hérna svo það heyrist meira i fóninum frá Ladda og Kard- imónubænum Óla prik o.fl.“ að er orðið æði langt síðan ég hef séð mynd frá myndband- sleigu. Það síðasta sem ég horfi á í tækinu voru fréttirnar sem voru teknar upp fyrir mig.“ Ágústa Guðmunds- dóttir matvæla- fræðingur Food-biotechnology“, matvæla- líftækni. Þetta er nú það sem ég verið að lesa undafarið. Ég er nú tiltölulega nýkomin heim úr námi, þannig að ég er ekki farin að athuga bókamarkaðinn al- mennilega.“ Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofn- unnar * Eg hlusta lítið á plötur; hlusta helst á það sem aðrir í fjöl- skyldunni setja á fóninn. En þegar . við hjónin veljum, þá er það gjarnan Edith Piaf sem verður fyrir valinu." Eins og er, er ekkert myndband í tækinu. Síðast tókum við dótt- ir mín upp sagnaþulinn í sjónvarp- inu og horfum mikið á hann.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.