Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 1 01 — D 47 Skólastúlkur við Gullfoss ásamt lögregluþjónunum Lárusi Salómonssyni og Sigurbimi Eiríkssyni. SÍMTALID . . . ER FIÐ MAGNÚSH. SKARPHÉÐINSSON MEÐLIMÍ HVALAVINAFÉLAGIÍSLANDS Et ekki vini mína 12014 Halló! — Gott kvöld. Páll Lúðvik Ein- arsson hjá Morgunblaðinu hér. Magnús H. Skarphéðinsson hér. — Þú ert meðlimur í Hvalavina- félaginu, ekki satt? Svo mun vera. — Hvenær varstu fyrst elskur að hvölum? Það var fyrir um... svona tíu árum síðan. Eftir að ég lærði um líffræði hvala og heyrði sögur af greind þeirra og hegðan í lífríkinu. Þær vom hreint ótrúlegar margar hveijar. — Hætturðu þá að borða þá? Ég hef aldrei étið hvalkjöt á ævi minni. Ég er í þeim fámenna flokki íslendinga sem hef aldrei étið vini mina í hafinu. — Þú ert sem sagt á móti hval- veiðum af mórölskum ástæðum? Fyrst og síðast. Ofan á það bættist síðan framkoma mann- kynsins gagnvart þessum spen dýrum sem er ein samfelld sorgar saga. — Nú benda skoðanakannan- ir heldur en ekki til að þú sért í minnihlutanum. Hvemig kanntu við þig í þeim flokki? Ég þekki bara ekkert annað. Ég hef yfirleitt verið í minni- hluta með nán ast allar skoðan- ir sem ég hef haft. Mér bara brygði í brún ef ég væri í meirihluta. — Hins veg- ar stefnir í það að ég muni einu sinni á ævinni verða í meirihluta í skoðunum. Andstöðu við hval- veiðar vex fiskur um hrygg. Ég sé fram á bjartari tíð og að verða í meirihluta um þetta mál. — En hafa ekki undanfarnar vikur eða jafnvel ár ekki verið hreint „hvalræði"? Ekki segi ég það. Þetta hefur tafið háskólanám mitt og tekið mikinn tíma frá mér. Jú, annars ég get ekki neitað því að stundum hefur þetta haft veruleg persónu- leg óþægindi í för með sér. En það er samt sjálfsagt mál að þola þetta fyrir skjólstæðinga sína. — Era íslendingar vondir við þá sem er í minnihluta? Suma hveija. Sér í lagi ef það kemur við þjóðernistilfinningar Mörlandans. — Hvernig kemur ættjarðarást- in fram? Með klassískum hætti. Það er útlokað að fara á skemmtistaði þar sem . sam- landar mínir eru við skál. Jafnvel enn ve’rri uppá- komur, skæting- ur á álmanna- færi er nánast daglegt brauð ef maður er að spóka sig eitt- hvað um í miðbæ borgarinnar. — Ekki fallegt að heyra. Eg segi þá bara Magnús H. Skarphéðins- bless. Já, blessaður. vertu Varöi öll - nema jjórtán! 23. ágúst 1967 er íslenskum fótboltaunnendum minnistæður, — þótt þeir viþ'i helst gleyma þeim degi. „Reiðarslag“, „stórslys", „áminning". Við íslendingar lékum landsleik gegn fyrrum sam- bandsþjóð vorri á Idrætsparken í Kaupmannahöfii. Danir fengu á sig tvö mörk. Til varnar í íslenska markinu var Guðmundur Pétursson, Qórtán sinnum mátti hann sækja boltann í netið. ennan miðvikudag, lágú Dan- ir ekki í því, (nema vera skyldi ölinu, því þeir höfðu ástæðu til að fagna). Gagnrýni Morgunblaðsins var hlutlæg og til þess að gera mildi- leg; Danimir vora sneggri og betri. Um markvörðinn var sagt: „Guðmundur Pétursson varði stundum mjög glæsilega og verð- ur ekki sakaður um hinn mikla ósigur.“ Þrátt fyrir þessi huggun- aríku orð hlýtur það að vera veru- legt áfall að fá á sig fjórtán mörk! Ná menn sér eftir þvíumlíkt? Blaðamaður knúði dyra hjá Guðmundi en hann er nú lögfræð- ingur hjá Tryggingarmiðstöðinni. Guðmundur hefur alla tíð verið vesturbæingur og KR-ingur. Hann er kvæntur Sigríði Egils- dóttur, hjúkranarfræðingi og eiga þau þijár dætur. Engin þeirra sparkar bolta en ekki vonlaust að yngsta dóttirin þriggja ára gefi sig að þeirri íþrótt í framtíðinni. - 14 : 2? —„Þegar svona burst verður era alltaf nokkrir Samverkandi þættir sem koma þama inní. Við fóram óeðlilega bjartsýnir til þessa leiks. Það gleymdist að velta fyrir sér styrkleika danska liðsins sem var mjög sterkt. íslenska lið- ið var mjög reynslulítið; kjaminn var ungir spilarar um tvítugt, það vantaði leikmenn með reynslu. Ef þeir hefðu verið hefði taktík- inni kannski verið breytt til að koma í veg fyrir þetta burst. Þeg- ar Danir vora búnir að gera 4 mörk á 20 mínútum, þá hrandi liðið algjörlega og stóð ekki steinn yfir steini. íslenska liðið var frek- ar sókarlið en vamar og í þá daga var gjaman spilað 4:2:4. Báð- ir tengiliðimir vora stilltir inná sókn. Það hefði tvímælalaust ver- ið betra að stilla inná vömina. Að síðustu má geta þess að Elm- ar Geirsson rotaðist í upphitun fyrir leikinn, fékk bolta í höfuðið." FRÉTTALfÓS ÚR FORTÍD HVAÐ VARÐ UM MARKMANNINN ÚR MARTRÖÐINNIÍSLAND DANMÖRK14:2? ' — Hveijir aðrir vora í liðinu? „Það má nefna nöfn eins og Hermann Gunnarsson, Jóhannes Atlason, Guðni Kjartansson, Ey- leifur Hafsteinsson, Helgi Núma- son o.fl.“ — Vora þetta ekki langar 90 mínútur? „Jú, þær vora það erfiðasta sem ég hef upplifáð á knattspymuvell- inum. Um 20 þúsund manns horfðu á þetta, þ.á.m. Gunnar Thoroddsen sendiherra og danskir framámenn. Aumingja Gunnari hlýtur líka að hafa liðið illa. Auð- vitað voru menn alveg í rusli eftir _þetta. Leiknum var lýst beint í útvarpi og þetta var fyrsti lands- leikur sem var sýndur í heild í íslenska sjónvarpinu. Það var sagt að um þennan leik að það hefði m.a. verið þess vegna sem íslend- ingar hefðu ekki viljað leggjast í vörn, heldur spilað fyrir sjón- varpið.“ (Leikurinn var á dagskrá RUV föstudaginn 25 ágúst. Því miður reyndist þessi filma ekki á skrá í filmusafni RUV. innsk. blm.) Hveijar vora viðtökur lands- manna er liðið kom heim? „Það var gert miskunarlaust grín að okkur. — Og í leikjum í om sam»n idslidb senl 9' |ands»««,» " n«un l' 'Sl6rl«n . t --— Morgunblaðið/Bj arni fyrstu deildinni fengum við að heyra glósum- ar.“ — Guðmundur XIV? „Jú, ætli það ekki. Og heyri stundum enn. Ég varði öll nema fjórtán.“ — Þú hefur ekki lagt skóna á hilluna eftir þetta? „Nei, ég hætti ekki eftir 14 : 2. Hélt áfram að leika með KR fram til 1970. Fór þá að þjálfa þjá KR, var þó áfram viðloðandi fram til 1973 en þá lék ég minn siðast leik í meistarflokki.“ — Alveg hættur? „Nei, ég er á kafi í félagsmálum KR og íþróttahreyfingarinnar. Svo leik auðvitað reglulega í fót- bolta tvisvar í viku. Aðallejta inn- anhúss. Skæður sóknarmaöur." lvc«n» UR MARKINU í LÖGIN Guðmundur Pétursson er lögfræðingur hjá Tryggingarmiðstöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.