Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D 290. tbl. 76. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988_____________________________________Prentsmiðja Mörgunblaðsins Dönum líkar æ betur við EB Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. STUÐNINGUR Dana við aðildina að Evrópubandalaginu fer vaxandi og mega andstæðingar hennar búast við háðulegri útreið i kosningunum til Evr- ópuþingsins næsta sumar. Dagblaðið Politiken segir frá nýrri könnun en samkvæmt henni fengju andstæðingar EB-aðildar aðeins 10% atkvæða nú, helmingi minna en 1984. Erjólasveina- starfið list? Sydney. Reuter. ÁSTRALSKIR jóla- sveinar krefjast þess nú að iðja þeirra Qokkist undir listgrein. Jóla- sveinarnir segjast eiga skilið að fá .sömu laun og leikarar en jóla- sveinalaun eru nú þau sömu og laun aðstoðar- fólks í verslunum eða 22,50 dalir (830 isl.kr.), fyrir að láta smábörn toga í skeggið á sér í þijár stundir í hita- mollu hásumarsins hjá andfætlingum þar syðra. Risaeðluleif- ar í Texas Alþjóðaneftid Rauða krossins; Forth Worth, Texas. Reuter. STEINGERÐAR leifar þriggja risaeðla af ættkvíslinni „tentosaurus“, sem ekki var greind fyrr en nýlega, fundust fyr- ir skömmu í Texas. Það voru líffræði- kennari í menntaskóla og sjö ára gam- all sonur hans sem fundu steingerving- ana. Risaeðlurnar þijár hafa verið um eitt tonn að þyngd og sex metrar á hæð og voru á dögum fyrir um 110 milljón- um ára. Yeðí fölsuðum Picasso Grenoble. Reuter. LÖGREGLAN í Grenoble í Frakklandi handtók á föstudag mann sem hafði falsað tvær vatnslitamyndir eftir Pablo Picasso og notað þær sem tryggingu fyrir bankaláni. Upp komst um kauða þegar hann hvatti vin sinn til að reyna sama bragð. Hjálparsendingar til Sovét- Armeníu verði stöðvaðar Ryzhkov gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir slæma meðferð á erlendum hjálparsveitum Moskvu. Reuter. ALÞJÓÐANEFND Rauða krossins hvatti í gær vestrænar hjálparsveitir til að hætta að senda menn og tæki til skjálftasvæðanna í Armeníu og Níkolaj Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, fordæmdi sovéska ut- anríkisráðuneytið fyrir slæma meðferð á er- lendum björgunarsveitum. Ryzhkov sagði í viðtali við sovéska sjónvarpið að 20 manns hefðu fundist á lífi í borginni Lenín- akan og einn í bænum Spítak á föstudag. Sjón- varpið sýndi einnig frá því þegar Ryzhkov hóf reiðilestur yfir fulltrúa sovéska utanríkisráðu- neytisins á föstudag og gagnrýndi ráðherrann ráðuneytið fyrir að hafa ekki útvegað nógu marga túlka fyrir erlendu björgunarsveitirnar á skjálfta- svæðunum. „Hvers vegna sitjið þið þarna í Reuter Kona hengir þvott á snúru í neyð- artjaldbúðum í borginni Lenín- akan Moskvu? í stað þess að halda fundi þar ættuð þið að koma hingað," sagði Ryzhkov við fulltrú- ann á fundi nefndar sem stjórnar björgunarstarf- inu. „Nokkrar af erlendu björgunarsveitunum hafa ákveðið að fara í burtu með mikilli beiskju. Ekki vegna þess sem þær hafa orðið vitni að heldur vegna þeirrar meðferðar sem þær hafa fengið hér,“ sagði hann. Talsmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins í Genf sagði að hætta bæri að senda menn og tæki til Armeníu. Bifreiðar og tæki hefðu tafið umferð um illfæra vegi á skjálftasvæðunum og undirbúningur hefði hafist á því að ryðja burtu rústum bygginga. „Fleiri hjálparsveitir myndu aðeins stuðla að frekari vandræðum,“ bætti hann við. ALLTILAGI MEÐ ÆSKUNA POUL SCHLlÍTER í SAMTALI VIÐ MORGUNBLAÐIÐ 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.