Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
.
Blessað rokið
egar ég var beðinn um að
taka þátt í því að „hugsa
upphátt" íýrir lesendur
Morgunblaðsins, neitaði ég því
ákveðið. Mér þótti líklegt að hugs-
anir mínar bæru einkenni þeirra
erfiðleika í efnahags- og atvinnu-
málum, sem fylla skrifborð mitt og
eru mér óneitanlega ofarlega í
huga. Þótt að sjálfsögðu verði ekki
hjá því komist að hugleiða þau mál
vel og taká á þeim af festu, þykir
mér sjálfum satt að segja oft sem
nóg sé komið af barlómi. Vel skil
ég þá, sem þannig hugsa. Við mun-
um að sjálfsögðu komast yfir erfið-
leikana nú sem fyrr. Tími er því til
þess kominn að huga að því, sem
á eftir fylgir. Við eigum í þeim efn-
um marga kosti og um einn slíkan
ætla ég nú að „hugsa upphátt".
Fyrir nokkrum dögum í London
átti ég fund með þremur Bretum,
sem framarlega standa í kvik-
mynda-, kynninga- og ferðamálum,
ásamt nokkrum íslendingum, sem
starfa á sömu sviðum. Bretamir
höfðu komið hingað til lands sl.
haust og dvalið í þijá daga. Þeir
hrifust mjög af því, sem þeir sáu
og kynntust, og töldu sig sjá ýmsa
góða kosti fyrir okkur Islendinga.
Ef skynsamlega væri á málum hald-
ið og rétt væri kynnt, töldu þeir
augljóst að margir vildu til íslands
ferðast til að njóta hreins umhverf-
is, lofts, vatns og lands, til heilsu-
bótar í bláum lónum og leirböðum,
eða til að njóta kyrrðar í fámenninu
á göngu eða á hestbaki um dali og
fjöll.
Ég er sannfærður um að þetta
er rétt. Þeir eru margir þreyttir
íbúar stórborganna sem þrá fátt
meira en hreint loft og kyrrð. Og
þeir eru margir sem leita heilsubót-
ar í heitum laugum. Spumingin er
miklu fremur hvort við viljum stuðla
að komu slíkra ferðamanna, og
getum við gert það á þann máta,
að ekki verði úr því enn ein koll-
steypa?
Svör mín við þessum spurningum
era hiklaust þau að sjálfsagt sé að
nýta þann kost hag-
vaxtar, sem í ferða-
mannaiðnaðinum
felst, enda verði það
gert að vel skipulögðu
og yfirlögðu ráði. Ég
gerði mönnum hins
vegar grein fyrir því,
að við íslendingar
leggjum mikla áherslu
á að vernda viðkvæma
náttúra landsins og
ekki síður _ hið við-
kvæma íslending-
seðli, ef ég má nefna
svo hin mikilvægu
þjóðareinkenni.
Þetta mál er þannig
einkennandi fyrir þau
sem vinna þarf af fyr-
irhyggju. Þannig get-
ur vaxandi fyöldi val-
inna ferðamanna orðið til farsældar
fyrir land og þjóð en án fyrirhyggju
valdið stóra tjóni.
Hér var ég ákveðinn í að hætta
að „hugsa upphátt“ og sendi Morg-
unblaðinu afraksturinn. Til baka
barst neyðaróp. Agnes Bragadóttir
kom hlaupandi niður í Alþingi og
kvað Moggann vilja fá meira af
hugsunum mínum. Ég sat þá í efri
deild og hlustaði á Halldór Blöndal.
Satt að segja reynist það mér ekki
hollt fyrir heilbrigða hugsun. Mér
höfðu reyndar komið í hug orð vest-
firskrar sæmdarkonu, sem kom inn
á þing í tvær vikur og gaf Alþingi
nafngiftina „leikhús
götunnar". Þótt ég af
gróinni virðingu fyrir
Alþingi geti ekki tekið
undir þá lýsingu, skil
ég vel þessa niður-
stöðu konunnar, ekki
síst eftir þá umræðu
sem verið hefur í efri
deild í tvo daga um
efnahagsaðgerðir og
bráðabirgðalög
tveggja ríkisstjóma,
Þorsteins Pálssonar
og minnar.
Ég hef svo sem fyrr
velt því fyrir mér
hvers vegna menn
sækjast eftir þátttöku
í þessu virðulega
„leikhúsi“. Hafa menn
svona mikla ánægju
af því að kasta steini úr glerhúsi
sínu? Á þingi okkar íslendinga virð-
ist sú regla gilda, að stjómarsinnar
era með en stjórnarandstæðingar á
móti í flestum eða öllum mikilvæg-
um málum. Og ýmsir virðast telja
sig verða stærsta af því að ausa
persónulegum svívirðingum yfir
pólitíska andstæðinga sína. Þetta
er satt að segja ekki það framtí-
H1IGSAD
UPPHÁTT
/ dag skrifar Steingrímur
Hermannssonformabur
Framsóknarflokksins.
MULINEX HRÆRIVÉLASAMSTÆÐAN KR.
7.990,- stgr.
HITACHI TÖLVUSTÝRÐUR ÖRBYLGJUOFN
MEÐ SNÚNINGSDISKI KR. 20.805,- stgr.
RYKSUGUR FRÁ KR. 4.900,- stgr.
HANDRYKSUGUR KR. 1.980,- stgr.
BÍLARYKSUGA KR. 1.490,- stgr.
HITACHI SJÓNVARPSTÆKI MEÐ FJARSTÝR-
INGU KR. 32.110,- stgr.
HITACHI VIDEOTÆKI MEÐ FJARSTÝRINGU KR.
47.405,- stgr.
KRUPS EXPRESSO KAFFIVÉL KR. 4.953,- stgr.
KRUPS SAMBYGGÐ EXPRESSO OG VENJU-
LEG KAFFIVÉL KR. 8.948,- stgr.
EF ÞÚ VILT EKKI
GEFA
FJÖLSKYLDUNNI
ÁFENGISMÆLI,
ÞÁ ER ÝMISLEGT
FLEIRA
NYTSAMLEGT
TIL HJÁ RÖNNING
IKRINGLUNNI!
ÚTVARPSKLUKKUR FRÁ KR. 1.990,- stgr.
ÁFENGISMÆLIR KR. 2.990,- stgr.
^•RÖNNING
•//*// heimilistæki
KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVÍK/SÍMI (91)685868
HITACHI SAMBYGGÐ ÚTVARPS- OG SEGUL-
BANDSTÆKI FRÁ KR. 6.500,- stgr.
HITACHI GEISLASPILARI KR. 13.775,- stgr.