Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT
MPPQUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
ERLEIUT L
INNLENT
Afiiám verk-
fallsbanns —
samnmgar
áframbundnir
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra lýsti því yfir á
þriðjudagskvöld að ríkisstjómin
vildi fella úr gildi ákvæði bráða-
birgðalaga um bann við verkföll-
um og verkbönnum. Hins vegar
gildi allir kjarasamningar áfram
til 15. febrúar. Ásmundur Stef-
ánsson krafðist lögfræðiálits á
þessari tillögu stjómarinnar, þar
sem svo liti út sem verkföll væru
áfram óheimil vegna friðarskyldu,
sem ríkir á gildistíma kjarasamn-
inga. Á miðvikudag lýstu sjálf-
stæðismenn því svo yfír að um-
mæli Steingríms hefðu skapað
óróa á vinnumarkaði, og að þeir
styddu ekki nein ákvæði laganna,
sem byndu kjarasamninga. Lögin
voru loks samþykkt í efri deild
með breytingu um að verkfalls-
bann væri úr gildi numið.
Skattahækkanir
Stjómarflokkamir náðu sam-
stöðu um að leggja fram frum-
varp um 2% hækkun tekjuskatts.
Auk þess á tekjuskattur á fyrir-
tæki að hækka og skattstofnar
þeirra verða breikkaðir. Frumvarp
um hækkaðan skatt á verslunar-
og skrifstofuhúsnæði náði í gegn
um neðri deild Alþingis með
stuðningi Kvennalistans.
Stærsti happ-
drættisvinningnr
til þessa
Sjötug dagmamma, Karitas
Magnúsdóttir, hreppti stærsta
happdrættisvinning, sem um get-
ur hérlendis. Hún vann 25 milljón-
ir króna á trompmiða í Happ-
drætti Háskólans.
Hofsóshreppur
í kröggum
Á mánudag ákvað félagsmála-
ráðherra að svipta sveitarstjóm
Hofsóshrepps fjárforráðum og
setja sérstaka fjárhaldsstjóm til
að koma rekstri sveitarfélagsins
á réttan kjöl. Þá var óskað eftir
greiðslustöðvun, en skuldir
hreppsins nema þre- til fjórföldum
árstekjum hans.
Stærsta bílaumboðið
Fyrirtækin Bflaborg hf. og
Sveinn Egilsson hf. sameinuðust
í stærsta bflaumboð á landinu.
Hið nýja fyrirtæki, Sveinn Egils-
son-Bflaborg, mun þjóna um
35.000 bflum í bílaflota lands-
manna.
Utanríkis-
ráðherra í
Póllandi
Jón Baldvin
Hannibalsson ut-
anríkisráðherra
fór í opinbera
heimsókn til Pól-
lands' og hitti
meðal annarra
Jaruzelski, leið-
toga stjómarinn-
ar, og Olecbow-
ski utanríkisráð-
herra.
ERLENT
Beinar viðræð-
ur við PLO
Ronald Reagan
Bandaríkjafor-
seti skýrði frá
því á miðviku-
dagskvöld að
Frelsissamtök
Palestínu (PLO)
hefðu fullnægt
öllum þeim skil-
yrðum sem Bandaríkjastjóm hefði
sett fyrir beinum viðræðum við
fulltrúa samtakanna. Yfírlýsing
þessi kom í kjölfar blaðamanna-
fundar Yassers Árafats í Genf á
miðvikudag þar sem hann kvað
PLO fordæma öll hryðjuverk og
viðurkennatilverurétt ísraels. Var
þessu fagnað víða um heim en
ráðamenn í ísrael lýstu yfír því
að þeir myndu aldrei fallast á
paiestínskt ríki á vesturbakka
Jórdanár og Gaza-svæðinu. Fyrsti
fundur fulltrúa PLO og Banda-
ríkjastjómar fór fram í Túnis á
föstudag.
36 bíða bana i Lundúnum
36 manns fórust á mánudag er
þijár jámbrautarlestir rákust
saman á Clapham-lestarstöðinni í
suðvesturhluta Lundúna. Talið er
að bilun í merkjakerfí hafi orsak-
að áreksturinn, sem varð á mesta
annatíma.
Talið að 55.000 hafi faríst
Um 55.000 manns fórust í land-
skjálftanum ógurlega í Armeníu,
samkvæmt bráðabirgðatölum sem
stjómvöld í Sovétríkjunum birtu
á þriðjudag. Útgöngubanni var
komið á í borginni Lenínakan
vegna gripdeilda og hermenn voru
á verði á götum borgarinnar. Á
fímmtudag var frá því skýrt að
20 fjallaþorp hefðu orðið illa úti
í jarðskjálftanum og þótti það með
ólíkindum að ástandið í þessum
byggðum skyldi ekki hafa verið
athugað fyrr.
Kúbverskir hermenn Érá
Angólu
Fulltrúar Suður-Afríku, Kúbu, og
Angólu undirrituðu á þriðjudag
drög að samningi um brottflutn-
ing kúbverskra hermanna frá
Angólu og sjálfstæði Namibíu.
Samningurinn verður staðfestur á
fímmtudag en samkvæmt honum
verður brottflutningi herliðsins
lokið fyrir 30. júní 1991.
Morðingi Palme fúndinn?
Lögregla
Stokkhólmi
handtók á mið-
vikudag mann
sem grunaður er
um að hafa myrt
Olof Palme, þá-
verandi forsætis-
ráðherra
Svíþjóðar, árið 1986. Maðurinn,
Carl Gustav Christer Petters-
son er 41 árs að aldri og á lang-
an afbrotaferil að baki. Hann hef-
ur viðurkennt að hafa verið nærri
morðstaðnum en neitar öllum sak-
argiftum.
Yitzhak Rabin um viðræður Bandaríkjamanna og PLO:
Alvarleg mistök og rétt-
læting á hryðjuverkum
Jerúsalem. Reuter.
YITZHAK Rabin, varnarmála-
ráðherra ísraels, sagði á föstu-
dagskvöld að það hefði verið
réttlætanlegt að skjóta Qóra Pal-
estínumenn til bana á hemumdu
svæðunum föstudag, slíkt væri
nauðsynlegur þáttur í þeirri
stefinu ísraelsstjórnar að láta
hart mæta hörðu i viðureigninni
við palestínsku uppreisnarmenn-
ina. Hann sagði einnig að Banda-
ríkjamenn hefðu gert alvarleg
mistök með því að hefja viðræður
við Frelsissamtök Paiestinu-
manna, PLO. Palestinumenn
hófu í gær þriggja daga verkfaU
til að mótmæla drápum ísrael-
skra hermanna á föstudag.
Israelskir hermenn skutu fjóra
Palestínumenn til bana á föstu-
dag á Vesturbakkanum og særðu
að minnsta kosti 20. Köfðu þeir
verið að fylgja til grafar unglingi,
sem ísraelar höfðu áður skotið, og
tóku að því búnu þátt í að mót-
mæla yfírráðum ísraela á hem-
umdu svæðunum.„Uppreisninni
verður haldið í skefjum með hörðum
aðgerðum," sagði Rabin og bætti
við: „Eg sætti mig við allt sem
gert var - það var nauðsynlegt."
Rabin fór einnig hörðum orðum
um þá ákvörðun Bandaríkjastjómar
að helja viðræður við Frelsissamtök
Palestínumanna í Karþagó í Túnis
og sagði Bandaríkjamenn hafa gef-
ið þá „mikilvægu stefnu" að beijast
gegn hryðjuverkum upp á bátinn.
„Hvað er uppreisnin á herteknu
svæðunum þegar öllu er á botninn
hvolft? Kallast það ekki hryðjuverk
þegar menn kasta bensínsprengjum
á langferðabifreiðar með óbreytta
borgara innanborðs og verða móður
og þremur bömum að bana?“ spurði
hann. Hann sagði að með því að
hefja viðræður við Frelsisamtök
Palestínumanna væru Bandaríkja-
menn í raun að lýsa yfír lögmæti
uppreisnar Palestínumanna á her-
teknu svæðunum.
Myndin er af Majde Hadade, 22 ára gömlum Palestfnumanni, sem
særðist alvarlega í skothríð ísraelsku hermannanna.
íbúar í Ramallah á herteknu
svæðunum sögðu að Palestínumenn
hefðu almennt lagt niður vinnu á
laugardag, eftir að boðað hafði ver-
ið til þriggja daga verkfalls. Þeir
sögðu að engir væru á götunum
nema mótmælendur sem köstuðu
steinum að ísraelskum hermönnum.
Líbanon:
J
Gísl leystur úr haldi
Sídon f Líbanon. Reuter. ^
SVISSNESKUM
starfsmanni Al-
þjóða Rauða
krossins f Lfban-
on, Peter Winkl-
er, var sleppt á
föstudag f Sfdon
eftir mánaðar
fangavist hjá
palestínskum skæruliðasamtökum
undir stjórn Abu Nidals. Winkler
sagðist hafii fengið góða meðferð
en talið er að markmið ræningj-
anna hafi verið að fá Ieystan úr
haldi Líbana sem situr inni í Sviss
fyrir flugrán.
Winkler var látinn dúsa í
gluggalausum klefa allan
tímann og grímuklæddir byssumenn
yfirheyrðu hann. Sögðu þeir honum
hafa verið rænt vegna þjóðemisins
en ekki vegna starfsins hjá Rauða
krossinum. Eftir ránið á Winkler
hvatti svissneska stjómin landa sína
f Lfbanon til að jrfírgefa landið en
bað jafnframt leiðtoga Frelsishreyf-
ingar Palestínumanna (PLO), Yasser
Arafat, að reyna að fá Winkler
lausan.
Talsmaður Rauða krossins í Genf
sagði að starf samtakanna, er var
frestað í bili í Sídon meðan Winkler
var í haldi, yrði tekið upp á ný eins
fljótt og mögulegt væri. Fyrst yrði
þó að fást trygging fyrir því að
starfsfólkið gæti unnið í friði. AIls
eru nú 17 Vesturlandabúar í haldi
hjá ýmsum skæruliðasamtökum í
Líbanon.
Dönum skipað að herða
mittisólamar rækilega
HÆRRI greiðslur fyrir lyf jafiit sem læknishjálp, hærri póst-
burðargjöld og lægri atvinnuleysisbætur til handa þeim sem eru
án vinnu skamma hrið; þetta eru jólagjafimar sem samsteypu-
stjórn undir forystu fhaldsmannsins Pouls Schltiters færir Dön-
um. Á fimmtudagskvöld voru fiárlög ríkisins samþykkt eftir loka-
umræðu. Andstaða Sósíaliska þjóðarflokksins og F ramfaraflokks-
ins nægði ekki til að fella þau þar eð jafiiaðarmenn greiddu
ekki atkvæði og tveir borgarafiokkar utan stjómar studdu sljórn-
ina. Jafnaðarmenn höfðu áður heitið stjóminni hjásetu til að
þvinga ekki fram þriðju kosningamar á 16 mánuðum. Samkvæmt
fiárlögunum lækka rfkisútgjöld um tfu milljarða danskra króna
(67 mifijarða ísl kr.) og Qárlagahalli verður lítill.
Stjóra Schliiters er staðráðin í
því að lækka ríkisútgjöld,
hamla gegn innflutningi og ýta
undir útflutning til að fjármagna
afborganir af gífurlegum erlend-
um skuldum ríkisins. Þær nema
nú nær 300 milljörðum d.kr. og
skipa Danir hvað þetta snertir
sérstakt sæti meðal auðugra þjóða
- ásamt okkur íslendingum.
Lánstraust þeirra á alþjóða fjár-
málamörkuðum hefur þó fram til
þessa verið gott en hefur hrakað
mjög að undanförnu.
í flárlögunum eru framlög
ríkisins til heilbrigðis- og féiags-
mála, skorin verulega niður. Einn-
ig selur ríkið hlut sinn í nokkrum
fyrirtælqum og
gert er ráð fyrir
að opinberum
starfsmönnum
verði fækkað um
10 - 12 þúsund.
danska Þjóðþinginu að fjárlög
hafi verið samþykkt án stuðnings
meirihluta þingmanna. Leiðtogi
jafnaðarmanna, Svend Auken, var
ómyrkur í máli um fjárlögin og
sagði stjórnina m.a. hafa notfært
sér loforð jafnaðarmanna um hjá-
setu og reynt að makka við Fram-
faraflokkinn, sem Mogens Glis-
trup stofnaði. „Fjárlögin," sagði
Auken, „bera merki hugmynda-
fræðilegrar þráhyggju og þess að
menn vilja láta sverfa til stáls í
baráttunni gegn velferðarkerf-
■■■■^^■■■■^■■i inu.“ Þrátt fyrir
sár vonbn'£ði
BAKSVID ve^a fiárlag-
___________________________anna sagði hann
jafnaðarmenn
enn vilja semja
eflir Kristján Jónsson
Atvinnuleysi er um níu af hundr- við Schluter um framgang ann-
aði og búist við að það aukist
nokkuð á næstunni. Ljóst er að
mögru árin, sem lengi hefur verið
spáð að hlytu að ganga í garð,
eru nú framundan í Danaveldi.
Eitt umfangsmesta velferðarkerfi
í heimi hefur kostað sitt og er-
lendu skuldiraar hafa hlaðist upp
þrátt fyrir hærri skatta en í nokkru
öðru ríki Evrópubandalagins.
Það hefur ekki fyrr gerst í
arra mála á næstunni en sagðist
efast um samningsvilja hans.
Palle Simonsen fjármálaráð-
herra, úr íhaldsflokknum, sagði
að jafnaðarmenn hefðu í reynd
aldrei viljað semja um íjárlögin.
„Hættið nú þessari hræsni. Við
höfum reynt að semja við næstum
alla flokka og þegar Framfara-
flokkurinn vill starfa með okkur
er hann auðvitað velkominn."