Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
Churchill innanríkisráðherra
(í vitnaleiðslu 1911): Hann
vildi fylgjast með öllu því sem fram
fór og mætti á staðnum.
Þegar Churchill barðist við stjórnleysingja í EastEnd
í SHney-stiæti
En mennimir í Sidney-stræti
voru hættulegir stjómleys-
ingjar og morðingjar. Enginn
vafí virtist leika á því að einn
þeirra væri „Pétur málari",
Peter the Painter, sem meira
kapp var lagt á að klófesta en nokk-
um annan stjómleysingja og glæpa-
mann í Bretlandi á þessum áram.
Churchill vildi ekki láta sér þetta
tækifæri úr greipum ganga.
Umsátrinu lauk án þess að lög-
reglunni tækist að hafa hendur í
hári Péturs málara. Tvö sviðin lík
fundust í ijúkandi húsarústum eftir
umsátrið, en jörðin virtist hafa
gleypt Pétur málara. Flest benti til
þess að hann hefði komizt undan.
Frægur stjómleysingi
Nú hefur rannsókn leitt í ljós að
lögregluaðgerð Churchills í Austur-
borginni var að nokkra leyti byggð
á misskilningi. Pétur málari var aldr-
ei í Sidney-stræti að sögn vikublaðs-
ins The Observer. Sannað þykir hver
þessi dularfulli stjómleysingi var í
raun og veru og hann virðist hafa
orðið virtur maður í heimalandi sínu
á efri áram.
Hálfum mánuði áður en atburður-
inn í Sidney-stræti gerðist höfðu
þrír lögreglumenn verið myrtir þegar
þeir rannsökuðu innbrot í skart-
gripaverzlun í Houndsditch, Hunda-
skurði, í Whitechapel. Eftir morðin
voru 500 pund sett til höfuðs Pétri
málara, sem var einnig kallaður
Pétur Piatkow, eða Pétur Straume
frá Riga, og sagður frægur sljóm-
leysingi. Lögreglan fékk sérstakan
liðsauka til að rannsaka málið og
leitaði morðingjanna logandi ljósi í
Whitechapel, en án árangurs. Blöðin
fylgdust með leitinni af lifandi áhuga
og almenningur gleypti í sig fréttim-
ar.
Hins vegar kom Pétur málari
hvergi nálægt morðunum í Hounds-
ditch skv. niðurstöðum rannsókna
brezks sagnfræðings, Philips Ruffs,
sem hefur kannað starfsemi bylting-
armanna í Austurborg Lundúna á
árum áður, Enginn vafi lék hins
vegar á því að Pétur var ágætur
málari. Haft var fyrir sátt að hann
hefði hlotið viðumefnið af því að
milli þess sem hann rændi banka
og verzlanir og ógnaði fólki með
byssu málaði hann hús sér til lífsvið-
urværis.
Vopnasmyglari Leníns
Pétur málari var Letti að þjóðemi
og hét réttu nafni Gederts Eliass.
Hann tók ríkan þátt í byltingarstarf-
semi á áranum 1905-1914. Árið
1906 var hann í hópi byltingar-
manna, sem gerðu fræga árás á
aðallögreglustöðina í Riga. Sama ár
átti hann aðild að bankaráni í Hels-
ingfors. Hagnaðurinn nam um
15.000 pundum og var látinn renna
í sjóði byltingarmanna.
Eliass/Pétur málari lagði stund á
nám í listum í Briissel og hélt að
þvi loknu til Marseille, þar sem hann
mun hafa stundað vopnasmygl fyrir
Lenín. Frá Marseille fór hann til
Parísar. í október 1910 hélt hann
Péturmálarí var ekki sökudólgurinn og er nú „fundinn“
EINN FRÆGASTI atburður í Bretlandi á árunum fyrir heims-
styrjöldina fyrri var umsátrið í Sidney-stræti í Stepney í Aust-
urborg Lundúna (East End) í ársbyijun 1911. Umsátrinu stjórn
aði enginn annar en Winston Churchill, þá 36 ára gamall inn-
anríkisráðherra Fijálslynda flokksins. Hann hlaut ámæli fyrir
óðagot. Það þótti ekki viðeigandi að ráðherra Hans hátignar
stæði úti á götu í East End og segði lögreglunni hvað hún
ætti að gera.
til Lundúna og dvaldist þar aðeins
skamma hríð að sögn Ruffs.
Stjóm Fijálslynda flokksins, sem
kom til valda 1906, veitti mörgum
stjómleysingjum hæli í Bretlandi og
var gagnrýnd fyrir það. Stjómleys-
ingjar vora „borgarskæruliðar“
þessara ára, en stjómin þverskallað-
ist við óskum um að fólksflutningar
til Bretlands yrðu takmarkaðir. Þeg-
ar uppreisnin í Rússlandi 1905 rann
út í sandinn hreiðraðu pólitískir
flóttamenn um sig í fátækrahverfun-
um í Austurborg Lundúna, sem
höfðu verið alræmd fyrir glæpi frá
því löngu áður en .
Kobbi kuti (Jack
the Ripper) kom
til sögunnar
1888. Seinna
korfi" Basii fursti
við sögu á þess-
um slóðum.
■■ERLENDHHi
hriwcsiA
eftir Gudm. Halldórssort
Jósef Stalín dvaldist í hálfan mán-
uð í Whitechapel í júní 1907. Þá var
hann á flótta undan erindrekum
leynilögreglu Rússakeisara, Okhr-
ana, og sótti „rannsóknaræfingu"
byltingarmanna. Hann bjó í litlu
herbergi með Maxim Litvinov, sem
síðar varð utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna og lifði allar hreinsanir.
Rithöfundar eins og Joseph Conrad
og G.K. Chesterton lýstu byltingar-
mönnum og stjómleysingjum þess-
ara ára í Lundúnum af rómuðu inn-
sæi.
Þegar Pétur málari var í Lundún-
um síðla árs 1910 skipulögðu lettn-
eskir félagar hans, sem vora stjóm-
leysingjar eins og hann, innbrotið í
Houndsditch. í þeirra augum var
slík iðja „eignaupptaka" í þágu bylt-
ingarinnar og þeir litu brezka lög-
reglumenn sömu augum og starfs-
menn Okhrana.
Slóðin lá til Péturs
Lögreglan kom Lettunum að óvör-
um í Houndsditch, en þeir vora vel
vopnaðir og komust undan. Tveir
lögreglumenn særðust auk þeirra
þriggja, sem biðu bana. Lettamir
skutu einn félaga
sinn í bakið af
slysni og drógu
hann deyjandi
um götur austur-
borgarinnar til
íbúðar Péturs
málara. Pétur
lagði á flótta, en lögreglan fékk
greinargóða Iýsingu á honum og
bendlaði hann við morðin. Churchill
mætti við útför lögreglumannanna,
sem var gerð frá St. Páls-dómkirkju,
ásamt eiginkonu sinni, Clementine.
Tíu dögum eftir atburðinn í
Houndsditch var lögreglunni til-
kynnt að nokkrir stjómleysingjanna
feldu sig í húsi nokkra við Sidney-
stræti. Lögreglan taldi víst að Pétur
málari væri þar á meðal, þótt nú
megi heita sannað skv. athugunum
Ruffs að hann hafí þá verið farinn
til Parísar.
ughts and Adventures. „Ég taldi það
skyldu mína að fylgjast sjálfur með
því sem fram fór. Hins vegar verð
ég að viðurkenna að mikil forvitni
rak mig líka áfram og ef til vill hefði
verið ráðlegast fyrir mig að halda
henni í skefjum."
Kúlnaregn í götunni
Þegar Churchill kom til Sidney-
strætis um hádegisbil 3. janúar 1911
í bifreið sinni blasti við honum ein-
kennileg sjón. Áhorfendur og ein-
kennisklæddir menn vora í hnipri
bak við byggingar beggja vegna
götunnar og fylgdust með hörðum
skotbardaga stjómleysingja og ums-
átursliðs. Þá hafði skothríðin staðið
í eina og hálfa klukkustund. Frétta-
maður Daily Chronicle, sem stóð
uppi á þaki bjórkrárinnar Rising
Sun, taldi að kúlumar hefðu skipt
þúsundum og þó hafði staðan ekkert
breytzt.
Churchill sá strax að það vora
mistök að mæta á staðinn. „Það var
ekki í mínum verkahring að skipta
mér af starfí þeirra manna, sem
vora á staðnum," segir hann í Tho-
ughts and Adventures. „Ég hafði
miklu meiri völd en allir hinir og
hlaut því að verða að axla ábyrgð-
ina. Ég gerði mér grein fyrir því að
ég hefði farið viturlegar að ráði
mínu, ef ég hefði verið kyrr í skrif-
stofu minni og haft hægt um mig.
Á hinn bóginn gat ég með engu
móti stigið aftur upp í bifreiðina og
ekið á braut meðan ástandið var
svona óvisst og þar að auki stór-
merkilegt."
Kúlum rigndi frá Sidney-stræti
100. Churchill læddist milli húsa og
ræddi við hermenn og lögreglufor-
ingja alvarlegur í bragði. Til þess
að fá betra útsýni skauzt hann yfir
Heldur kalt var í veðri og dálítið
snjóaði þegar lögreglan lét til skarar
skríða í Sidney-stræti síðla kvölds
2. janúar 1911. Hverfíð fylltist af
lögreglu. Um 750 menn umkringdu
húsið nr. 100 um nóttina og sagan
um morðóðu stjómleysingjana, sem
setið væri um í Áusturborginni, barst
eins og eldur í sinu. Enginn vissi
hve margir þeir væra. Rimlar voru
fyrir gluggum og ekkert hljóð heyrð-
ist. Þegar gijóti var kastað í rúðum-
ar var því svarað með skothríð. Lög-
reglumennimir flýttu sér í skjól.
Fréttin um umsátrið birtist í öllum
morgunblöðunum.
Umsátursliðið sá sér þann kost
vænstan að biðja um liðsauka her-
manna og hringdi í Churchill inn-
anríkisráðherra, sem var í baði eins
og algengt var þegar eitthvað óvænt
bar til tíðinda. „Beitið eins miklu
valdi og þið teljið nauðsynlegt,"
sagði Churchill í símtólið og lofaði
að senda flokk hermanna úr Skozka
varðliðinu í The Tower á vettvang.
Áður en ein klukkustund var liðin
vöra 19 varðliðar mættir með Max-
im-vélbyssu. Þeir hófu stanzlausa
skothríð á Sidney-stræti 100 frá
bragghúsi, þar sem þeir vora í góðu
skjóli.
Churchill flýtti sér til innanríkis-
ráðuneytisins í Whitehall til að afla
sér nánari upplýsinga. Ekkert nýtt
var að frétta þar og hann ákvað að
fara á vettvang í bifreið embættis-
ins. Flestir fyrirrennarar hans hefðu
sleppt því og látið lítíð fara fyrir
sér, en Churchill var af öðra sauða-
húsi. Hann segir í bók sinni Tho-
Eliass:
Pétur
málari,
var á
og burt.
Churchili mættur í Sidney-stræti (gægist):„Hvað var ráðherrann að flækjast þarna?“